Morgunblaðið - 29.05.2010, Side 10

Morgunblaðið - 29.05.2010, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2010 10 Daglegt líf PRUFUTÍMINN Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is É g hef aldrei verið með sérstaka tækjadellu. Ég hef ekki einu sinni setið mótorhjól en ein- hvernveginn hefur mig alltaf langað til að prófa fjórhjól. Þeg- ar ég fékk þetta verkefni hafði ég því samband við Arctic Adventures og þau smelltu mér beint inn í bíl og af stað. Ótrúleg veðurblíða Tólf stiga hiti og ekki ský á himni. Ég stíg út úr bílnum við Bo- löldu, mótokrosssvæði sem er austan við Sandskeið á móti Litlu kaffistof- unni. Úr öðrum bíl stígur alltof mikið klætt par. Sjálfur var ég auðvitað á stuttermabol með sólgleraugu, enda komið sumar. Þau í þykkum úlpum, vafin í trefla og alls kyns sjöl með húfur og vettlinga – aukateppi inni í bílnum. Andartak störum við á klæða- burð hvert annars. Þögn. „Vita þau ekki hvað sumar er?“ hugsa ég. „Er þetta brjálaður maður?“ hugsa þau. Eftir dálítil vandræðalegheit rétti ég þeim spaðann. Jú, það hlaut að vera, þetta eru útlendingar. Kynna sig sem Chris og Melissu, vel klædda parið frá Toronto. Eftir stutt how do you like Iceland?-hjal kallar til okkar maður nokkur og kynnir sig sem Magnús, fjórhjólaferðastjóra. Hann bar með sér strax við fyrstu kynni að vera ofboðslega mikið ábyrgur. Það veitti mér óneitanlega vissa ró, enda ekki laus við smá fiðring. Sem sagt, Magnús bendir okkur með sér inn í einhvern skúrinn. Þar erum við færð í viðeigandi búning. Hjálmur, polla- Hágrátandi með ryk í augum en skælbrosandi Fyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustunni bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu í ná- grenni við höfuðborgina. Ísklifur, köfun, kanóferðir og margt fleira. Markaðs- setning þjónustunnar er vissulega miðuð að erlendum ferðamönnum en það er stórskemmtilegt að vera ferðamaður í eigin landi. Morgunblaðið/Jakob Fannar Á fleygiferð Ökumaðurinn er logandi hræddur enda fjórhjólið bersýnilega á miklum hraða. Fjórhjólin komast á mun meiri hraða en blaðamaður hélt. Það er margt spennandi hægt að gera á Íslandi enda fjölmörg fyrirtæki sem starfa hér í ferðaþjónustu. Arctic Adventures hefur verið starf- rækt frá árinu 1983 en u.þ.b. eitt hundrað manns starfa hjá fyrirtæk- inu í dag. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins nýta Íslendingar sér þjón- ustu þess jafnt og útlendingar. Mest sækja Íslendingar River Rafting í hópferðum af hvers konar tilefni en einnig er algengt að fjölskyldur fari saman til að gera sér dagamun. Fyrirtækið býður upp á fjölbreytta afþreyingu á borð við ísklifur, snjósleðaferðir, köfun, kanósiglingu og margt fleira. Fjölbreytt ferðaþjónusta ARCTIC ADVENTURES Það er fátt skemmtilegra en að halda partí þegar tilefni er til. Í kvöld er nú aldeilis tilefni, bæði hægt að fylgjast með Evróvisjón-keppninni og úrslit- um sveitarstjórnarkosninganna. Það er nú kannski ekki mjög spennandi að búa til leiki í kringum kosn- ingaúrslitin en það má alltaf finna eitthvað eins og að veðja á úrslitin, fá sér sopa þegar karl með blátt bindi birtist á skjánum eða vandræðaleg augnablik eiga sér stað í beinni út- sendingu. Með Evróvisjón-söngvakeppnina gildir annað, keppnin býður upp á endalausa leiki og stuð. Sniðugt er að láta partígesti mæta sem fulltrúa ákveðinnar þjóðar í úrslitunum, þeir þurfa þá að koma klæddir í anda hennar og styðja hana í gegnum súrt og sætt í keppninni. Ekki er verra að geta slegið um sig með orðum eða jafnvel setningum á móðurmáli þjóð- arinnar og mæta í partíið með mat og drykk sem einkennir hana. Þessi leik- ur gæti gert mikið fyrir stemninguna í partíinu. Fyrir keppnina gæti gestgjafinn verið búinn að útbúa stigablað fyrir alla gesti sem geta þá gefið lönd- unum sín eigin stig. Sá sem kemst næst úrslitunum fær svo einhvern vinning. Allskonar drykkjuleikir eru svo mjög vinsælir í Evróvisjón- partíum, það þarf ekki áfenga drykki í slíka leiki, þeir eru alveg jafn skemmtilegir þó aðeins sé vatn í glösunum, það er stemningin sem myndast í kringum leikinn sem er málið. Endilega... ...haltu partí Reuters Aserbaídsjan Safura flytur lagið Drip Drop í úrslitunum í kvöld. Leikhópurinn Lotta frumsýnir fjölskylduleiksýninguna Hans klaufa í Elliðaár- dalnum í dag kl. 16. Verkið skrifaði Snæbjörn Ragnarsson en auk Hans klaufa koma við sögu aðr- ar þekktar persónur úr ævintýraheiminum, t.d. Öskubuska og froskaprinsinn. Verkið segir frá því þegar Aron prins og aðstoðarmaður hans, Hans klaufi, koma heim úr löngu ferðalagi. Þegar heim kemur komast þeir að því að ekki er allt með felldu. Norn hefur komið þangað í fjarveru þeirra, lagt álög á kóngs- ríkið og svæft alla þegna þess og til að bæta gráu ofan á svart breytir hún Aroni prinsi í frosk. Nú eru góð ráð dýr og er það undir Hans klaufa komið að aflétta álögunum og bjarga kóngsríkinu. Verst bara hvað hann er mikill klaufi. Í framhaldi af frumsýningunni mun Leikhópurinn Lotta ferðast um landið með Hans klaufa. Sýndar verða tæplega 80 sýningar á fleiri en 50 stöðum um allt land. Þetta er fjórða sumarið sem leikhópurinn tekur sig til og setur upp barnasýningu utandyra. Áhorfendum er bent á að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á. Eftir sýningu fá börnin að spjalla við persónurnar úr leikritinu og skoða alla leikmyndina. Miðaverð er 1.500 kr. Nánari upplýsingar um sýningarplan má finna á heimasíðu hópsins www.leikhopurinnlotta.is og á síðu hópsins á facebook. Leikhús fyrir börn Hans klaufi í Elliðaárdalnum Lotta Sýnir leikrit um Hans klaufa. Vefsíðan var formlega opnuð síðastlið- inn fimmtudag, en hún er hluti af mark- aðsátaki ferðaþjónustunnar í framhaldi af eldgosinu í Eyjafjallajökli. Síðu þess- ari er sérstaklega ætlað að draga úr ótta útlendinga við eldgos og fælni af þeim sökum gagnvart Íslandi. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta ákall: Komdu og láttu Ísland blása þér í brjóst, eða fylla þig andagift. Allt sem er inni á þessum vef er ætl- að til að hvetja fólk til að koma og upp- lifa náttúrukraftana og allt það frá- bæra sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Hægt er að setja inn á síðuna mynd- bönd, þar sem fólk (statt á Íslandi) lýs- ir upplifun sinni. Fjölmargir hafa nú þegar nýtt sér þetta og kennir þar nokkurra grasa: Ástrali sem hefur kom- ið til 35 landa, segir t.d frá því að heim- sókn hans til Ísland taki öllu fram, Fanny frá Hong Kong stendur við Skóg- arfoss og lýsir því hvernig landið stóð meira en undir væntingum, hin banda- ríska Ashley með barn sitt í fanginu við Gullfoss tjáir okkur að íslenska fólkið hafi algerlega heillað hana upp úr skón- um osfr. Þarna eru einnig lengri myndbönd sem unnin hafa verið sérstaklega fyrir vefinn, þar sem heimsþekktir ein- staklingar dásama landið, t.d. Íslands- vinurinn og göngugarpurinn Viggo Mortensen sem segir frá því hvursu heillaður hann sé af víkingasögunum og íslenskri náttúru. Honum hefur ekki fundist einni sekúndu illa varið sem hann hefur ferðast hér um. Við fáum líka að fylgjast með danska kokkinum René Redzepi veiða fisk á Íslandi, bíta af honum uggann og grilla hann á staðnum og sannfæra okkur um ágæti eyjunnar í norðri. Nú þegar innanlandsferðahugurinn grípur um sig er um að gera fyrir okkur heimafólk að nýta okkur þessa vefsíðu til að fá hugmyndir að áfangastöðum. Því fylgir mikil ánægja að uppgötva nýja staði á litla landinu okkar. Og auð- vitað eiga allir að senda slóðina á fólk í útlandinu, til að fá það hingað til lands. Stefnt er að því að halda útitónleika fyrri hluta júnímánaðar á Suðurlandi og senda þá beint út á síðunni. Einnig er andagiftin á Fésbókinni: www.facebook.com/inspiredbyicel- and. Vefsíðan www.inspiredbyiceland.com Morgunblaðið/Einar Falur Vinur Viggo Mortensen er heillaður af Íslandi og hélt sýningu hér árið 2008. Ísland blæs oss í brjóst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.