Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Elsku afi okkar. Það er með miklum söknuði og sorg sem við þurfum nú að tak- ast á við það mikla tómarúm, sem ríkir í hjörtum okkar og kveðja þig í hinsta sinn, elsku afi. Við systkinin finnum fyrir svo miklu þakklæti fyrir allar þær ógleymanlegu og fallegu minningar sem við höfum deilt með þér, elsku afi, bæði í Stigahlíðinni, Skorradaln- um og Sóltúninu, svo og í þau skipti sem þú og amma komuð til okkar í Svíþjóð. Okkur fannst líka alltaf svo yndis- legt að koma í heimsókn til ykkar ömmu. Í þinni návist vorum við alltaf svo örugg og sú ást, hlýja og gleði, sem þið sýnduð þegar þið tókuð á móti okkur mun fylgja okkur alla ævi. Bæði þú og amma hafið kennt okk- ur svo ótalmargt, en fyrst og fremst hvernig á að elska og passa upp á hvort annað. Þú munt ávallt verða fyrirmynd, ekki bara fyrir okkur systkinin, held- ur einnig öll þín barnabörn og barna- barnabörn. Fyrir þetta verðum við þér ævin- lega þakklát, elsku afi. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Þín barnabörn, Karitas, Jón og Helga Grethe. Ég minnist mágs míns Tómasar P. Óskarssonar með söknuði og virð- ingu, en hann lést þ. 15. maí sl. 84 ára að aldri eftir skammvinn veikindi. Tómas var glæsimenni, hár, grann- ur og fríður sýnum, hann var greind- ur maður og fjölhæfur. Hann var 4 ár- um eldri en ég og þá orðinn fulltíða þegar ég er að komast á unglingsárin. Minningar mínar frá Eskifirði á þess- um tíma tengjast æskuheimili hans, Bjarma, hús sem stóð um miðbik bæj- arins þar sem nú heitir Strandgata. Bjarmi var snyrtilegt hús með Tómas P. Óskarsson ✝ Tómas P. Ósk-arsson fæddist 14. júlí 1926 á Eskifirði. Hann lést 15. maí 2010. Útför Tómasar var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 28. maí 2010. stórum, velhirtum og fallegum trjágarði, sem ekki voru algengir á Eskifirði í þá daga. Snyrtimennska fjöl- skyldunnar í Bjarma var óumdeild og bar Tómasi alla tíð gott vitni. Aðrar minningar frá þessum tíma voru oftar en ekki fagrir tónar harmónikunnar, sem bárust manni til eyrna frá Bjarma-heimilinu og ég unglingurinn varð áskynja. Tónar þessir heilluðu mig en Tómas var góður hljóðfæra- leikari. Mér varð á að tefjast við Bjarma þegar svo bar við, þá harm- ónikan var þanin þar innan dyra. Tómas var snemma fenginn til að spila á böllum og við ýmis önnur tæki- færi þar sem ég var stundum kallaður til að gefa taktinn með trommuslætti. Hann hafði þá uppgötvað mig sem nothæfan trommuleikara. Nefna má ball á Fáskrúðsfirði sem hann var fenginn til að spila á og ég fylgdi með sem trommuleikari. Það var nokkur reynsla fyrir mig unglinginn þó ekki væri nema fyrir bátsferðirnar fram og til baka. Það var ævintýri út af fyr- ir sig. Tómasi var margt til lista lagt. Hann hefði getað látið til sín taka á tónlistarsviðinu hefði hann sinnt þeim gáfum sínum, margs konar hljóðfæri léku létt í höndum hans. Ríkur þáttur í fari Tómasar var greiðvikni hans, alltaf tilbúinn að veita aðstoð væri það á hans færi. Ungur giftist Tómas systir minni Karitas (Kaju) og voru þau glæsilegt par sem bauð af sér góðan þokka. Þau áttu saman alla tíð farsælt og ham- ingjusamt hjónaband þar sem fimm mannvænleg börn voru uppalin við ástríki og mikla umhyggju. Öll bera þau foreldrum sínum gott vitni um gæfu og gjörvileika. Eftir að fjölskyldur okkar voru fluttar til Reykjavíkur seint á fjórða áratugnum urðu samskiptin tíð og regluleg þegar börnin voru yngri. Skírnir, fermingar, skólaútskriftir og giftingar voru eðlilega ærnar ástæður fjölskylduveislna. Við slíkar aðstæður var ávallt gaman að koma til þeirra þar sem gleði ríkti á regluheimili, þar sem reglusemin og innanhússkipan öll bar þeim hjónum gott vitni. Kaja var mikil húsmóðir á sínu heimili, snyrtimennskan og öll umgengni bar vott fágunar og umhyggju. Það var við slík tækifæri að húsbóndinn sett- ist við píanóið eða setti á sig harm- onikuna og lagið tekið og þá gjarnan við undirsöng viðstaddra. Slíkra stunda minnumst við hjónin með gleði. Þessum stundum fækkaði eðli- lega eftir því sem börnin uxu úr grasi og stofnuðu eigin heimili. Við fráfall Tómasar hefur Kaja og fjölskyldan misst mikið. Minningin um góðan mann, föður, afa og langafa verður þeim styrkur á lífsleiðinni. Innilegar samúðaróskir frá okkur Svönu og fjölskyldunni. Þórarinn Elmar Jensen. Meira: mbl.is/minningar Látinn er Tómas P. Óskarsson, vin- ur okkar og ættingi, og vissulega verður hans saknað, svo sterkur sem hann í minningunni er. Vinur minn, svo langt sem ég man. Velgjörðar- maður minn, þegar á þurfti að halda, og sterkur vinur foreldra minna og bróður. Andlát hans opnar huga minn, og minningar ævi minnar, tengdar þeim hjónum, eins langt til bernsku og ég man, koma fram. Þau voru einfaldlega Kaja og Tommi. Þannig var það allan tímann. Fjöl- skylda mín elskaði þau, og ég taldi mig eiga Kaju sérstaklega, án þess að spyrja, og án þess að þakka nóg. Ég sé elstu minningarmyndina mína, þegar Kaja og Tommi, standa í hinni hversdagslegu dyragætt okkar, prúðbúin. Þau eru að fara á ball, árshátíð Verzlunarskólans, þess skóla sem þau voru bæði í, þessi minning frá þessum sólríka eftirmiðdegi er uppljómuð. Ég hafði aldrei séð flott- ara fólk. Tómas fallegur ungur mað- ur, og Kaja glæsileg og falleg líka. Og barnshugurinn eignaði sér þau, þetta var sko mitt fólk. Ég taldi mig eiga þau, og var mjög upp með mér. Móðir mín var föðursystir Kaju, og var samband þeirra mjög náið, þær áttu svo mikið sameiginlegt, mér þótti mjög vænt um það samband. Heim- sóknir mínar með henni mömmu minni til Kaju, voru ævintýri fyrir mig, ég var ein af þeim, og upplifði mig mjög fullorðna í þessu fína sam- neyti við þær. Tómas vann hörðum höndum, og byggði hús, stækkaði við fjölskylduna sína, eftir því sem sjálf fjölskyldan óx. Tómas hafði þann hæfileika að geta afkastað miklu, fyrir utan að vera fyr- irmyndarfaðir. Heimilið var stórt, og Kaja var heimavinnandi, fyrirmynd barna sinna. Hvergi var jafngaman að vaska upp en hjá Kaju, hvort sem það var á Hringbrautinni, Grundargerði, að ég tali nú ekki um Rauðalæk. Ég reyni ekki að muna hvort þeim líkaði betur eða ver. Allavega var mér aldrei sýnd óþolinmæði. Tómas reyndist okkur eins og besti frændi, föður mínum og móður minni góður vinur, og er ég mjög þakklát fyrir það. Tómas sýndi mér mikið um- burðarlyndi mín umbrotaár. Hann var ekki yfirlýsingaglaður, sem betur fer þar sem orð hans vógu þungt, ég mat hans skoðanir á hlutunum oft sem lokaorð. Tómas var svo sannarlega máttar- stólpi fjölskyldu sinnar, og var alltaf til staðar, hann hafði nærveru sem var sterk, stálminni hafði hann, og það var óendanlega hægt að sækja í smiðju hans. Faðir minn og hann báru mikla virðingu fyrir hvor öðrum, og var fað- ir minn sjaldan kátari á mannamótum en hjá Kaju og Tomma, ég fann alltaf þessi góðu tengsl þeirra og er ég mjög þakklát fyrir það. Það varð að hefð að fagna með þeim tímamótum, og hefðirnar veita okkur gleði endurtekningarinnar, upprifj- unarinnar og endurfunda að þekkja eitthvað aftur, ár eftir ár, og eins er það þegar vinir falla frá, þá er tími upprifjunarinnar og þessi tími sem gefur okkur tækifæri til að uppgötva hvaðan við komum, hvar rætur okkar eru, og heimkynni innan tímans. Þessar hefðir sem gefa straumi tímans stefnu og merkingu. Kaja og Tommi hjálpuðu minni stórfjölskyldu að halda í hefðirnar. Við, fjölskylda Hönnu Jensen, þökkum Tómasi samferðamanni okk- ar mikið. Guð blessi minningu hans. Sólveig Hannesdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR B. KVARAN kaupmaður, Skipholti 15, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 1. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Bertha G. Kvaran, Ragna Elíza Kvaran, Thelma Kristín Kvaran, tengdasynir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, BRIAN A. HARTFORD, lést fimmtudaginn 27. maí. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Dóra Sturludóttir Hartford. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN ELÍSA ÓLAFSDÓTTIR fyrrv. varaformaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 1. júní kl. 14.00. Ómar Már Magnússon, Jóhannes Rúnar Magnússon, Andrea Guðmundsdóttir, Ólafur Sævar Magnússon, Sólbjörg Hilmarsdóttir, Viðar Magnússon, Emelía Bára Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ JÓNATAN AÐALSTEINSSON frá Hlíð verður jarðsunginn frá Kollafjarðarneskirkju miðvikudaginn 2. júní kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Mundhildur Birna Guðmundsdóttir. ✝ Móðir okkar, MARGRÉT H. SIGURÐARDÓTTIR viðskiptafræðingur, Hörgshlíð 8, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 26. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. júní kl. 13.00. Hallgrímur S. Sveinsson, Björg Sveinsdóttir. ✝ Ástkær faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN STEFÁNSSON fyrrv. lögregluþjónn, áður til heimilis á Hagamel 29, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt þriðju- dagsins 25. maí. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Sveinsdóttir. ✝ Elskulegur frændi okkar, JÓHANN G. JÓNATANSSON, Vallarbraut 9, Seltjarnarnesi, lést á Skjóli mánudaginn 24. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu mánu- daginn 31. maí kl. 11.00. Systkinabörn og aðrir aðstandendur. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 8 Hafnarfirði, Sími: 571 0400 legsteinar@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.