Morgunblaðið - 29.05.2010, Síða 36

Morgunblaðið - 29.05.2010, Síða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Mig langar til að setja nokkur kveðju- orð á blað til minn- ingar um mína kæru yndislegu vinkonu. Það er erfitt að hugsa sér að Heið- rún, þessi kraftmikla kona, sé ekki lengur á meðal okkar. Fyrir nokkrum dögum þegar ég kvaddi hana og við Guðmundur vorum á leið til Danmerkur til að vera við fermingu sonar Stefáns og tengda- dóttur okkar sagði hún: „Skilaðu nú góðri kveðju til allra og vertu dugleg að taka myndir.“ Svona var Heiðrún, hún var alltaf að hugsa um alla. Leiðir okkar Heiðrúnar lágu fyrst saman fyrir mörgum árum er hún, unga konan úr Hörgárdaln- um, kom til starfa hjá mér við leik- skólann Kópastein. Það kom strax í ljós að það að starfa við uppeld- isstörf var eitt af hennar mörgu áhugasviðum. Heiðrún vildi þó vita meira og fór í nám en kom aftur til starfa við Kópastein að námi loknu – það var hennar leikskóli. Fjöl- skyldur okkar tengdust fljótt vin- áttuböndum og eru þær óteljandi stundirnar sem við áttum saman, bæði með og án krakkanna. Oft var farið í útilegur saman og minn- ist ég sérstaklega Þórsmerkur- ferðar þegar Sverrir og Stefán sem smápollar hlupu þrjár ferðir upp og niður Valahnjúk, létt- klæddir í stórum svörtum stígvél- um, meðan við hin gengum eina ferð upp. Einnig minnist ég þess að á hringferð um landið var kom- ið við í Skógum hjá foreldrum Heiðrúnar og allir kunnu vel að meta pönnukökur og kleinur hjá móður hennar. Fastur liður var að fjölskyldurn- ar hittust um jólin og var þá spilað og borðað saman. Síðar bættust Sigurlaug og Bjarni og börn í hóp- inn og þróaðist þessi siður í mat- arklúbb þar sem 29. desember var dagurinn. Alltaf var gott að koma til Heiðrúnar og Þorsteins því heimilið stóð alltaf opið og hún var alltaf tilbúin að hlusta. Oft voru fjörugar umræður um pólitík þar sem við Heiðrún vorum vinstri- sinnaðar baráttukonur en Þor- steini og Guðmundi fannst oft full- mikið af því góða. Það er sárt að hugsa sér að Heiðrún hafi verið kölluð frá okkur. Elsku Heiðrún mín ég trúi því að þér sé ætlað mikilvægt hlutverk á æðri stað og þú lifir með okkur áfram. Elsku Þorsteinn, Þröstur, Sverrir, Eva, Heiðrún og Gunnlaugur. Guð blessi ykkur og styrki í þessari miklu sorg. Kristjana, Guðmundur og fjölskylda. Heiðrún Sverrisdóttir ✝ Heiðrún Sverr-isdóttir fæddist 7. desember 1949 í Skógum, Hörgárdal. Hún andaðist 14. maí 2010. Heiðrún var jarð- sungin frá Digra- neskirkju 26. maí 2010. Það hefur frá fyrstu tíð verið ótrú- legur dugur í for- ystusveit Kópavogs- bæjar. Fólk kom víða að til búsetu hér, bjart- sýnt með miklar væntingar. Einn þessara landnema var Heiðrún Sverris- dóttir. Ung kom hún að norðan úr Hörg- árdalnum og eigin- maður hennar, Þor- steinn, frá Akureyri. Hún útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands, varð afar hæf í því starfi, svo henni voru fljótt falin stjórn- unarstörf í leikskólanum Kópa- steini í Borgarholtinu. Hún ávann sér traust og trúnað barna og for- eldra og samferðafólks. Við kynntumst henni fyrst vel í bæjarstjórn Kópavogs 1982, er hún var kosin til setu þar fyrir Al- þýðubandalagið og sat þar í meiri- hlutasamstarfi félagshyggjuflokka tvö kjörtímabil. Þessi hópur vann einstaklega vel saman, varð mjög náinn og gagnkvæmt traust ríkti á milli manna og flokka. Heiðrún var gott lím í þessari blöndu, enda lag- in í samskiptum, félagslynd og já- kvæð. Það er gott að minnast þessarar samheldni nú þegar allt leikur á reiðiskjálfi og margir trausti rúnir. Uppeldis- og skólamál stóðu Heiðrúnu nærri í bæjarstjórninni. Henni var því falin formennska í skólanefnd Kópavogs 1986-1990. Hún var líka forseti bæjarstjórnar 1987-1988. Heiðrún skilaði góðu verki í okkar hópi og fyrir það vilj- um við þakka af alhug. Hún átti góða og samheldna fjölskyldu sem hlúði vel að henni í þungbærum veikindum hennar síð- ustu mánuði. Hún lést á líknar- deild Landspítalans við voginn okkar, Kópavog, en Þorsteinn Valdimarsson skáld sagði einmitt í upphafsstefi um Kópavogsbæ 1965: Vagga börnum og blómum, borgin hjá vogunum tveimur, risinn einn árdag úr eyði heill undrunar heimur. Það er gott að minnast mætrar konu. Það gerum við með þökk og virðingu. Sendum Þorsteini, fjölskyldunni allri og vinum einlægar samúðar- kveðjur. Kristján Guðmundsson. Rannveig Guðmundsdóttir. Guðmundur Oddsson. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn Þín minning björt. (Ingibjörg Haraldsdóttir) Við sáum hana fyrst fyrir tæp- um 36 árum þegar við hófum nám í Fóstruskóla Íslands við Vonar- stræti í Reykjavík. Það var eitt- hvað sérstakt við þessa lágvöxnu ungu konu sem við margar tókum eftir. Á skólaárunum áttum við eft- ir að kynnast betur og tengjast síðan órjúfandi vinaböndum. Þetta var hún Heiðrún Sverrisdóttir sem við nokkrar skólasystur og vinkon- ur minnumst hér, þó við skiljum vart enn að hún sé farin frá okkur. Hún Heiðrún var hetjan okkar og mesti töffarinn af okkur öllum, alltaf stutt í brosið og spaugið. Saman höfum við átt margar skemmtilegar og góðar stundir en nú þegar hún er farin getum við bara yljað okkur við minningar um þessa bjartsýnu og elskulegu skólasystur og vinkonu. Heiðrún var ein af þeim sem gaf meira en hún tók, það vita þeir sem hana þekktu. Alltaf var hún tilbúin að hlusta, hvetja og gefa góð ráð, heimtaði lítið fyrir sjálfa sig, og virtist eiga óþrjótandi gjafabrunn að ausa af. Heiðrún lagði mörgum góðum málum lið, hún var alltaf mikill baráttumaður fyrir stéttina sína og tók virkan þátt í sam- félagsmálum í sveitarstjórnum og víðar. Hún gaf ekkert eftir, hún Heiðrún, væri því að skipta, en hún var líka sanngjörn í málflutn- ingi og sagði oft á sinn yfirvegaða hátt „Ég er bara svo ósátt við þetta“. En fyrst og síðast minn- umst við hennar sem yndislegrar vinkonu og félaga. Það verður öðruvísi að hittast án hennar, þá verður skarð í hópnum sem ekki verður fyllt.Við sem eftir stöndum munum reyna að ylja okkur við minningar, rifja upp allt það góða sem við áttum með henni, glaða hláturinn, skemmtilegu atvikin sem við höfum upplifað saman og hnyttnu athugasemdirnar sem Heiðrún lét gjarnan falla um menn og málefni. Við minnumst ekki síst árlegu göngu- og fjallaferðanna okkar þar sem eiginmennirnir voru með og stækkuðu vinahópinn. Ekkert verður eins, þannig er lífið og því getur enginn breytt. Við sem höldum áfram enn um sinn getum bara reynt að njóta stund- arinnar sem er og muna það góða sem við höfum lært af okkar kæru vinkonu. Kæri Þorsteinn og fjölskylda, við sendum okkar einlægustu sam- úðarkveðjur. Arna, Kolbrún (Dolla), Elín, Hrefna, Ingveldur, Kolbrún (Kolla), Sigrún. Er þú fórst um veginn sungu í trjánum sólskríkjur og þrestir. Er þú fórst um veginn var sumar og angan í grænum lundi. Nú er orðið langt síðan og litlir fuglar hafa flogið út í bláinn. Blöð hafa fölnað fallið af trjánum fokið í vindinn. Dimm nótt og dapurleg drúpir nú yfir blaðlausum greinum skógarins. (Sigríður Einars frá Munaðarnesi) Ljóð Sigríðar er góð lýsing á Heiðrúnu vinkonu okkar. Það birti yfir öllum þar sem hún fór um, já- kvæð, glaðvær og vildi alltaf gera gott úr hlutunum. Við erum þakk- látar fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar sem við áttum við spilaborðið og ferðir tengdar spila- mennskunni. Kæri Þorsteinn og fjölskylda við vottum ykkur samúð okkar við fráfall Heiðrúnar. Hildur Skarphéðinsdóttir og Hanna Dóra Þórisdóttir. Það er komið að kveðjustund, allt of fljótt. Óþægileg tilfinning, doði, undr- un, vonbrigði, við héldum alltaf að þú kæmir aftur en það gerist ekki. Við höldum, okkur finnst, við trúum … hvað vitum við svo sem eftir allt. Hugurinn fullur af góðum minn- ingum. Minningar um flinka fagkonu, frábæra fyrirmynd, stuðnings- mann, ótrúlega yfirsýn þína og persónulega þjónustu, skemmtanir þar sem þú varst hrókur alls fagn- aðar, gleði þína yfir góðu gengi barna sem þurftu aðstoð okkar, styrkan stuðning þinn þegar á móti blés, alls konar smásigra í vinnu okkar með börnum, hæfni þína við að leysa vandamál sem upp komu, hlýjan góðan vin, yf- irmann sem ætíð hafði tíma til að hlusta og gefa góð ráð, yfirmann sem við gátum treyst að aðstoðaði ef eitthvað bjátaði á, jákvæðni og bjartsýni. Það er sagt að tíminn lækni öll sár. Það kann að vera rétt. Tíminn er vinur í sorginni. En sárin skilja eftir sig ör sem aldrei hverfa. Missir er sár og ætíð óvelkom- inn. En örin sem myndast verða að endingu kærkomin, því við viljum muna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Minningin mun lifa í hjörtum okkar. Kæra Heiðrún hvíldu í friði. Við vottum Þorsteini, Sverri, Þresti og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd leikskólastjóra í Hafnarfirði, Ásta María Björnsdóttir. Kveðja frá Faghópi leikskólasérkennara Heiðrún var formaður í félaginu okkar til nokkurra ára. Viljum við þakka fyrir að hafa fengið að njóta starfskrafta hennar og vináttu. Ljósið flæðir enn um ásýnd þína: yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. Myrkur dauðans megnar ekki að hylja mannlund þína, tryggð og fórnarvilja – eftir því sem hryggðin harðar slær hjarta þitt er brjóstum okkar nær. Innstu sveiflur óskastunda þinna ennþá má í húsi þínu finna – þangað mun hann sækja sálarró sá er lengst að fegurð þeirra bjó. Börnin sem þú blessun vafðir þinni búa þér nú stað í vitund sinni: alla sína ævi geyma þar auðlegðina sem þeim gefin var. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum) Fyrir hönd félagsmanna í Fag- hópi leikskólasérkennara viljum við senda aðstandendum Heiðrún- ar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Agnes Agnarsdóttir, formaður Faghóps leikskólasérkennara. Kveðja frá starfsfólki Skóla- skrifstofu Hafnarfjarðar Það er missir fyrir okkur starfs- fólk á Skólaskrifstofu Hafnarfjarð- ar að sjá á eftir góðum samstarfs- félaga, Heiðrúnu Sverrisdóttur, eftir snögga og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Við fylgdumst með henni í þeirri baráttu og sáum kjark, æðruleysi og vilja til að sigrast á sjúkdómnum. Heiðrún átti hvað lengstan starfsferil á Skólaskrifstofunni og hafði unnið að ýmsum verkefnum á þeim 16 árum sem hún starfaði hjá Hafn- arfjarðarbæ. Hún hóf störf sem sérkennslufulltrúi og undir lokin starfaði hún sem leikskólaráðgjafi. Auk þessa leysti hún af sem leik- skólafulltrúi og þróunarfulltrúi á ákveðnum tímabilum. Hún gegndi fjölmörgum ábyrgð- arstörfum í ýmsum nefndum og ráðum á vegum Hafnarfjarðarbæj- ar þar sem hún var dyggur fulltrúi og málsvari leikskólabarna í bæn- um. Heiðrún sinnti öllum verkefn- um sem henni voru falin af alúð og trúmennsku. Það einkenndi störf hennar að hún hafði víða tengsl og sérstaka hæfileika til að sameina fólk til að koma góðum málum áfram. Fyrir okkur sem störfuðum með Heiðrúnu er mikill missir að samstarfi og vináttu hennar. Hún var mikilvægur starfsmaður á Skólaskrifstofunni í því að tengja starfshópinn saman og efla sam- kennd, samvinnu og félagsanda. Hún hafði einkar notalega nær- veru og það var einstaklega auð- velt að eiga góð samskipti við hana. Hún var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd og veita góð ráð, hvort sem það tengdist starfi eða persónulegum málum. Heiðrún var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi og rækti vel vinatengsl við okkur og fjölskyldur okkar alla tíð. Í starfsmannahópinn er höggvið stórt skarð með brotthvarfi Heið- rúnar sem verður vandfyllt. Starfsfólk Skólaskrifstofu Hafn- arfjarðar sendir Þorsteini og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Við minnumst Heiðrúnar með þakklæti og hlýju. Vigfús Hallgrímsson Elsku Heiðrún mín. Þú sagðir við mig í vetur að eins og ég vissi veldum við okkur ekki alltaf sjálf verkefnin í lífinu, við yrðum bara að takast á við þau og gera okkar besta. Og nú þurfum við að takast á við að hafa misst þig. Þakka þér elsku Heiðrún fyrir að vera eins og þú varst, yndisleg manneskja sem alltaf hugsaði meira um aðra, alltaf tilbúin að hlusta, gefa góð ráð og hrósa. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja þig og hafa þig sem fyr- irmynd í mínu lífi. Þín Hjördís. Sterk réttlætiskennd, löngun til að bæta samfélagið og djúpur skilningur á kjörum og aðstæðum fólksins í bænum voru eiginleikar sem drifu félaga okkar, hana Heið- rúnu Sverrisdóttur, áfram. Hún var bæjarfulltrúi hér í Kópavogi um 8 ára skeið, sinnti á þeim tíma fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir bæinn, var meðal annars formaður skólanefndir. Þau sem voru svo heppin að fá að starfa með henni hvort sem var á vettvangi flokks- félagsins eða annars staðar muna vel glaðværðina og vinnusemina, eðlislægan áhuga á skoðunum ann- arra og hæfileika Heiðrúnar til að laða ólíka til samstarfs. Eftir að hún hætti í bæjarstjórn var hún áfram virkur félagi í okkar liði, ávallt reiðubúin að leggja lið og leiðbeina og styðja þá sem á eftir henni komu. Fyrir þann stuðning og vináttu er þakkað kærlega af okkur öllum. Heiðrún var einnig virk í flokksstarfi á landsvísu, bæði í Alþýðubandalaginu og síðar Samfylkingunni og var þar oft val- in til vandasamra trúnaðarstarfa. Hún var mikill samfylkingarmaður og tók virkan þátt í að sameina okkur jafnaðarmenn í sterkum öfl- ugum flokki. Þannig hefðum við meiri getu og afl til að breyta sam- félaginu og gætum talað sterkar fyrir þá sem ekki geta talað fyrir sig sjálfir. Hún var óeigingjörn og ósérhlífin þegar taka þurfti til hendinni. Fyrir hönd félaga úr Al- þýðubandalaginu og Samfylking- unni í Kópavogi vottum við Þor- steini og fjölskyldu okkar dýpstu samúð um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta samvinnu og samveru við Heiðrúnu Sverr- isdóttur. Um alla hluti er gott að minnast hennar. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi.                                   ! ""              !"  #   MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.