Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 Umræðan um net- öryggi barna og þær gildrur og hættur sem leynst geta á Netinu, hefur farið vaxandi á síðustu misserum. Það er vel, því staðreyndin er sú að hættur og ógn- anir eru svo sannarlega fyrir hendi á Netinu, líkt og víðast hvar ann- ars staðar þar sem mannfólkið ferðast um, hvort sem það er í raunveruleik- anum eða í sýndarveruleika tölvu- heima. Fréttir síðustu daga af hrottalegum níðingsskap gegn börn- um í gegnum samskiptasíðuna Fa- cebook staðfesta enn frekar hversu mikilvægt er fyrir foreldra að halda vöku sinni gegn slíkri ógn. SAFT Vakningarátakið SAFT – sam- félag, fjölskylda og tækni, sem er að- gerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er stýrt af Heimili og skóla – landssamtökum foreldra, hefur aukið mjög meðvit- und og þekkingu foreldra á netnotk- un barna og unglinga og gert þá meðvitaðri um þær hættur sem leynast á Netinu og hvernig hægt sé að auka þroska, ábyrgð og siðferð- isvitund barnanna þegar kemur að netnotkun og samskiptum þeirra við annað fólk á Netinu. Eiga samtökin mikið hrós skilið fyrir að leiða þetta átak af skörungsskap og ábyrgð. Eigendur og stjórnendur Apple á Íslandi hafa fylgst glöggt með þessu verkefni og allri annarri umræðu um netöryggi. Ástæðan er einföld; Apple hefur alla tíð verið mjög um- hugað um að sýna ábyrgð í fram- leiðslu sinni og gildir það ekki síður um ábyrgð gagnvart netnotkun barna og unglinga eins og annað sem snýr að tölvum og samskiptum í gegnum tölvur og netheima. Apple hefur t.a.m. verið í fararbroddi þeirra sem barist hafa gegn stuldi á tónlist og kvikmyndum og öllu höf- undarréttarvörðu efni. Apple var á sínum tíma í algerum fararbroddi þegar kom að íslenskun hugbúnaði fyrir innlendan markað og allar tölv- ur Apple hafa um langt skeið haft innbyggða Foreldrastjórnun (e. Parental Control) í hugbúnaði sínum. Foreldrastjórnun Foreldrastjórnun á Apple-tölvum er auð- velt tæki til að fylgjast með og stjórna net- notkun barna og ung- lina. Foreldrar geta stofnað sérstakan að- gang fyrir hvern fjöl- skyldumeðlim. Hægt er að skil- greina nákvæmlega hvaða netföng hver einstakur notandi hefur að- gengi að, hvaða vefsíður hann getur heimsótt og hvaða einstaklinga hann getur spjallað við á spjallsíðum. Þá er ennfremur hægt að skammta hverjum og einum ákveðið margar stundir á sólarhring sem hann getur verið á Netinu (eða í tölvunni). Með þessum hætti geta foreldrar haft giska góða stjórnun á netnotkun barna sinna. Hitt er annað mál að börn og ung- lingar eru alla jafna fljót að læra og tileinka sér nýjustu tækni og því geta þau verið snögg að læra hvern- ig hugsanlega megi snúa á slíka „for- eldrastjórnun“. Það leiðir okkur að þeim þætti sem við hjá Apple teljum allra mikilvægastan í að tryggja net- öryggi barna og unglinga. Það er að byggja upp gott siðferði barna okkar og kenna þeim ákveðnar umferðar- og samskiptareglur á Netinu. Stað- reyndin er nefnilega sú að tímarnir breytast og mennirnir með og þess vegna þurfum við sífellt að taka mið af nýjum heimi, ekki síst þegar við ölum upp börnin okkar sem erfa munu þennan nýjan heim. Undirrit- aður minnist þess að hafa sem ungur drengur vaknað fyrir allar aldir, ein- ungis 8-9 ára og þrammað niður í miðbæ til að bera út blöð. Það þótti sjálfsagt mál á þeim tíma. Það er tæpast til það foreldri sem í dag myndi hleypa 9 ára gutta út á myrk- um vetrarmorgni til að fara að bera út blöð í miðborg Reykjavíkur. Nei, það myndum við í raun telja hið mesta hættuspil og vera skýrt merki um óábyrgt uppeldi. Við kennum börnum okkar að fara með gát í sam- skiptum við ókunnuga, að þiggja ekki gjafir eða sælgæti frá ókunnug- um og þar fram eftir götunum. Á svipaðan hátt þurfum við að ala börnin okkar upp gagnvart Netinu. Við þurfum að kenna börnum okkar hvað beri að varast og við hverja sé í lagi að spjalla við og hverja ekki. Við þurfum að kenna börnum okkar að veita ekki hverjum sem er persónu- legar upplýsingar og við þurfum að kenna börnum okkar gagnrýna hugsun, ekki síður á Netinu en á öðrum vettvangi lífsins. Síðast en ekki síst eigum við sem foreldrar að byggja upp traust á milli okkar og barna okkar, þannig að við getum verið viss um að barnið sé ekki að feta vafasamar brautir í Netheimum og við getum verið viss um að börnin okkar leiti til okkar þegar þau þurfa á leiðsögn okkar og vernd að halda. Samstarf Apple og foreldra Netnotkun barna og unglinga er vandmeðfarin og viðkvæm og getur oft rænt ábyrgðarfulla foreldra svefni og fjölgað gráum hárum á höfðum þeirra. Á vef SAFT (saft.is) geta foreldrar fundið mörg heilræði sem stuðla að uppbyggilegri og já- kvæðri netnotkun barna og ung- linga. Við hjá Apple á Íslandi ætlum ekki að láta okkar eftir eftir liggja í þessum þarfa málaflokki og höfum því ákveðið að bjóða foreldrum að sækja námskeið hjá okkur á næstu vikum og mánuðum þar sem veitt verða ráð og heilræði sem tryggja jákvæða, örugga og uppbyggilega netnotkun barna okkar. Við hvetjum foreldra til að nýta sér þetta tækifæri til að fræðast og læra að byggja upp ábyrgðarfulla netnotkun barna okkar. Hægt verð- ur að skrá sig á námskeiðin á vef fyr- irtækisins, epli.is. Öruggari netheimar Eftir Bjarna Ákason » Við þurfum að kenna börnum okkar gagn- rýna hugsun, ekki síður á Netinu en á öðrum vettvangi lífsins. Bjarni Ákason Höfundur er framkvæmdastjóri Apple á Íslandi. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Laugavegur 74 Byggingarlóð með framkvæmdum Teikningar og allar nánari uppýsingar veitir Magnús Geir Pálsson í síma 892-3686 eða á skr- ifstofu Eignamiðlunar. 5701 Til sölu byggingarlóðin að Laugavegi 74 ásamt þeim framkvæmdum að nýbyggingu sem komnar eru. Á lóðinni má byggja hús með 6 íbúðum og verslun á jarðhæð. Framkvæmdir hafa verið hafnar og er búið að steypa upp kjallara hússins. Bygginganefndar teikningar hafa verið samþykktar og er gert ráð fyrir að húsið verði 1.076 fm að stærð og á þremur hæðum auk kjallara. Samkvæmt fyrirliggjandi teikningum er um að ræða: Verslunarrými 400 fm 2. hæð - tvær 2ja herbergja íbúðir og ein 3ja herbergja íbúð og er gert ráð fyrir allt að 33 fm sérafnotareitum. 3. hæð - tvær 2ja herbergja íbúðir og ein 3ja herbergja íbúð og gert ráð fyrir allt að 15 fm svölum. LEIFSSTAÐIR - EYJAFJARÐARSVEIT Til sölu áhugaverða jörð sem nú er rekin sem sveitahótel. Nánar tiltekið er um að ræða jörðina Leifsstaðir í Eyja- fjarðarsveit. Mörg rúmgóð herbergi sem bjóða alla ný- tískuaðstöðu og þægindi og prívat snyrtingu. Rúmgóður 56 manna veitingasalur er einnig á hæðinni með öllum tækjum í eldhúsi. Við hótelið er níu holu golfvöllur. 101417 Fyrir trausta kaupendur vantar okkur nú á söluskrá: • Stórt einbýlishús í góðu ástandi í Þingholtunum eða miðsvæðis í Reykjavík. • Raðhús í Fossvogi. • Ca 120-150 fm sérhæð með bílskúr í Austurbæ eða Vesturbæ Reykjavíkur. • Ca 110-130 fm sérhæð með bílskúr sem næst Borgarspítala og Landspítala. • Góða þriggja herbergja íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. • Góða ca 100 fm íbúð fyrir eldri borgara miðsvæðis í Reykjavík. • Gott ca 150-200 fm einbýli eða raðhús á höfuðborgarsvæðinu. • Ca 200 fm iðnaðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík eða Kópavogi fyrir bílaviðgerðir. Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.