Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 24
24 FréttirVIÐSKIPTI/ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Leiða má að því líkur að nýju bank- arnir hafi keypt yfirdrátt heimil- anna af gömlu bönkunum með 40 prósenta afslætti, að sögn Breka Karlssonar, forstöðumanns Stofn- unar um fjármálalæsi. Seðlabankinn birti í síðustu viku bráðabirgðagögn um reikninga ís- lenska bankakerfisins og er það í fyrsta sinn frá bankahruni sem þessar tölur eru birtar. Kemur þar fram að í september 2008 námu yf- irdráttarlán hjá íslenskum bönkum 251,5 milljörðum króna. Þremur mánuðum síðar, eða í desember sama ár, nemur yfirdráttur í bókum bankanna 129,7 milljörðum króna. Breki sendi Seðlabankanum fyrir- spurn um hvernig stæði á þessu. „Svarið var að Seðlabankinn færir yfirdráttarlán ekki sem stöðu gagn- vart viðskiptavinum bankanna, heldur eins og þau eru bókfærð í bönkunum. Gögn Seðlabankans sýna þess vegna ekki hvort krafa bankanna á viðskiptavini og heimili í formi yfirdráttar hefur hækkað, heldur aðeins hver bókfærð staða hjá bönkunum er.“ Ýmsar ástæður geta legið fyrir því af hverju yfirdrátturinn er bók- færður lægri en sem nemur heild- arkröfum á viðskiptavini. Hluti af yfirdrættinum gæti hafa verið hjá erlendum aðilum og þar með ekki flust yfir á nýju bankana og þá getur verið að bankarnir hafi farið varlega í að bókfæra yfirdrátt vegna þess að óvissa hafi verið um heimtur á lán- unum. Breki segir hins vegar að sé gert ráð fyrir því að nýju bankarnir hafi fengið yfirdráttarlánin á 40 pró- senta afslætti hafi verið um mjög góða fjárfestingu að ræða fyrir bankana, því hann hafi ekki séð neitt sem bendi til þess að viðskiptavinum bankanna hafi verið veittur afsláttur af skuldum sínum við stofnanirnar. „Þegar verðbólgan var sem mest báru yfirdráttarlán vexti upp á tutt- ugu prósent eða meira og eru bank- arnir því ekki lengi að vinna upp fjárfestinguna, þegar höfuðstóllinn er fenginn með afslætti.“ Vextir á yfirdráttarlánum ein- staklinga eru hjá nýju bönkunum þremur á bilinu 13,75-14 prósent og eru verðtryggðir. Hverjar 100 krón- ur í útlánum hjá bönkunum á þess- um krónum skila þeim því um fjór- tán krónum á ári og við það bætast svo áhrif verðbólgu. Ef viðkomandi banki hefur fengið kröfuna á sextíu krónur gæti ávöxtunin því numið ríflega 30 prósentum á ári eða meira. Fengu yfirdráttarlánin á afslætti  Bókfærður yfirdráttur hjá bankakerfinu lækkaði um nær helming milli september og desember árið 2008  Forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi telur nýju bankana hafa fengið lánin með afslætti Yfirdráttarlán í bankakerfinu » Samkvæmt bráðabirgðatöl- um Seðlabanka Íslands námu yfirdráttarlán bankakerfisins 251,5 milljörðum króna í sept- ember 2008. » Í desember sama ár námu yfirdráttarlán bankanna 129,7 milljörðum króna og í desem- ber 2009 voru þau 124,9 millj- arðar. » Yfirdráttarlán í erlendri mynt hjá íslenskum bönkum námu í september 2008 110,7 milljörðum króna, en í desem- ber sama ár voru þau 55,3 milljarðar.Morgunblaðið/Kristinn Lán Yfirdráttur er með dýrustu lánum sem fást, en vextir á þeim eru í kringum fjórtán prósent og verðtryggðir. Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Hagfræðingurinn Daniel Gros telur að endurreist fjármálakerfi á Íslandi þurfi að vera minna og einfaldara en áður var. „Með því á ég við hefð- bundna banka sem taka við inni- stæðum og lána einstaklingum og fyrirtækjum. Eins og Íslendingar hafa kynnst getur risavaxið fjár- málakerfi verið hættulegt fyrir fá- menna þjóð,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Einföld fjármálaþjónusta Gros nefnir að uppbygging ís- lenska hagkerfisins sé nokkuð ein- föld: „Stærstur hluti þess gjaldeyris sem kemur inn í landið er vegna út- flutnings á sjávarafurðum og áli. Vatnsaflsvirkjanir og framkvæmdir tengdar þeim hafa einnig verið veigamikill þáttur raunhagkerfisins. Þessir atvinnuvegir krefjast ekki mjög þróaðrar fjármálaþjónustu, þó svo að hefðbundinnar fjármögnunar sé vitaskuld þörf. Einfalt, lítið og stöðugt bankakerfi getur útvegað þá þjónustu. Ef íslensk fyrirtæki þurfa á flókinni fjármálaþjónustu að halda í sinni starfsemi, ættu þau að sækja slíka þjónustu til erlendra banka.“ Hagfræðingurinn bendir á að eng- inn myndi hafa trú á því í dag ef Ís- lendingar hæfust handa við að byggja upp voldugt fjármálakerfi. Hins vegar sé mikill fjöldi fólks hér á landi sem hafi þekkingu á banka- rekstri, sem felur í sér sóknarfæri fyrir erlenda banka. „Í Lúxemborg eru nánast engir lúxemborgskir bankar, þar eru bara útibú eða dótt- urfélög banka frá öðrum löndum. Ef bankarnir á Íslandi eru í erlendri eigu þurfa Íslendingar ekki að halda uppi jafn umfangsmiklu eftirliti og nú er, því yrði að einhverju leyti út- vistað til erlendra aðila.“ Gros segir að mikilvægt sé fyrir Íslendinga að fjármögnun sé í aukn- um mæli byggð á innlendu fjár- magni. „Til framtíðar ætti að treysta meira á innlendan sparnað. Á síðustu árum nýttu of margir erlenda fjár- mögnun, sem endaði ekki vel eins og mörg fyrirtæki og heimili eru til vitnis um. En til þess að það gerist þarf sparnaðarhlutfall á Íslandi að hækka verulega.“ Innlend skráning óhentug „Samkvæmt einföldum lögmálum um stærðarhagræði er Ísland of lítið fyrir hlutabréfamarkað líkt og er í stærri löndum,“ nefnir Gros. Rafræn viðskipti með hlutabréf geri það að verkum að íslenskum fyrirtækjum sé hugsanlega betur borgið í erlend- um kauphöllum. „Þó auðvitað geti verið einhvers konar eftirmarkaður með hlutabréf á Íslandi,“ segir hann. Einfaldara og minna fjármálakerfi á Íslandi  Flókin fjár- málaþjónusta verði fengin erlendis frá Morgunblaðið/hag Málstofa Gros ræddi hugmyndir sínar um framtíðarskipan fjármálakerf- isins á málstofu í Háskóla Íslands. Til hægri er Sigríður Benediktsdóttir. Borgarar annarra ríkja en Banda- ríkjanna gátu í gær loksins fest kaup á Apple iPad snertiskjátölv- unni, en formleg sala á vörunni er nú hafin í Ástralíu, Kanada, Frakk- landi, Þýskalandi, Japan, Spáni, Sviss og Bretlandi. Lengri tími mun líða þar til Apple leyfir sölu á undragripnum hér á landi, en sam- kvæmt upplýsingum frá Apple VAD á Íslandi munu höfuðstöðv- arnar í Bandaríkjunum væntanlega gefa grænt ljós á söluna í haust. Íslenskir iPad áhugamenn eru þó ekki alveg heillum horfnir því að minnsta kosti tvær íslenskar vefsíð- ur bjóða iPad til sölu, en það eru síðurnar buy.is og isiminn.is, en tölvurnar kosta þar frá tæpum hundrað þúsund krónum. Líkt og með fleiri vörur, sem komið hafa frá Apple undanfarin ár, hefur iPad-tölvan reynst gríð- arlega vinsæl og í byrjun maí höfðu um milljón eintök selst og hefur verð hlutabréfa í Apple hækkað hratt eftir að tölvan kom fyrst út í byrjun apríl á þessu ári. Reuters Eftirvænting Víða um heim var mikil eftirvænting hjá fólki eftir því að koma höndum á iPad tölvur og voru langar biðraðir við verslanir Apple. Alþjóðlegur iPad Daniel Gros nefnir að erlendir fjárfestar muni ekki koma að ís- lenska fjármálakerfinu að sjálfu sér. Ein leiðin til að alþjóðavæða kerfið væri að nýta danska bankann FIH, sem Seðlabankinn tók sem veð gegn neyðarláni til Kaupþings: „Íslenska ríkið á nú danska bankann FIH með óbein- um hætti. Hægt væri að væri að sameina ríkisbankann NBI þeim banka. Sameinaður banki yrði síðan á ábyrgð danskra eftirlits- aðila. Stjórnvöld þurfa að vera skapandi í hugsun til að finna varanlegt fyrirkomulag á ís- lenska fjármálakerfinu.“ Sameining við NBI? FIH Í DANMÖRKU www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.