Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 ✝ Rut Kristjáns-dóttir fæddist 2. mars 1936 á Siglu- firði. Hún lést á heim- ili sínu þann 17. apríl sl. Foreldrar hennar voru Kristján Eiríks- son trésmiður, f. 22. október 1894 í Sölva- nesi, Skagafirði, d. 22. október 1966, og Sigrún Sigurð- ardóttir húsfreyja, f. 8. maí 1913 á Sauð- árkróki, d. 9. júní 1977. Rut var 5. elst af 14 systkinum og var 7 ára sett í fóstur í Víðigerði í Eyjafirði. Hún vann ýmis bústörf á sínum yngri ár- um og vann m.a. tvö sumur sem kaupakona í Litla-Árskógi þar sem hún kynntist eiginmanni sínum, Jóni Vigfússyni. Vorið 1955 lauk hún húsmæðraskólaprófi frá Hús- mæðraskólanum Laugum. Hún fluttist síðan til Reykjavíkur og stofnaði fljótlega heimili í Auð- arstræti og giftist Jóni Vigfússyni sem starfaði sem leigubíl- stjóri. Árið 1962 flutt- ust þau ásamt fjöl- skyldu sinni í Sólheima 25. Börn þeirra eru Leifur Stefánsson, f. 2. apríl 1958, en hann ólst ekki upp hjá for- eldrum sínum, Krist- ján Eldjárn Jónsson, f. 4. desember 1960, Vigdís Berglind Jóns- dóttir, f. 7. febrúar 1963, og Heimir Smári Jónsson, f. 24. mars 1971. Rut vann ýmis störf um ævina, fyrir utan uppeldi eigin barna og heimilisstörf var hún í umönnun aldraðra við elliheimilið Grund, barnagæslu í heimahúsi, fisk- vinnslu og heimilishjálp en lengst af, þ.e. frá 1972-1996, starfaði hún hjá Póstinum. Útför Rutar fór fram í kyrrþey. Þú yfirgafst þennan heim skyndi- lega, mamma mín. Þú varst mér bæði vinkona og móðir. Hvar á ég að byrja? Þú elsk- aðir bækur, myndlist og tónlist. Þú varst svo jákvæð og lifandi persóna og opin fyrir öllu og á undan þinni samtíð. Fyrir utan það að vera okkur krökkunum alltaf til halds og trausts sem móðir, vinna fullan vinnudag og vera í námsflokkunum á kvöldin tókst þú ávallt af fullum krafti þátt í lífi okkar. Þú fórst með okkur í úti- legur, reiðtúra og heimsóttir mig nokkrum sinnum einsömul til Þýska- lands og við skemmtum okkur kon- unglega saman. Við keyrðum um Þýskaland til Hollands og Belgíu, fórum með skipi eftir Móseldalnum og þú naust þess að ferðast og upp- lifa eitthvað nýtt. Næst á dagskrá hefði verið að ferðast til Noregs og heimsækja elsta soninn. Ég heiðra mína móður vil af mætti sálar öllum ég lyfti huga ljóssins til frá lífsins boðaföllum. Er lít ég yfir liðna tíð og löngu farna vegi skín endurminning unaðsblíð sem ársól lýsi degi. Nú er of seint að þakka þér og þungu létta sporin, þú svífur fyrir sjónum mér sem sólargeisli á vorin. Þú barst á örmum börnin þín og baðst þau guð að leiða ég veit þú munir vitja mín og veg minn áfram greiða. (Eiríkur Einarsson í Réttarholti.) Grátið ei við gröf mína ég er ekki þar. Ég lifi í ljúfum blænum er strýkst um vanga þinn. Er norðurljósin leiftra þá njóttu þess að sjá að orku mína og krafta þú horfir þar á. (Þýð. Helga S. Sigurbjörnsd) Elsku mamma, við söknum þín. Takk fyrir alla þá ást, umhyggju og gleði sem þú veittir okkur öllum. Við biðj- um Guð og englana að varðveita þig. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Vigdís Berglind (Linda). Ég vil minnast ömmu minnar sem var jörðuð í kyrrþey að hennar ósk. Mér þótti svo vænt um hana og ég veit að hún er komin á góðan stað núna. Alltaf þegar ég kom suður til hennar og afa fór hún með mig í Kringluna eða Smáralind og stund- um löbbuðum við Laugaveginn. Það er svo gaman að eiga þá minningu um hana ömmu. Stundum þegar ég fór með frænku minni í búðir, þá sagði hún alltaf, ég skil vel að þú vilj- ir fara með unga fólkinu, og við hlóg- um. Við áttum svo margar góðar minningar saman og ég gleymi þeim aldrei. Ég geymi þær fyrir okkur, elsku amma mín. Ég hef mjög gaman af hestum og amma gaf mér allt hestadót sem hún átti, eins og hnakk, nasamúla o.fl. sem hún hafði geymt og ég ætla að varðveita það. Hún var alltaf að gefa mér eitthvað en það besta sem hún gaf mér var ást og umhyggja. Hún var sko svalasta amma í heimi, hún var á facebook og msn. Hún keypti sér fartölvu og var á tölvunámskeiði. Hún var svo mikil tæknimanneskja og mikið fyrir sjón- vörp, tölvur, allt sem tengist tækj- um. Amma mín var aðeins 74 ára þegar hún varð bráðkvödd. Við pabbi vorum heima þegar síminn hringdi, systir pabba var í símanum og sagði okkur sorgarfréttirnar. Ég var búin að finna á mér að eitthvað myndi gerast, eitthvað slæmt. Mér var búið að líða illa allan daginn. Ég grét tvö kvöld í röð eftir þessar sorgarfréttir og mér er búið að líða svo illa alla daga síðan þú kvaddir. Ég er ekki að fatta þetta og hugsa alltaf, af hverju kom þetta fyrir ömmu mína? Fæ ég aldrei að sjá hana aftur? En ég finn alveg að hún mun fylgjast með mér og það huggar mig. Eftir að hún dó þá hefur svo margt fólk knúsað mig og talað við mig og gefið mér blóm, ást og umhyggju og það er svo gott að vita af öllum sem þykir vænt um mig. Elsku amma, ég ætla biðja Guð að geyma þig og vertu hjá afa og okkur öllum. Þín Sjöfn Særún. Rut Kristjánsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR SVEINSSONAR, Álftamýri 43, Reykjavík. Sveinn Briem, Karin Briem, Kristín Sigurðardóttir, Tinna Briem, Dísa Briem. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARÍA SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, Kringlumýri 12, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 27. maí. Jóhann Sverrisson, Ásta Hansen, Svanfríður Sverrisdóttir, Jón Á. Eyjólfsson, Jón Haukur Sverrisson, Elísabet Sverrisdóttir, Sigfús Ó. Jónsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÁLFAR JÓNSSON, Grænumörk 2, Selfossi, andaðist á Ljósheimum laugardaginn 22. maí. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn 1. júní kl. 13.30. Unnur Einarsdóttir, Einar Gunnarsson, Kristín Álfheiður Fjeldsted, Jón S. Gunnarsson, Elínborg Högnadóttir, Gunnar Páll Gunnarsson, Steinunn H. Sigurðardóttir, Ingunn Gunnarsdóttir, Ari Björn Thorarensen og barnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HULDU SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Efstasundi 92, Reykjavík. Guðmundur Páll Ásgeirsson, Anna Sjöfn Sigurðardóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Magnús Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNA THEÓDÓRSSONAR, Brennistöðum, Flókadal. Starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi færum við bestu þakkir fyrir frábæra umönnun. Einnig starfsfólki Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka alúð og hlýju í erfiðum veikindum hans. Vigdís Sigvaldadóttir, Steindór R. Theódórsson, Brynja Bjarnadóttir, Bjarni Árnason, Emelía Sigurðardóttir, Sigvaldi Árnason, Steinunn Árnadóttir, Þóra Árnadóttir, Hafsteinn Örn Þórisson, Kristín Birgisdóttir, Heiðar Sigurðsson, Sigurbjörn Birgisson, Helga Sigurðardóttir, Guðgeir Eyjólfsson, Kristín I. Geirsdóttir, Kjartan Örn Einarsson, afa- og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, FRÍÐU ÁSLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR rithöfundar, Eyktarási 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og stuðning. Gunnar Ásgeirsson, Ásgeir Gunnarsson, Hugrún Rós Hauksdóttir, Björn Sigurður Gunnarsson, Ragnheiður Lóa Björnsdóttir og barnabörn.Elsku afi minn, ég veit að þú ert kominn á góðan og fallegan stað þar sem þú vakir yfir ömmu og okkur afkomendum þínum. Ennþá finnst mér svo óraunverulegt að þú sért ekki lengur hjá okkur. Skrýtið er að koma heim til ykkar ömmu í Ljósheimanna og vita til þess að þú situr ekki lengur í stólnum þínum góða, með annaðhvort útvarpið eða sjónvarpið hátt stillt. Þessi síðasti dagur lífs þíns sýnir okkur og sann- ar hversu stutt er á milli gleði og sorgar. Ég er svo glöð að hafa getað tekið utan um þig og kysst þig þeg- ar þú komst inn í Fríkirkjuna á þessum fallega sólríka degi þegar Ragna systir gifti sig, en aldrei hefði mig grunað að þetta yrði þinn síðasti dagur. Þú varst svo flottur, mættur í brúðkaupið í nýju jakka- fötunum þínum og leist svo vel út og varst svo ánægður að hafa getað séð fyrsta barnabarnið þitt gifta sig. Ég þakka fyrir að hafa verið með þér þennan dag og að þú hafir átt síð- asta daginn þinn ánægjulegan í faðmi fjölskyldu þinnar. Til þess að takast á við sorgina þá renna fram í hugann allar þær góðu og skemmtilegu minningar sem ég Ragnar Benedikt Magnússon ✝ Ragnar BenediktMagnússon fædd- ist 27. maí 1921 á Höfðaseli á Völlum og fluttist ungur á Seyð- isfjörð. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. maí 2010. Útför Ragnars fór fram frá Bústaða- kirkju 27. maí 2010. hef átt með þér. Alltaf var jafn gaman og gott að koma í heim- sókn til ykkar ömmu í Blesugrófina þar sem þú varst alltaf að bralla eitthvað, annað- hvort inni í bílskúr, uppi á þaki eða að vinna í Rúgbrauðinu gamla sem var ein- kennið þitt. Þrátt fyr- ir að þú værir að verða 90 ára gamall varst þú alltaf svo hress og kátur og varst glaðastur þegar fólk kom að heimsækja ykkur ömmu. Alltaf fannst þér gaman að fá okkur barnabörnin og langafabörnin þín í heimsókn og þú gast endalaust ver- ið að fíflast með strákunum, keyr- andi þá pjakkana á göngugrindinni þinni og það fannst þeim ekki leið- inlegt. Elsku afi minn, ég vil enda þessa kveðju mína á þessu fallega ljóði eftir besta vin minn. Takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, þín verður sárt saknað. Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú sért. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn Við kvöddum þig í hinsta sinn. (Þursi 1981.) Ég elska þig, afi minn. Þitt barnabarn, Lilja Rún Ágústsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.