Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 30
30 UmræðanKOSNINGAR 2010 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Reykjanesbær hefur á síðustu átta árum verið eitt framsæknasta sveitarfélag landsins. Íbúum hefur hér fjölgað hlutfallslega mest af öllum sveitarfélögum landsins, umhverfi hefur tekið stórkostlegum breytingum og íbúar telja þjónustu sveitarfélagsins vera til fyrirmyndar ef marka má þjónustukannanir sem gerðar hafa verið. Fjármálin Í aðdraganda kosninga hafa fjármál Reykja- nesbæjar verið til umfjöllunar eins og í flestum öðrum sveitarfélögum. Skuldir hafa aukist á síðustu árum, m.a. vegna þess að Reykjanesbær keypti meirihlutann í HS Veitum. Skuldir þess félags eru nú taldar til skulda sveitarfélagsins. Á móti hafa eignir að sama skapi þrefald- ast á kjörtímabilinu vegna kaupa á jörðum, auðlindum og veitukerfum. Í Reykjanesbæ er eignastaða ein sú sterk- asta af öllum sveitarfélögum landsins en tekjur hafa verið með þeim lægstu í samanburði sveitarfélaga. D-listi sjálf- stæðismanna vill styrkja tekjustoðirnar með því að byggja upp vel launuð störf sem skila íbúunum góðum tekjum og auka um leið tekjur sveitarfélagsins. Fyrir því höfum við barist á síðustu árum og okkur skal takast að ná árangri, þrátt fyrir andstöðu og tafir af hálfu ríkisvaldsins. Árna Sigfússon sem bæjarstjóra Síðustu átta ár höfum við í Reykjanesbæ notið þess að hafa í forystu mann sem hefur barist fyrir hag sveitarfélagsins hvar og hve- nær sem hann hefur fengið því við komið. Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert annað sveitarfé- lag á landinu hefur jafn öflugan talsmann fyrir betra samfélagi og fjölbreyttari atvinnu- starfsemi en íbúar Reykjanesbæjar. Óbilandi eljusemi og áhugi hans hefur leitt af sér ótal mörg at- vinnutækifæri sem nú eru mörg hver komin til fram- kvæmda og enn fleiri bíða handan við hornið. Ég hvet íbúa Reykjanesbæjar til þess að veita Árna Sigfússyni áframhaldandi stuðning til forystu í málefnum sveitarfélagsins. Sá stuðningur verður aðeins tryggður með því að kjósa D-lista Sjálfstæðisflokksins. X-D. Sterk staða í Reykjanesbæ en atvinnuþörf Eftir Böðvar Jónsson Böðvar Jónsson Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Á laugardaginn verður kosið um nýja bæj- arstjórn á Seltjarnarnesi. Málefnastaða okkar sjálfstæðismanna er sterk og slagorðið Lífs- gæðin eru á Nesinu endurspeglar hversu um- hugað okkur er um að halda áfram að vinna í þágu allra bæjarbúa næstu fjögur ár. Síðastliðinn tvö ár hafa verið erfið í rekstri bæjarins, í kjölfar bankahrunsins. Seltjarn- arnes hefur orðið fyrir miklum samdrætti í útsvarstekjum, sérstaklega árið 2009. Við völd- um að halda okkar striki, halda óbreyttu út- svari en um leið tryggja gott þjónustustig. Við fórum í átak í sumarvinnu fyrir unga fólkið í fyrra og ætlum að endurtaka það í ár. Þrátt fyrir tíma- bundna erfiðleika er fjárhagsstaða bæjarins afar sterk, hreinar skuldir á íbúa í árslok 2009 námu 214 þús. á sama tíma og þær eru 1.359 þús. á hvern íbúa í Hafn- arfirði. Í fyrsta sinn í fjölda ára etjum við kappi við þrjú mótframboð, sem áður voru saman undir nafni N-listans, sem undirstrikar ósamlyndið í röðum gamla N-listans. Með útúrsnúningum og rangri framsetningu talna reyna framboðin að draga úr trúverðugleika og heilindum okkar sjálfstæðismanna. Ég trúi því að kjósendur sjái í gegnum slíkt og veiti okkur áframhaldandi umboð á næsta kjörtímabili til að stýra bæn- um. Framundan er spennandi kjörtímabil sem við frambjóðendur hlökkum til að takast á við af festu og varkárni, fáum við til þess ykkar umboð á laugardaginn kemur. Lífsgæðin eru á Nesinu Eftir Ásgerði Halldórsdóttur Ásgerður Halldórsdóttir Höfundur er bæjarstjóri og skipar 1. sæti á lista sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Sveitarstjórnarkosningarnar eru mik- ilvægari en nokkurn tíma fyrr. Síðustu miss- erin hafa verið erfið vegna hruns bankanna og engin forysta í málefnum ríkisins, með hræði- legum afleiðingum fyrir unga sem gamla. Þetta hefur ruglað menn í ríminu, þannig að umræður um sveitarstjórnarmál hafa þokað fyrir öðru í aðdraganda kosninganna. Það er tilhneiging til að segja, að allir gömlu flokkarnir séu eins. Það er hugs- unarvilla. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið sérstöðu sinni í gegnum árin. Hann er and- stæða fjórflokksins eða R-listans og höfðar til gamalla gilda, vill heiðarleik og orðheldni. Það eru dyggðir sem ekkert kosta. Sjálfstæðisflokkurinn er opinn flokkur með skýr markmið og nær til grasrótarinnar. Þess vegna hef- ur hann endurnýjað sig í breyttum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá öndverðu haft forystu í sveitarstjórnarmálum. Hann hefur lagt áherslu á aðgæslu og aðhald í útgjöldum. Það hefur gert kleift að hafa skatta í lágmarki en vera þó í forystu fyrir margvíslegum fé- lagslegum umbótum, sem varða fjölskylduna, aldraða og öryrkja. Nú síðast á miðvikudag var enn eitt stórátakið kynnt. Í samvinnu við Hrafn- istu stendur Reykjavíkurborg fyrir byggingu 100 þjónustu- og öryggisíbúða. Svipaða sögu má segja af framtaki sjálfstæðismanna í öðrum sveitarfélögum vítt og breitt um landið. Á síðustu misserum hefur mjög hert að öldr- uðum og öryrkjum og margt vígi fallið, sem póli- tísk átök þurfti til að ná. Það er okkur áminning um að bar- áttan heldur áfram og getur aldrei unnist í eitt skipti fyrir öll. Stöndum því saman að sigri Sjálfstæðisflokksins í dag. Látum ekki okkar eftir liggja Eftir Halldór Blöndal Halldór Blöndal Höfundur er formaður Sambands eldri sjálfstæðismanna. Í dag er kosið til borgarstjórnar Reykjavík- ur til næstu fjögurra ára. Ný hugsun í íslensk- um stjórnmálum er nauðsynleg og því býð ég mig fram á endurnýjuðum lista Framsóknar og heiti því að vinna af heiðarleika og ábyrgð fyrir borgarbúa. Atvinnumálin skipta okkur framsókn- armenn miklu. Við viljum að borgin sé ákjós- anlegur valkostur fyrir stór og smá fyrirtæki sem vilja hasla sér völl og stækka. Þannig minnkar atvinnuleysi og tekjur aukast þannig að skattar og gjaldskrár þurfa ekki að hækka umfram verðlag. Atvinnuleysi er alltaf sóun og til þess að afla tekna þarf að skapa aðstæður til að þær geti orðið til. Þetta er ekkert flóknara en á venjulegu heimili. Það þarf að koma meira inn en fer út til að fjölskyldan nái endum saman. Við eigum að vera óhrædd við að auka tekjur fyrirtækj- anna og borgarinnar sjálfrar af ferðaþjónustu í grænu borginni Reykjavík. Þess vegna viljum við græna byltingu í borginni, bætt aðgengi að grænum svæðum til útivistar og fræðslu, öflugar almenningssamgöngur, endurnýj- anlega orkugjafa, fegrun borgarinnar og hagkvæm vist- væn innkaup. Framsókn byggir á samvinnu. Framsókn vill því skapa samvinnuvettvang fyrirtækja og borgarinnar með endurvakningu atvinnuþró- unarfélagsins Aflvaka. Orkuveitan með sína umhverfisvænu orku á að gegna lykilhlutverki við að laða að áhugaverð fyrirtæki og leggja áherslu á að sem flest störf skapist við nýtingu orkunnar. Til að skapa störf strax þarf að fara í átak í viðhaldi á húsum í eigu borgarinnar. Það verður að verja velferðina. Fólk má ekki lenda á götunni, börnin verða að fá góða mennt- un, það þarf að hugsa um eldri borgarana og tryggja börnum leikskólapláss. Með skynsamlegri fjármálastjórn og mark- vissri forgangsröðun, þar sem viðkvæmustu hópar sam- félagsins eiga að njóta forgangs, á borgin að geta sinnt vel- ferðar-, skóla-, dagvistunar- og umhverfishlutverki sínu með sóma. Það er ekki sjálfsagt að þetta mikilvæga verk- efni takist vel. Það er því mikilvægt að fulltrúar skynsamlegrar, öfga- lausrar miðjustefnu og samvinnu hafi sterka rödd í borg- arstjórn og komi að úrlausn vandamála og uppbyggingu í þágu borgarbúa. Þú getur lagt þitt af mörkum með því að mæta á kjörstað og setja X við B í Reykjavík. Með skynsemina að leiðarljósi Eftir Einar Skúlason Einar Skúlason Höfundur er oddviti framsóknarmanna í Reykjavík. Við göngum í dag til kosninga og veljum borgarstjórn og borg- arstjóra til næstu fjög- urra ára. Þessar kosn- ingar eru mikilvægar, því verkefni borg- arstjórnar snerta líf allra borgarbúa, jafnt eldri kynslóða sem barnabarna þeirra á leikskólum og allt þar á milli. Ég hef beitt mér fyrir nýjum vinnubrögðum í borgarstjórn og lagt mig fram um að vinna vel með öllum, sama úr hvaða flokki þeir koma. Í mínum huga er enginn efi um að þannig njóta borgarbúar best krafta allra borgarfulltrúa. Sam- vinna borgarfulltrúa, starfsmanna og íbúa hefur sannað gildi sitt í far- sælum lausnum og stöðugleika fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Með skýr- um markmiðum og nýjum vinnu- brögðum höfum við unnið okkur út úr erfiðum aðstæðum, tryggt að borgin stendur sterk og borgarbúar þurfa ekki að óttast um örugga og öflugu þjónustu hennar. Það er þessi árangur sem mig langar til að standa vörð um áfram, þessi trausta staða sem skiptir svo miklu fyrir börnin okkar og framtíðina. Við sameinuðumst um aðgerða- áætlun vegna efnahagsástandsins þar sem forgangsraðað var í þágu barna og vel- ferðar. Við ákváðum að hækka ekki skatta, því fjölskyldurnar í borginni mega ekki við meiri út- gjöldum. Við sögðum ekki upp fastráðnum starfs- mönnum borgarinnar á erfiðum tímum og borg- arsjóður hefur verið rek- inn hallalaus. Við höfum brugðist við atvinnu- ástandinu af ábyrgð en á þessu ári verður fram- kvæmt fyrir 26 milljarða á vegum Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar, sem veitir fjölda manns at- vinnu, en til samanburðar má nefna að ríkið framkvæmir á sama tíma fyrir 18 milljarða. Ég vona að í dag verði kosið um þessi góðu verk og þau nýju vinnu- brögð sem undanfarið hafa einkennt stjórn Reykjavíkur. Því að þrátt fyrir að árangurinn í borgarstjórn undanfarin tvö ár sé mikill er auð- velt að glata honum ef ekki er rétt á málum haldið. Framundan eru krefjandi verkefni sem þarf að leysa af ábyrgð og festu. Til að tryggja áfram vinnubrögð samstarfs og trausta fjármálastjórn þarf Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavík góða kosningu. Þannig getum við haldið áfram að vinna saman í þágu allra borgarbúa. Vinnum saman í Reykjavík Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarstjóri. Það er hátíðisdagur þegar þjóðin fær að ganga til kosninga og velja þá sem hún treystir best til að fara með stjórnun síns sveitarfé- lags. Í Garðabæ er valið einfalt. Þar er fjárhags- staðan traust enda hefur ríkjandi meirihluti Sjálf- stæðisflokksins í gegn- um árin sýnt aðhaldssemi í fjár- málum og forðast óhóflegar lántökur. Á sama tíma hafa bæjarfulltrúar flokksins sýnt framsýni og metnað, sem birtist m.a. í metnaðarfullu starfi leik- og grunnskóla og Tónlist- arskóla Garðabæjar. Gott orðspor skólastarfs í Garðabæ hefur m.a. orð- ið til þess að margar ungar fjöl- skyldur hafa flutt í bæinn okkar á undanförnum árum og að íbúum Garðabæjar hefur fjölgað meira en víða annars staðar. Íþróttamálin skipta þar líka máli en óhætt er að segja að umgjörð íþróttastarfs í Garðabæ sé afar góð eftir öfluga uppbyggingu íþrótta- mannvirkja í bænum. Glæsilegt fim- leikahús er nýjasta viðbótin í þeirri flóru. Við Garðbæingar erum svo lán- samir að eiga margar ómetanlegar náttúruperlur innan bæj- arlandsins. Núverandi meirihluti hefur lagt þunga áherslu á umhverfismál og náttúruvernd og hefur nú þegar tryggt íbúum höf- uðborgarsvæðisins í nútíð og framtíð víðfeðm útivist- arsvæði með friðlýsingum stórra landsvæða. Sem yfirmaður stjórn- sýslu Garðabæjar er fag- mennska, gagnsæi og virk upplýsingamiðlun mitt leiðarljós og hefur verið í gegnum ár- in. Ég vil hvetja Garðbæinga til að láta ekki blekkjast af yfirboðum heldur kynna sér vel fjárhagsstöðu og starfsemi bæjarins en það er m.a. hægt að gera í ársskýrslu fyrir árið 2009 sem var að venju dreift inn á öll heimili í Garðabæ. Ríkjandi meirihluti í Garðabæ hef- ur sýnt og sannað að hann er trausts- ins verður og því er ég reiðubúinn að starfa áfram með honum fái hann umboð til þess. Í könnunum Capa- cent mælist ánægja íbúa meiri í Garðabæ en í nokkru öðru sveitarfé- lagi á Íslandi sem segir mér að við er- um á réttri braut og að bæjarbúar vilja áframhaldandi stöðugleika og metnað undir traustri forystu Sjálf- stæðisflokksins. Einfalt val í Garðabæ Eftir Gunnar Einarsson Gunnar Einarsson Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ. Kosningar 2010 w w w . m b l . i s / k o s n i n g a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.