Morgunblaðið - 29.05.2010, Síða 37

Morgunblaðið - 29.05.2010, Síða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 ✝ Þorsteinn Hans-son var fæddur í Holti í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 18. febrúar 1918. Hann lést á hjúkr- unarheimili Hrafn- istu 22. maí 2010. Foreldrar hans voru Hans Bjarni Árnason, f. 27.6. 1883, d. 1958, og Þorbjörg Þórkatla Árnadóttir, f. 27.8. 1879 í Stapabæ á Arnarstapa, d. 1969. Öll börn þeirra voru fædd í Holti en auk Þorsteins voru þau: Hansbjörg Kristrún, f. 1906, d. 1906, Árni Kristinn, f. 1907, d. 2006, Guðríður Margrét, f. 1911, d. 1995, Hans Guðmundur, f. 1913, d. 1998, Kristvin Jósúa, f. 1915, d. 2005, Hallgrímur, f. 1916, d. 1997, og Arnór Lúðvík, f. 1920, d. 2006. Þorsteinn kvæntist Karolínu Láru Vigfúsdóttur 28. maí 1955 2008, b) Láru Rannveigu, f. 1990, c) Karel, f. 1992. Stjúpdóttir Þor- steins dóttir Karolínu frá fyrra hjónabandi er Ester Gunn- arsdóttir, f. 1942, eiginmaður hennar er Gunnar Gunnarsson þau eiga þrjá syni, a) Jónas, f. 1962, sambýliskona hans er Ellen Klara Eyjólfsdóttir og eiga þau tvo syni Davíð Snorra, f. 1987, og Jóhann Birgi, f. 1990, b) Þorstein Gunnar, f. 1980, sambýliskona hans er Ásta Björk Birgisdóttir, þau eiga einn son Snæbjörn Kára, f. 2009, c) Karl Lárus, f. 1983, sambýliskona hans er Guð- rún Erla Víðisdóttir og eiga þau eina dóttur Emilíu Alís, f. 2008. Þorsteinn fæddist að Brim- isvöllum í Fróðárhreppi og ólst þar upp, en flutti á unglingsárum með foreldrum sínum að Kalda- læk í Ólafsvík. Og bjó síðan í Ólafsvík lengst af. Þorsteinn stundaði sjómennsku og fisk- vinnslustörf alla sína ævi. Síðustu 17 árin dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Þorsteins verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 29. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. og bjuggu þau allan sinn búskap í Ólafs- vík. Síðustu 17 ár ævi sinnar bjó Þor- steinn á Hrafnistu í Reykjavík. Börn Þorsteins og Karolínu eru : 1) Bjarni Birgir, f. 1954, eiginkona hans er Birna Árnadóttir. Uppeldisdætur Birg- is og dætur Birnu eru a) Jónína Björk Hlöðversdóttir, eig- inmaður hennar er Skúli Gunnsteinsson og eiga þau fjóra syni, Gunnstein Aron, f. 1993, Darra Loga, f. 1995, Breka Þór, f. 2001, og Núma Jökul, f. 2004. b) Linda Dögg Hlöðvers- dóttir, f. 1967. 2) Sigurður Þ.K., f. 1957, eiginkona hans er Margrét Jónína Gísladóttir og eiga þau þrjú börn, a) Jónínu Margréti, f. 1988, sambýlismaður hennar er Einar Björgvinsson og eiga þau eina dóttur, Þórdísi Kötlu, f. Þegar ég hugsa um afa er fernt sem kemur mér til hugar, það eru pönnukökur, göngur, köldu hend- urnar hans og dans. Þegar afi bjó á Jökulgrunni feng- um við fjölskyldan reglulega boð um að koma til hans í pönnukökur, sem okkur þótti auðvitað ekki leið- inlegt. Pönnukökurnar hans afa voru þær bestu í heimi og hann bakaði alltaf heilan helling í hvert skipti svo enginn fór út án þess að vera við það að springa. Afi var alltaf rosalega duglegur að fara út í göngutúra, hann fór meira að segja nokkrum sinnum á dag og nánast til síðasta dags. Ég man alltaf eftir því þegar ég var á leiðinni í vinnuna á Hrafnistu og sá afa sitja á bekk í næstu götu. Ég stöðvaði bílinn og komst þá að því að hann hafði gengið aðeins of langt og komst ekki aftur til baka svo hann varð samferða mér, en tveim- ur klukkustundum síðar var afi kominn aftur á kreik eins og ekkert hefði í skorist. Alltaf þegar ég fór til afa rétti hann mér höndina og nánast í hvert skipti spurði ég hann hvort honum væri kalt en svarið var alltaf það sama, nei kaldar hendur, heitt hjarta. Það var svo sannarlega rétt hjá honum því afi var með heitt hjarta og var aldrei feiminn við að sýna manni væntumþykju. Afi átti sér tvo uppáhaldsdansa, Óla skans og vínarkruss, og það vita allir sem þekktu hann eitthvað því afi elskaði að dansa. Það voru ófá skiptin sem við afi tókum sporið hvort sem það var á balli á Hrafn- istu eða í stofunni heima hjá mömmu og pabba. Þegar afi dans- aði var eins og hann svifi um gólfið því hann var svo léttur á fæti og gleðin leyndi sér ekki í andlitinu á honum. Afi var mjög heppinn að geta gert það sem hann unni mest þrátt fyrir háan aldur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa eytt eins miklum tíma hjá honum og ég gerði síðastliðin fjögur ár og þar af leiðandi getað kynnst honum betur. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku afi minn. Hvíl í friði. Þitt barnabarn, Jónína. Ég hef þekkt Steina frá því ég var lítil stelpa, þegar móðir mín giftist Bigga syni hans. Fyrsta skiptið sem ég man eftir honum var heima hjá honum og Köllu í Ólafs- vík og fann ég strax fyrir því að þarna var skemmtilegur og kátur maður á ferð. Það er einmitt það sem hefur einkennt Steina, hann var alltaf svo glaður og jákvæður. Ekki man ég eftir einu skipti þar sem hann kveinkaði sér yfir einu né neinu, þetta finnst mér vera einn besti kostur sem ég get hugsað mér. Hann hafði líka skemmtilegar sögur að segja af afrekum sínum eins og sjósundinu og ekki síður danstöktum sínum. Steini var nefnilega afburðadans- ari og var einn vinsælasti dans- félaginn á Hrafnistu og glaður sýndi hann mér nokkur spor þegar ég var fyrst að læra dans. Ég á eft- ir að sakna þess að eyða með hon- um jólunum eins og ég hef gert oft- ast seinustu 18 árin. Það verður mjög tómlegt hjá okkur án hans. Biggi, Siggi, Ester og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðum tímum. Linda Dögg Hlöðversdóttir. Þorsteinn Hansson ✝ Ólafur HannesFinsen fæddist í Reykjavík 24. febr- úar 1920 og lést á Landspítalanum 16. maí 2010. Foreldrar hans voru hjónin Carl Finsen, f. 10.7. 1879 í Reykjavík, d. 8.11. 1955, og Guð- rún Aðalsteinsdóttir Finsen, f. 8.6. 1885 á Akureyri, d. 25.2. 1959. Systur Ólafs eru: María Sigríður Finsen, f. 25.10. 1916 og Elín Herdís Finsen, f. 18.8. 1918, d. 3.11. 2005. Ólafur kvæntist 6. des. 1952, Guðbjörgu Finsen, f. 10.2 1926, dóttur hjónanna Aðalsteins Páls- sonar skipstjóra, f. 3.7. 1891, d. 11.1. 1956, og Sigríðar Pálsdóttur húsmóður, f. 28.11 1889, d. 11.10. 1930. Börn Ólafs og Guðbjargar: 1) Guðrún, f. 30.9. 1953, gift Bjarne Wessel Jensen, f. 6.5. 1953. Hann á 2 börn frá fyrra hjóna- bandi og 3 barnabörn, sem öll búa í Danmörku. 2) Aðalsteinn, f. 23.10. 1955, kvæntur Huldu Hrönn Finsen, f. 27.7. 1963. Börn þeirra: Úlfar Gunnar, f. 4.12. 1982, sam- býliskona hans er Kristín Rut Jónsdóttir, f. 25.7. 1985. Karen Ósk, f. 16.3. 1990, Ólafur Karl, f. 30.3. 1992, Dagur Kári, f. 3.12. 2003, og Eva Hrönn, f. 10.10. 2005. 3) Sigríður, f. 7.11. 1958, gift Magnúsi Soffaníassyni, f. 5.6. 1961. Börn þeirra Guðbjörg Soffía, f. 7.5. 1992 og Marta, f. 8.11. 1993. Börn Magnúsar frá fyrri sambúð eru: Berg- lind, f. 18.8. 1984 og Hulda, f. 18.10. 1985, sambýlismaður henn- ar er Halldór Einir Guðbjartsson, f. 7.5. 1985. Börn þeirra Heiðbrá Clara, f. 16.6. 2008 og Þuríður Brynja, f. 19.4. 2009. Ólafur bjó alla tíð í vesturbæ Reykjavíkur, gekk í Verslunarskóla Íslands og nam verslunarfræði í London og starf- aði hjá tryggingafélögum í Kaup- mannahöfn og London. Hann var forstjóri Vátryggingafélagsins hf. og kom að stofnun og rekstri fjöl- margra fyrirtækja. Frá 1990 starfaði Ólafur Hannes mikið með syni sínum Aðalsteini við fiskverk- unina Tor í Hafnarfirði og alveg fram á síðasta ár mætti hann reglulega til að sinna verkefnum fyrir félagið. Á yngri árum var Ólafur mikill útivistarmaður og fór margar ferðir með Fjalla- mönnum. Hann var einn af stofn- endum Lionsklúbbsins Baldurs og starfaði innan hans um árabil. Ólafur og félagar hans hittust vikulega í kaffispjalli í yfir sex áratugi. Útför Ólafs fór fram frá Dóm- kirkjunni 27. maí 2010. Afi minn, Ólafur Finsen, er lát- inn. Afi Óli hafði einstaklega þægi- lega nærveru, hann var rólegur og skemmtilegur. Ég man ekki eftir því að hafa séð hann í slæmu skapi eða að hann hafi látið eitthvað angra sig. Ég efaðist aldrei um það sem hann sagði, það virtist ein- hvernveginn allt vera hárrétt. Elsku besti afi minn, það er svo skrýtið að vita að ég eigi aldrei aft- ur eftir að sjá þig og ömmu saman aftur. Marta Magnúsdóttir. Ólafur Hannes Finsen ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF S. R. BRYNJÓLFSDÓTTIR húsfrú, Heiði, Biskupstungum, er látin. Sigurður Þorsteinsson, börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐGEIR BJARNAR VALDEMARSSON bifreiðastjóri, Mýrarvegi 113, 600 Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 21. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 31. maí kl. 13.30. Gyða H. Þorsteinsdóttir, Valdís M. Friðgeirsdóttir, Jón Sigþór Gunnarsson, Valdemar Þ. Friðgeirsson, Sveinbirna Helgadóttir, Edda S. Friðgeirsdóttir, Kristinn Björnsson, Gunnhildur G. Friðgeirsdóttir, Anders Larsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEIR ÞÓRIR BJARNASON, Sunnuhlíð, Suðursveit, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 25. maí. Útförin verður auglýst síðar. Valgerður Leifsdóttir, Bjarni Sævar Geirsson, Svala Ósk Óskarsdóttir, Leifur Geirsson, Valgeir Halldór Geirsson, Ragnheiður Hafsteinsdóttir, Ragnar Sölvi Geirsson, Berglind Ágústsdóttir, Júlía Ingibjörg Geirsdóttir, Ingvar Þórir Geirsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu- daginn 27. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Arnór Þorgeirsson, Rósa Pálsdóttir, Þorgeir A. Þorgeirsson, Jóna Rebekka Högnadóttir, Stefán Stefánsson, Erla Gunnarsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR EGGERTSDÓTTIR, Gullsmára 7, Kópavogi, áður til heimilis að Kotárgerði 22, Akureyri, er látin. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 31. maí kl. 13.00. Sigtryggur Þorbjörnsson, Ingibjörg Sigtryggsdóttir, Aðalbjörn Þorsteinsson, Stefán Sigtryggsson, Eggert Már Sigtryggsson, Guðbjörg Björnsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Hermann Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.