Morgunblaðið - 29.05.2010, Side 11

Morgunblaðið - 29.05.2010, Side 11
Morgunblaðið/Jakob Fannar Mikil spenna Blaðamaður ásamt þeim vel klæddu Chris og Marissu frá Kanada í upphafi ferðar. buxur, rykug flíspeysa og vettlingar. Þarna stöndum við tilbúin til far- ar, þegar Magnús kemur með dálítinn pappírssnepil og biður okkur að und- irrita. Það var sem sagt einhverskon- ar skriflegur samningur: „Ég, und- irritaður, afsala mér öllum rétti mínum, skyldi ég lenda í slysi eða deyja í þessari fjórhjólaferð.“ Eitt- hvað í þá áttina. Ekki sérlega traust- vekjandi en jók vissulega varkárni manns. Blessunarlega kom ekkert fyrir og Hæstiréttur slapp þannig við stóra fjórhjólamálið sem ég hefði að sjálfsögðu höfðað. Kröftug farartæki Þá var komið að því, tryllitækin dregin fram og eftir snarpa yfirferð um helstu stjórntæki þeirra settumst við á bak. Þetta eru nú engin geimvís- indi, bara bensíngjöf og bremsa. Næst spyrnti Magnús af stað og við eltum hann hálfskjálfandi af reynsluleysi á þessum kröftugu farartækjum. Ferð- inni var heitið inn Jósepsdalinn. Fjórhjólin komast á mun meiri hraða en ég hélt. Kraft urinn er slíkur að maður er í hættu að skjótast af hjólinu ef maður tekur of hratt af stað. Jarðvegurinn var skrafþurr og rykið hvirflaðist upp undan fjórhjóli Magn- úsar sem var fremstur í röðinni. Fín- korna rykið komst auðveldlega inn fyrir gleraugun og í augun á manni. Tárin flæddu úr rykugum augunum en gamanið og spennan var þvílík að maður fann nánast ekki fyrir því. Eftir u.þ.b. tíu mínútna ferð blasti Jósepsdalurinn við okkur. Dal- urinn skartaði sínu fegursta í sum- arsólinni. Blár og bjartur himinn, grænn grasbali í dalbotninum, út- lenda parið vafið í vetrargallann og fjórhjólahlífarnar í ofanálag og svo þeysti maður um á ógnarhraða í faðmi náttúrunnar. Ég er ekki frá því að nákvæmnlega þarna hafi ég áttað mig á því að sumarið væri loks komið. Þegar veðrið og náttúran magna gleðina í leiknum og spennuna. Stórhættulegt stökk Ferðinni var næst heitið niður að Sandskeiði. Þar er fjórhjólabraut með allskonar beygjum, hólum og hoppum. Fjölmargar flugvélar voru í snertilendingaæfingum á flugvell- inum enda kjörið veður til þess. Ég er mikill áhugamaður um flugvélar sem varð til þess að augun beindust gjarnan að vélunum en ekki veginum á leið okkar aftur að Bo- löldu. Þannig tókst mér að keyra hjól- ið af veginum og á einhvern hól sem skagaði þarna upp úr annars flötum jarðveginum. Fjórhjólið lét það ekki stöðva sig heldur tók örlítið stökk yfir hólinn og einhvers staðar í loftinu ákvað ég að einbeita mér að akstr- inum frekar en flugvélunum. Stökkið var örugglega ekki hátt, kannski örfáir sentimetrar frá jörðu, en byrj- andinn miklar allt fyrir sér. Þetta voru því í mínum augum fleiri metrar sem ég stökk upp í loftið. Að mínu mati var ég í bráðri hættu að rekast í eina flugvélina á lokastefnu. Þegar við stigum af hjólunum vorum við rykug í framan með drullugan tára- straum niður kinnar en öll skælbros- andi. Það er merkilegt hvað manni stendur mikið til boða á Íslandi. Ég held að flestir Íslendingar átti sig ekki á þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem fyrirtækjaflóran í ferðaþjónustu heldur úti. Fyrir mitt leyti mun ég tvímælalaust hugsa mig tvisvar um hvort eitthvað meira spennandi standi mér til boða næst þegar ég fer í bíó eða keilu. Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 „Útvarpsstöðin Kaninn stendur fyrir sumarfagnaði í Smáralind svo ég verð mjög upptekinn í dag. Ætli dagurinn hefjist ekki upp úr átta með undirbúningi sem stendur til kl. 13. Þá hefst hátíðin með því að Jógvan stígur á svið og svo koma all- ar hinar Evróvisjón-stjörnurnar okkar á eftir. Það má segja að ég taki Evr- óvisjón-daginn snemma, ég held hann byrji fyrr en þegar ég var úti í keppninni 2001. Ég dríf í því að kjósa í sveit- arstjórnarkosningunum áður en ég fer í Smáralindina því þangað kominn er ég kominn út fyrir kjördæmið mitt. Það verður stanslaus tónlistar- og skemmtidagskrá í Smáralindinni til kl. 16. Eftir það vorum við hjónin búin að hóta því að halda Evróvisjónpartí, við bjóðum vinum í heimsókn og fögnum hvort sem Ísland lendir í fyrsta, öðru eða þriðja sæti. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn. Ég veit ekki hvenær deginum lýkur hjá okkur, það fer eftir því hvernig okkur gengur í Evróvisjón. Sigga Beinteins hefur heimtað að fá mig á Players og svo getur vel verið að ég kíki á Palla á Nasa, ef maður kemst inn þar. Ég er nú það sver að ég hef áhyggjur af því að taka of mikið pláss, þyrfti líklega að kaupa tvo miða. Þetta verður mjög annasamur dag- ur hjá mér og vikan er búin að vera eins og HM í fótbolta fyrir tónlistar- áhugafólk; Evróvisjón-forkeppni, Idol-keppni, forkeppni, smáhvíld á föstudaginn og svo úrslit í dag Á morgun er afslöppun og svo ætla ég að lyfta menningarstuðlinum með því að fara að sjá Íslandsklukkuna annað kvöld í Þjóðleikhúsinu.“ Einar Bárðarson Útvarpsstjóri Kanans. Hvað ætlar þú að gera í dag? Framlagið Einar er höfundur lagsins „Birta“ eða „Angel“ sem fór út í Evr- óvisjónkeppnina fyrir Íslands hönd árið 2001. Þá var hún haldin í Danmörku. Annasamur Evróvisjóndagur Sumarið er einstaklega sprellandi tími fyrir Íslendinga sem kúldrast meira og minna inni yfir veturinn. Á sumrin flæðir fólk út úr skúma- skotum og vill vera úti undir berum himni, nánast allan sólarhringinn. Sumir segjast meira að segja ekki tíma að sofa yfir sumarmánuðina, reyna allavegana að komast af með eins lítinn svefn og mögulegt er, enda engin leið að sofa í allri þessari birtu. En eitt er það sem fylgir því þegar heitt veður og mikil hreyfing fer sam- an: Það er sviti. Alltaf gott að svitna duglega en þegar svitinn á tánum er orðinn mjög mikill, þá veit hver mað- ur að því fylgir hin fræga táfýla. Ýmis ráð eru við táfýlu en eitt það allra besta er að vera einfaldlega í opnum skóm. Leyfa loftinu og sólinni að leika um tásurnar en ekki loka þær inni í hitakófi og myrkri. Á rölti um götur bæjarins á góðum sumardegi eða á flakki um landið eða útlönd í fanta stuði, þá er um að gera að draga á fót fagra bandaskó, sandala eða aðra opna skó. Gnægð er í búð- unum af slíku þarfaþingi en svo er líka um að gera að draga fram gömlu góðu skóna, frá mömmu eða ömmu. Nú er tími bandaskónna og sandalanna Morgunblaðið/Jim Smart Tásur Eitt ráð við táfýlu er að vera einfaldlega í opnum skóm. Lokið ekki inni tíu sveittar tær Leyfið þeim frekar að anda NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA NUTRILENK NÝTT NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN Láttu ekki liðverki aftra árangri þínum í golfinu. Minnkaðu liðverkina og vonandi forgjöfina í kjölfarið með hjálp Nutrilenk. Nutrilenk er náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Nutrilenk hefur hjálpað þúsundum Íslendinga að öðlast betri liðheilsu. NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, stærri Hagkaupsverslunum, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum Eru liðverkir að hækka forgjöfina?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.