Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010
Sennilega er það ekkert annaðen einkennileg tilviljun að Jó-
hanna Sigurðardóttir skyldi svara
fyrirspurn Birgis Ármannssonar
um upplýsinga- og sannleiks-
skyldu ráðherra á sama degi og
hún svaraði fyrirspurn hans um
undirritun samkomulags um svo-
kallaðar Icesave-skuldbindingar í
júní 2009.
Með fyrr-nefndu fyr-
irspurninni leit-
aði Birgir svara
við því hvaða
reglur giltu um
upplýsinga- og
sannleiksskyldu
ráðherra gagn-
vart Alþingi,
hvaða viðurlög
væru við brotum
á slíkri skyldu og hvort ástæða
væri til að breyta þessum reglum.
Svör ráðherra voru að vonum loð-
in.
Síðarnefnda fyrirspurnin var til-raun til að fá ráðherra til að
svara fyrir um hver aðdragandi
undirritunar fjármálaráðherra
vegna Icesave-samkomulagsins
við Breta og Hollendinga hefði
verið. Ekki síst var reynt að fá
svar við því hvort ráðherrar
hefðu talið að samkomulagið nyti
stuðnings meirihluta Alþingis.
Svör forsætisráðherra, sér-staklega um síðastnefnda at-
riðið, voru í veigamiklum atriðum
röng. Öfugt við það sem lesa má
úr svarinu vissu ráðherrar fyr-
irfram að málið nyti ekki meiri-
hlutastuðnings og ólíkt því sem
segir í svarinu fór málið ekki í
gegn nema eftir miklar breyt-
ingar.
Ætli það mundi nokkuð hjálpaþó að reglur um sannleiks-
skyldu ráðherra væru skýrari
þegar brotaviljinn er jafn ein-
beittur og þarna birtist?
Jóhanna
Sigurðardóttir
Einbeittur brotavilji
Aðeins ein verslun af þrjátíu
reyndist með allar verðmerkingar
í lagi í könnun sem starfsmenn
Neytendastofu gerðu í stórversl-
unum með sérvöru á
höfuðborgarsvæðinu. Könnunin
var gerð dagana 26. maí til 9.
júní og kannaðar voru verðmerk-
ingar og hvort samræmi væri
milli þeirra og kassaverðs.
Hagkaup í Smáralind var eina
verslunin sem var með allar verð-
merkingar í lagi. Fjórar verslanir
fengu athugasemdir við yfir 25%
af þeim vörum sem skoðaðar
voru, Toys’r’us á Korputorgi,
Byko í Breidd, BT í Skeifunni og
Elko í Skeifunni.
Í könnuninni bar mest á að
vörur væru óverðmerktar, frekar
en að ósamræmi væri á milli
merkts verðs vöru og verðs á af-
greiðslukassa. Mikið hefur því
lagast varðandi samræmi á milli
verðmerkinga á vöru og verðs á
kassa frá því að síðasta könnun
var gerð í september 2009 .
Neytendastofa hvetur fólk til
að fylgjast vel með og skoða
kassastrimlana þegar greitt er.
Reynist misræmi í verðmerk-
ingum, t.d. á milli verðs á hillu-
brún og verðs í kassa, er al-
menna reglan sú að verslanir
eiga að selja vörur á því verði
sem hún er verðmerkt, líka þótt
um mistök sé að ræða.
Víða skortur á verðmerkingum
Dregið hefur úr ósamræmi milli
hilluverðs og verðs á afgreiðslukassa
Morgunblaðið/Arnaldur
Vöruúrval Verðmerking vöru á að
vera neytandanum sýnileg.
Albert Kemp
Fáskrúðsfjörður | Mikill vinna hefur
verið hjá Loðnuvinnslunni á Fá-
skrúðsfirði frá því að skip fyrirtæk-
isins Hoffell SU 80 hóf veiðar á mak-
ríl í byrjun júní. Skipið landað 1600
tonnum af makríl auk þess hefur
verið lítisháttar af síld sem meðafli.
Búið er að vinna 850 tonn í frost,
en fiskurinn er hausskorinn og slóg-
dreginn og síðan frystur. Tvær af-
skipanir hafa verið svo segja má að
afurðirnar fari utan jafnóðum. Mak-
ríllinn hefur verið mjög ferskur,
enda stutt að sækja á miðin.
Um 70 manns vinna hjá fyrirtæk-
inu að vinnslunni og hefur verið unn-
ið alla daga og fram undir miðnætti
flesta daga. Er þessi vinnsla mikil
lyftistöng fyrir bæinn.
Vinna makrílinn
fram til miðnættis
Morgunblaðið/Albert Kemp
Nóg að gera Makrílvinnsla hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.
Morgunblaðið/Albert Kemp
Makríll Er unninn á Fáskrúðsfirði.
m
bl
12
04
96
9
Enginn staður við Breiðafjörðinn getur státað af öðru eins
útsýni yfir eyjarnar og fjörðinn eins og Klofningsfjall á
Skarðsströnd. Hvergi á Íslandi eru meiri líkur á að sjá breitt
vænghaf hafarnarins en einmitt á þessu svæði. Enginn staður er
betri en Dagsverðarnesið til að hitta Dalamanninn Árna
Björnsson, þjóðháttafræðing og höfund næstu árbókar FÍ um
Dalina.
Komið með ÚT OG VESTUR í tveggja daga
gönguferð 3.-4. júlí.
Sjá ferðalýsingu á vef FÍ
Útsýni yfir
Breiðafjörðinn
í allri sinni dýrð
Klofningsfjall og
Dagverðarnes
www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533
Veður víða um heim 25.6., kl. 18.00
Reykjavík 12 rigning
Bolungarvík 12 skýjað
Akureyri 15 skýjað
Egilsstaðir 11 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 12 alskýjað
Nuuk 11 alskýjað
Þórshöfn 12 alskýjað
Ósló 20 skýjað
Kaupmannahöfn 19 léttskýjað
Stokkhólmur 22 léttskýjað
Helsinki 16 alskýjað
Lúxemborg 26 léttskýjað
Brussel 23 léttskýjað
Dublin 19 skýjað
Glasgow 21 léttskýjað
London 24 heiðskírt
París 28 heiðskírt
Amsterdam 23 léttskýjað
Hamborg 20 léttskýjað
Berlín 26 heiðskírt
Vín 23 skýjað
Moskva 30 heiðskírt
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 29 léttskýjað
Barcelona 23 heiðskírt
Mallorca 25 heiðskírt
Róm 27 léttskýjað
Aþena 23 skýjað
Winnipeg 22 léttskýjað
Montreal 20 alskýjað
New York 28 léttskýjað
Chicago 26 heiðskírt
Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
26. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:59 24:04
ÍSAFJÖRÐUR 1:36 25:36
SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19
DJÚPIVOGUR 2:14 23:48