Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 48
Lagalistinn í úrslitakeppni Evróvisjón sem fram fer í kvöld er þessi. 1. Aserbaídsjan Safura – „Drip Drop“ 2. Spánn Daniel Diges – „Algo Peque- ñito“ 3. Noregur Didrik Solli-Tangen – „My He- art Is Yours“ 4. Moldóva SunStroke Project and Olia Tira – „Run Away“ 5. Kýpur Jon Lilygreen and The Islanders – „Life Looks Better In Spring“ 6. Bosnía og Hersegóvína Vukašin Bra- jiæ – „Thunder And Lightning“ 7. Belgía Tom Dice – „Me And My Guitar“ 8. Serbía Milan Stankoviæ – „Ovo Je Balkan“ 9. Hvíta-Rússland 3+2 feat Robert Wells – „Butterflies“ 10. Írland Niamh Kavanagh – „It’s For You“ 11. Grikkland Giorgos Alkaios and Friends – „OPA“ 12. Stóra-Bretland osh Dubovie – „That Sounds Good To Me“ 13. Georgía opho Nizharadze – „Shine“ 14. Tyrkland aNga – „We Could Be The Same“ 15. Albanía Juliana Pasha – „It’s All About You“ 16. Ísland Hera Björk – „Je Ne Sais Quoi“ 17. Úkraína Alyosha – „Sweet People“ 18. Frakkland Jessy Matador – „Allez Ola Olé“ 19. Rúmenía aula Seling and Ovi – „Play- ing With Fire“ 20. Rússland eter Nalitch and Friends – „Lost and Forgotten“ 21. Armenía Eva Rivas – „Apricot Stone“ 22. Þýskaland ena – „Satellite“ 23. Portúgal Filipa Azevedo – „Há Dias Assim“ 24. Ísrael Harel Skaat – „Milim“ 25. Danmörk Chanée and N’evergreen – „In A Moment Like This“ Reuters Lögin í kvöld 21 25 7 1 16 Þýskaland Söngkonan Lena Meyer-Landrut, sem jafnan er kölluð Lena, syngur lagið „Satellite“ eftir Julie Frost og John Gordon. Hún verður rétt orðin nítján ára þegar hún stígur á sviðið í Ósló og lauk stúdentsprófi í miðjum æfingum fyrir keppnina. Hún var óþekkt þegar hún birtist í undankeppninni þýsku en heillaði svo áheyrendur að lagið setti nið- urhalsmet strax eftir keppnina. Spánn Í fyrra voru liðin fjörutíu ár frá því Spánverjar hömpuðu sigri í Evr- óvisjón og þar í landi gera menn sér vonir um að valsinn sem Daniel Di- ges syngur, „Algo Pequeñito“, nái góðum árangri, enda er Diges þraut- reyndur skemmtikraftur, leikari og söngvari. Jesús Cañadilla í samvinnu við Luis Miguel de la Varga, Alberto Jodar og Diges sjálfan. Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir moheidur@gmail.com MMMM … aaaaaa“ heyrist í poppgoðinuPáli Óskari þar semhann teigar besta kaffisopa bæjarins á Kaffismiðjunni. Sæluhljóðið fer ekki framhjá neinum. Umræðuefni þessa stefnumóts stendur Páli Óskari nærri því hann er orðinn okkar helsti sérfræðingur í þessum stór- kostlega menningarviðburði sem við köllum Evróvisjón. Bjarteygur og brosandi hallar hann sér aftur í þægilegum stólnum og segir: „Ókei, skjóttu …“ – Allt í lagi. Höfum þetta einfalt svona í blábyrjun. Af hverju í ósköp- unum elskar Páll Óskar Evróvisjón svona mikið? „Þetta er margþætt áhugamál, í fyrsta lagi ef þú hefur einhvern áhuga á tónlist þá er hægt að finna gull og gersemar þarna í miðjum skítnum en 95% af þessum lögum eru algert drasl. Þetta er skúffulaga- keppni fyrir „wannabe“-lagahöfunda sem finna kannski einu lagi farveg inn í þessa keppni. Fæstir ná að búa til feril úr þessu, oft er verið að herma eftir stefnum og straumum hvers tíma. Þannig að ef þú ert dug- legur, nennir að hlusta á forkeppn- irnar og allt sem fylgir þessu þá finnurðu gullið. Þú þarft að vera nörd, eins og þessir sem fara í safn- arabúðina til þess að heyra hið eina sanna lag,“ segir Páll Óskar, svo gott sem í einni bunu. Hin fallega hugsjón – En hver er hugsjónin á bak við Evróvisjón? „Veistu …“ segir Páll, skakar sér í sætinu og setur sig í kennara- stellingar. „Hugsjónin á bak við keppnina er mjög falleg. Vissirðu það að hugmyndin kom upp hjá manni að nafni Marcel Besancon frá Sviss, sá réð þá yfir EBU eða European Broadcast Union. Fyrsta keppnin var því haldin í Sviss og gettu hver vann, Sviss … þvílík tilviljun. Þegar keppn- in byrjaði var Evrópa enn í sárum eftir seinni heimsstyrjöldina, allir hötuðu Þjóðverja, Þjóðverjar hötuðu Breta og Frakkar létu Breta fara í taugarnar á sér. Evrópa var í rúst. Honum datt því í hug að búa til einn atburð – eina útsendingu í beinni sem allir gætu horft á samtímis. Vegna þess að hann trúði því að tónlist væri eina tungumálið sem allir gætu tengt við og skilið. Tónlistarkeppni væri því vettvangur fyrir þjóðirnar að mætast á vinalegum grundvelli.“ – Er grundvöllurinn enn vinaleg- ur eða hvað finnst þér? „Auðvitað eru ákveðnar þjóðir sem skiptast á stigum, ákveðin pólitík. En vinalegi grundvöllurinn hefur hald- ist að mínu áliti þannig að góðu lögin komast alltaf áfram, burt- séð frá því hvaðan þau koma.“ Nokkur hundleiðinleg lög í keppni – En nú í ár, hvernig á okkur eftir að ganga? Er ekki erfitt að koma á eftir Jóhönnu og eldgosi sem er búið að gera flestar Evr- ópuþjóðir brjálaðar? „Það er búið að semja yfir 5.000 fréttir á enskri tungu um Eyjafjallajökul, það hjálpar bara. En svo veit ég bara að Hera Björk á eftir að massa þetta,“ segir Páll Ósk- ar. Sannfæringarkrafturinn er slíkur að blaðakonan tekur þetta sem heilagan Evr- óvisjónsannleik. „Auðvitað er alltaf pólitík alls staðar,“ heldur hann áfram. „Austantjalds eða á Norðurlöndum en það eru alltaf tvö til fjögur góð lög sem komast í efstu sætin.“ Þegar kemur að Evróvisjón eru fáir jafn vel skólaðir í fræðunum og Páll Óskar Hjálmtýs- son. Ástríðan þar er sönn, áhuginn endalaus og gleðin í garð alls þess sem snertir þessa vin- sælu keppni fölskvalaus. Yfir til þín Páll … Er þetta Evróvisjónást? 48 MenningEVRÓVISJÓN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Páll Óskar heldur árlegt Evr- óvisjónpartí sitt á Nasa í kvöld. Húsið verður opnað á miðnætti og dj Páll Óskar verður við spil- arann allan tímann til 5.30 á sunnudagsmorgun og spilar öll helstu evóvisjónlög sögunnar, bæði gömul og ný, ásamt klass- ískum partísmellum. Evró- visjónhetjur Íslendingar stíga síðan á svið og taka lagið. Páll Óskar tekur öll sín bestu lög og einnig koma fram Sigga Bein- teins, Sigrún Eva, Jógvan og Jó- hanna Guðrún. Dj Páll Óskar EVRÓVISJÓNPARTÍIÐ M or gu nb la ði ð/ G ol li
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.