Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 ✝ Baldur Bjarnasonvélstjóri fæddist 13. ágúst 1936. Hann lést á Brekkubæ, Nes- jahr. A-Skaft., 19. maí 2010. Foreldrar hans voru Bjarni Bjarna- son, bóndi, organisti og tónskáld á Brekkubæ, f. 10. maí 1897 í Tanga hjá Hruna á Brunasandi, d. 27. mars 1982, og kona hans Ragnheið- ur Sigjónsdóttir, f. 11. apríl 1892 í Meðalfelli, Nesjahreppi, d. 22. desember 1979. Systkini Baldurs eru Sigríður Ingibjörg, gift sr. Gísla H. Kolbeins. Þau eiga 5 börn. Sigjón, kvæntur Kristínu Einarsdóttur. Þau eiga 5 börn. Baldur tók minna vélstjórapróf í Vestmannaeyjum 1966. Hann stundaði sjó á vertíðarbátum frá Hornafirði frá 1953 og var vélgæslu- maður (vélstjóri frá 1966) hjá útgerð Kristjáns Gúst- afssonar á Hornafirði 1963-72. Hann varð einn af þremur eig- endum útgerðar Sig- urðar Ólafssonar á Hornafirði og var vél- stjóri á Sigurði Ólafs- syni SF-44 þar til hann lauk sjómennsku vorið 2006 og hafði þá verið á sjó linnulítið í 52 ár. Baldur fór fyrst á humarvertíð 1963 og eftir það féll ekki úr nein humarvertíð til 2005 eða í 42 ár. Útför Baldurs fer fram frá Hafn- arkirkju á Hornafirði í dag, 29. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Minningarnar sem leituðu á mig þegar ég frétti að Baldur frændi væri dáinn standa mér margar svo ljóslifandi fyrir sjónum að þær hefðu alveg eins getað gerst í gær. Fyrsta minningin sem leitar á mig er frá Melstað í Miðfirði. Þetta var rign- ingardagur og Baldur frændi bauð mér út í bíl að hlusta á tónlist úr skrítnu tæki sem hét kassettutæki sem ég hafði ekki séð áður. Ég var líklega 6-7 ára og vildi fá að vita hvaða þýðingu allir hinir takkarnir hefðu í Volvóinum hans, og hann sýndi mér það. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk að setjast inn í fólksbíl, í sveitinni voru það bara Land Rover og Willysar sem allir voru frekar takkafáir í þá tíð. Ég man það alltaf hversu glaður hann var yfir þessum gríðarlega áhuga mínum á bílum hans. Síðar var ég staddur austur á Hornafirði hjá ömmu og afa á Brekkubæ í Nesjum. Ég var úti að leika við frændsystkini mín þegar Baldur kom á bílnum í hlaðið, hann var þá að koma af sjón- um og kom með stóran bala af stórum ferskum fiski sem hann hafði veitt handa ömmu. Þetta var í fyrsta skipti sem ég komst í tæri við fersk- an fisk og Baldur og mamma fóru að kenna mér hvað fiskarnir hétu. Áhugi minn var nú aftur á móti ekki á þeim heldur vildi ég frekar fræðast um takkana í Volvóinum og hlusta á tónlistina úr kassettutækinu og það þótti honum gaman að heyra. Ég mun aldrei gleyma því bjarta brosi sem skein af andliti hans á þeim fal- lega sólríka degi austur á Hornafirði þegar hann sagði við mömmu að ég væri tæknisinnaður og yrði líklega pófessor í framtíðinni. Árin liðu og Baldur endurnýjaði Volvóana reglu- lega og kom oftast á hverju sumri í heimsókn til okkar, oftast til að jafna sig eftir að hafa átt góðar og glaðar stundir í Reykjavík eins og sönnum sjómanni sæmdi. Það var alltaf gam- an þegar hann kom í heimsókn, hann fór með mann á rúntinn og að skoða bátana niðri á höfn. Baldur stofnaði útgerð með tveimur öðrum á Höfn í Hornafirði og skírðu þeir bát sinn Sigurð Ólafsson. Baldur sá um vél- ina og gerði það með miklum sóma. Mér var bent á að hans staðall á vél- arrúmi væri sá að það ætti alltaf að vera svo hreint að maður gæti geng- ið um á sokkunum, það væri bara leti og trassaskapur ef vélarrúm væri svo drullugt að menn yrðu að vera í skóm. Síðasta minningin er frá því í vet- ur þegar hann kom í mat til mín. Ég og sonur minn elduðum saman góð- an mat handa okkur og spjölluðum saman, hann náði góðu sambandi við son minn og stundin var góð, honum leið þá nokkuð vel, hafði ekki verið hressari frá því um áramót. Það er ekki liðið hálft ár frá því að hann Baldur frændi hélt að hann væri með lungnabólgu. Annað koma á daginn. Ég þakka honum fyrir að hafa sýnt mér það traust sem hann gerði á síðustu vikum lífs síns þegar hann trúði mér á sinn hátt fyrir því hversu veikur hann væri og bað mig að koma því á framfæri við sína nán- ustu. Einnig þakka ég honum fyrir þá fræðslu um tækni og tól sem hann færði mér í æsku. Baldur hafði skoð- anir á lífinu og pólitíkinni en hlustaði alltaf á fólk og bar virðingu fyrir sjónarmiðum annarra, en tók sínar ákvarðanir á sinn hátt, fyrir það virði ég hann mest. Nú er hann far- inn frá okkur og bið ég góðan Guð að leiða hann á vit hins ókunna. Halldór Kolbeins. Nú er fallinn frá vinur minn og fé- lagi, Baldur Bjarnason, eftir erfið veikindi. Þegar ég kom til þín kvöld- ið áður en þú kvaddir sagðir þú: Mig langar svo mikið til að lifa. Þegar maður hugsar til baka kemur þetta ekki á óvart því þú elskaðir lífið svo mikið. Þú tókst smáþorskana og slepptir þeim aftur í sjóinn svo að þeir gætu lifað lengur, ef humar beit þig í puttann þá varð hann líka að fá að lifa því að hann hafði barist svo fyrir lífinu. Þegar þú keyrðir inn í Nes á haustin þegar fýllinn var á leið til sjávar, settir þú gjarnan þá sem voru strand í skottið á Volvonum og keyrðir þá út í Ósland þannig að þeir að myndu örugglega lifa. Takk fyrir allt, Baldur Bjarnason, þú hefur kennt mér margt. Hannes Ingi Jónsson. Það eina sem við vitum þegar við fæðumst er að við komum til með að deyja. Það er víst bara spurning um tíma. Tími Balla er kominn eftir til- tölulega snörp veikindi. Hugurinn skýr allt til loka en líkaminn búinn eftir langa sjómannsævi og lífsstíl sem var kannski ekki alltaf beint upp úr heilsufræðibókunum. Okkur skipsfélaga hans langar að minnast hans með nokkrum orðum. Á okkar vígstöðvum og reyndar miklu víðar var hann alltaf kallaður Páfinn og bar hann það viðurnefni stoltur og vitnaði jafnan um sjálfan sig í þriðju persónu sem Páfann og heimilið sem Páfagarð eða Vatikanið. Það var gott að vera á sjó með honum og skap- jafnari maður vandfundinn. Alltaf ánægður með það sem fiskaðist. Hvort sem aflinn var ein klósettseta eins og hjá Forrest Gump eða fullt netaborð af spriklandi gulum þá sagði sá gamli alltaf „ja þetta var ekki svo slæmt“. Langur sjómannsferill Balla hófst árið 1954 og lauk svo ekki fyrr en fimmtíu og tveimur árum síðar eða árið 2006 og þar af þrjátíu og fjögur ár sem vélstjóri á Sigurði Ólafssyni. Hann reyndar hætti aldrei alveg því hann fór bara í smá frí fyrir fjórum árum, þá á sjötugasta aldursári, því hnéð var eitthvað að stríða honum. Svo dróst það að hann kæmi um borð aftur enda lá svo sem ekkert á, hann var með þann sem hann treysti best af öllum til að líta eftir vélunum fyrir sig. Hann fylgdist samt náið með okkur, kom mikið um borð að spjalla og var okkur innan handar, enda einn af stofnendum og eigend- um útgerðarinnar frá upphafi. Vél- stjóri til síðasta dags og alltaf með hugann við sjóinn, vélarnar og afla- brögðin. Balli var vel að sér um dægurmál- in og vel fróður um líffræði sjávarins og var oft mikið pælt við netaborðið eða trollmóttökuna þar sem hann hafði sínar skoðanir og kenningar á því sem gerðist í hafinu. Fiskifræði Páfans kölluðum við þessa speki sem oft var síst verri en fræðinganna. Mikill fréttafíkill var hann og fylgd- ist vel með pólitíkinni og þrættum við jafnan okkur til ánægju og skemmtunar um pólitík enda mis- jafnlega staðsettir á baki þeirrar skrítnu tíkur. Þetta voru skemmti- legar rimmur þar sem skoðanir frá hægri og vinstri voru krufðar og orð eins og borðsalskommi, bússistar með dollara í kjaftinum og íhalds- leppar flugu og öllu var tjaldað til að styðja málstaðinn. Hans staður í borðsalnum er enn og verður áfram vandlega merktur sem „Pólitíska hornið“. Balli var orginal eins og sagt er, sjómaður af gamla skólanum. Alltaf í stakk og klofstígvélum sem bætt voru eftir þörfum og skipti helst ekki um vettlinga fyrr en það vantaði á þá alla puttana. Með honum er fallinn frá góður skipsfélagi og vinur en eft- ir stendur dýrmæt reynsla og marg- ar minningar sem ylja, til dæmis um hvað var gott í löngum stöðum að hvíla hælana á spúlslöngunni, á bekknum að hlusta á fréttir og ekki síst myndin sem ósjaldan birtist ef maður kom niður í vélarrúm og Balli þá sitjandi á pliktunum yfir spildæl- unni, tróð í pípuna og horfði dreym- andi á vélarnar sínar snúast. Fyrir hönd skipsfélaga á Sigurði Ólafssyni SF 44. Sigurður Ólafsson. Baldur Bjarnason ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÓLAFUR GUNNAR SIGURÐSSON, Óli í Ásgarði, Heiðarbraut 7, Garði, síðast til heimilis að Vatnsholti 7a, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, mánudaginn 24. maí. Útförin fer fram frá Útskálakirkju miðvikudaginn 2. júní kl. 15.00. Soffía G. Ólafsdóttir, Sæmundur Kr. Klemensson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN ÓLAFSSON myndskeri frá Lambavatni, lést á líknardeild Landspítala Landakoti deild L-5 fimmtudaginn 20. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóna Gíslunn Árnadóttir, Hólmfríður Steinunn Sveinsdóttir, Hilmar Össurarson, Inga Guðrún Sveinsdóttir, Tómas Walter Maríuson, Ólafur Sveinsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, afi og bróðir, EYSTEINN GÍSLI THORDARSON fv. framkvæmdastjóri, Angles Camp, Kaliforníu, Bandaríkjunum, lést á heimili sínu á aðfangadagskvöld. Jarðsetning duftkers og minningarathöfn verður í Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 4. júní kl. 14.00. Pamela Thordarson, Gunnar Thordarson, Leifur Thordarson, Elise Thordarson, Stefán Thordarson, Jón Þórðarson, Sigurður H. Þórðarson, Ármann Þórðarson, María Sigríður Þórðardóttir, Svanberg Þórðarson og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæru dóttur, systur og barnabarns, VIKTORÍU LINDAR HILMARSDÓTTUR, sem lést á barnaspítalanum við Ullevål þriðju- daginn 4. maí, verður minnst í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ miðvikudaginn 2. júní kl. 15.00. Allir sem vilja minnast Viktoríu Lindar eru velkomnir í minningarathöfnina. Hilmar Þór Sævarsson, Guðrún Elvíra Guðmundsdóttir, Ída María Hilmarsdóttir, Emelíana Hilmarsdóttir, Guðmundur Eggertsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn, Sævar Berg Guðbergsson, Katrin Klara Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR ljósmóðir frá Hróarsholti í Flóa, seinna Kaplaskjólsvegi 63, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnundaginn 27. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. júní kl. 15.00. Ágúst Halldórsson, Rannveig Halldórsdóttir, Ólöf Halldórsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Guðmundur Halldórsson, Elsa B. Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.