Morgunblaðið - 29.05.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 29.05.2010, Síða 6
FRÉTTASKÝRING Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Á Alþingi liggja nú fyrir fjögur stjórnarfrumvörp sem ætlað er að bæta stöðu skuldara gagnvart kröfuhöfum sínum og gera þeim kleift að standa við skuldbindingar sínar. Nái þau fram að ganga áður en frestir samkvæmt bráðabirgða- ákvæði laga um nauðungarsölu renna út gætu þau orðið til þess að skuldarar komist hjá því að missa heimili sín í hendur kröfuhafa á nauðungarsölu. Fyrstu frestirnir sem veittir voru renna senn út, en þeir voru aðeins gefnir í málum þar sem um var að ræða heimili fólks. Fari sem horfir munu 50 heimili sem fengið hafa frest fara á nauðungarsölu í Reykja- vík í júní og 25 á Akureyri. Skuldurum veitt úrræði Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er flutn- ingsmaður þriggja frumvarpanna og segist vona að þingið muni af- greiða frumvörpin áður en fyrstu eignir fara á nauðungarsölu aðra vikuna í júní. Alþingi kemur saman á ný eftir sveitarstjórnarkosningar á mánudag. „Markmiðið er að fólk hafi við- unandi viðspyrnu og úrræði til að semja um sín skuldamál og haldi sínu húsnæði,“ segir Árni Páll og kveður frest samkvæmt bráða- birgðaákvæði laga um nauðungar- sölu ekki hafa átt að fela í sér eig- inlega lausn á skuldavandanum. Í fyrstu grein frumvarps Árna til laga um greiðsluaðlögun ein- staklinga segir að þeim sé ætlað að gera „einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að end- urskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslu- getu“. Verði þetta frumvarp auk hinna þriggja að lögum hyggur Árni Páll að úrræði þeirra geti leyst vanda margra sem glíma við greiðsluerfiðleika. Þau efli samn- ingsstöðu skuldara, tryggi rétt þeirra við nauðungaruppboð fast- eigna þeirra og með lögum um um- boðsmann skuldara fái þeir mál- svara sem gætir hagsmuna þeirra. Fá að leigja seld heimili sín Fjórða frumvarpið sem um ræðir kveður á um breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti, lögum um nauð- ungarsölur og fleiri lögum. Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mann- réttindaráðherra, er flutnings- maður frumvarpsins, en í því er lagt til að mögulegt verði að leyfa fólki að búa í húsnæði sínu gegn leigu í allt að eitt ár eftir að það hefur verið selt nauðungarsölu. Lagt er til að samskonar ákvæði verði einnig tek- ið upp í gjaldþrotalög. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að við nauðungarsölu lækki allar kröfur á hendur skuldara í sam- ræmi við markaðsverð eignar burt- séð frá því hvað fæst fyrir eignina. Með þessu er réttur skuldara betur tryggður en nú er það svo að við út- reikning á eftirstandandi skuldum er miðað við það verð sem fæst við nauðungarsölu. Í öndunarvél fjármálakerfis „Við lítum á þetta þannig að [úr- ræðin] séu öndunarvélar fjár- málakerfisins,“ segir Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmuna- samtaka heimilanna, og segir að meira þurfi að gera til að tryggja að sem fæstir þurfi að notfæra sér úr- ræðin. „Við höfum ítrekað sagt að það þurfi að fara í tafarlausar leiðrétt- ingar skulda,“ segir Friðrik og segir fólki haldið á floti í stað þess að það sé dregið á land. Morgunblaðið/Kristinn Undan hamrinum? Verði frumvörpin að lögum í tæka tíð munu ný úrræði skuldara verða virk áður en heimili þeirra verða seld nauðungarsölu. Setja lög í kapp við tímann  Nái frumvörp tveggja ráðherra fram að ganga í tæka tíð veitist skuldurum færi á að leysa úr vanda sínum áður en heimili þeirra fara á nauðungarsölu 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 „Að sjálfsögðu liggur á þessu,“ segir Ásta S. Helgadóttir, for- stöðumaður Ráð- gjafarstofu um fjármál heim- ilanna, um úrræði frumvarpa sem varða greiðsluað- lögun og stöðu skuldara. Úrræðin sem felast í frumvörp- unum telur hún verða til bóta fyrir þá sem þurfa á aðstoð vegna greiðsluerfiðleika að halda og ein- falda greiðsluaðlögunina. Hún segir nokkuð af fólki leita að- stoðar sem hefur fengið nauðung- arsölu frestað samkvæmt bráða- birgðaákvæði laga um nauðungarsölu. Hún segir fólk oft draga fram á síðustu stundu að leita sér aðstoðar. „Oft er fólk mjög kvíð- ið en þegar þetta er komið alveg á síðasta dag er svo erfitt að gera eitt- hvað,“ segir Ásta og hvetur fólk til að leita aðstoðar sem fyrst. Sími ráð- gjafarstofunnar er 512-6600 og vef- síðan er www.rad.is. Liggur á að úrræðin verði tiltæk Mikilvæg þeim sem eru í greiðsluvanda Ásta S. Helgadóttir „Ég legg þunga áherslu á að um- rætt frumvarp verði afgreitt í júní,“ segir Jó- hanna Sigurðar- dóttir forsætis- ráðherra um frumvarp dóms- mála- og mann- réttindaráðherra. Hún segir að úrræði þau sem kveðið er á um í frumvarpinu muni „stórlega bæta réttarstöðu“ skuldara. Hún telur þá breytingu að eftirstöðvar skulda verði reiknaðar út frá söluverði en ekki markaðsvirði og að fólk fái að búa áfram í seldum heimilum sínum eftir nauðungarsölu muni vega þungt í baráttu skuldara í greiðslu- erfiðleikum. Þá telur hún að þeir frestir sem þegar hafa verið veittir hafi veitt skuldurum svigrúm til að vinna bug á greiðsluvanda sínum. Vill að lögin verði afgreidd í júnímánuði Jóhanna Sigurðardóttir Í frumvarpi til laga um umboðs- mann skuldara er kveðið á um að ríkisstofnun með því nafni verði sett á fót. Henni skuli ætlað að gæta hagsmuna og réttinda þeirra sem eiga í verulegum greiðsluerf- iðleikum. Umboðsmaður skal hafa umsjón með aðlögun greiðslna að greiðslugetu skuldara, taka við ábendingum um ágalla í lánastarf- semi og veita alhliða ráðgjöf um fjármál heimila. Þá skal hann setja verklagsreglur um framkvæmd greiðsluaðlögunar. Í þriðju grein frumvarps til laga um greiðsluað- lögun er heimild til að veita skuld- ara algera eftirgjöf krafna, hlut- fallslega lækkun þeirra, gjaldfrest, skilmálabreytingar, breytt greiðsluform og fleiri úrræði. Beita má öllum úrræðum grein- arinnar í senn. Þurfi þess með verður hægt að fá greiðsluaðlögun fram með dómi. Bæði lagafrumvörpin voru tekin til fyrstu umræðu í apríl. Lög sett til verndar skuldurum UMBOÐSMAÐUR SKULDARA OG GREIÐSLUAÐLÖGUN Séra Bragi Reynir Friðriksson andaðist fimmtudaginn 27. maí. Hann var 83 ára. Bragi fæddist 15. mars 1927 á Ísafirði. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1949 og embættis- prófi í guðfræði frá Há- skóla Íslands 1953. Sama ár var Bragi kallaður til prestsþjón- ustu í Kanada og vígð- ist hann það ár. Hann var framkvæmdastjóri Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur frá 1957 til 1964 og var á sama árabili formaður Æsku- lýðsnefndar þjóðkirkjunnar. Árið 1966 tók Bragi við Garða- prestakalli og árið 1977 var hann skipaður prófastur í Kjalarnespró- fastsdæmi. Árið 1997 var honum veitt lausn frá prests- og prófastsembætti. Sinnti Bragi ýmsum trúnaðar og félags- störfum um ævina. Hann var fulltrúi þjóð- kirkjunnar í Alþjóða- kirkjuráðinu 1954, meðstofnandi ung- mennafélagsins Stjörn- unnar í Garðabæ árið 1960 og formaður Þjóð- ræknisfélags Reykvík- inga árin 1974-1980. Braga var veitt Paul Harris Fellow-viður- kenning Rótarýhreyfingarinnar 1996. Árið 1997 varð hann heið- ursfélagi Rótarýklúbbsins Görðum og Skátafélagsins Vífils. Hann var kjörinn heiðursborgari Garðabæjar árið 2001. Eftirlifandi eiginkona séra Braga er Katrín Eyjólfsdóttir. Þau eiga fjögur uppkomin börn. Andlát Séra Bragi Reynir Friðriksson látinn Ákveðið hefurverið að fella nið- ur hátíðahöld í tengslum við svo- nefnda Hátíð hafsins, sem hald- in hefur verið á Akranesi á laug- ardeginum fyrir sjómannadag sl. fjögur ár. Skv. upplýsingum Tómasar Guðmunds- sonar,verkefnastjóra Akranesstofu, voru framlög til viðburða á vegum Akraneskaupstaðar lækkuð mjög í kjölfar efnahagshrunsins og ljóst að breyta þyrfti verulega tilhögun og framkvæmd vegna þeirra við- burða sem haldnir væru á Akranesi ár hvert. „Af þessum sökum verður að fella niður umrædda Hátíð hafs- ins að þessu sinni. Ítrekað skal að þetta hefur engin áhrif á skipu- lagða dagskrá á sjómannadegi, enda hefur Akraneskaupstaður ekki komið að skipulagi dagskrár á þeim degi,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Engin Hátíð hafsins í ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.