Morgunblaðið - 24.06.2010, Page 26

Morgunblaðið - 24.06.2010, Page 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 2010 ✝ Sigurgeir Sig-urdórsson fæddist í Götu í Hrunamanna- hreppi 18. desember 1915. Hann lést 19. júní síðastliðinn. Hann var sonur Þur- íðar Gísladóttur, frá Arakoti á Skeiðum, f. 9. nóv. 1883, d. 17. okt. 1958, og Sig- urdórs Stefánssonar bónda í Götu, f. 11. feb. 1891, d. 22. júlí 1970. Systkini Sig- urgeirs samfeðra eru: 1) Stefán, f. 26. apríl 1920, 2) Guð- mundur, f. 5. sept. 1921, d. 10. des. 2004, 3) Guðfinna, f. 5. sept 1921, d. 31. des. 2003, 4) Ágústa, f. 23. ágúst 1923, og 5) Sigurður, f. 1. júlí 1933. Sigurgeir kvæntist Kristínu Guð- björnsdóttur 28. des. 1963, f. 28. mars 1929, dóttur Guðbjörns Odds- sonar bónda á Rauðsgili, f. 8. okt. 1880, d. 28. apríl 1959, og Stein- unnar Þorsteinsdóttur, f. 25. júní 1887, d. 7. feb. 1973. Börn Sig- urgeirs og Kristínar eru: 1) Sigrún, f. 6. nóv. 1953, gift Jóni G. Sigurðs- syni. Synir þeirra eru a) Sigurgeir, f. 19. apríl 1983, b) Gunnar Steinn, f. 4. maí 1987, í sambúð með El- ísabetu Gunnarsdóttur og eiga þau dótturina Ölbu Mist, f. 2009. Frá fyrra sambandi á Sigrún c) Öldu Kristínu Sigurðardóttur, f. 5. apríl er Victor Már Sveinsson, f. 2001, b) Júlía Kristín Kristinsson, f. 19. des. 1999. 6) Kristín, f. 12. júlí 1960, í sambúð með Sigfúsi A. Gunn- arssyni, dóttir þeirra er a) Karen, f. 2. ágúst 1990, frá fyrra hjónabandi á Kristín b) Írisi Lindu Árnadóttur, f. 28. maí 1982, í sambúð með Júl- íusi Samúelssyni. 7) Kristinn, f. 26. mars 1962, kvæntur Sigfríði R. Bragadóttur, synir þeirra eru a) Róbert Logi, f. 17. nóv. 1995, b) Daníel Orri, f. 1. okt. 2002. Frá fyrra hjónabandi á Kristinn c) Hauk Sigurjón, f. 20. jan.1988, og d) Tinnu Björk, f. 19. jan. 1990, unn- usti hennar er Anton Kolbeinsson. 8) Guðmundur, f. 30. apríl 1963. Sigurgeir ólst upp í Árnessýslu fram yfir fermingu, en þá fluttist hann til Reykjavíkur með móður sinni. Sextán ára fór hann í vinnu á reiðhjólaverkstæði við að setja saman reiðhjól, sem keypt voru ósamsett frá útlöndum. Síðar gerði hann út nokkra leigubíla. Hann tók einkaflugmannspróf og stofnaði flugfélagið Vængi, ásamt tveimur félögum sínum, Sigga flug og Kalla. Þeir voru með útsýnisflug yfir Reykjavík og nágrenni. Upp úr miðri síðustu öld hóf Sigurgeir að stunda sjómennsku og útgerð. Hann gerði út þrjá báta í nokkra áratugi og rak fiskvinnslustöðina Dísaver við Gelgjutanga í Reykja- vík. Hann byggði íbúðarhúsið að Hrísateigi 14 árið 1943 og bjó þar til æviloka. Útför Sigurgeirs fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 24. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 13. 1974, sem er gift Arnari Unnarssyni, dóttir þeirra er Ísa- bella Lív f. 2004. Frá fyrra sambandi á Alda dótturina Elmu Rebekku Högnadótt- ur, f. 1997. 2) Sólveig, f. 20. nóv. 1954, gift Helga Þ. Jónssyni. Börn þeirra eru a) Ágústa, f. 22. des. 1984, b) Sæmundur Þór, f. 6. okt. 1986. Frá fyrra hjónabandi á Sólveig c) Sæmund Einar Þórarinsson, f. 11. jan. 1971, d. 21. maí 1983, og d) Brynju Berndsen Bjarkadóttur, f. 26. nóv. 1972, í sambúð með Kristni Sæ- valdssyni, dóttir þeirra er Tinna Kristín, f. 2007. Frá fyrra sambandi á Brynja soninn Dag Leó Hjart- arson, f. 1998. 3) Þuríður Erla, f. 16. feb.1956, gift Ágústi Eiríkssyni, sonur þeirra er a) Hjalti Geir, f. 25. jan. 1993. Frá fyrra hjónabandi á Erla b) Hákon Steinsson, f. 18. maí 1982, í sambúð með Klöru Sveins- dóttur. 4) Ingunn, f. 25. des.1957, dóttir hennar er Sonja Björk Blomsterberg, f. 11. apríl 1973, í sambúð með Jóni Péturssyni. Dóttir Sonju er Ingunn Rut Blomsterberg, f. 1992. 5) Svanhvít, f. 15. júlí 1959, dætur hennar eru a) Rósalind Han- sen, f. 12. maí 1978, sonur hennar Þá ertu farinn, pabbi minn, hefur kvatt þetta jarðlíf sem þér var svo annt um. Þú hefðir eflaust viljað ná að verða 100 ára, svo elskur varstu að lífinu. Ég mun sakna þín. Þú varst alltaf svo hress og kátur, bjartsýnn og jákvæður. Og aldrei langt í hláturinn hjá þér. Þú söngst mikið. Enda í karlakór á yngri ár- um. Þú elskaðir óperur og klassíska tónlist. Ég man frá bernsku minni tjald- ferðirnar sem við systkinin, þú og mamma fórum í. Það var oft glatt á hjalla í þessum ferðum. Ég kynntist sveitasælunni og spennandi ferða- lögum þar sem við krakkarnir lék- um okkur í náttúrunni og höfðum það gott. Við fórum oft í heimsóknir á sveitabæi sem tengdust vinum og fjölskyldu. Á Rauðsgili í Borgarfirði og að Húsafelli. Einnig á Baugs- staði í Flóanum og í Götu í Hruna- mannahreppi og fleiri bæi. Þú dásamaðir sjóinn og náttúr- una og fræddir okkur um landið, nöfnin á fuglunum og fjöllunum. Þú varst mikill náttúruunnandi og kunnir best við þig í sveitinni, enda alinn upp í sveit. Vinnusamur varstu og áorkaðir einnig ótrúlega miklu á þinni löngu starfsævi. Þú áttir stóra fjölskyldu, en lést samt draumana rætast. Fyrst og fremst varstu sjálfstæður og vildir vinna sjálfstætt. Fórst fljótt að vinna fyrir þér. Á reið- hjólaverkstæðinu Erninum á ung- lingsárum. Í vegavinnu á hestvagni í Flóanum og við mjólkurflutninga. Gerðir síðan út 7 leigubíla og varst með fólk í vinnu 26 ára gamall. Byggðir húsið á Hrísateig. Tókst einkaflugmannspróf 32 ára. Stofn- aðir flugfélagið Vængi með þremur vinum þínum og voruð þið með far- þegaflug til Akraness og útsýnis- flug yfir Reykjavík. Flugskýlið hjá Vængjum brann og var ekki tryggt. Þá tókstu pungapróf á 30 tonna bát og byrj- aðir í útgerð. Gerðir út 3 báta, Ás- dísi, Sædísi og Aldísi. Ég man þeg- ar ég var lítil stúlka og fékk að sigla með út á sundin blá í stuttan bátstúr. Síðan fengum við systkinin stundum að vera með út á bryggju á Granda. Jafnframt þessu varstu með fiskverkun á Gelgjutanganum þar sem þú áttir fiskvinnsluna Dísaver. Þar var verkun fyrir ferskan fisk, harðfisk og saltfisk. Með útflutning á harðfiski til Níg- eríu og saltfiski til Portúgal. Ég á margar góðar minningar frá bernsku minni þegar ég vann þar í harðfiskverkuninni ásamt systkin- unum. Á tímabili sigldirðu einnig með fólk í ferðir út í Viðey á bátn- um Ásdísi. Eftir að þú hættir í útgerðinni leigðir þú út húsnæðið sem lag- erhúsnæði. Skemman brann þegar þú varst kominn á sjötugsaldurinn. Það var visst áfall fyrir þig að missa skemmuna og lifibrauðið. En þá tókstu þig til og byggðir yfir tveggja hæða einbýlishúsið í Laug- arnesinu. Þú hafðir gaman af að smíða. Í ellinni varstu alltaf að dytta að húsinu, breyta og bæta. Göngu- og fjallaferðirnar urðu einnig margar á þínum efri árum. Þú og mamma voruð mjög gest- risin og margar veislurnar sem haldnar voru í Hrísalundi eins og þú kallaðir húsið þitt. Þar voru tíð- ar heimsóknir og alltaf opið hús fyrir skyldmennin, vini og aðra fjöl- skyldumeðlimi. Takk fyrir allar góðu stundirnar, pabbi minn. Hvíldu í friði. Þín Svanhvít. Hann afi var mér alltaf svo kær. Hann átti sér langa og viðburða- mikla ævi en ég kynntist honum ekkert að ráði fyrr en síðustu ár ævi hans. Um nírætt byrjaði hann að sýna meira skapandi hlið á sér og hóf að byggja úti í garði skýli fyrir vindinum. Hann kallaði þetta skýli „músaholur“. Líkt og hyggin mús á sér margar holur, átti hann afi sér sínar. Opin liggja bæði aust- an- og vestanmegin, eftir því hvern- ig vindurinn blæs. „Það er alltaf skjól hjá músunum þegar þær fara inn.“ Um leið og vindurinn breytti sér, færði hann sig í aðra holu til þess að geta notið sólarinnar. Ef holan gaf ekki nægilegt skjól, þá var hann neyddur til þess að bæta við skjólvegg. Þannig hélt þetta líf- ræna sól- og vindúr að vaxa eftir því sem árin liðu. „Maður fær stundum hugmyndir og það fer eftir því hvernig vind- urinn blæs. Vindurinn stjórnar mér, en ég get ekki stjórnað vind- inum.“ Á Hrísalundi, í holu hlýrri lofar hann vindinum að leiða hugann. Í sæludraumi umlukinn örmum sólar hann situr og nýtur sín. – Þetta er afi minn. Sæmundur Þór Helgason. Hann afi minn var hraustur mað- ur sem naut hverrar stundar, enda hafði hann gaman af lífinu. Hann sagði oft við mig þegar hann var kominn á tíræðisaldur: „Mikið er gaman að lifa núna“, hann ætlaði að verða 100 ára, en því miður náði lík- ami hans ekki þeim aldri. Hann hafði gaman af fallegum söngvum og vísum, hann var alltaf að fara með einhverjar vísur fyrir mann eða syngjandi eða flautandi einhver lög þegar ég kom í heimsókn á Hrísó. Hann lét sér ekki leiðast á daginn, hann var alltaf að dunda sér við eitthvað, inni í bílskúr að gera við rauða rúbbann sinn eða úti í garði í sólskininu að smíða eða mála. Einnig var hann mikill safn- ari, hann safnaði öllu mögulegu, ég man svo vel eftir gömlu Smjörva- dósunum sem hann geymdi skrúf- urnar og naglana sína í á verkstæð- inu sínu á háaloftinu. Þegar ég var lítil vorum við barnabörnin oft að stelast þarna inn og skoða verkfær- in hans. Okkur þótti svo gaman að fylgjast með því sem hann var að bralla. Hann var mikið náttúrubarn og útivistarmaður og gekk hann um fjöll og firnindi og var Úlfarsfellið í miklu uppáhaldi hjá honum. Eitt sinn gekk ég með honum upp með gilinu á Rauðsgili þar sem hann sagði mér stoltur frá skóginum sem hann var að rækta þar í bröttum gilsbökkunum. Síðast er við hitt- umst var mér svo kalt á höndunum, hann afi vildi ólmur hlýja mér og hélt fast um hendur mínar og söng fyrir mig. Hann vildi svo fara að dansa, en það varð að nægja honum að sveifla höndunum þar sem hann lá í rúminu. Alltaf jafn hress og kátur. Hann afi var alveg einstakur maður, mér þótti alltaf mjög vænt um hann og þegar ég minnist hans, þá sé ég hann brosandi, fullan af lífsgleði og heyri hans einstaka hlátur. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Ágústa. Elsku afi, ekki er hægt að segja annað en að þú hafir kunnað að njóta lífsins og fengið langan tíma til þess afi minn. Þú ætlaðir nú allt- af að verða 100 ára en 94 ár er líka góður tími. Ætli mínar fyrstu minningar um þig séu ekki þegar við Sonja feng- um að dröslast með þér í Laug- ardalslaugina, það er að segja ef við náðum að vakna nógu snemma. Það tókst nú oft þar sem þú byrjaðir að syngja hástöfum um leið og þú vaknaðir. Við frænkurnar vorum svo mættar skömmu síðar í morg- unsund með þér og þú varst greini- lega aðal-kallinn á svæðinu. Þekktir nánast alla, sólbrúnn og flottur, stakkst þér út í laugina og kafaðir næstum alveg yfir 50 m laugina. Við Sonja stóðum á sundlaugar- bakkanum og horfðum á eftir þér með galopinn munninn af undrun og biðum í örvæntingu eftir því að þú kæmir uppúr með höfuðið. Framvegis varð þetta fastur liður hjá okkur frænkum og við mældum alltaf hvað þú komst langt í hvert skipti. Það var líka svo gaman þegar við barnabörnin fórum með þér og ömmu á „Rúbbanum“ í Borgar- fjörðinn og þá var auðvitað sungið alla leiðina, allavega eftir að út- varpið datt út. Eitthvað varð að gera til að stytta sér stundir á leið- inni þar sem það tók þá um það bil fimm klukkustundir að keyra að Rauðsgili með reglulegum kaffi- stoppum og landslagsins notið. Þú þekktir hvern krók og kima, hæðir og hóla með nafni á leiðinni og að ég held um allt landið líka. Ég fór líka í margar útilegur með ykkur þegar ég var lítil og það var alltaf svo gaman. Amma var með Cocoa Puffs fyrir okkur krakkana og svo eldaði hún heimilismat á prímus án þess að það hefði nokkur áhrif á gæðin. Þá varstu nú ánægð- ur með hana Stínu þína, hún hugs- aði alltaf vel um þig hvar sem þið voruð. Ykkur fannst nú heldur ekk- ert stórvægilegt að bæta við nokkr- um krökkum við til að hafa ofan af fyrir í ferðalögunum, enda með margra ára reynslu í því. Ég kynntist þér svo enn betur þegar ég skrifaði félagsfræðiritgerð í framhaldsskóla sem fjallaði um afa minn og ömmu í iðnbyltingunni. Þá komst ég að því að þú hafðir starfað sem reiðhjólaviðgerðamað- ur, leigubílstjóri, flugmaður, verið eigandi í flugfélagi og svo útgerð- armaður til margra ára. Þarna sá ég þig í alveg nýju ljósi og þú mátt nú aldeilis vera sáttur við þennan glæsta starfsferil. Tónlist og söngur hljómuðu æv- inlega um húsið þegar þú varst heima og undir það síðasta var Út- varp Latibær ofarlega á vinsælda- listann, yngstu kynslóðinni til mik- illar ánægju. Ég man líka þegar Ísabella mín var tveggja ára þá leit- aði hún þig uppi af því að henni fannst svo rosalega gaman að syngja með þér gömlu góðu barna- lögin sem hún hafði lært í leikskól- anum. Og ekki má nú gleyma því hversu gaman það var að fylgjast með því hversu vel þú skemmtir þér í brúð- kaupsveislunni okkar Arnars fyrir fjórum árum. Það var svo gaman hjá þér að þú neitaðir að fara heim um leið og amma. Svo dansaðirðu frameftir kvöldi og sagðir þetta vera veislu aldarinnar. Sem hún var líklega, í það minnsta hjá þér á þessari öld. Takk fyrir að hafa verið afi minn. Alda Kristín Sigurðardóttir. Meira: mbl.is/minningar Sigurgeir Sigurdórsson ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS NIELSEN, Þverárseli 6, Reykjavík. Þórdís Andrésdóttir, Hildur Nielsen, Sigurður Sigurjónsson, Andrés Nielsen, Ásta Guðrún Jóhannsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR, Hlaðhamri. Kjartan Ólafsson, Jóhannes Kjartansson, Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Jón Kjartansson, Gyða Eyjólfsdóttir, Sigurður Kjartansson, Olivia Weaving og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐRÚNAR ÖNNU GUNNARSSON, Hraunbæ 103, Reykjavík, Bjarni Gunnar Sveinsson, Júlía Leví, Magnús Þorsteinsson, Kristín Sigurðardóttir, Sigurður Þorsteinsson, Aldís Gunnarsdóttir, Herdís Þorsteinsdóttir, Finnur Kristinsson, Anna Hedvig Þorsteinsdóttir, Gunnar Svavarsson, Ásmundur Sigvaldason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.