Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Það er áhyggjuefni hvað við sitjum lengi uppi með þetta. Þetta er ekki eitthvað sem lagast á einhverjum vikum. Við erum að tala um ein- hver ár,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sér- fræðingur hjá Umhverfisstofnun, um hættuna á því að aska úr eldgosinu í Eyjafjallajökli haldi áfram að dreifast um byggðir með vind- um. Þorsteinn segir að því lengri tími sem líði frá gosinu því minni líkur séu þó á að askan fari af stað. Ennfremur að minni líkur séu á að það gerist þar sem er gróið land sem skýli öskunni en þar sem lítill eða enginn gróður sé. „Þetta hefur sést á túnum undir Eyjafjöllum þar sem er kannski þykkara öskulag en úti á Sólheima- sandi. Það fýkur meira af honum. Það er að- allega af þessu ógróna svæði sem maður hefur áhyggjur til einhverra ára,“ segir Þorsteinn. Fleiri öskudagar í Reykjavík? Aðspurður hvort búast megi við því að aska berist til höfuðborgarsvæðisins í miklum mæli eins og gerðist ekki alls fyrir löngu segir Þor- steinn ljóst að í því tilfelli hafi ekki verið um slæmt veður að ræða. Það hafi alls ekki verið hvasst fyrir austan þá. Ef það hins vegar gerð- ist gæti askan hæglega borist til borgarinnar. „Við höfum fengið miklu meiri vindstrengi undir Eyjafjöllum. Það hafa komið svona til- felli kannski einu sinni eða tvisvar á ári þar sem þurr austanátt hefur blásið upp af Land- eyjasandi og þá berst það akkúrat yfir Reykja- vík,“ segir Þorsteinn. Búast má við öskufjúki á næstu árum  Mest hætta á öskufoki af gróðurlitlum svæðum  Getur hæglega aftur borist til borgarinnar Hálendisvakt björgunarsveita Slysavarna- félagsins Lands- bjargar hóf störf í gær en þetta er fjórða árið sem hún er rekin. Fjórar sveitir verða ávallt staddar á hálend- inu meðan á vaktinni stendur, þ.e. frá 25. júní til 15. ágúst. Verkefnin eru helst að leiðbeina og aðstoða ferðamenn auk þess að sinna leit og björgun. Verkefnið er alfarið rekið með sjálfboðaliðum og taka 27 björg- unarsveitir þátt í hálendisgæslu í sumar. Verkefnum hefur fjölgað ár frá ári og til dæmis má nefna að ár- ið 2008 voru 367 aðstoðarbeiðnir skráðar en á síðasta ári ríflega níu hundruð. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er mest um aðstoð við ár og vöð en einnig nokkuð um að grennslast sé eftir ferðamönnum sem skila sér ekki á tilteknum tíma í skála og aðstoð við ferðamenn með bilaða bíla og sprungin dekk. Straumur ferðafólks á hálendið eykst ár frá ári, ávallt verða óhöpp og slys og árlega banaslys á fjöll- um. Því skipta skjót viðbrögð miklu máli. Fjórar sveitir ávallt staddar á hálendinu fyrir ferðamenn Vakt Aðstoð veitt ferðamanni í fyrra. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Um- hverfisstofnun, segir að askan sem gosið í Eyjafjallajökli skildi eftir sig sé almennt séð skárri en svifryk af völdum umferðar en lík- lega verri en sandfok. Bæði sé foksandur yf- irleitt aðeins grófari þannig að hann fer síður ofan í lungu fólks og einnig hafi sandurinn fokið fram og aftur um ógróin svæði árum og jafnvel áratugum saman og sé því orðinn mjög rúnnaður. Öskukornin eru hins vegar hvassari og beittari og festist því frekar. Lög- un korna sem þessara sem rata ofan í lungu manna skiptir að sögn Þorsteins heilmiklu máli varðandi það hvernig þeim gengur að losa sig við þau aftur. Lögun korna skiptir máli fyrir lungun GOSASKA SKÁRRI EN SVIFRYK AF VÖLDUM UMFERÐAR EN VERRI EN SANDFOK Oddhvöss Gosaska úr Eyjafjallajökli í rafeindasmásjá. Kópavogsbær fær einkunnina B með jákvæðum horfum hjá íslenska lánshæfismatsfyrirtækinu Reitun ehf. Í niðurstöðunni kemur fram að staða sveitarfélaga hafi almennt versnað í efnahagskreppunni og Kópavogur, sem sé eitt öflugasta sveitarfélag landsins, sé þar ekki undanskilinn. Mikil aukning í skuldastöðu í kjölfar efnahagshrunsins er meg- inástæða einkunnarinnar og góðar horfur á hratt batnandi skulda- stöðu í kjölfar bata í innlendum efnahagsmálum. „Ef það gerist, og ef áætlanir sveitarfélagsins ganga eftir, batnar matseinkunn,“ segir í mati Reitunar. Kópavogsbær fær einkunnina B með jákvæðum horfum Morgunblaðið/Kristinn Mat Bærinn fékk B í einkunn. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Almennar stjórnmálaumræður voru fjörugar í gærkvöldi á flokksráðs- fundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem var settur í gær. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður flokksins, hóf umræðurnar með hvatningarræðu til flokkssystk- ina sinna. Hann kvað tíma sinn í rík- isstjórn hafa verið ævintýralegan en um leið krefjandi. Hann sagði störf sín hafa gengið betur en hann þorði að vona og kvað atvinnuleysi hafa minnkað og þjóðarbúskapinn standa betur en spáð var. „Leiðin liggur inn í framtíðina en við erum í miðjum slagnum,“ sagði Steingrímur. „Þessu miðar öllu í rétta átt en margar brekkur eru eftir og þá sérstaklega ein,“ og vísaði þá til fjárlagagerðar fyrir árið 2011. Steingrímur kvaðst þá eiga þá draumsýn að geta í framtíðinni hugs- að til baka og sagt: „Já það tókst og það vorum við sem gerðum það,“ og bætti svo við: „Ég, fyrir einn mann, ætla ekki með það í gröfina á bakinu að þetta hafi mistekist. Allavega ekki svo að við sjálf höfum klúðrað þessu.“ Óánægja með ESB Töluverð óánægja kom fram í máli margra fundargesta um aðildarum- sókn Íslands að ESB. Bjarni Harðarson, fv. þingmaður Framsóknarflokksins, hóf ræðu sína á að þakka fyrir hlýjar viðtökur. „Mér var tekið ótrúlega vel, sem seg- ir meira um flokkinn en sjálfan mig,“ sagði Bjarni sem er einn flutnings- manna tillögu sem liggur nú fyrir flokksráðinu þess efnis að Vinstri grænir beiti sér fyrir því að ríkis- stjórnin dragi aðildarumsókn Ís- lands að ESB til baka en kosið verð- ur um tillöguna kl. 14 í dag. „Ég held að þetta sé mál sem við þurfum að ræða. Ég held að þetta mál sé þannig vaxið að við getum ekki bara sagt að við höfum samþykkt að fara þessa vegferð og bíða þess að þetta komi til endanlegrar atkvæðagreiðslu. Það hefur margt í forsendunum breyst,“ sagði Bjarni sem kvað 60-70% þjóð- arinnar vera á móti aðild. „Við sem höfum legið hvað mest í bókmennt- um um þennan leiðinlega klúbb suð- ur í Brussel vildum meina að það væri hægt að senda bara inn aðild- arumsókn. Það sem er í gangi núna er bara hreint aðlögunarferli,“ sagði Bjarni. Allt í rjúkandi rúst Snærós Sindradóttir hélt tilfinn- ingaþrungna ræðu um þá sundrung sem hún kvað ríkja í flokknum. „Hér í flokknum er allt í rjúkandi rúst. Frá stjórnarskiptum hefur ákveðinn hópur hér innan flokksins farið mik- inn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina. Fyrst um sinn hugsaði ég með mér að hér væri fólk sem vissi hvað það vildi. Djöfull sem mér skjátlaðist,“ sagði Snærós og bætti við að það væri skammarlegt að fullorðið fólk rifist eins og hundar og kettir. Þá kvað Snærós tortryggnina aldrei hafa verið meiri innan flokksins og taldi ákveðna klíku innan hans vera að rífa hann á hol. Þá tók Atli Gíslason til máls og bað fundargesti að slökkva ekki á farsím- um sínum. Hann tók fram að hann hefði verið beðinn að halda sérstaka samstöðuræðu. Hann bað alla að standa upp og hringja í styrktarlínu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur við góðar undirtektir fundargesta og steig svo úr pontu. Þorleifur Gunnlaugsson hélt ítar- lega tölu um málsatvik Magma energy-deilunnar í borgarstjórn. Þá lagði hann fram tvær tillögur. Sú fyrri er að ríkisstjórnin beiti öllum ráðum til að taka yfir Magma energy en sú seinni er þess efnis að sett verði lög til að tryggja eignarhald al- mennings á auðlindum Íslands. Tvívegis voru lagðar til hugmynd- ir um að öllu stjórnmálasamstarfi við Ísrael yrði slitið og í bæði skiptin tekið undir tillögurnar með lófataki. Árni Þór Sigurðsson var annar þeirra sem viðruðu þá hugmynd en hann fjallaði einnig um störf utanrík- ismálanefndar Alþingis. Hann árétt- aði að ályktun Vinstri grænna þess efnis að draga ætti aðildarumsókn Íslands að ESB til baka gæti orðið til þess að ríkisstjórnarsamstarfið rið- aði til falls. Róttækur og ögrandi flokkur Sóley Tómasdóttir fjallaði þá um stöðu sína í stuttu máli. „VG er rót- tækur og ögrandi flokkur. Auðvitað er ég stöðugt að læra og þroskast en ég held að það gagnist lítið að reka mig því það er nóg af róttæku og ögrandi fólki í þessum flokki,“ sagði Sóley sem kvað flokkinn ekki mega breyta stefnu sinni þótt hún væri óvinsæl. „Erum við ekki bara hug- sjónafólk sem stendur með þeirri stefnu sem við höfum mótað síðast- liðin tíu ár? Verðum við ekki að standa með þeirri stefnu, sama hversu vinsæl eða óvinsæl hún er,“ sagði Sóley og hvatti flokksmenn til að vinna saman. „Ég held að það skipti mjög miklu máli að nú förum við í það að skapa betri menningu innan flokksins svo við stöndum ekki hér gaggandi hvert á annað,“ sagði Sóley. Fjörugar umræður hjá VG  Tekist á um stefnumál Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á flokksráðsfundi Morgunblaðið/Kristinn Fara yfir gögn Margt fólk var á fundinum en hann stendur yfir nú um helgina á Grand Hótel. Morgunblaðið/Kristinn Hugsi Ásmundur Einar Daðason og Bjarni Harðarson ráða ráðum sínum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.