Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 149. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Telja líklegt að Katla gjósi 2. Kaloríusprengja 3. Svíum brugðið 4. Tíu Leiknismenn skelltu ÍA  Leikarinn Guðmundur Ingi Þor- valdsson hefur landað hlutverki í væntanlegu tónlistarmyndbandi þungarokkaranna í Iron Maiden. »53 Leikur í myndbandi Iron Maiden  Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur kemur út hjá spænska forlag- inu Santillana á næstu dögum, en þetta er þriðja bók rithöfund- arins sem kemur út hjá forlaginu. Búið er að semja um útgáfu bók- arinnar á ellefu tungumálum, en næst mun hún koma út í Bretlandi. Það er Enrique Bernárdez sem þýðir bókina yfir á spænsku, en hann hefur áður þýtt m.a. Laxness, Sjón, Thor Vilhjálmsson og Njáls sögu. Aska Yrsu til Spánar og Bretlands  Högni Egilsson, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, heldur útskriftartónleika í Þjóðmenn- ingarhúsinu í dag kl. 16. Högni hefur numið tónsmíðar við Listaháskóla Ís- lands og útskrifast með BA- gráðu í því fagi. Á tón- leikunum verður frum- flutt verkið Án titils og auk þess verða flutt verkin Laud og Án titils – Tilbrigði við Ramifications eftir G.Ligeti. Högni heldur út- skriftartónleika FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri eða hafgola og bjart með köflum, en skýjað og smáskúrir á vestanverðu landinu. Hiti yfirleitt 8 til 13 stig. Á sunnudag Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast í innsveitum. Á mánudag og þriðjudag Austlæg átt, víða 5-10 m/s og dálítil væta öðru hverju, en úr- komulítið N-lands. Hiti breytist lítið. Íslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik getur í dag brotið blað í sögu handknattleiks hér á landi með því að tryggja sér í fyrsta sinn farseð- il í lokakeppni Evrópumóts. Íslenska landsliðið mætir Austurríki í úrslita- leik í smábænum Stockerau síðdegis. „Leiðum hugann aðeins að sigri,“ segir Júlíus Jónasson landsliðs- þjálfari. »2 Ætla sér í lokakeppni EM í fyrsta sinn Ekki er útilokað að gengið verði frá ráðningu Ólafs Arnar Bjarnasonar, leik- manns Brann í Noregi, í starf þjálfara úrvalsdeild- arliðs Grindavíkur í dag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Viðræður á milli Grindavíkur og Brann um að leysa Ólaf Örn undan samningi í Noregi ganga vel og gæti lokið þegar líður á daginn. »1 Nýr þjálfari á leið til Grindavíkur Ísland teflir fram ungu liði gegn An- dorra í vináttulandsleik í fótbolta á Laugardalsvelli í dag. Þar eru á ferð leikmenn sem geta myndað kjarnann í landsliðinu um árabil. „Nú er boltinn hjá þeim, nú er það þeirra að standa sig og sýna að þeir eigi heima í lands- liðinu. Ég er feiknarlega spenntur að sjá hvernig þeir bregðast við,“ segir Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálf- ari. »3 Framtíðarlandsliðið mætir Andorra í dag Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Í kvöld mun Hera Björk syngja til sigurs í Evróvisjónkeppninni í Tele- nor-höllinni í Osló. Íslenski hópurinn hefur staðið í ströngu síðastliðnar tvær vikur og Hera Björk var frá og með gærkvöldinu sett í fjölmiðla- bann, en hún hefur vakið mikinn áhuga fjölmiðla ytra. Meðhöfundur Heru að laginu „Je Ne sais Quoi,“ Örlygur Smári, segir stemninguna í hópnum góða, en við- urkennir að þreytan sé aðeins farin að segja til sín. „Já, ég held að það sé eitthvað sem allir keppendur eru að glíma við, þetta hefur verið rosaleg keyrsla hérna alla daga. En við vorum heppin að vera í undanriðlinum á þriðjudag- inn og fengum alveg tvo daga í hvíld,“ sagði hann í gærkvöldi. Mörg róleg lög í ár Hópurinn var viðstaddur seinni undanúrslitin þegar Svíþjóð datt úr keppni í fyrsta sinn í sögu Evróvisjón. „Það kom mér á óvart að Svíarnir skyldu ekki komast áfram. Mér fannst þeir vera með gott lag, og það var vel flutt og hafði einhvern veginn allt sem þurfti. Mér fannst til dæmis einhver sjarmi vera í sænska laginu sem vantar í önnur lög þarna,“ segir Örlygur og bætir því við að óvenju mörg róleg lög séu í keppninni í ár. „Mér finnst mörg þessara laga vera mjög góð, en margt af þessu er sett fram á svipaðan hátt og er voða keimlíkt; ungir flytjendur með ball- öður. Það mætti halda að það væri verið að reyna að herma eftir vel- gengni Íslands í fyrra.“ Örlygur segir vel hugsanlegt að það verði Íslandi til góðs að skera sig út úr með því að vera með hressilegt lag og segir hópinn hafa fengið lygilega góð- ar móttökur. „Þetta er í þriðja skiptið sem ég fer og ég hef aldrei fundið fyr- ir svona miklum áhuga, og við finnum alveg greinilega fyrir meðbyr.“ „Ég hef það á tilfinningunni að þetta verði ekki eins og í fyrra, að það verði einhver einn sem stingi af, held- ur verði þetta einhver 5-6 lög sem bít- ast um sigurinn. Ég held að það verði t.d. Ísrael, Grikkland og Aserbaíd- sjan,“ segir Örlygur um efstu sætin. Hvað íslenska hópinn varðar er stefnan óhikað sett á sigur. „Við stefnum á það, við gerum eins og handboltalandsliðið og hugsum eins og sigurvegarar, það virðist virka.“ – En hvar höldum við þá keppnina ef Hera kemur okkur í þá klemmu? Örlygur vitnar í brandara sem nú gengur manna á milli. „Er það ekki bara Salurinn í Kópavogi?“ spyr hann og hlær. Greinilegur meðbyr  Örlygur Smári setur stefnuna á sigur  Hjálpar að vera með hressilegt lag Reuters Í sviðsljósinu Hera Björk syngur til sigurs fyrir Ísland í kvöld. Á heimasíðunni odds- checker.com, sem reiknar út lík- urnar sem veðbankarnir á netinu gefa, er Íslandi nú spáð 8. sætinu en fyrir seinni forkeppnina var okkur spáð því ellefta. Í efstu sætin raðast Aserbaídsjan, Armenía, Þýskaland, Tyrkland og Ísrael. Skv. síðunni þykir Ísland 19. líkleg- asta landið til að lenda í neðsta sæti. Á uppleið VEÐBANKARNIR MEr þetta Evróvisjónást? »48-49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.