Morgunblaðið - 29.05.2010, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.05.2010, Qupperneq 46
46 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Hungur Það kom til mín eldri kona fyrir stuttu, hún brast í grát er hún sagði mér hvernig hennar kjör væru. Elli- laun hennar eru um 130 þúsund á mánuði, húsaleiga á lítilli íbúð 100.000 og þegar hún var búin að borga orku- reikninginn og símann þá átti hún rúm 20.000 eftir til að lifa af út mánuðinn. Hún þurfti lyf sem hún gat ekki leyst út og það var átakanlegt að horfa á þessa gömlu konu niðurbeygða sem var búin að skila sínu til samfélags- ins. Það eru margir fleiri í hennar sporum, einstæðar mæður og for- eldrar, atvinnulausir, öryrkjar og skuldugir. Þetta er orðið ólíðandi og vil ég skora á bæði borgaryfirvöld og ríkið að gera eitthvað fyrir þetta fólk. Við eigum ekki að borga skuldir óreiðumanna, við höfum ekki efni á því. Árni Páll félagsmálaráðherra boðar meiri niðurskurð á bótum og þjónustu við aldraða. Hann verður að fara í aðrar matarholur. Sigrún Reynisdóttir. Kettlingar fást gefins Tveir litlir kettlingar fást gefins, þeir eru hálfir persar, vinsæl og falleg blanda. Vinsam- legast hringið í 663- 2174. Leiðarljós Skora á sjónvarpið að sýna Leið- arljós áfram því fólkið er ekki að fara í sumarfrí, það hljóta fleiri að vita að svo er ekki því við erum svo langt á eftir sýningunum í Banda- ríkjunum. Einn aðdáandi Leiðarljóss. Ást er… … þegar hún getur ekki hætt að flissa. Velvakandi Úrslit ráðast í Evróvisjón íkvöld. Einhverra hluta vegna telur Pétur Stefánsson að Noregur vinni aftur og yrkir: Hún eflaust hlýtur allmörg stig, um það fáir þrátta. Hera Björk mun syngja sig í sæti númer 8. Sigrún Haraldsdóttir er á öðru máli: Sú er ekki í máli myrk, mörkuð sjarma og heppni, vopnuð ríkum viljastyrk vinnur hún þessa keppni. Ingólfur Ómar Ármannsson velt- ir fyrir sér kosningunum, sem fram fara í dag: Valið okkur veltur á vanda til þess megum; Besta flokknum bægjum frá því betra skilið eigum. Davíð Hjálmar Haraldsson orti til starfsmanna í Ráðhúsinu á Ak- ureyri í aðdraganda kosninga, en þá bjóst hann við heimsóknum: Ótíndan flokk ég ekki kýs, aldrei er þó að vita ef ég af sméri fengi flís og frauðmjúkan harðfiskbita. Í framhaldi af því fóru frambjóð- endur flokkanna að líta við í Ráð- húsinu. Honum varð að orði: Framsóknar kom hér flokkur krankur, flæktist um húsið, ekki gaf verðmæti nein og virtist blankur, veifandi grænum betlistaf. Ljúf kom hún inn og laus við hroka, leggja kvaðst öll sín verk í dóm; Samfylking gaf mér sætt í poka. Sárþjáð er tönn í efri góm. Kom hér og bað um stuðning stóran og styrki því nú er knappt um fé; E-töflur gaf mér íhalds kjóran, óvart þó hefði merkt með D. „En enn er von,“ bætti Davíð Hjálmar við: Lífið er eins og lækjarspræna, löngum það færir mat á disk. Vantar enn Odd og Vinstri græna, von lifir því um smér og fisk. Magnús Sigurbjörnsson á Ak- ureyri orti í kjörklefanum: Enn er talan okkar lág ekki er því að hrósa. Ætti að hýða alla þá sem ekki vilja kjósa? Vísnahorn pebl@mbl.is Af Evróvisjón og kosningum Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG EYDDI ALLRI VIKUNNI Í AÐ HORFA Á LÉLEGAR HRYLLINGSMYNDIR HEILLI VIKU SÓAÐ Í ÓÞARFA AFÞREYINGU AF HVERJU ERTU AÐ FAGNA? EF ÉG SEGÐI ÞÉR ÞAÐ ÞÁ VÆRI ÉG BARA AÐ MONTA MIG HUNDAR ERU FREKAR SKRÍTNIR ÉG KALLA ÞAÐ SKORT Á DÝPT ÞEIR HUGSA EKKI UM ANNAÐ EN AÐ BORÐA ÉG KALLA ÞAÐ SKÝRAN TILGANG Í LÍFINU ÞAÐ ER ALLT OF SNEMMT AÐ HUGSA UM JÓLAGJAFIR NÚNA ER EKKI Í LAGI AÐ ÉG KOMI BARA AFTUR Í DESEMBER OG SÆKI DÓTIÐ ÞETTA ER ALLT Í LAGI... HANN ER BARA MEÐ EITTHVAÐ Í HÁLSINUM ÉG ER BARA NÝLEGA BYRJAÐUR AÐ SAFNA ÚTVÖRPUM. ÉG EFAST UM AÐ ÉG EIGI EITTHVAÐ SEM FORMAÐUR SAFNARAKLÚBBS HEFUR ÁHUGA Á ÞAÐ ER KANNSKI RÉTT. EKKERT ÞEIRRA ER SJALDGÆFT EFTIR HVERJU ER ÉG AÐ LEITA? ÞÚ FINNUR EKKI FÁGÆTARA ÚTVARP EN HEYWOODIE RH-50 ÞAÐ ER MJÖG FALLEGT TÆKI. ÞAÐ ER HINN HELGI GRAL FYRIR SAFNARA VÁ! ÉG VÆRI TIL Í AÐ SJÁ EITT SLÍKT HÉRNA! SJÁÐU! BIG-TIME, FYRRVERANDI MAÐUR MARÍU LOPEZ HÓTAÐI MÉR! ÁTTU VIÐ AÐ HÚN HAFI VERIÐ GIFT ÞEIM GLÆPAMANNI? „GLÆPAMANNI“? HVAÐ VEISTU UM HANN SEM ÉG VEIT EKKI?!? EKKERT SEM ÉG GET SAGT ÁN ÞESS AÐ HANN GETI KOMIST AÐ ÞVÍ HVER ÉG ER NÆSTA MORGUN Á DAILY BUGLE... Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Afmælisþakkir Í tilefni af 80 ára afmæli mínu vil ég þakka mínum elsku dætrum, Guðrúnu og Helgu sem gerðu daginn svo ánægjulegan. Veislustjóranum Einari Kr., Geirmundi og Helgu Rós með söng sínum. Einnig öllum öðrum sem komu og glöddu mig með nærveru sinni þennan dag og sýndu mér hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Bjarni Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.