Morgunblaðið - 29.05.2010, Side 22

Morgunblaðið - 29.05.2010, Side 22
22 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Tekjur sveitarstjórnar Álftaness nægja ekki til að standa straum af afborgunum lána, hvað þá af leigu- greiðslum, einkum vegna sundlaug- ar og íþróttahúss, þrátt fyrir að sett hafi verið 10% álag á útsvar og fast- eignaskattur hækkaður. Til að „ein- hver afgangur“ myndist frá rekstri þarf álagið á útsvarið og fasteigna- skattinn að standa að minnsta kosti fram yfir árið 2015. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að greinargerð með áætlun fjárhaldsstjórnar fyrir árin 2011-2015 sem lögð voru fram á bæj- arstjórnarfundi í fyrradag. Eftir að Álftanes varð greiðslu- þrota fékk sveitastjórnin endurskoð- unarfyrirtækið KPMG til að gera áætlun um rekstur sveitarfélagsins. Fjárhaldsstjórnin hefur nú endur- skoðað áætlunina. Samkvæmt endurskoðuninni aukast tekjur á milli ára en jafn- framt er gert ráð fyrir að lán og launatengd gjöld lækki á árinu 2011 um 37 milljónir frá áætlun KPMG, um 9,2 milljónir á árinu 2012. Þá er gert ráð fyrir að önnur útgjöld lækki um 36 milljónir frá því sem áætlun KPMG gerir ráð fyrir. Þannig náist afgangur af rekstri, fyrir fjármagns- liði, upp á 306 milljónir árið 2013. Fjárhaldsstjórnin telur að hægt sé að ná þessum rekstrarbata án þess að skerða þurfi þjónustu, umfram það sem segir í skýrslu KPMG. Yfirvinnuþak í næsta bæ Fjárhaldsstjórnin vekur sérstaka athygli á háum yfirvinnugreiðslum hjá sveitarfélaginu en hefðu sömu reglur gilt á Álftanesi og hjá ná- grannasveitarfélagi hefði mátt spara 26 milljónir, eingöngu við rekstur leikskóla árið 2008. Hjá sveitarfélaginu hafi nokkuð verið um greiðslur umfram kjara- samninga, m.a. fyrir unna og óunna yfirvinnu. Sem dæmi um miklar yf- irvinnugreiðslur er nefnt að greidd var yfirvinna ásamt launatengdum gjöldum vegna leikskóla í sveitarfé- laginu fyrir 30,3 milljónir. Í ná- grannasveitarfélagi Álftaness sé sú regla hins vegar viðhöfð að hver starfsmaður á leikskóla megi ekki vinna meira en sem nemur samtals 30 klukkustundum í yfirvinnu á ári. Hjá Álftanesi sjái þess á hinn bóginn merki að greiddar hafi verið fleiri yf- irvinnustundir til einstakra starfs- manna í einum mánuði en sem þessu nemur. Ef þessi regla hefði gilt hjá sveitarfélaginu hefði yfirvinna ásamt launatengdum gjöldum verið um 4 milljónir á árinu 2008 en ekki 30,3 milljónir vegna leikskóla. Helmingað við uppmælingu Í báðum leikskólm sé greitt sam- tals 34,38 klukkustundir á dag fyrir ræstingu. Samkvæmt nýrri uppmæl- ingu eigi hins vegar að greiða 16,45 klukkustundir á dag. Þannig sér verið að borga fyrir um tvöfalt fleiri tíma en uppmæl- ingin segi til um. Hægt sé að nefna fleiri þann- ig dæmi. Álag á íbúa Álftaness fram yfir árið 2015 Hefðu getað spar- að 26 milljónir í rekstri leikskóla með yfirvinnuþaki Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu önnur en Álftanes: Sveitarfélagið Álftanes: Í drögunum segir að þegar rekstur sveitarfélagsins sé skoðaður sé það einkum tvennt sem skeri sig úr. Annars vegar mjög mikill launakostnaður sveitarfélagsins og hins vegar mikill rekstrarkostnaður grunn- og leikskóla. Laun og launatengd gjöld hafi aukist mjög sem hlutfall af tekjum; úr 52,6% árið 2004, í 62,6% árið 2006 og í 72,2% árið 2009 þegar hámarki var náð. 49,3% 65,5% Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kornrækt hefur aukist mjög á und- anförnum árum og taldir eru mögu- leikar til að fjórfalda hana. Það myndi samsvara öllu kjarnfóðri sem nú er flutt til landsins. Til þess að nýta 60 þúsund tonna framleiðslu þarf hins vegar að þróa frekari úr- vinnslu. Áhugi er meðal loð- dýrabænda sem aðstöðu hafa til að rækta bygg að láta hitameðhöndla kornið þannig að það henti til fóðr- unar minka og erlendar rannsóknir sýna að það nýtist einnig unggrísum og kálfum. Íslenska byggið er aðallega notað í fóður fyrir mjólkurkýr og er þá ým- ist súrsað eða þurrkað og valsað. Þá fer nokkuð til framleiðslu í brauð- gerðarhúsum og tilraunir hafa verið gerðar með mölun og pökkun í neyt- endaumbúðir. Mikið er flutt inn af fóðurkorni, ekki síst fyrir nautgripi, svín og hænsni. Þarf að hita og sprengja byggið Loðdýrabændur og svínabændur hafa tekið þátt í kornræktarbylting- unni með kúabændum enda þurfa þeir að koma úrgangi frá dýrunum í lóg og hann nýtist vel sem áburður á akra. Byggið nýtist þó ekki að fullu og þarf að gefa innflutt fóðurkorn með. „Við reyndum að nota kornið okk- ar eingöngu en náðum ekki nógu góðum árangri. Dýrin urðu ekki nógu stór og við höfum því flutt inn sérstaklega meðhöndlað bygg og notað til helminga á móti okkar upp- skeru,“ segir Sigurður Jónsson, minkabóndi í Ásgerði í Hruna- mannahreppi. Bragi Líndal Ólafsson fóðurfræð- ingur skýrir þetta með því að benda á að minkarnir séu rándýr með stuttan meltingarveg og þau hafi takmarkaða möguleika til að melta kornfóður. Í dönskum fóðurverksmiðjum er byggið hitameðhöndlað og sterkjan sprengd á svipaðan hátt og þegar kornflex er búið til. Síðan er það valsað. Þannig verður það melt- anlegra fyrir loðdýrin og vatns- drægnin eykst sem eykur samloðun en það er kostur þegar verið er að laga loðdýrafóður. Gagnast grísum og kálfum Sigurður og Þorbjörn sonur hans í Ásgerði, Bragi og Sigurður Ágústs- son í Birtingaholti fóru til Danmerk- ur í vetur til að kynna sér þessa framleiðslu og gerðu bændum grein fyrir athugunum sínum á fundi á Flúðum. Sigurður er með korn- þurrkunarstöð í Birtingaholti og þeir félagarnir hafa verið að kanna hvort sú aðstaða gæti komið að not- um, með viðbótartækjum, við upp- byggingu á lítilli verksmiðju til að hitameðhöndla bygg fyrir loðdýr og fleiri húsdýr. Kornið þarf að bleyta fyrir þessa framleiðslu þannig að kostnaður við þurrkun sparast. Talið er loðdýraræktin noti nú 300 til 400 tonn af byggi og hveiti á ári og er hluti þess valsað og hita- meðhöndlað bygg sem er dýrt fóður hingað komið. Talið er hagkvæmt að framleiða þetta fóður hér og sér- staklega myndu þeir loðdýrabændur sem sjálfir hafa aðstöðu til að rækta korn hafa áhuga á því. Sú fram- leiðsla myndi hins vegar ekki duga til að standa undir fjárfestingu í nauðsynlegum tækjabúnaði og rekstri. Því hefur verið litið til ann- arra búgreina sem nota innflutt korn. Bragi bendir á að hitameðhöndlað bygg myndi gagnast öðrum skepn- um, ekki síst ungviði þar sem melt- ingarvegur er tiltölulega óþrosk- aður. Nefnir hann að hagstætt sé að gefa grísum þetta fóður fyrstu 6-7 vikurnar og gyltunum á meðgöngu. Rannsóknir sýni að grísir vaxi hrað- ar þegar þeir hafa aðgang að þessu fóðri með mjólkinni og eftir fráfær- ur. Sama gildi um ungkálfa sem fái nú innflutt kjarnfóður. Hins vegar er ekki talið að þetta fóður gagnist hænsnum sem fá aðallega innflutt hveiti, maís og soja. Erlendis hafa verið þróaðar aðferðir til að gera bygg hæft til að gefa hænsnfuglum. Þarf að reikna til enda Samkvæmt fyrstu áætlun gæti tækjabúnaður til að framleiða þetta fóður kostað 15-20 milljónir kr. Bragi segir að vega þurfi stofnkostn- aðinn við að koma upp aðstöðunni á móti hagræðinu sem hægt er að ná. „Það dæmi hefur ekki verið reiknað til enda,“ segir hann. „Svínabændur hafa sýnt áhuga á þessu og ef kúabændur sem sjálfir rækta korn vildu nýta þessa aðstöðu væri kominn grundvöllur fyrir þess- ari framleiðslu,“ segir Sigurður Jónsson. Kornflex fyrir minkana  Nauðsynlegt er að hitameðhöndla og sprengja byggið svo það nýtist til fulls í fóður minka, unggrísa og kálfa Passað upp á hvolpana Hvítrefurinn skilar verðmætum afurðum. Kornræktin eykst » Kornrækt hefur aukist og skilar nú um 16 þúsund tonna uppskeru á ári. Meginhlutinn er bygg. » Sérfræðingar telja unnt að þre- til fjórfalda uppskeruna. Fjórföldun þýðir yfir 60 þús- und tonna framleiðslu á ári. Samsvarar það öllu kjarnfóðri sem flutt er inn til landsins. » Til þess að unnt sé að stór- auka kornræktina þarf fjöl- breyttari úrvinnslu byggs sem nú er mest notað sem kjarn- fóður í kýr. Möguleikarnir liggja ekki síst í aukinni notkun í loð- dýrarækt, svínarækt og naut- griparækt. Bygging sundlaugar og endur- bætur á íþróttahúsi hafa leikið fjárhag Álftaness grátt. Eitt er að reisa slík mannvirki, annað að reka þau. Morgunblaðið spurðist fyrir um þá rekstraráætlun sem lá fyrir þegar ákveðið var að ráð- ast í framkvæmdirnar. Pálmi Þór Másson bæjarstjóri sagði í gær að við leit í skjala- safni bæjarins hafi slík rekstr- aráætlun ekki fundist. Samkvæmt skýrslu KPMG nema núvirtar skuldbindinga vegna íþróttahúss og sundlaug- ar um þremur millj- örðum. Áætlun finnst ekki HVAÐ UM REKSTURINN?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.