Morgunblaðið - 29.05.2010, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.05.2010, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Talningarmenn lokaðir inni  Fyrstu tölur úr stærstu sveitarfélögunum liggja fyrir rétt eftir klukkan 22 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Búast má við að fyrstu tölur í öllum stærstu sveitarfélögum landsins liggi fyrir rétt eftir að kjörstöðum verður lokað klukkan 10 í kvöld. Í Reykjavík verða talningarmenn lokaðir inni í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu um klukkan hálfsjö og salurinn innsiglaður á meðan atkvæði verða flokkuð og talin. Reykjavík er langstærsta sveitarfélagið með rúmlega 85.000 manns á kjörskrá og því ærið verkefni sem bíður talningarmanna. „En þetta er öflugt lið sem vinnur þetta verk,“ segir Ólafur Kr. Hjörleifsson, skrifstofustjóri borgarstjórnar, sem hefur yfirumsjón með undirbúningi borg- arinnar fyrir kosningarnar. Verkið felist í því að flokka, yfirfara og telja atkvæðin, jafnt auða kjörseðla sem aðra sem upp úr kössunum koma. Sömu 13 kjörstaðir í Reykjavík Kjörstaðir í Reykjavík eru 13, þeir sömu og í atkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin og alþing- iskosningarnar 2009. Hafi menn ekki flutt í milli- tíðinni, þá kjósa þeir á sama stað og síðast. Á kjörskrá eiga að vera allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveit- arfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 8. maí 2010, og eru 18 ára eða eldri á kjördag. Einnig hafa danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem lögheimili hafa átt á Íslandi í þrjú ár samfellt frá 29. maí 2007 kosn- ingarétt, séu þeir orðnir 18 ára á kjördag. Enn- fremur skulu vera á kjörskrá aðrir erlendir rík- isborgarar sem lögheimili hafa átt á Íslandi í fimm ár samfellt frá 29. maí 2005 enda séu þeir 18 ára eða eldri í dag. Þá eiga kosningarétt þeir íslenskir ríkisborgarar, 18 ára og eldri, sem flutt hafa lögheimili sitt frá Íslandi til hinna Norður- landanna samkvæmt Norðurlandasamningi um almannaskráningu. Þetta á fyrst og fremst við um námsmenn. Talningarmenn- irnir verða lokaðir inni í borgarstjórn- arsalnum og hann innsiglaður. Vægi vefmiðla hefur aldrei verið meira en nú og umhverfi rótgróinna fjölmiðla eins og dagblaða og ljós- vakamiðla hefur breyst varanlega. Þetta er hluti af meginniðurstöðum annars hluta rannsóknar Creditinfo á fjölmiðlum og fréttum. Frá því skýrsla rannsóknarnefnd- ar Alþingis kom út hafa birst 2123 fréttir af henni í helstu dagblöðum, ljósvakamiðlum og vefmiðlum. Eru það að meðaltali um 10% frétta á þessum tíma í prentmiðlum og innan við 9% í ljósvakamiðlum. Meira en helmingur fréttanna hefur birst í veðmiðlum. Umfjöllun um skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis hefur ekki breytt því hverjir eru til umfjöllunar. Nefna má að Samfylkingin er efst á listan- um sem birtur er hér til hliðar. Vantar upp á traust Niðurstöður könnunar sem Capa- cent gerði fyrir Creditinfo benda til þess að fólk treysti almennt ekki um- fjöllun fjölmiðla um orsakir efna- hagshrunsins. Þannig segjast 18,6% aðspurðra treysta vel umfjölluninni og tæp 40% segjast treysta henni illa. Liðlega 41% tekur ekki afstöðu. Rúmlega helmingur þeirra sem segjast illa treysta umfjölluninni gefur þá skýringu að fjölmiðlarnir séu hlutdrægir og um fimmtungur nefnir eignarhald fjölmiðla. Creditinfo telur að dagblöð og ljósvakamiðlar muni þurfa lengri tíma til að vinna traust almennings á ný. Kostnaðaraðhald muni gera þeim erfitt fyrir og líklega gera fréttaflutning þeirra einhæfari. Í þessu ljósi gefur Creditinfo það mat að vægi íslenskra vefmiðla hafi aldr- ei verið meira en nú og þar séu sókn- arfæri. Vel yfir tvö þúsund fréttir af rannsóknarskýrslu Alþingis  Könnun Creditinfo sýnir lítið traust fólks á umfjöllun fjölmiðla um skýrsluna 10 algengustu aðilarnirnefndir í fréttum tengdum rannsóknarskýrslunni Heimild: Creditinfo Aðili Fjöldi frétta Samfylkingin 684 Glitnir banki hf 564 Landsbanki Íslands hf 552 Kaupþing banki hf 545 Sjálfstæðisflokkurinn 522 Seðlabanki Íslands 474 Forsætisráðuneyti 404 NBI hf 398 Vinstrihreyfingin-Grænt framboð 352 Fjármálaeftirlitið 351 Spurður hvort stefnuskrá Besta flokksins væri grín vék Jón Gnarr sér undan því að svara í umræðu- þætti Sjónvarpsins í gærkvöldi og tók fram að kjósendur væru sjálfir vel í stakk búnir til þess að greina á milli þess hvað væri grín og hvað ekki. Jón sagðist ennfremur trúa því að hann yrði mjög góður í stóli borg- arstjóra. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri græna, sagði ljóst að borgin þyrfti að axla ábyrgð sem atvinnurekandi, fara þyrfti í aukin viðhaldsverkefni og í því samhengi ætti að bæta að- gengismál fatlaðra. Hanna Birna Kristjánsdóttir við- urkenndi að það væru bæði persónu- leg og pólitísk vonbrigði að fylgi Sjálfstæðisflokks væri ekki meira á þessum tíma. Rifjaði hún m.a. upp að gott samstarf hefði verið á síðustu tveimur árum í borginni þvert á flokka. Dagur B. Eggertsson, odd- viti Samfylkingarinnar, vill flýta framkvæmdum og fjölga sumar- störfum fyrir ungt fólk. Kjósendur góðir í að greina grín Umræður Oddvitar í sjónvarpi. Borgin axli ábyrgð Morgunblaðið/Eggert Kjörkassar sem nota á Reykjavík voru fluttir í Ráðhús Reykjavíkur í gær- kvöldi. Snemma í dag munu svo fulltrúar allra hverfiskjörstjórna taka á móti kjörkössunum og kjörgögnum í Ráðhúsinu og flytja á kjörstaði borg- arinnar í lögreglufylgd. Sveitarfélög auglýsa kjörstaði í sveitarstjórnarkosningunum í dag og mörg þeirra birta einnig kjörfundarupplýsingar á vefjum sínum. Finna má upplýsingar um kjörskrár á vefnum kosning.is og á kosningavef Morgun- blaðsins, mbl.is/kosningar, má finna lista yfir frambjóðendur, fréttir og viðtöl auk helstu skoðanakannana sem gerðar voru í aðdraganda kosning- anna. Að auki verða helstu fréttir af kosningunum á fréttavefnum, mbl.is. Kjörkassarnir bíða eftir að taka við atkvæðum Morgunblaðið/Golli „Reykjavíkurframboðinu þykir lýð- ræðishallinn alveg yfirdrifinn nú þeg- ar,“ segir í tilkynningu frá framboð- inu, X-E, sem lagt hefur inn kæru á hendur Stöð 2 til útvarpsrétt- arnefndar vegna kosningaumræðu sem fram fór í gærkvöldi, þar sem oddvitar fimm stærstu stjórn- málaflokkanna í Reykjavík komu fram. Framboðið telur að Stöð 2 hafi brotið 9. gr. útvarpslaga með því að útiloka þrjú framboð frá umræðunni. Í athugasemd frá Stöð 2 segir að þau framboð sem mælst hafa með innan við 1% fylgi fengu tækifæri til að kynna stefnu sína sérstaklega í formi innslaga sem sýnd voru í gær. Öll framboðin hafi tekið þátt í þeim. Einnig kemur fram að Stöð 2 telji sig „þjóna lýðræðinu betur með því að beina meiri athygli að þeim fram- boðum sem klárlega hafa raunveru- legt kjörfylgi“. Kæra vegna lýðræðishalla Morgunblaðið/Kristinn Næst besti flokkurinn sendi yfir- kjörstjórn í Kópavogi athugasemd í gær við framkvæmd kosninga þar sem farið var fram á að öll atkvæði greidd fyrir 9. maí yrðu látin niður falla. Telur flokkurinn að jafnræðis hafi ekki verið gætt þar sem utan- kjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 32 dögum áður en framboðsfrestur rann úr. Kjósendur viti því ekki hverjir eru í framboði fyrstu fimm vikur atkvæðagreiðslunnar. Næst besti vill ógilda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.