Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Niðurstaða sveitarstjórnarkosninga verður til umræðu á flokksstjórnar- fundi Samfylklingarinnar sem hefst kl. 10 í dag auk þess sem vinna um- bótanefndar Samfylkingarinnar verður kynnt. Fjórir málefnahópar starfa á fund- unum og eftir því sem segir í tilkynn- ingu til fjölmiðla þá er hugmyndin að almennar umræður snúist um niður- stöður úr starfi hópanna. Þrír fjalla um stöðu Samfylkingarinnar í sveit- arstjórnum, ríkisstjórn og innra starf og sá fjórði um viðbrögð við rannsóknarskýrslunni. Einhverjir flokksmenn munu vera ósáttir við að málefni sem hafa verið í brennidepli síðustu daga, eins og skuldamál heimilanna og aðild að Evrópusam- bandinu, fái ekki pláss á fundinum. Aðrir benda á að flokksstjórnarfund- ir séu ekki endilega vettvangur um- ræðna um „dægurmál“ heldur eigi að nýta þá til endurskoðunar á starfi flokksins og vinnubrögðum. Farið yfir viðbrögð flokksins við rannsóknarskýrslu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók óvænt til máls á síðasta flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar í apríl og sagði í tilfinningaþrunginni ræðu að sér fyndist hún hafa brugðist kjós- endum og flokksmönnum. Á þeim fundi var rannsóknar- skýrsla Alþingis nýkomin út og fund- urinn raunar settur á í tilefni af út- komu skýrslunnar. Umræður um rannsóknarskýrsluna þá féllu að nokkru í skuggann af ræðu fyrrver- andi formanns flokksins, að minnsta kosti út á við. Á fundinum í dag er ætlunin að ræða niðurstöðu skýrsl- unnar og flokksmenn sem blaðamað- ur hefur rætt við segja að þessi fund- ur sé líklegur til að snúast að einhverju leyti um það hvernig for- ysta flokksins hefur brugðist við skýrslunni og einnig verði styrkja- málin rædd. „Höfðingjar tala yfir skrílnum“ Jóhanna Sigurðardóttir, formaður og forsætisráðherra, ávarpar fund- inn og Dagur B. Eggertsson varafor- maður lýkur honum með því að ræða um næstu skref flokksins. Fimm til- lögur að ályktunum hafa borist skrif- stofu flokksins og verða lagðar fyrir fundinn. Flokksmaður sem blaðamaður tal- aði við sagðist ekki geta hugsað sér að sækja fundinn þar sem almennir flokksmenn hafi litla möguleika á að koma sínum skoðunum eða sinni gagnrýni á forystuna á framfæri. Til þess sé dagskráin of þétt. „Það lítur út fyrir að höfðingjarnir eigi þarna að fá tækifæri til að tala yfir skríln- um. Skríllinn fær svo örfáar mínútur til að tjá sig.“ Alls hafa 230 manns atkvæðisrétt, en rétt til að sitja fundinn og leggja fram tillögur hafa allir flokksmenn. Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu flokksins sækja jafnan milli tvö og þrjú hundruð manns flokksstjórn- arfundi. Morgunblaðið/Ómar Ræðir um verkefnin Jóhanna Sigurðardóttir ávarpar flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar laust eftir hádegi í dag. Umbætur og styrkir til umræðu hjá Samfylkingu  Almennir flokksmenn telja ekki næg tækifæri til að tjá gagnrýni á flokksstjórnarfundi 16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Á síðustu árum hafa Faxaflóahafnir sf. veitt viðurkenninguna Fjöru- steinn til fyrirtækja sem standa vel að umhverfismálum. Að þessu sinni var ákveðið að veita fyrirtækjunum Jóni Ásbjörnssyni hf. og Fisk- kaupum hf. þessa viðurkenningu. Í rökstuðningi Faxaflóahafna segir að allt umhverfi fyrirtækj- anna sé eins og best verður á kosið en ekki síður er viðurkenningin veitt fyrir þá áherslu sem lögð er á fullvinnslu sjávarafla og nýtingu þess hráefnis sem fyrirtækið vinnur úr. Það var fráfarandi formaður hafnarstjórnar, Júlíus Vífill Ingv- arsson, sem afhenti viðurkenn- inguna, en Jón Ásbjörnsson tók við henni fyrir hönd fyrirtækjanna. Viðurkenning Verðlaunin afhent. Fengu Fjörustein Jónsmessuhátíð Síldarminjasafns Íslands í Siglufirði hefst í dag, laug- ardag, kl. 13:30 í Gránu. Þar verður haldið málþing um bátavernd og endurheimt fornrar verkmenn- ingar. Málþingið er haldið í sam- vinnu Síldarminjasafns Íslands við Bátaverndarmiðstöð Norður- Nor- egs og Samband íslenskra sjóminja- safna. Meðal frummælenda eru margir helstu áhugamenn um bátavernd og smíði trébáta. Fundarstjóri verður Rósa Margrét Húnadóttir, safnvörður á Síldarminjasafninu. Í lok málþingsins verður sýnd heim- ildarmyndin „Súðbyrðingur“ eftir Ásdísi Thoroddsen. Málþing um báta og verkmenningu Íþróttahátíðin Goggi galvaski verður haldin á Varmárvelli í Mosfellsbæ nú um helgina í 21. sinn. Goggi gal- vaski er stórhá- tíð ungra frjáls- íþróttamanna og er eitt stærsta íþróttamót sem haldið er á landinu fyrir 14 ára og yngri. Á mótinu er keppt í frjáls- um íþróttum en margir íslenskir afreksmenn í frjálsum íþróttum hafa hafið feril sinn á þessu móti. Það verður þó ekki bara keppt í frjálsum íþróttum heldur verður líka hægt að fara í skrúðgöngur, skógrækt og sundlaugarpartí á mótinu. Íþróttahátíðin Goggi galvaski Niðurstaða kosninganna í maí er sam- fylkingarmönnum ofarlega í huga. Flokksmenn sem blaðamaður ræddi við sögðu Samfylkinguna og varaformann- inn Dag B. Eggertsson hafa „sloppið fyr- ir horn“ eftir afhroð í borginni með því að fara í meirihlutasamstarf við Besta flokk- inn. Flokksmenn séu þó almennt sáttir við samstarfið og það að komast í meirihluta í borginni hafi slegið á óánægjuraddir vegna slakrar útkomu í kosningunum. Telja flokksmenn að staða Dags hafi veikst til muna og einhverjum gremst að hann skuli vera „í farþegasætinu hjá Jóni Gnarr“, eins og einn viðmælandi orðaði það. Forysta flokksins hefur verið gagn- rýnd undanfarið og telja margir það há flokknum að enginn augljós forystumað- ur hefur komið fram sem gæti tekið við af Jóhönnu Sigurðardóttur. Þingmaður flokksins, Sigmundur Ernir Rún- arsson, sagði í fjölmiðlum á dögunum að það væri verkefni flokksins á næstu mánuðum að velja sér nýja forystu. Samkvæmt heimildum er ólíklegt að þau mál verði sérstaklega til umfjöllunar á fundinum, nema hugsanlega staða Dags. B Eggerts- sonar. Dagur á ákveðnum stalli Einn viðmælenda taldi ólíklegt að Dagur nyti nægs stuðnings til að leiða flokkinn. Annar benti á að Dag- ur ætti sér „heitari aðdáendur“ en margir aðrir stjórnmálamenn. Hann væri á ákveðnum stalli hjá stuðnings- mönnum sínum, en svo væri aftur spurning hvort þessi dyggi stuðn- ingshópur væri nægilega stór til þess að tryggja honum áframhaldandi stöðu í forystu flokksins. Samfylkingin „slapp fyrir horn“ í borginni Morgunblaðið/Ómar Dagur Sumir samflokksmenn hans telja stöðu hans hafa veikst. Fjórir sóttu um embætti hæsta- réttardómara en umsóknarfrestur rann út nýlega. Umsækjendur eru Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari, Sig- rún Guðmundsdóttir héraðsdóm- ari, Viðar Már Matthíasson, settur hæstaréttardómari, og Þorgeir Örlygsson, dómari við EFTA- dómstólinn í Lúxemborg. Skipað verður í embættið frá og með 1. ágúst 2010. Nýr dómari fyllir skarð Hjördísar Há- konardóttur sem lætur af störfum eftir fjögur ár í embætti. Þetta er fyrsta dómaraskipunin í Hæstarétt Íslands eftir að breytingar voru samþykktar á dómstólalögum ný- lega. Fjórir sækja um Úrslit sveitarstjórnarkosninga voru að mörgu leyti óhagstæð fyrir Samfylkinguna, einkum fylgistap í Reykjavík. Að loknum sveitarstjórnarkosningum sitja alls 42 fulltrúar í sveit- arstjórnum fyrir Samfylkinguna. Flokkurinn er í meirihluta í sex sveitarfélögum. Þrátt fyrir minna fylgi í þrem- ur stærstu sveitarfélögum lands- ins, Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, er Samfylkingin í meirihluta í öllum þessum sveitarfélögum. Æðsti yfirmaður sveitarfélaganna kemur þó ekki úr röðum Samfylkingar nema í Hafnarfirði. Lúðvík Geirsson sit- ur hálft kjörtímabil sem bæj- arstjóri fyrir Samfylkinguna en fulltrúi Vinstri grænna tekur þá við stólnum. Í Reykjavík myndar Samfylking meirihluta með Besta flokknum og í Kópavogi með Kópavogs- lista, VG og Næstbesta flokkn- um. Vonir höfðu verið bundnar við að Samfylkingin fengi bæj- arstjórasætið í Kópavogi en svo varð ekki því ákveðið var að ráða bæjarstjóra innan úr stjórnsýsl- unni. Samfylkingin er með hreinan meirihluta í Sandgerði og í meiri- hlutasamstarfi með Framsóknar- flokki og Sjálfstæðisflokki í Norðurþingi og með Framsókn og VG á Akranesi. Í þessum þremur sveitarfélögum er ópólitískur bæjarstjórinn ráðinn. Með hálfan bæjarstjóra í Hafnarfirði STAÐA SAMFYLKINGAR EFTIR SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.