Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Slagorð Samfylking- arinnar í borgarstjórn- arkosningunum er: Vekjum Reykjavík! Broslegt að flokkur sem svaf á verðinum í aðdraganda hrunsins skuli velja sér þetta slagorð. Samfó er stærsta svefnherbergi landsins. Þeir mættu nú alveg byrja á því að rumska sjálfir. Svo eru þeir með svæfingalækni í forsvari. Sá gæi er svo fær í sínu fagi að hann gæti talað naut í svefn og jafnvel svæft það svefninum langa. Þetta eru svefn- pillurnar sem ætla að „vekja Reykjavík.“ Einmitt. Þeir tala eins og flokkur þeirra sé ekki í rík- isstjórn. Þetta lið er ennþá allt stein- sofandi á sínu vinstra græna eyra. Þeir skilja ekki að Reykjavík er vöknuð. Hroturnar í fjórflokknum hafa vakið okkur. Stór hluti borg- arbúa hefur opnað augun og er bú- inn að fá uppí kok af svefndrukknum fjórflokknum og öllum hans innantómu svæf- andi froðufrösum og er tilbúinn að sýna það í verki í dag. Þeir sem þurfa virkilega að vakna og rífa sig upp á rassgatinu eru atvinnu- stjórnmálamennirnir. Glens er ekkert grín Þegar ég heyrði fyrst um framboð Jóns Gnarrs og hans ís- bjarnarblús hugsaði ég: „Enn ein þvælan. Ekki meiri dellu, takk fyrir. Ætlar þetta rugl í Íslendingum engan enda að taka? Það ætti að læsa alla þjóðina inní búri í húsdýragarðinum með hinum svínunum.“ En svo fór ég að skoða dæmið gal- opnum huga. Á heimasíðu Besta flokksins er að finna fjölmargt skyn- samlegt og skemmtilegt, eins og t.d. hugmynd Hrafns Gunnlaugs um að flytja húsin í Árbæjarsafni í Hljóm- skólagarðinn og lífga hann við, gera listir að grunnþætti í skólastarfi, o.s.frv., og svo er alvaran krydduð með dágóðu spaugi, t.d. skotum á femínistajafnrétti: „Við erum eini flokkurinn á Íslandi sem er með þá kröfu að næsti forseti Íslands verði einhver þroskaheft kelling.“ Margt gott fólk er á lista Besta flokksins, t.d. Einar Örn Ben, og ég veit að þar fer ljónklár og hug- myndaríkur framkvæmdamaður, þó hann sé tónlistarmaður. Enginn þarf að efast um að þetta fólk muni gera sitt besta til að koma mynd á borg- arómyndina. Eitt er víst að ljótari og leiðinlegri getur hún varla orðið. Ég vil mun frekar sjá spaugsamar ráð- deildarsamar húsmæður og hús- karla í borgarstjórn með brjóstvitið í lagi en háalvarlega bannaglaða fé- lagsvísindamenntaða talíbana og hélaðar skýrslukynjagreinandi fem- ínistabullur. Og hver segir að greindur skapandi grínisti þurfi endilega að verða verri borgarstjóri en t.d. svæfingalæknir eða geimrétt- arlögfræðingur? Fjórflokkurinn er kominn til að fara Fólk er búið að horfa upp á VG og Samfó í landsmálunum svíkja kosn- ingaloforðin á færibandi og klúðra öllu sem hægt er að klúðra eftir hrun með fádæma klunnaskap, óheið- arleika, heimsku, vanhæfni og land- ráðatilburðum og fólk er búið að horfa uppá bakhnífasirkus og óheil- indi fjórflokksins í borginni og er skiljanlega búið að fá æluna út um báðar nasir. Hroki atvinnupólitíkus- anna bætir ekki úr skák: „Við erum ábyrgir fagmenn. Látið okkur al- vöru proffana um að losa ykkur úr ógöngunum sem við komum ykkur í.“ Fjórflokkurinn er í fílabeinsturni og hlustar ekki á fólk. Hann er blindur og heyrnarlaus. Fjölfatl- aður. Neitar að breyta vinnubrögð- um sínum og reyta arfann í eigin garði. Hann vinnur á móti fólkinu og hefur gert sig að óvini þess númer 1. Þess vegna varð Besti flokkurinn til. Besti flokkurinn er í raun alfarið í boði fjórflokksins. Þetta er faktískt eini valkostur þeirra sem vilja gefa fjórflokknum langt frí og ennþá lengra nef. Fólk kýs tvíhöfðagæa til að snýta fjórhöfða. Lengi lifi leiðindin Ef alvarlega þenkjandi fólk gæti reynt að gleyma því eitt augnablik að Jón Gnarr hafi húmor, sem virðist stórhættulegt að hafa í dag, og myndi lesa aðgerðaráætlun Besta flokksins fordómalaust, þá sæi það bestu og skemmtilegustu stefnu- skrána sem boðið er upp á fyrir þessar kosningar. Þó að stefnuskrár stjórnmálaflokka séu þau plögg í þessum heimi sem minnst er farið eftir þá gefa þær engu að síður vís- bendingu um það hvernig landið liggur í viðkomandi flokki og á hvaða nótum hann hugsar. Jón Gnarr er frumlegur og frjór og vonandi kjark- aður og kann að hugsa út fyrir pappakassann, og því fyrirtaks borgarstjóraefni í alla staði, þrátt fyrir að hafa þann hræðilega galla að vera fyndinn. Georg Bjarnfreðarson er nú orðinn George Best. Það er al- veg ástæðulaust fyrir fólk að vera hrætt við nýtt blóð og nýja vendi í borgarstjórn. Fjórflokkurinn þarf ráðningu. Nýir vendir sópa ekki bara best. Þeir flengja líka best. Fjórflokkurinn bjó til Besta flokkinn Eftir Sverri Stormsker » Jón Gnarr er frum- legur og frjór og vonandi kjarkaður og kann að hugsa út fyrir pappakassann, og því fyrirtaks borgarstjóra- efni í alla staði, þrátt fyrir að hafa þann hræðilega galla að vera fyndinn. Sverrir Stormsker Höfundur er tónlistarmaður. Nú hefur komið fram dapurleg tilraun stjórn- enda lífeyrissjóðanna til að skilgreina sig sem þolendur í hruninu. Hið rétta er að al- mennir sjóðsfélagar voru þolendur en ekki stjórnendur. Stjórn- endur sjóðanna gerðu lífeyrissjóðina að ger- endum í bankahruninu á kostnað hins almenna sjóðsfélaga. Það er átakanlegt að horfa upp á þá sem bera ábyrgð á fordæmalausri áhættusækni og peningamokstri í svikamyllur skrúðkrimmanna ætla að stilla sér upp við hlið okkar sjóðs- félaga sem fórnarlömb. Það er alger- lega siðlaust. Stjórnendur sjóðanna voru ger- endur í þessu máli. Þeir bera ábyrgð lögum samkvæmt. Þeir fóru í partíin, þeir létu plata sig, þeir sváfu á verð- inum og engir aðrir. Ekki voru of- urlaunin til að kvarta yfir því ábyrgð- in var mikil við að stýra eftirlaunasjóðum almúgans. Hvað er ábyrgð? Hvar er ábyrgð- in? Það hafa komið fram spurningar um hvort lífeyrissjóðirnir færu í skaðabótamál við gömlu bankana. Sú spurning kom fram á sínum tíma þegar Vilhjálmur Bjarnason stefndi stjórnendum Glitnis vegna sjálftöku þeirra. Nokkrir þaulreyndir lögmenn töldu það hæpið þar sem lífeyris- sjóðirnir áttu stjórnarmenn í bönk- unum og þar af leiðandi komu að ákvarðanatöku um lánveitingar bankanna til tengdra aðila. Sem dæmi sat Gunnar Páll, fyrr- verandi stjórnarformaður Lífeyr- issjóðs verslunarmanna, í stjórn og lánanefnd Kaupþings í sameiginlegu umboði stærstu sjóðanna. Gunnar er líklega eini maðurinn innan kerfisins sem tók ábyrgð á afar óheppilegri stöðu sinni sem er ekkert einsdæmi í sögu sjóðanna. Þeir eru ófáir foringjarnir hjá aðilum vinnu- markaðarins sem gegnt hafa ábyrgð- arstöðum innan fjármálageirans. Ás- mundur Stefánsson, fyrrverandi forseti ASÍ, er líklega sá valdamesti í dag. Lífeyrissjóðirnir höfðu gríðarleg ítök í bankakerfinu og í fyrirtækjum útrás- arvíkinganna. Stjórn- endur sjóðanna fjár- festu eins og engin væri morgundagurinn í þeim sýndarveruleika sem settur var á svið fyrir almenning. Þeir áttu svo sannarlega sinn þátt í að halda svika- myllunni gangandi með því að fjárfesta í botn- lausri hítinni fram á síð- asta dag, gegn betri vit- und. Þetta var gert í skjóli bankaleynd- ar og þagnarskyldu. Upplýsingar sem stjórnendur sjóðanna höfðu aðgang að en almenn- ingur ekki. Sjóðirnir keyptu skuldabréfaút- gáfur útrásarkrimmanna í stórum stíl þó vitað væri að veldi þeirra væri á stórskuldum byggt. Eftir að hafa lesið útboðslýsingar á skuldabréfaútgáfum Bakkavarar, Exista, Símans og fleiri fyrirtækja sést vel hversu glórulausar fjárfest- ingar þetta voru. Þetta sýnir að Bakkavararbræður hefðu allt eins getað skrifað 5 millj- arða á gulan post-it miða og lagt inn í sjóðina sem skuldaviðurkenningu. Post-it miðinn hefði líklega ekki fengist skráður í kauphöllinni en virði skuldabréfsins og post-it mið- ans væri það sama í dag. Höguðu stjórnendur lífeyrissjóð- anna sér eins og meðvirkir alkóhól- istar sem neituðu að horfast í augu við drykkjuvandamál bankanna og útrásarfyrirtækjanna eða spiluðu þeir blindfullir með? Vissulega voru einhverjir blekktir en einhverjir hljóta að hafa haft vitn- eskju um hvað var í gangi. Þeir stjórnendur sem enn sitja við ketkatlana segja auðvelt að vera vit- ur eftir á sem er að nokkru leyti rétt ef tekið er tillit til aðgangs sjóðselít- unnar að upplýsingum sem almenn- ingur hafði ekki, og hefur enn ekki aðgang að í dag. Upplýsingar sem auðvelt var að nálgast og stjórnum sjóðanna bar skylda til að skoða ofan í kjölinn áður en lán voru veitt eða hlutabréf keypt. Hver er krafa sjóðsfélaga til þeirra sem þáðu boðsferðir, gjafir, tugmillj- ónir í laun, bónusa, lúxusbíla og veiði- ferðir? Ef stjórnendur sjóðanna voru svo grandalausir gagnvart því leikriti sem sett var á svið fyrir almenning, að þeir keyptu allt sem að þeim var rétt, hljóta þeir í það minnsta að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu. Sjóðsfélagar hafa aðgang að öllum skuldabréfaútgáfum skráðum í Kauphöll Íslands. Stjórnendur sjóð- anna neita að gefa upp hversu mikið þeir keyptu í þessum útgáfum. Hver er ábyrgð þeirra, sem nú þykjast þolendur, á gríðarlegum skuldavanda heimilanna? Með glóru- lausu fjármálasukki lífeyrissjóðanna hafa ekki einungis réttindi sjóðs- félaga verið skert heldur hefur gríð- arleg eignaupptaka í fasteignum al- mennings átt sér stað í formi verðbóta verðtryggðra fast- eignalána. Lífeyrissjóðirnir voru og eru stærstu eigendur fasteignalána og hafa síðan 2008 eignfært yfir 100 milljarða í formi verðbóta vegna þeirra. Steingrímur J. spyr hvar eigi að taka peninga til að leiðrétta stökk- breyttan höfuðstól húsnæðislána. Svarið er einfaldlega að sækja þá þangað sem þeir fóru. Er lífeyriskerfið að skapa okkur lakari lífsgæði í 40 ár til þess eins að reyna að borga okkur hærri lífeyri í nokkur ár eftir að vinnuskyldu lýk- ur? Kerfið virðist ekki skilja að þessi „hugsanlega“ hærri lífeyrir sem við fáum fyrir áratuga verðtryggða há- vaxtastefnu með kerfisbundnum áföllum, kemur til með að senda okk- ur eignalítil og stórskuldug á lífeyri. Hvað verður þá eftir til lágmarks- framfærslu eftir skuldir? Stjórnendur sjóðanna 37 voru súr- efnið fyrir bálköst skrúðkrimmanna, eldiviðurinn var ævisparnaður al- mennings. Voru lífeyrissjóðirnir þolendur eða gerendur? Eftir Ragnar Þór Ingólfsson » Voru stjórnendur sjóðanna eins og meðvirkir alkóhólistar sem neituðu að horfast í augu við drykkjuvanda- mál bankanna eða spiluðu þeir blindfullir með? Ragnar Þór Ingólfsson Höfundur er stjórnarmaður í VR. Sjómannahóf laugardaginn 5. júní 2010 Radison Blu, Hótel Saga - Súlnasalur Húsið opnað kl. 19.00 Fordrykkur Borðhald hefst kl. 20.00 Matseðill: Forréttur: Laxarúlla með steinseljurótarmauki, silungarhrognum og sýrðum rjóma Aðalréttur: Lambahryggsvöðvi ásamt meðlæti Eftirréttur: Súkkulaði og jarðarberjasamleikur Veislustjóri: Björgvin Franz Gíslason Skemmtikraftar: Gissur Páll Gunnarsson, tenór ásamt Jónasi Þórir Gunnar Þórðarson, tónlistarmaður Hjörleifur Valsson, fiðluleikari Óvænt söngatriði Hljómsveitin Saga Klass leikur fyrir dansi Miðaverð kr. 7.900. Miðasala alla virka daga á Hótel Sögu frá kl. 9-17 í síma 525 9932 e-mail: iris.tosti@radissonsas.com Sjómannadagurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.