Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 34
34 UmræðanKOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Íbúar Álftaness hafa nú verulegar áhyggjur en sveitarfélagið hefur tapað hinu fjárhagslega sjálfstæði og engin sjá- anleg lausn í sjónmáli nema sameining, sem þarf að gerast strax. Undanfarna mánuði hefur ríkt stjórn- arkreppa og hver hönd- in verið uppi á móti ann- arri. Fagleg vinna til undirbúnings ákvarðana er engin og fjölmargar umdeildar ákvarðanir teknar eða frestað. Forstöðumönnum mik- ilvægra sviða hefur verið sagt upp, Má þar nefna forstöðumenn vel- ferðar- og skólasviðs, íþrótta- og tóm- stundamála og sundlaugar. Þessir forstöðumenn hætta næstkomandi mánudag og enginn hefur verið ráð- inn í þeirra stað. Sjálfstæðismenn standa nú fyrir meirihlutanum en ráða ekki við stöðuna, á meðan brenn- ur samfélagið. Opnunartími sundlaugar er lítið en sorglegt dæmi um stöðu mála. Án faglegrar skoðunar ákvað meirihluti bæjarráðs að loka kl. 19. Íbúar mót- mæltu og við skoðun málsins kom í ljós að flestir komu í sund einmitt á þessum tíma. Bæjarráð breytti aftur og nú var skorinn af morg- untíminn. Morgunhanarnir mótmæltu. Við skoðun máls- ins kom í ljós að vel er hægt að hafa sundlaugina opna á morgnana frá 6.30 án nokk- urs aukakostnaðar. Sama er um sölu á kaffiveitingum og sundbúnaði sem stjórnsýsl- an stöðvaði án sjáanlegra ástæðna. Tekjur af veit- ingasölu í sundlauginni gáfu nettótekjur upp á hálfa milljón á mánuði. Þrátt fyrir allt er Sund- og íþrótta- miðstöðin aðalgleðigjafi margra Álft- nesinga. Meira en helmingur íbúanna nýtir aðstöðuna sér til heilsubótar og ánægju. Núverandi bæjarfulltrúar geta ekki unnið saman og flokkar þeirra frá síð- ustu kosningum hafa klofnað í 5 fram- boð. Framsókn og Samfylking hættu samstarfi við Á-lista og bjóða fram nýja lista með nýju fólki. Þá klofnuðu sjálfstæðismenn í tvö framboð. Til að tryggja burði til að taka strax nauðsynlegar ákvarðanir sem bíða bæjarstjórnar þarf að skipta út öllum fyrri bæjarfulltrúunum og kjósa nýja. Ef íbúar vilja sannarlega breytingar er engin önnur lausn en að kjósa B- lista Framsóknarmanna eða S-lista Samfylkingar. Álftanesið, nútíðin, framtíðin Eftir Kristján Sveinbjörnsson Kristján Sveinbjörnsson Höfundur er bæjarfulltrúi af Á-lista. Einn þeirra, sem nefnt hafa eflingu ferðaþjón- ustunnar sem sókn- arfæri fyrir íslenzkan efnahag er varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti hennar í borg- arstjórn, Dagur B. Egg- ertsson. Dagur ætti reyndar að hafa nokkurt vit á þeim málaflokki, því hann sat sem annar fulltrúa Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga í Ferðamálaráði í rúm þrjú ár frá árs- lokum 2005 og fram á árið 2009. Þegar betur er að gáð kemur þó í ljós að Dagur B. sinnti því starfi sínu reyndar ekki af miklum áhuga. Satt að segja finnst mér, sem hagsmunaaðila í ferðaþjón- ustu, að hann hafi sýnt þessari atvinnugrein furðulegt afskiptaleysi. Á árunum 2006-2008 mætti Dagur B. Eggerts- son nefnilega ekki á nema 32% þeirra funda sem ráð- ið hélt á þessu tveggja ára tímabili. Það fer ekki hjá því að það rifjist upp umræða, sem átti sér stað á síðasta ári, þegar í ljós kom að Dagur var með lakasta mætingu allra borg- arráðsmanna á fundi ráðsins eða inn- an við 40% á fyrri hluta árs 2009. Einnig rifjast upp sú neyðarlega staða sem kom upp þegar Björk Vil- helmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, gagnrýndi Sigmund Dav- íð Gunnlaugsson fyrir slaka mætingu á fundi Skipulagsráðs og uppskar í staðinn ábendingar um að hún hefði sjálf verið iðin við að mæta fyrir odd- vita sinn, Dag B. Eggertsson á fundi stjórnar Faxaflóahafna. Dagur hafði þá um tíma mætt á innan við helming stjórnarfunda. Ég ætla ekkert að velta því fyrir mér hvort Dagur B. Eggertsson hef- ur þegið laun fyrir þessar fund- arsetur sínar eða skróp eftir atvikum og hversu mikil þau kunna að hafa verið. Ég leyfi mér hins vegar að gagn- rýna að þegar menn taka að sér ábyrgðarstörf fyrir samfélagið þá sé þeim ekki sinnt betur. Mér þykir það bera vott um alvarlegt virðingarleysi gagnvart viðkomandi málaflokkum og gagnvart borgurunum. Dagur B. Eggertsson hefur reynd- ar einnig setið sem fulltrúi Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga í brunamálaráði. Ég ætla ekki að gera setu hans þar að frekara umfjöll- unarefni en mér skilst að mæting hans á fundi brunamálaráðs hafi ver- ið með jafnvel enn meiri eindæmum en á fundi fyrrnefndra ráða og stjórna. Verður ekki að gera þá lágmarks- kröfu til þeirra sem bjóða sig fram til opinberra embætta að þeir ræki embættisskyldur sínar betur? Er Dagur fallinn á mætingu? Eftir Emil Örn Kristjánsson Emil Örn Kristjánsson Höfundur er leiðsögumaður og ferðaskipuleggjandi. Erfið staða Álftaness hefur vart farið framhjá nokkrum. Álögur og erfiðleikar sækja náttúrupara- dísina okkar heim. Flestir hljóta að við- urkenna að orsakirnar eru margslungnar en afleiðingarnar þekkjum við flest, við virðumst vera að glata sjálfstæði okkar og erum skattpínd. Við þess- ar aðstæður þarf að leita allra hugsanlegra lausna til að næstu skref verði farsæl. Ég tel að Á-listi Álftaneshreyfingarinnar bendi á þessar lausnir og hvet alla sem annt er um hag Álftaness að skoða vel bæklinginn sem öllum Álftnes- ingum á að hafa borist svo og vef- inn www.alftanes.net og bloggið www.alftaneshreyfing- in.blog.is Meðal úrræða sem Á- listinn berst fyrir er að fá jöfnunarsjóð til að leggja meira til sveitarfélagsins vegna þess fjölda barna og unglinga sem er í sveitarfélaginu og skilj- anlega ekki skattgreið- endur. Álftanes er einstakt svæði fyrir börn og því leita barnafjölskyldur hingað á nesið og þetta er úrlausnarefni sem Jöfnunarsjóður getur lagfært. Þetta hefur þegar verið viðurkennt að nokkru leyti fyrir tilstilli Á-listans og þessu þarf að fylgja eftir með fullum þunga. Ennfremur að breyta lánum og eignarhaldi í Fasteign til að létta skuldabyrði Álftnesinga. Þetta er gerlegt og sé vilji fyrir því að lag- færa stöðu sveitarfélagsins til að greiða fyrir sameiningu við önnur sveitarfélög þá ætti sá vilji að vera líka til staðar óskilyrtur. Við þessar erfiðu aðstæður hefur meiri hluti Álftnesinga látið í ljós vilja til sameiningar við önnur sveitarfélög, helst þá Garðabæ eða Reykjavík. Þótt ég sé ekki ein þeirra sem vilja sameiningu þá mun ég taka þátt í því af fullum heilindum að vinna með öðrum í sveitarfélaginu að því að sérstaða Álftaness og gott mannlíf fái að dafna í hverju því samstarfi eða sameiningu sem verður ofan á. En fyrst þurfum við Álftnesingar að vinna saman, öll sem eitt, með hag Álftnesinga fyrir brjósti. Ég vona einlæglega að Á-listinn njóti þess við kosningarnar á laugardag að hafa bent á ótal úrræði og lausn- ir í erfiðri stöðu og fái það braut- argengi sem hann á skilið. Á-listinn vill lausnir fyrir Álftnesinga Eftir Önnu Ólafs- dóttur Björnsson Anna Ólafsdóttir Björnsson Höfundur er tölvunarfræðingur. Margrét Jónsdóttir skrifar grein í Morg- unblaðið í gær og fjallar þar um kæru sem hún ásamt forystumanni D-listans á Álfta- nesi hefur sent sveitarstjórnarráðuneytinu, vegna lántöku fyrrverandi bæjarstjóra Á- lista í fyrravor. Kærendur telja að bæj- arráð hafi ekki veitt heimild til lántök- unnar. Hér er hallað réttu máli, lántakan var kynnt bæjarráði sem hafði sett í for- gang margvíslegar framkvæmdir um sum- arið 2009 í samræmi við fjárhagsáætlun og stefnu bæjarstjórnar, s.s. frágang á skóla- og íþróttasvæði, lokafrágang á íþrótta- miðstöð og framkvæmdir á miðsvæðinu, s.s. hönnun gatna og lóða. Lántakan var skammtímalán til 10 mánaða, frá við- skiptabanka sveitarfélagsins, en mátti greiða upp fyrr. Ákveðið er í lánasamningi að lánið verði tekið í hlut- um eftir þörfum. Lánasamningurinn gerir ráð fyrir hagkvæmari kjörum en hefðbundinn yfirdráttur og var þá hagkvæmasti kostur bæjarsjóðs. Bæjarráð hafði áður í samræmi við tillögur fjármálastjóra frest- að skuldabréfaútgáfu til haustsins 2009, líkt og mörg önnur sveitarfélög í lánsfjárvanda. Ljóst var líka í júní að með framkvæmdum á mið- svæðinu eignaðist sveitarfélagið skuldabréf vegna sölu byggingaréttar, 414 milljónir, og vegna gjaldtöku gatnagerðargjalda, u.þ.b. 150 milljónir, og var áformað að selja hluta þessara bréfa síðar á árinu og létta með þeim hætti á fjárþörf bæjarsjóðs.Við þetta má bæta til upplýsingar að þegar meirihluti Á-lista tók við í júní 2006 hafði bæjarsjóður verið rekinn á yfirdráttarlánum veturinn og vorið 2006 m.a. vegna framkvæmda fyrri bæjarstjórnar við stækkun íþróttahúss og byggingu leikskóla. Meirihluti D-lista fékk síðar ákúrur fyrir þetta vinnulag frá endur- skoðanda vegna mikils vaxtakostnaðar. Heimild til þessa yfirdráttar var ekki skráð í fundargerðir bæj- arráðs, eins og nú er krafist af Á-lista vegna töku lánsins í fyrra, þótt fyrir liggi vilji bæjarstjórnar um téðar framkvæmdir. Yfirdráttur D-listans 2006 var kominn í 220 milljónir, sem framreiknað til verðs í dag er u.þ.b. 350 milljónir. Yfirlýsing vegna greinar Margrétar Jónsdóttur Eftir Sigurð Magnússon Sigurður Magn- ússon Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Á-lista á Álftanesi. Nú, þegar sveit- arstjórnarkosningar standa fyrir dyrum, ber- ast þær fréttir í orku- málum að erlent fyrirtæki er að ná undirtökum í sumum af helstu orku- framleiðslufyrirtækjum landsins; og virðist ekkert lát á. Lög, fjármagn, vilja, vitund og samstöðu stjórnmálaflokka virðist skorta til að stöðva þróunina. Því virðist lag að frambjóðendur flokkanna til sveitarstjórna, lofi því að sporna við þessari þróun, í nafni sjálf- stæðis, áður en erlendu aðilarnir kom- ast í fákeppnisaðstöðu í hitaveit- umálum. Það getur ekki verið gild afsökun að sjóðakassinn sé tómur eða að bara sé verið að leigja auðlindirnar til langframa en ekki að selja. Því þá væri viðbúið að jafnvel fiskveiðikvót- arnir yrðu brátt seldir þannig úr landi. Líta má á þessa þróun sem beint framhald af bankahruninu 2008: Auð- söfnun hjá ríki og sveitarfélögum varð svo mikil að erfiðara varð fyrir stjórn- völdin í landinu að stýra henni í þágu heildarinnar. Það er svo að leiða til þess að erlendir aðilar eru að ná auknu tangarhaldi á íslenskum fjár- málum. Þeir geta hins vegar glaðst sem hafa trú á að farsælt sé fyrir þjóð- ina að láta erlend öfl ráðsk- ast með sem flest fjöregg þjóðarinnar. En hætt er við að slík áhættufjárfest- ing með auðlindir okkar fari á líkan veg og banka- útrásin 2008. Það er raunar kaldhæðnislegt að fréttir berast nú af því að Íslend- ingar séu enn í útrás um þróun orkufyrirtækja í As- íu, nú þegar erlendir aðilar eru farnir að leika sama leikinn við okkur á meðan á heima- velli! Með þessu áframhaldi rætist brátt ósk sumra um að við verðum samspyrt nágrannalöndum okkar efnahagslega; jafnvel án þess að hafa gengið lengra inn í Evrópusambandið fyrst. Það má minna á að Rómaveldi hið forna náði ítökum sínum kringum Miðjarðarhaf, ekki fyrst og fremst með hernaði, heldur með því að beita samningatækni við ríkin sem voru komin í hæpna fjárhagsstöðu. Það þurfti ekki meira til. Innlimun fylgdi í kjölfarið. Erum við nú komin í slíkan dómínókubbaleik í kjölfar hrunsins? Ég vona því að flokkurinn minn í borgarstjórn muni nú lofa því sem fjálglegast að halda áfram að standa vörð um hitaveitueignir Reykvíkinga. Auðlindaafsal án ESB? Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld. Það þarf áræði, kjark og þor til að feta nýjar leiðir í skólamálum. Þar hafa bæjaryfirvöld í Garðabæ verið í forystu. Garðaskóli hefur t.d. ver- ið meðal fremstu skóla á unglingastigi og nú er Sjálandsskóli að feta sig yfir á unglingastigið með ólíkar áherslur. Í flóru yngri barna skólanna hafa Sjálandsskóli og Barnaskóli Hjallastefnunnar komið með nýjar og árangursríkar áherslur. Sveitarfélag sem þorir að bjóða upp á ólíka skóla og ólík rekstrarform á hrós skilið. Barnaskóli Hjallastefnunnar lýkur nú sínu 7. ári sem skóli á yngsta grunnskólastigi. Í vetur óskuðu for- eldrar barna í 4. bekk eindregið eftir miðstigi við skólann. Var erindi sent bæjaryfirvöldum sem, þrátt fyrir þrengingar í samfélaginu settu líðan barnanna og vilja foreldra í forgang og samþykktu. Enda er það svo í Garðabæ að fé fylgir barni og því er valið raunverulegt og ekki háð stétt eða stöðu. Metnaðarfullt og framsækið skóla- starf er einn af hornsteinum framtíð- arinnar. Það eru lífsgæði fyrir for- eldra sem setja velferð barna sinna í forgang að fá að velja þeim kennsluleiðir og skóla- samfélag. Undanfarin misseri hefur metnaðarfull skólastefna bæjarins verið forsenda stöðugrar þróun- ar í öllum skólum bæjarins. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa verið í forystu um frjálst val barna og foreldra um skóla og þetta frjálsa val hefur aukið á metnað og gæði í starfi allra skóla í sveitarfélaginu. Ég hef sjálf notið þessa, sem skólabarn í Garðabæ, sem for- eldri barna í fjórum skólum bæjarins, sem kennari og deildarstjóri í Hof- staðaskóla og sem skólastjóri Barna- skóla Hjallastefnunnar. Í Barnaskólanum starfa öflugir einstaklingar við að byggja upp sjálf- stæða einstaklinga. Við óhefð- bundnar aðstæður, dásamlega nátt- úru og sterka liðsheild foreldra, barna og starfsfólks sannast það að gott skólastarf er þar sem hjartað slær í takt. Garðbæingar, til ham- ingju með glæsilegan skólabæ. Stöndum vörð um velferð barnanna okkar og setjum X við áframhaldandi víðsýni, vandvirkni og öflugt skóla- starf í Garðabæ. Setjum X við öflugt skólastarf Eftir Þorgerði Önnu Arnardóttur Þorgerður Anna Arnardóttir Höfundur er skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.