Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010
Í feluleik Víða er hægt að vera í felum og Austurvöllur er kjörinn vettvangur fyrir slíka leiki en ekki er þar með sagt að stjórnvöld þurfi að vera í felum, þó Alþingi sé á næstu grösum.
Ómar
Flokksráð er sam-
kvæmt 29. gr. laga
VG æðsta vald í öllum
málefnum VG á milli
landsfunda. Í janúar
sl. var samþykkt skýr
ályktun vegna þeirra
áforma að leggja nið-
ur sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðu-
neytið: „Flokksráðs-
fundur Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns
framboðs, haldinn á Akureyri 15.-
16. janúar 2010, skorar á stjórn og
þingflokk VG að áform um end-
urskipulagningu stjórnarráðsins
verði endurskoðuð í ljósi breyttra
aðstæðna og yfirfarin áður en frek-
ari skref verða tekin. Á næstu ár-
um munu grunnatvinnuvegir þjóð-
arinnar svo sem landbúnaður og
sjávarútvegur skipta verulegu máli
við endurmótun íslensks atvinnu-
lífs, eftir sviðna jörð frjálshyggj-
unnar og græðgisvæðingu und-
anfarinna ára.Varhugavert er að
draga úr vægi ofangreindra at-
vinnugreina innan stjórnsýslunnar
á sama tíma og þjóðin þarf öðru
fremur að treysta á þessa mála-
flokka í þeim hremmingum sem nú
ganga yfir.“
Landbúnaður
og sjávarútvegur
Ljóst er að ef til aðildar að ESB
kemur muni sjávarútvegur og land-
búnaður þurfa að færa stórar fórn-
ir. Þannig er krafa framkvæmda-
stjórnar ESB sem birtist í álitsgerð
vegna umsóknar Íslands sú að al-
ger umbreyting fari fram á skipu-
lagi landbúnaðarmála og lyft verði
banni við veiðum erlendra skipa í
íslenskri landhelgi og eignarhaldi á
sjávarútvegsfyrirtækjum. Afstaða
mín gegn inngöngu í ESB er ljós
og á henni hef ég staðið í rík-
isstjórn og á Alþingi.
Samkvæmt skoð-
anakönnunum er mik-
ill meirihluti Íslend-
inga mér sammála í
þessu. Hins vegar
vinnur ráðuneyti mitt
alla þá vinnu sem
ákvörðun Alþingis í
þessu máli krefst. Ég
vek einnig athygli á
að öll hagsmuna-
samtök í sjávarútvegi
og landbúnaði og
mörg sveitarfélög á
landsbyggðinni hafa lýst sig andvíg
áformum um að leggja niður sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðu-
neytið eða taka undan því grunn-
stofnanir þess. Sama afdráttarlausa
afstaða mætir mér hvarvetna á
landsbyggðinni sem lítur á þessi
áform sem beina ógn. Ýmsir telja
nú mikilvægast að veikja stjórn-
sýslulega stöðu sjávarútvegs og
landbúnaðar til að auðvelda aðild-
arferlið að ESB.
Andstaða mín við að sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneytið
verði lagt niður er byggð á mál-
efnalegum forsendum og í sam-
ræmi við stefnu Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs. Í ljósi
umræðunnar síðustu daga um fyr-
irhugaðar breytingar á stjórnar-
ráðinu skal hér áréttað að ég stend
fast með höfuðatvinnugreinunum
okkar og landsbyggðinni í þessu
máli.
Eftir Jón Bjarnason
» Andstaða mín við að
sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið
verði lagt niður er
byggð á málefnalegum
forsendum ...
Jón Bjarnason
Höfundur er sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra.
Fyrir lands-
byggðina
Nú liggur fyrir að smitandi hósti
er ekki af völdum neinna af þeim al-
varlegu veirusýkingum sem þekkt-
ar eru og leggjast á öndunarfæri
hrossa. Bakterían Streptococcus zo-
oepidemicus hefur hins vegar rækt-
ast úr öllum sýnum sem tekin hafa
verið úr hrossum með hósta og
graftarkenndan hor, en ekki úr
hrossum sem eingöngu hafa verið
með nefrennsli eða heilbrigð. Ljóst
er að bakteríusýkingin er afgerandi
fyrir sjúkdómsmyndina og að hún
er bráðsmitandi. Rannsóknirnar
hafa verið unnar á Tilraunastöðinni
á Keldum í samstarfi við hérlendar
og erlendar rannsóknarstofnanir.
Bakterían hefur nokkrum sinnum
ræktast úr veikum hrossum á Ís-
landi, t.d. úr hópsýkingu folalda í
stóðhestagirðingu sem voru með
graftarkenndan hor og stækkaða
kverkeitla. Hún er því ekki ný af
nálinni í umhverfi hestanna okkar
og ætla mætti að ónæmi gegn henni
væri nokkurt. Hún hefur aldrei áð-
ur valdið faraldri hér á landi svo
vitað sé. Almennt er talið að bakt-
erían nái sér fyrst og fremst á strik
í kjölfar annarra sýkinga, einkum
veirusýkinga, en einnig í ein-
staklingum með litla mótstöðu. Hún
er algeng ástæða öndunarfærasýk-
inga í hrossum erlendis en leiðir
alla jafna ekki til faraldurs þar sem
mótstaðan gegn henni er meiri.
Enn er gert ráð fyrir að óþekkt
og þá væntanlega tiltölulega væg
veira hafi borist til landsins og
komið faraldrinum af stað. Sú stað-
reynd að allir hestar virðast næmir
fyrir sjúkdómnum styður þá kenn-
ingu. En sá möguleiki er einnig fyr-
ir hendi að einhverjar aðrar ástæð-
ur hafi orðið þess valdandi að
bakteríusýkingin blossaði upp og
varð að þeim faraldri sem raun ber
vitni. Komið hefur í ljós við rann-
sókn á uppruna veikinnar að nokk-
uð hefur verið um hósta í hest-
húsum víða um land undanfarin tvö
ár. Grunur um smitsjúkdóm vakn-
aði þó ekki fyrr en nú í apríl. Ekki
er ljóst hvort um sömu veiki var að
ræða og nú geisar enda hafa þessi
hross öll veikst aftur meira eða
minna.
Möguleikinn á að bakterían hafi
búið um sig í nokkuð langan tíma er
fyrir hendi. Þar sem þröngt er um
hross, innistaða, álag og streita í
tengslum við þjálfun, sýningar og
keppni, auk lítillar mótstöðu í stofn-
inum í heild sinni, eru þættir sem
gætu hafa gert það að verkum að
smitið magnaðist upp og faraldur
braust út. Að lokum má geta þess
að nú er verið að rannsaka hvort
um sé að ræða nýjan stofn af bakt-
eríunni og hvort það geti útskýrt
faraldurinn. Hvað svo sem setti
þennan faraldur af stað er verk-
efnið núna að vinna úr afleiðing-
unum.
Reynslan hefur sýnt að smitefnið
magnast upp í hesthúsunum og ein-
kenni sjúkdómsins verða alvarlegri
eftir því sem hestum er haldið
meira á húsi. Útigangshrossin
veikjast venjulega vægar. Þetta
gefur vonir um að vandamálið
minnki eftir því sem fleiri hrossum
er sleppt út á rúmt land. Mikilvæg-
ast er að koma sem flestum hross-
um út en þeir sem telja sig þurfa að
hýsa áfram þurfa að hreinsa og há-
þrýstiþvo húsin, jafnvel sótthreinsa.
Einnig er áríðandi að hvíla hross
sem sýna einkenni sjúkdómsins. Ef
það tekst að fyrirbyggja að smitið
magnist upp og hrossin verða að-
eins fyrir vægu smiti (eins og gerist
úti) styttist tíminn sem hrossin bera
einkenni veikinnar og þar með tím-
inn sem þau missa úr þjálfun.
Auka þarf eftirlit með fylfullum
hryssum, nýköstuðum hryssum sem
og folöldum og varast að halda
þennan hóp á þröngu landi eða við
aðrar þær aðstæður sem magna
smitið upp. Ef hryssur kasta í mjög
sýktu umhverfi aukast líkurnar á
naflasýkingum í folöldum sem geta
haft slæmar afleiðingar. Ekki er
tryggt að hross myndi ónæmi gegn
veikinni og því verður að minnka
smitálagið með því að koma hross-
unum í hreint umhverfi. Mælt er
með því að hestamenn þrífi hesthús
sín vel eftir að hrossum hefur verið
sleppt í sumarhaga. Hægt er að
meðhöndla hross ef alvarleg ein-
kenni koma fram en annars er
æskilegt að hestarnir vinni sjálfir á
sýkingunni. Það eykur mótstöðu
þeirra seinna meir.
Eftir Sigríði Björnsdóttur,
Eggert Gunnarsson og
Vilhjálm Svansson
»Reynslan hefur sýnt
að smitefnið magn-
ast upp í hesthúsunum
og einkenni sjúkdóms-
ins verða alvarlegri eftir
því sem hestum er hald-
ið meira á húsi. Úti-
gangshrossin veikjast
venjulega vægar.
Sigríður
Björnsdóttir
Höfundar eru dýralæknar.
Smitandi hósti í hestum
Eggert
Gunnarsson
Vilhjálmur
Svansson