Morgunblaðið - 29.05.2010, Side 26

Morgunblaðið - 29.05.2010, Side 26
26 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Forseti Gvatemala, Alvaro Colom, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna kröftugs eldgoss sem hófst í eldfjallinu Pacaya á miðvikudagskvöld. Illa brunnið lík sjónvarpsfréttamanns fannst í hlíðum eldfjallsins. Sam- starfsmenn hans segja að hann hafi verið þar að vinna að frétt um gosið þegar grjóti og glóandi hrauni tók að rigna yfir hann. Þriggja barna á aldrinum sjö, níu og tíu ára er saknað á svæðinu, að sögn yfirvalda. Forsetinn lýsti yfir neyðarástandi í að minnsta kosti fimmtán daga í þremur sýslum í grennd við fjallið, sem er um 50 km frá höfuðborginni, Gvatemalaborg. Alþjóðaflugvellinum La Aurora var lokað til að tryggja að flugvélar færu ekki í öskuskýið, auk þess sem þeim var talin stafa hætta af ösku sem féll á flugbrautirnar. Flugvélum í millilandaflugi var beint til annarra flugvalla í landinu. Eldfjallið er 2.552 metra hátt og um 1.600 manns voru flutt frá hlíðum þess. Í Gvatemala eru alls 288 eldfjöll og átta þeirra eru virk. Lýst yfir neyðarástandi Reuters Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fréttaskýrendur í Seúl telja að stríðsyfirlýsingar stjórnvalda í Norður-Kóreu síðustu daga megi rekja til þess að Kim Jong-Il, leið- togi landsins, sé að undirbúa valda- töku sonar síns, sem er ungur að ár- um, óreyndur og óþekktur, jafnvel í heimalandi sínu. Fréttaskýrendurnir telja þetta líklegustu skýringuna á hörðum við- brögðum ráðamannanna í Norður- Kóreu við ásökunum um að her landsins hafi sökkt suður-kóresku herskipi með tundurskeyti 26. mars. 46 sjóliðar biðu bana í árásinni. The New York Times hefur eftir einum fréttaskýrendanna í Seúl, Choi Jin-wook, að áformin um að sonur leiðtogans taki við völdunum sé „sá þáttur sem tengi alla aðra þætti þegar reynt er að útskýra hvers vegna Norður-Kóreumenn gera það sem þeir hafa gert síðustu daga. Án hans er engin skýring full- nægjandi eða sannfærandi.“ Vill tryggja stuðning hersins Fréttaskýrendurnir telja að norður-kóresku ráðamennirnir hafi fyrirskipað árásina á suður-kóreska herskipið og blásið síðan í stríðs- lúðra til að þjappa þjóðinni saman og tryggja sér stuðning hersins. „Kim Jong-il þarf að skapa ástand, sem líkist stríði, heima fyrir til að knýja fram áformin um að sonur hans taki við völdunum. Til þess þarf hann spennu og óvin að utan,“ hefur The New York Times eftir öðrum sér- fræðingi í málefnum Norður-Kóreu, Cheon Seong-whun. Kim Jong-il er 68 ára og hermt er að hann sé heilsuveill eftir að hafa fengið heilablóðfall í ágúst 2008. Tal- ið er að hann hafi valið yngsta son sinn af þremur, Kim Jong-Un, sem eftirmann sinn. Mjög lítið er vitað um Jong-Un, sem er annar sonur leiðtogans með þriðju konu hans. Nokkrir fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja að Jong-Un hafi fæðst árið 1983 og hafi gengið í al- þjóðlegan skóla í svissnesku borg- inni Bern undir dulnefni. Vill hefja nýjan Kim til valda Stríðsyfirlýsingarnar raktar til þess að Kim Jong-Il vilji að sonur sinn taki við Reuters Kimar Seúl-búi með myndir af Kim Jong-Un og afa hans, Kim Il-sung. Hvít dúfa er nú í vörslu vopnaðra lögreglumanna á lögreglustöð á Indlandi vegna gruns um að hún sé útsendari leyniþjónust- unnar í grann- ríkinu Pakistan. Bréfdúfan fannst á dögunum í indverska sambandsríkinu Punjab, nálægt landamærunum að Pak- istan. Hún var með hring um ann- an fótinn og pakistanskt síma- númer og heimilisfang hafði verið skrifað með rauðu bleki á búkinn. Indverska fréttastofan PTI hef- ur eftir lögreglumönnum að grun- ur leiki á að bréfdúfan hafi verið send með skilaboð, líklega til út- sendara pakistönsku leyniþjónust- unnar, þótt engin skilaboð hafi fundist. Pakistönsk dúfa tekin fyrir njósnir Vísindamenn segja að þeim sem bursta ekki tennurnar tvisvar sinnum á dag sé hættara við því að fá hjarta- sjúkdóma. Þetta kemur fram í skoskri rannsókn sem 11.000 manns tóku þátt í. Fram kemur í rannsókninni, sem er birt í The British Medical Journ- al, að þeir sem hirða illa um tenn- urnar og tannholdið séu líklegri til að fá hjartasjúkdóma en þeir sem bursta tennurnar tvisvar á dag. Þetta er í fyrsta sinn sem vís- indamenn rannsaka hvort tengsl séu á milli tíðni tannburstunar og þess hvort fólk geti fengið hjarta- sjúkdóma, að sögn fréttavefjar BBC. Góð tann- hirða góð fyrir hjartað Að minnsta kosti áttatíu manns biðu bana þeg- ar hraðlest fór út af sporinu og skall á vöru- flutningalest á Indlandi í fyrrakvöld. Indversk yfirvöld sögðu að hraðlestin hefði farið út af sporinu vegna skemmdarverks maóista. Búist var við að tala látinna hækkaði þar sem talið var að farþegar væru enn fastir í vögnum sem eyðilögðust í árekstrinum. Um 200 manns slösuðust, nokkrir þeirra lífshættu- lega. Hraðlestin var á leiðinni frá Kalkútta til Mumbai og fór út af sporinu á afskekktu svæði í Vestur-Bengal, nálægt sambandsríkinu Jharkhand, höfuðvígi hreyfingar indverskra maóista. Áreksturinn varð klukkan hálf tvö um nóttina að staðartíma og flestir farþeganna voru sofandi. Maóistarnir hófu uppreisn árið 1967 í þorp- inu Naxalbari í Vestur-Bengal og hún breidd- ist út um sveitahéruð í mið- og austurhluta Indlands. Talið er að vopnaðir liðsmenn hreyf- ingarinnar séu um 10.000-20.000. Uppreisnin hefur kostað yfir 6.000 manns lífið. Maóistarnir hafa hert uppreisnina á síðustu mánuðum með árásum á hermenn, lögreglu- menn, opinberar byggingar, lestir, rútur og lestastöðvar. Mannskæðasta árás þeirra til þessa var gerð í apríl þegar maóistar felldu 76 hermenn í árás úr launsátri. Fyrr í vikunni hvöttu maóistar til mótmæla í fimm sambandsríkjum, meðal annars Vestur- Bengal. Mótmælin áttu að hefjast í gær og standa til miðvikudagsins kemur. Maóistar herða uppreisn sína á Indlandi og eru taldir hafa orðið tugum lestarfarþega að bana Blóðbað í hraðlest Reuters Mannskætt skemmdarverk Indverskir hermenn og björgunarmenn bera slasaðan farþega úr hraðlest sem fór út af sporinu og skall á vöruflutn- ingalest í Vestur-Bengal í fyrrakvöld. Þrettán vagnar hraðlestarinnar eyðilögðust í árekstrinum. Lestin var full af fólki á leið í sumarfrí. Hótel í miðbænum. Góður aðbúnaður. 295 dkr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk Sofðu vel! Í Kaupmannahöfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.