Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 38
38 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 ✝ Jón var fæddur áSiglufirði 10. júní 1940. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 20. maí 2010. Jón var sonur hjónanna Kristínar M. Aðalbjörnsdóttur húsmóður og verka- konu frá Steinaflöt- um á Siglufirði, f. 17. október 1919, og Þor- steins Einarssonar sjómanns og verka- manns, f. 3. maí 1908, d. 29. júlí1987. Jón var elstur þriggja bræðra. Bræður hans eru Björn, f. 1943, og Eyþór, f. 1946. Jón hóf snemma búskap með fyrrv. konu sinni Elíngunni Birg- isdóttur, dóttur Birgis Runólfs- sonar og Margrétar H. Pálsdóttur frá Siglufirði. Giftust þau árið 1962 og eignuðust fjögur börn saman. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Þór Jónsson, f. 1960. 2) Anna Kristín Jónsdóttir, f. 1963, dóttir hennar er Guðbjörg Ellý Gústafsdóttir, mað- ur hennar er Egill Sveinsson og dóttir hans er Áslaug Guðrún. 3) Sólrún Helga Jónsdóttir, f. 1965. Fyrrverandi eiginmaður hennar er Sigurður O. Sigurðsson, synir þeirra eru Davíð, f. 1988, og Jón Ragnar, f. 1998. 4) Margrét Hjördís Jónsdóttir, f. 1971, sambýlismaður hennar er Richefeu Olivier og son- ur þeirra er Alexander Örn, f. 2000. Jón eignaðist dóttur í Vest- mannaeyjum sem er Bylgja Eyhlíð, f. 1966, sambýlismaður hennar er Jósep Jóhannesson, dóttir hennar frá fyrri sambúð er Íris Arna, dæt- ur Bylgju og Jóseps eru Thelma Sif og María Guðrún. Jón var um tíma í sambúð með Arndísi Sum- arliðadóttur. Eignuðust þau einn son saman, sem er Sumarliði Þór Jónsson, f. 1976, kona hans er Unn- ur Jóna Guðbjörnsdóttir, f. 1980, dóttir hennar er Bryndís Una Hjartardóttir, f. 2003. Dætur hans úr fyrri sambúðum eru Helga Rún, f. 1999, og Sara Mist, f. 2003. Og saman eiga þau Mikael Mána, f. 2009. Jón hóf sambúð 1980 með Kolbrúnu Ámundadóttur, d. 1991. Þau áttu þau saman litlu Aðalheiði Írisi, f. 1982, d. 1985. Kolbrún átti fyrir dóttur, Helgu Valdísi Jensdóttur Andersen, f. 1975. Maður henn- ar er Elmar Þ. Magn- ússon og börn þeirra eru Alex Breki, Aron Máni og Kol- brún Líf. Jón ólst upp á Siglufirði og starf- aði sem sjómaður og netamaður fyrri part ævinnar. Ungur hóf hann sjómennsku á togurunum El- liða og Hafliða frá Siglufirði, síðar á síðutogurunum frá Akureyri. Jón fór í fiskvinnsluskólann og lauk þaðan námi árið 1980. Hann vann ýmis störf samhliða námi og sinnti verkstjórn í litlum útgerðum á sumrin víðsvegar um landið, s.s. í Sandgerði, Grundarfirði, Þórshöfn og Vogum á Vatnsleysuströnd. Ár- ið 1984 tók hann við verkstjórn hjá hraðfrystihúsinu Skildi á Sauð- árkróki og var þar í 10 ár. Þá fór hann á frystitogara sem gæðaeft- irlitsmaður og sinnti ýmsum öðrum störfum þar til hann veikist árið 1999, eftir það hefur hann meira og minna verið sjúklingur og dvaldist síðastliðið ár á dval- arheimilinu Sunnuhlíð Kópavogi þar sem hann lést á sjötugasta ald- ursári eftir margra ára veikindi. Jón var mikill skíðamaður á yngri árum og þótti mjög liðtækur dans- ari. Hann var hörkuduglegur til vinnu og mikill nákvæmnismaður og hlaut hann viðurkenningu þeg- ar hann starfaði sem yfirverkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu Skildi Sauð- árkróki, fyrir gæðaframleiðslu árið 1986-1987. Útför Jóns var gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 28. maí 2010. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Summi, Solla, Magga, Stína og fjölskyldur, megi Guð vera með ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Þórunn Ester, Arndís og Sturla. Jón Þorsteinsson ✝ Sigurður Karlssonvar fæddur að Knútsstöðum í Að- aldal 31. maí 1924. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 20. maí sl. Hann var sonur hjónanna Karls Sig- urðssonar og Sigríðar Kristjánsdóttur er lengi bjuggu á Knúts- stöðum. Systkini hans voru Emilía, f. 1911, Guðfinna, f. 1913, Snjólaug, f. 1915, El- ísabet, f. 1918, Jón, f. 1925, þau eru öll látin nema Guð- finna. Árið 1960 giftist Sigurður Sigríði Sigurðardóttur á Núpum í sömu sveit og bjuggu þau á Núpum nú tæp 50 ár. Synir Sigurðar og Sigríðar eru Karl Sigurðsson, f. 1964, eiginkona hans er Sigrún Mar- inósdóttir, f. 1969, börn þeirra eru Sig- urður, f. 1991, Marín Rut, f. 1995, og Tístr- an Blær, f. 2000, þau eru búsett á Núpum. Ásmundur Kristján Sigurðsson, f. 1972, eiginkona hans er Kol- brún Ólafsdóttir, f. 1973, dóttir þeirra er Kristín, f. 2003, þau eru búsett á Akureyri. Sigurður var flugvallarvörður við Húsavíkurflugvöll í rúm 30 ár með- fram búskap. Útför Sigurðar verður gerð frá Neskirkju í Aðaldal í dag, 29. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Sigurður bjó um áratugi á Núp- um, austan Laxár sem fellur um landareignina og í landi Núpa er einmitt Ferjuflúð. Til forna fram að 1909 voru Núpar einn helsti ferju- staður Laxár. Ferjumenn eru tíð- um nefndir í sagnabálkum þjóða og goðsögnum. Þeir eru alltaf á vakt- inni og liðsinna ferðalöngum þegar þá ber að garði. Það lætur því að líkum að þeir kynnast margvíslegu fólki sem fer um landið margvís- legra erinda. Sigurður Karlsson var ferjumaður í margvíslegum skilningi. Vafalaust hefur hann ferjað marga yfir Laxá með gamla laginu, en hann ferjaði einnig alls konar þekkingu á ánni milli kyn- slóða. Síðan var hann eins konar ferjumaður um loftin blá. Flugvöll- urinn í Aðaldal var byggður 1956 og starfaði Sigurður lengi sem flug- vallarstjóri og var farsæll í starfi. Margir þurftu að leita til hans og varð hann fljótt annálaður fyrir greiðasemi og ljúft viðmót. Þeir sem þurftu að leita til Sigurðar eða Sigríðar konu hans sneru aldrei heim nema ánægðir. Hann kaus þó að vinna verk sín í ró og næði bak við tjöldin og forðaðist sviðsljósið. Faðir Sigurðar, Karl á Knúts- stöðum, var þrekmaður mikill bæði að afli og í huganum. Margar sögur eru til af þrekvirkjum hans og hann bjargaði mörgum manninum úr svaðilförum í ánni. Til er saga frá 1912 þegar bátaslys varð hjá mönn- um á Mjósundi ofan við Æðarfossa sem voru að koma frá því að vitja um laxagildrurnar. Ræðarinn missti tök á bátnum og hann rak óð- fluga að fossbrúninni. Einn mann- anna í bátnum, Gunnar Jónsson, hvarf niður fossana og fannst aldrei síðan. Karl stökk út úr bátnum á fossbrúninni og tókst að skorða sig þótt vatnið tæki honum í háls og stöðva bátinn og allir hinir björg- uðust. Bræðurnir frá Knútsstöðum, Sig- urður faðir Sigríðar og Karl Sig- urðssynir eignuðust Núpa árið 1927. Sigurður var virtur kennari og fræðamaður í sveitinni. Sigurður og kona hans Kristín Ásmundsdótt- ir búa á jörðinni frá 1943 og síðar í félagsbúi með þeim Sigurði og Sig- ríði. Sigurður var slyngur veiðimaður en Ferjuflúð, einn fallegasta flugu- staðinn í allri Laxá, sem margir kalla Núpabreiðu, hafði Sigurður fyrir augunum út um eldhúsglugg- ann á hverjum degi. Stundum veiddum við Sigurður saman og þá kynntist ég enn betur þessari sér- stöku hógværð og ljúfmennsku sem Núpafólkið er þekkt fyrir. Sigurður og Sigríður eiginkona hans bjuggu saman á Núpum frá 1960 og þar tengdist fjölskylda mín Núpafólkinu í gegnum flug og veiði- mennsku. Jörð þeirra er beggja vegna Laxár og á vesturbakka er fallegt skóglendi og þar skartar náttúra Aðaldals sínu fegursta. Þar erum við mörg sem höfum aðstöðu til dvalar og til að njóta fegurðar og kyrrðar. Ekki er hægt að hugsa sér betri nágranna, betra samstarfs- fólk. Orðstír og ljúf minning um þau hjón nær ekki bara til sveit- unga í dalnum – Aðaldalnum allra dala sagði skáldið – okkar veiði- félaganna, heldur og til alls flug- fólksins og þess ótrúlegum fjölda ferðamanna sem í áratugi hafa not- ið gestrisni þeirra og velvilja. Mér finnst eiga vel við að kveðja góðvin minn Sigurð á Núpum, ferjumanninn, með ljóðinu Tíbrá eftir Hannes Pétursson: Fagnið nú! fagnið nú augu mín ljósglaðri uppstigningu ægisandsins framundan – og hins fótumtroðna ferjustaðar við ósinn. Sigríði og fjölskyldunni sendum við Unnur innilegar samúðarkveðj- ur. Orri Vigfússon. Sigurður Karlsson Elsku mamma, þá er komið að kveðju- stund. Þá rifjast upp gamlar minningar þegar við fórum til Borgundarhólms á jólunum að hitta ömmu og afa og bræður þína og fjölskyldur. Þetta voru góðar stundir. Við áttum líka góðan tíma saman þegar fjölskyldan var saman í brúarvinnu nokkur sumur um allt land. Árið 1984 áttuð þið pabbi 25 ára brúðkaupsafmæli og þá kom Addý vinkona þín frá Danmörku til Íslands og þá var ákveðið að ég, þú og pabbi færum um sumarið út til ömmu á Borgundarhólm. Árið 1987 urðu miklar breytingar hjá okkur, því þá slasaðist pabbi í vinnuslysi. Þú fórst á hverjum degi til pabba nema þegar þú fórst í 3 vikur á ári til Danmerkur, svona var þetta í 17 ár eða þar til árið 2004 er pabbi veiktist og dó. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir pabba sem ég get aldrei þakkað nóg fyrir. Þann 4. september 2009 fékkst þú greiningu á þeim sjúkdómi sem þú lifðir með eftir það, þú fluttir þá austur á Rauðalæk þar sem ég og Sóley systir búum. Þú bjóst heima hjá Sóleyju og Tobba. Ég ætla að þakka Sóleyju systur og Tobba fyr- ir allt sem þau gerðu fyrir mömmu í hennar veikindum. Það verður sárt að geta ekki leitað til þín um ýmsa hluti. Vonandi lagast það með tímanum, en allir sem þekktu þig eiga eftir að sakna þín. Henny Torp Kristjánsson ✝ Henny fæddist áBorgundarhólmi í Danmörku hinn 25. mars 1937. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 27. apríl 2010. Útför Hennyjar fór fram frá Fossvogs- kirkju 10. maí 2010. Bless kjarnakona, ég geymi minning- arnar um þig í hjarta mínu það sem ég á eftir ólifað. Þín verður sárt saknað. Þinn sonur, Kristján. Þegar gróður tók að lifna á ný kvaddi Henny þetta jarðlíf. Hún háði hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm og nánast fram á síðasta dag var hún staðráðin í að hvika hvergi. Hún var óþreyjufull að komast út í vorið, vorverkin í garð- inum hennar í Birkilaut á Vatns- enda biðu. Henny var jafnan manna fyrst til að bretta upp erm- ar og ganga í vorverkin. Þá fór þessi grannvaxna, fíngerða kona, svo kvik í hreyfingum, um garðinn sinn af svo mikilli natni og fítons- krafti að unun var á að horfa. Að verki loknu kunni hún svo einstak- lega vel þá list að njóta líðandi stundar. Með trega og söknuði líða margar góðar stundir sem við átt- um saman í garðinum í gegnum hugann. Leiðir okkar lágu saman þegar ég átti því láni að fagna að verða nágranni Henny Torp frá Borg- undarhólmi. Smátt og smátt kynnt- ist ég þessari harðduglegu konu og lífsbaráttu hennar en hún mætti mótlætinu í lífi sínu með æðruleysi og einstakri bjartsýni. Þegar ég kynntist henni fyrst heimsótti hún Pálma, eiginmann sinn, dag hvern en hann dvaldi á sjúkrastofnun í 17 ár eftir hörmulegt vinnuslys. Pálmi lést árið 2004. Á meðan Pálmi var heill heilsu tóku þau Henny þátt í brúargerð í áratug víðs vegar um landið og enduðu á Borgarfjarðarbrúnni. Allt sumarið voru þau í vinnubúðum með börnin þrjú. Henny sá um matargerð fyrir vinnuflokkinn og Pálmi vann við brúarsmíðina. Alúð, tillitssemi og tryggð Henn- yjar var aðdáunarverð. Það var ríkur þáttur í hennar lífi að hlúa að öllum, fjölskyldu sinni, vinum og þeim sem hún sinnti hjá heimilis- þjónustunni í Kópavogi þar sem hún starfaði í tvo áratugi. Eftir vinnulok hugsaði hún oft til þeirra sem hún hafði sinnt þar og velti fyrir sér hvort þeir fengju örugg- lega þá aðstoð sem þeir þörfnuð- ust. Gildin, heiðarleiki og nægjusemi koma upp í hugann þegar Hennyj- ar er minnst, hún lagði ríka áherslu á að breyta rétt í hvívetna og gerði litlar kröfur til efnislegra gæða, „maður á að vera ánægður með það sem maður hefur,“ sagði hún jafnan. Þegar Henny flutti á Vatnsenda fyrir 45 árum fór ekki mikið fyrir þeim lífsþægindum sem þykja sjálfsögð í dag. Byrjað var smátt og síðan byggt við og bætt eftir efnum og aðstæðum. Henny var mikil hannyrðakona og féll henni ekki verk úr hendi. Hún prjónaði hlýjar flíkur á alla fjölskylduna og naut þess að geta gefið. Hún átti líka lifandi áhuga- mál sem var dansinn en hann var henni mikill gleðigjafi. Hún bar sig eins og drottning í danskjólnum og fyrir allan mun vildi hún ekki missa af dansinum sem var tvisvar í viku. Oft bar það við að hún brá sér líka í dansskóna á sunnudags- kvöldum og fékk sér snúning með dansfélögum sínum, „aðeins svona til tilbreytingar,“ sagði hún og glettnin og kátínan skein úr augum hennar. Þannig vil ég minnast Hennyjar. Með þessum fáu minningarbrot- um vil ég lýsa þakklæti mínu fyrir að fá að kynnast Henny, fyrir vin- áttu hennar og allt það góða sem ég hef lært af henni. Ég sendi börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þorgerður. Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.