Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 50
AF LISTUM Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ætli það sé rosalega flókið að verakarlmaður? Eru kröfurnar sem heimurinn gerir til þeirra allt of miklar? Þurfa þeir að „standa sig“, enn frekar en konur? Er ævi karlmanna lituð af eilífri glímu við karlmennskuímyndina? Er tilvistarkreppa viðvarandi ástand hjá körlum?    Þessar spurningar og ótal margar aðrarflugu um hugann þar sem ég sat í Þjóð- leikhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld og varð vitni að því ógnarmikla sjónarspili sem Bræður er, nýtt íslenskt dansverk. Skynfærin áttu fullt í fangi með að mót- taka allt sem fram fór. Leikur ljóss og skugga, hljóðs, tals og iðandi líkama, allt var þetta svo svalandi veisla fyrir augu, eyru og heilabú, að nánast flæddi yfir bakka.    Margoft velti ég því fyrir mér hvernigværi hægt að semja verk þar sem þarf að halda á svo mörgum þráðum í einu í hendi/ huga sér. Semja hverja hreyfingu fyrir hvern og einn dansara og þeir svona margir í einu á sviðinu, stundum eins og iðandi kös. Hugsa um stöðu hvers og eins, svo ljósið lendi rétt á þeim, svo skugginn skili sér eins og hann á að gera á hvítu tjöldin. Og hvaða setning falli hvenær og úr munni hvers. Að allt styðji hvað annað.    Þær eru ekkert annað en snillingar kon-urnar sem gátu skapað þessa harmónísku heild. Þeim Láru Stefánsdóttur, Ástrós Gunn- arsdóttur og Hrafnhildi Hagalín hefur með Bræðrum tekist að sjóða saman töfrastund fyrir áhorf- og heyrendur. Tónlist Röggu Gísla og búningar Filippíu Elísdóttur fullkomnuðu sköpunarverkið. Húrra fyrir öllum þessum fantaflottu kon- um.    Ég ætla ekki að telja upp allt það sem varfrábært við þessa upplifun, en eitt af því sem stendur upp úr, er dásamlegur húmorinn í verkinu. Þegar dansarar bresta til dæmis í De- benhams-auglýsingu, þá kitlar það einhverja undarlega taug. Það er svo gott að geta hlegið hressilega í verki sem líka inniheldur heilmiklar pælingar. Þarna var í orði og æði komið inn á deilur, valdabaráttu, sjálfstæðisbaráttu, ástina, vin- áttuna, einmanaleikann. Það að vera (karl)manneskja.    Ég held ég hafi ekki áður séð dansverkþar sem talað mál leikur svo stórt hlut- verk. Karlmannsrödd hljómaði oft yfir og allt um kring og var sú rödd nokkuð fjölþjóðleg, ýmist á ensku, þýsku, frönsku eða íslensku. Og stundum tóku dansararnir/leikararnir til máls, en það var einmitt líka óvenjulegt að hafa nokkra óbreytta leikara í danshlutverkum.    Mannslíkaminn er svo mikið undur.Hvernig hægt er að toga hann og teygja, beygla og snúa upp á, þar til hann hættir að vera líkami heldur eitthvert fyr- irbæri, eins og lifandi skúlptúr. Stundum voru dansararnir eins og dýr, syndandi slöngur, hestar, stundum eins og konur, stundum eins og lítil börn. Stundum eins og hlaðnar byssur, yfirmáta kynþokkafullir. Takk fyrir þessa veislu. Með heiminn á herðum sér Ráðvilltir Bræðurnir fremur léttklæddir og ringlaðir á sviðið Þjóðleikhússins. » Þær eru ekkert ann-að en snillingar kon- urnar sem gátu skapað þessa harmónísku heild MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó www.graenaljosid.is VINSÆLUSTU MYNDIR BÍÓDAGA - SÝNDAR ÁFRAM Í ÖRFÁ DAGA Youth in Revolt kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.14 ára Date Night kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára Un Prophéte kl. 6 - 9 B.i.16 ára The imaginarium of Dr. P kl. 6 - 9 B.i.12 ára Oceans kl. 3:20* - 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Snabba Cash kl. 3* - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára Robin Hood kl. 3* - 6 - 9 B.i.12 ára The Back-Up Plan kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Húgó 3 kl. 4* (650 kr.) LEYFÐ Robin Hood kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára The Spy Next Door kl. 4 (550 kr.) - 6 LEYFÐ Húgó 3 kl. 4 (550 kr.) - 6 LEYFÐ Brooklyn‘s Finest kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓ Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjöls- kylduna með íslensku tali SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM UNGLINGUR Í UPPREISN Frábær gamanmynd með Michael Cera úr Juno og Superbad Þegar hann kynnist draumastúlkunni er mikið á sig lagt til að missa sveindóminn SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í BORGARBÍÓ Hafið er framandi heimur fyrir flestum en nú gefst þér einstakt tækifæri til að ferðast um undirdjúpin. HHH „Með öllum líkindum einhver ferskasta unglingamynd undanfarinna ára... Cera sýnir loksins á sér nýja hlið.” T.V. - Kvikmyndir.is SÝND Í SMÁRABÍÓI HHHH O.H.T. - Rás 2 Frá Neil Marshall leikstjóra “The Descent” kemur hörku spennumynd *Aðeins sunnud. SÝND Í SMÁRABÍÓI Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.