Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 31
Umræðan 31KOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Kosningarnar í dag eru með þeim mik- ilvægustu fyrir Hafn- arfjörð og Hafnfirð- inga í langan tíma og ljóst er að það er kom- inn tími á breytingar. Sjálfstæðisflokkurinn býður fram samhentan og öflugan hóp fram- bjóðenda sem hefur fjölbreytta reynslu en fyrst og fremst metnað og áhuga til að vinna af heilindum fyrir Hafnfirðinga. Kannanir sýna að Sjálfstæð- isflokkurinn er að bæta við sig á bilinu 7-12% en Samfylkingin er að tapa 10%-16%. Það er því ljóst að Hafnfirðingar vilja nýjan meiri- hluta! Nú verða bara allir að mæta á kjörstað og tryggja það. Flestum er ljóst að skuldir og fjárhagsstaða bæjarins er orðin mjög slæm. Það má ekki draga það að taka á vandanum svo bæj- arfélagið fái haldið fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Við megum samt ekki fyllast vonleysi og við verðum að hugsa í lausnum. Sjálfstæð- isflokkurinn leggur áherslu á að einstaklingar, fyrirtæki og stjórn- málaflokkar starfi saman og taki samhent á vandanum. Við leggjum jafnframt megináherslu á að örva atvinnulífið og standa með fyrirtækjunum í bænum. Þannig komum við hagkerfinu í gang, aukum tekjur og minnk- um atvinnuleysi. At- vinnuleysi er allt of mik- ið í Hafnarfirði og það má alls ekki festa sig í sessi. Sjálfstæðisflokkurinn vill og þorir að taka á vandanum og hefur lagt fram ítarlegar tillögur og aðgerðaáætlun í þeim efnum. Tillögurnar verða settar í framkvæmd um leið og flokkurinn kemst í aðstöðu til þess. Ég skora á Hafnfirðinga að mæta á kjörstað og kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í kosningunum á laugardaginn. Það er eina leiðin til að vera viss um að breyting verði á stjórn bæjarins. Við þurfum öll að koma að því verki og við þurf- um að vinna saman – Vertu með. Hafnfirðingar vilja breytingar Eftir Valdimar Svavarsson Valdimar Svavarsson Höfundur er oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði. Vart er vanþörf á að rifja upp að kjörtímabilið í Reykjavík hefur um margt verið sérstakt. En þó er vert að benda á þá staðreynd að það voru framsóknarmenn í Reykjavík sem komu ró á í borginni. Síðan það gerðist hefur rekstur borgarinnar gengið með ágætum og betur en margir þorðu að vona. Ró í landsmálunum Það sama var uppi á teningnum í landsmálunum í fyrra, þegar hver höndin var uppi á móti annarri á Al- þingi og landið stjórnlaust. Þá tóku framsóknarmenn frumkvæðið, vörðu minnihlutastjórn falli, fram að kosn- ingum um vorið. Það er ekki ný staða fyrir Framsóknarflokkinn að miðla málum og fá menn til samstarfs. Þetta er kjarni þess sem flokkurinn snýst um, að fá menn til að starfa saman til hagsbóta fyrir alla. Framsóknarandinn Ég hef að undanförnu farið vítt og breitt um landið og heilsað upp á fólk. Framsóknarmenn og aðra. Samstaða og samhugur Framsókn- armanna var einkar áberandi. Þetta er sú hugmyndafræði sem stofnað var til fyrir 1916 og hefur verið þjóð- inni samstiga alla tíð síðan. Fram- sóknarflokkurinn er enn ungur í anda og hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun. Endurnýjunin Grasrótin stóð fyrir mestu endurnýjun í sögu íslenskra stjórnmála fyrir rúmu ári og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að sjá að samfélagið hafði farið út af sporinu og róttækar að- gerðir þyrfti til að finna aftur gildin sem samfélag þarf að byggjast á og verið hafa grunngildi flokksins. Grasrótin krafðist þess að flokkurinn mundi ekki gera það sem væri best fyrir flokkinn á hverjum tíma heldur best fyrir landið og byggja endurreisnina á rökum og fagmennsku sem ekki væri háð sínum flokki eða öðrum. Samvinnan Í sveitarstjórnarmálum hafa menn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í að leysa vanda annarra þótt þægilegast hefði verið að sitja á hliðarlínunni. Í Borgarbyggð hefðu framsókn- armenn t.d. getað setið hjá án þess að taka ábyrgð. Þess í stað buðust menn til að leggjast á árarnar og taka þátt í erfiðum ákvörðunum. Framsóknarmenn munu aldrei skor- ast undan því að takast á hendur erf- ið verkefni. Þau verða best leyst með samvinnu. Vert að íhuga Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les- endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er not- að þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri há- markslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s OPIÐ HÚS BORÐI)Mjög falleg 160,7 m2, 5 herbergja endaíbúð með sérinngangi á 2. hæð með miklu útsýni, við Línakur 1 í Garða- bæ. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottaherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Íbúðin er til afhendingar strax. Áhvílandi 23,4 m ILS lán. V. 36,9 m. 5694 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL.17:00 -18:00 HÚSNÆÐI ÓSKAST Haðaland 15 - fallegt og vel stað- sett Fallegt og vel staðsett, samtals 232,3 fm einbýlishús á einni hæð með tvöföldum bílskúr neðst í Fossvoginum. Skjólgóður suð- urgarður og stutt í skóla, leikskóla og íþrótta- starf. V. 69,0 m. 5687 Svarthamrar - 40 fm verönd Falleg og mikið endurnýjuð 4ra herbergja 106 fm neðri hæð með sér ca 40 fm verönd og sér inngangi. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, sér- geymslu í íbúð og aðra geymslu í sameign. V. 23,8 m. 5700 Njálsgata 19 - lyftuhús Falleg 2ja her- bergja 74 fm íbúð á 3. hæð í nýlegu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, baðherbergi, stofu og svefn- herbergi. Í kjallara er sérgeymsla og hjóla- geymsla. Sameign er snyrtileg og sameignar- svalir eru á 1. hæð. Íbúðin er laus strax. V. 23,5 m. 5690 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL.17:00 -18:00 Lækjarmelur - nýtt og flott Nokkur ný geymslu/iðnaðarbil í mjög góðu húsnæði og er hvert bil u.þ.b. 100 fm auk u.þ.b. 30 fm millilofti. Bilin eru með góðri innkeyrsluhurð. mikilli lofthæð og þriggja fasa rafmagni. Snyrting og skolvaskur í hverju rými. Mjög hagstætt verð! ATH! Engin virðisaukaskatts- kvöð V. 12,0- 12,9 m. 4600 Einbýlis- eða raðhús í Fossvogi Höfum kaupanda að einbýlis- eða raðhúsi í Fossvogi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl veitir Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093 Einbýlishús í Smáíbúðahverfi eða Gerðunum óskast. Óskum eftir góðu einbýlishúsi á ofangreindum svæðum. Æskileg stærð 250-300 fm, a.m.k. 5 herbergi og stofur. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514 Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginni. Verð mætti vera á bilinu 90-150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sumarbústaður við Þingvallavatn óskast Óskum eftir sumarbústað við Þingvallavatn (við vatnið). Bústaðurinn má kosta á bilinu 30-70 milljónir. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. LÍNAKUR 1 - EINSTAKT ÚTSÝNI Sérlega vel skipulögð og falleg raðhús á skjólsælum stað á miðri Arnarneshæðinni. Tvílyft húsin eru glæsileg ásýndum þar sem þau eru ýmist klætt áli eða viði. Húsin snúa á móti suð- suðvestri þannig að þau njóta sólar allan daginn. Húsin eru seld tilbúin til innréttingar - lóð fullfrágengin. V. 37,5 m. 8070 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL.17:00 -18:00 SANDAKUR 4-20 - AÐEINS 4 HÚS EFTIR 3ja herbergja 106,8 fm björt íbúð á jarðhæð. Fallegar innréttingar, parket og flísar eru á gólfum. Hellulögð verönd í suðvestur. Íbúðin er nýmáluð og tilbúin til af- hendingar. Íbúðin er laus til af- hendingar strax og sýna sölumenn íbúðina. V. 23,5 m. 5528 HALLAKUR - FALLEG JARÐHÆÐ Sérlega falleg og mikið endurnýjuð 92 fm fjögurra herbergja íbúð á 3.hæð t.h. Íbúðin skiptist í þrjú herbergi, hol, stofu, eldhús með borðkrók og baðherbergi. V. 19,9 m. 5706 HVASSALEITI - MIKIÐ ENDURNÝJUÐ OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS Nútímaleg og falleg 2ja hæða funkis raðhús sem byggð eru á skjólsælum stað á Arnarnes- hæðinni. Húsin eru klætt ýmist flísum eða báraðri álklæðningu sem gefa þeim nútímalegt út- lit. Allur frágangur að utan tryggir lágmarksviðhald. Verð frá 37,0 millj. tilbúin til innréttingar. 7833 ÁRAKUR 11-29 - AÐEINS 3 HÚS EFTIR Gott mjög vel skipulagt raðhús sem er á 2.hæð- um samt. 161,3 fm Mjög gott útsýni. 4-5 svefn- herb. Góður bakgarður. Rúmgott eldhús. Góð aðkoma. Sölumenn sýna. Bein sala - engin skipti. V. 35,9 m. 5681 VÆTTABORGIR 116 - MJÖG GOTT VERÐ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.