Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Tónlistarskóla Skagafjarðar var slitið við hátíðlega athöfn í menn- ingarhúsinu Miðgarði á dögunum. Alls luku 32 nemendur stigsprófi þetta vorið og fjórir áfangaprófi. Góð aðsókn var í skólann en alls stunduðu 307 einstaklingar tónlist- arnám þennan skólaveturinn. Eins og við var að búast var mik- ið um tónlistarflutning við skólaslit- in en fram komu barnakór skólans, Árskóla og Varmahlíðarskóla auk hinna ýmsu hljómsveita skólans, svo sem blásarasveitin, strengja- sveitin, hljómsveit yngri nemenda frá Hofsósi og harmonikku- og slagverkssveit frá Varmahlíð. Þá voru að venju við skólaslit veitt verðlaun fyrir góðan náms- árangur úr minningarsjóðum Að- alheiðar Erlu Gunnarsdóttur frá Syðra-Vallholti og Jóns Björns- sonar frá Hafsteinsstöðum. Kolbjörg Katla Hinriksdóttir og Eyþór Ingi Traustason hlutu verð- laun úr sjóði Aðalheiðar Erlu og Sigvaldi Helgi Gunnarsson úr sjóði Jóns Björnssonar sem Eiður Guð- vinsson hefur haft umsjón með. Sá sjóður er fjármagnaður með sölu geisladiska með lögum Jóns Björns- sonar, sem kom út árið 2003 í tilefni 100 ára afmælis tónskáldsins og kórstjórans. Æ síðan hefur árlega verið veitt úr sjóðnum til efnilegs tónlistarfólks í Skagafirði. Þrír nemendur Tónlistarskóla Skaga- fjarðar verðlaunaðir með styrkjum Styrkur Sigvaldi Helgi Gunnarsson gítarnemandi ásamt Eiði Guðvinssyni. Bílabúð Benna er 35 ára og heldur upp á tíma- mótin í dag með afmælishátíð í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Vagnhöfða 23. Þar verður boðið upp á margvíslega afþreyingu og veit- ingar fyrir alla fjölskylduna samkvæmt upp- lýsingum fyrirtækisins. Um leið verða frum- sýndir nýir bílar frá Chevrolet og Porsche. „Saga fyrirtækisins er rakin til ársins 1975 þegar stofnandinn, Benedikt Eyjólfsson, hóf viðgerðir á mótorhjólum við frumstæðar að- stæður í litlum skúr á Vagnhöfða 23. 1976 fékk fyrirtækið nafnið Vagnhjólið og starfs- menn voru fjórir. Fyrirtækið varð snemma brautryðjandi í jeppabreytingum og nafnið breyttist í Bílabúð Benna. Um það leyti hófst jafnframt innflutningur á varahlutum og skömmu síðar nýjum bílum. Núna er Bílabúð Benna umboðsaðili Chevrolet, SsangYong og Porsche á Íslandi,“ segir í fréttatilkynningu. Um helgina verður frumsýndur í Chevrolet-salnum á Tangarhöfða smábíllinn Spark sem er nútímalega hannaður, fimm manna borgarbíll og í Porsche-salnum á Vagnhöfða 23 verður frumsýning á annarri kynslóð Porsche Cayenne. Kynnt verður ný gerð Cayenne, Cayenne S, Ca- yenne Turbo og Cayenne Diesel. Afmælishátíðin hefst kl. 12 og stendur til kl. 16. Bílabúð Benna fagnar 35 ára afmæli og frumsýnir nýja Chevrolet og Porsche Bílabúð Benna efnir til viðamik- illar afmælishátíðar. Hvatning- arverðlaun Vís- inda- og tækni- ráðs fyrir árið 2010 voru afhent á Rannsókn- arþingi á fimmtudag sl. Dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir, dósent við lækna- deild og for- stöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsu- vísindum við Háskóla Íslands, hlaut viðurkenninguna að þessu sinni. Unnur er fædd á Akureyri árið 1972. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996 og doktorsprófi í klínískri faralds- fræði frá Karolinska Institutet árið 2003. Árið 2006 var Unnur svo ráð- in til að leiða nýstofnað framhalds- nám í lýðheilsuvísindum við Há- skóla Íslands. Í mati dómnefndar segir að Unnur hafi á undraskömm- um tíma byggt upp öfluga stofnun. Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum hefur skar- að fram úr. Verðlaunin sem nú eru tvær milljónir króna, hafa verið veitt frá árinu 1987. Unnur Anna Valdimarsdóttir fær Hvatn- ingarverðlaun Vísinda- og tækniráðs Unnur Anna Valdi- marsdóttir Nú í sumarbyrjun munu kirkjurnar í Breiðholti hafa frumkvæði að gönguferðum um Breiðholtið sem eiga það sameiginlegt að byrja og enda við kirkju. Þetta er annað árið í röð sem farið er í slíkar göngur enda voru góðar viðtökur í fyrra. Fyrsta gangan verður á morgun, sunnudag. Gengið verður frá Fella- og Hólakirkju kl. 10 og gengið að Breiðholtskirkju. Kl. 11 verður messað í Breiðholtskirkju og boðið upp á hressingu að messu lokinni. Sunnudaginn 6. júní verður gengið frá Breiðholtskirkju kl. 19 til messu í Seljakirkju sem byrjar kl. 20. Síð- asta gangan verður sunnudaginn 13. júní. Þá verður lagt af stað frá Seljakirkju og gengið til kvöld- messu í Fella- og Hólakirkju sem hefst kl. 20. Ekið verður með göngufólk aftur að þeirri kirkju þar sem göngurnar hófust þegar allir hafa þegið hressingu. Gönguferðir á milli kirkna í Breiðholti Í dag, laugardag, kl. 14-17 standa Háskólinn í Reykjavík og Samtök leikjafyrirtækja á Íslandi (IGI, Ice- landic Gaming Industry) fyrir „leikjadegi“ í húsnæði HR við Naut- hólsvík. Tilgangurinn er að styrkja og efla vaxtarmöguleika íslenska tölvuleikjaiðnaðarins. Flutt verða stutt erindi um leikjaiðnaðinn og í lok dags veitir IGI verðlaun fyrir bestu tölvuleikjahugmyndina. Morgunblaðið/G.Rúnar Leikjadagurinn í húsnæði HR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur í bígerð að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga sem heimila myndi vegagerð um Teigsskóg í Austur-Barða- strandarsýslu sem og þverun Djúpa- fjarðar og Gufufjarðar við mynni þeirra. Einar vonast til að samstaða náist um framgang málsins meðal þingmanna Norðvesturkjördæmis sem hafa frumvarpsdrögin í skoðun. Þingmaðurinn kynnti þessa fyr- irætlan sína á fundi á Patreksfirði á dögunum. Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum hafa lengi kallað eftir vegabótum á þessum slóðum. Í dag liggur vegurinn yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls, en sú leið er snjóþung og vegurinn ekki í samræmi við kröfur dagsins í dag. „Vegagerð á þessum slóðum er brýnasta verk- efnið í samgöngu- málum á landinu. Málið hefur velkst úr einum stað í annan í langan tíma og nauðsynlegt er að höggva á hnútinn og þá er lagasetn- ing sem myndi heimila fram- kvæmdir á þessum slóðum eðlileg- asta leiðin,“ segir Einar. Heimamenn í Barðastrand- arsýslum sameinuðust á sínum tíma um þá tillögu að vegstæði sem fyrr er lýst. Fleiri hugmyndir voru í deiglunni og samþykkti Skipulags- stofnun eina þeirra en ekki þá að vegurinn yrði lagður um skóginn og firðirnir tveir þveraðir. Jónína Bjartmarz, þáverandi umhverf- isráðherra, komst hins vegar að ann- arri niðurstöðu og samþykkti fram- kvæmdina með tilliti til umhverfissjónarmiða. Þeim úr- skurði ráðherrans var hnekkt með dómi Hæstaréttar. Til háborinnar skammar Með tilliti til þessa alls segir Einar Kr. Guðfinnsson mikilvægt að opna málið algjörlega upp á nýtt og setja lög þar sem framkvæmdir fengju grænt ljós. „Það er algjörlega óvið- unandi að vegagerð á þessum slóð- um geti ekki haldið áfram þegar peningar til verksins eru til staðar. Í raun er þetta til háborinnar skamm- ar. Markmið þess frumvarps sem er hér lagt fram, er að rjúfa þennan grafalvarlega vítahring og heimila vegagerðina með lögum,“ segir Ein- ar. Undirtektirnar segir hann hafa verið góðar og vonast til að hægt veri að leggja málið fram nú á vor- þingi. Teigsskógur Þingmaðurinn telur veg um Teigsskóg eitt brýnasta verkefnið í samgöngumálum í dag. Vill vegagerð um Teigsskóg  Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum kalla eftir vegabótum  Einar K. vonast eftir samstöðu þingmanna í kjördæminu Einar K. Guðfinnsson ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Hvað á að gera í sumar? heitir bæklingur sem Reykjanesbær gaf út nýverið. Þar er að finna upplýsingar um hvað börnum og unglingum stendur til boða í sumar. Hægt er að velja úr góðu úrvali leikja-, íþrótta- og menningarnámskeiða, s.s. vík- inganámskeið, sundnámskeið, sport- námskeið íþróttafélaganna, dans- námskeið, listaskóla, sumarlestur, smíðavelli og grænmetisrækt. Í þessari flóru ættu allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi og einhver nám- skeiðanna eru gjaldfrjáls.    Nýr vettvangur útiveru og leikja skapaðist í Reykjanesbæ fyrir skömmu þegar hreystivöllur var opnaður við hlið Vatnaveraldar. Völlurinn samsvarar hreystivelli Skólahreysti og er ekki síður mark- aðssettur fyrir foreldra en börn. Það gæti til að mynda verið besta fjöl- skylduskemmtun að kanna hreysti fjölskyldunnar áður en haldið er í sund einhvern góðviðrisdaginn.    Framlag Listasafns Reykja- nesbæjar til Listahátíðar 2010 er sýningin Efnaskipti eða Metabolism, sem nú stendur yfir í Listasalnum. Sýningin er samvinnuverkefni Listasafnsins og fimm myndlist- arkvenna, þeirra Önnu Líndal, Guð- rúnar Gunnarsdóttur, Hildar Bjarnadóttur, Hrafnhildar Arn- ardóttur og Rósu Sigrúnar Jóns- dóttur. Sýningin var opnuð 16. maí og stendur til 15. ágúst.    Í Bíósalnum er annars konar framlag til Listahátíðar, ljósmyndir sem teknar voru af grunnskólabörn- um í Reykjanesbæ í tilefni Barnahá- tíðar í apríl sl. 113 börn sendu inn 3 ljósmyndir hvert af jafnmörgum við- fangsefnum og eru myndirnar allar á sýningunni. Sérstök athygli er vakin á verðlaunaljósmyndum 8 ljós- myndara.    Fjöldi listgallería hefur sprott- ið upp í miðbæ Reykjanesbæjar að undanförnu. Í Gallery 8 eru til sölu verk eftir jafnmargar lista- og hand- verkskonur, sem allar eru að vinna með ólík efni. Magdalena Sirrý de- sign er hægt að skoða og versla í Gömlu búð í Fishershúsi og í sama húsi bakatil er nú vinnustofa og gall- erí tveggja listakvenna, Írisar Jóns- dóttur og Ingunnar Yngvadóttur.    Nýtt leikhús er einnig risið í Reykjanesbæ þó það sé vissulega ekki með hefðbundnu sniði. Vík- ingaskipið Íslendingur varð feðg- unum Einari Benediktssyni og Pétri Einarssyni innblástur í flutning leik- verka á borð við Ferðir Guðríðar. Þar bregður Þórunn Erna Clausen sér í hlutverk Guðríðar Þorbjarn- ardóttur í leikgerð Brynju Bene- diktsdóttur og segir frá ferðum Guð- ríðar vestur um haf. Um 70 manns rúmast um borð í bátnum og einkar viðeigandi að upplifa ferðasögu Guð- ríðar með þessum hætti. Útivera og innivera Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Kýló Unga fólkið í Reykjanesbæ leikur sér í kýló af kappi. Auk hollr- ar útiveru kostar ekki krónu að finna sér grænt svæði til leikja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.