Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 38
38 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Land og þjóð til sölu Það hefur spurst út í heim af lítilli þjóð, þar sem stjórnvöld eru óvitur, auðtrúa og sið- ferði ekki á háu stigi, allt er falt. Það er fylgst með því að þessi stjórnvöld rífast um hvar eigi að skera nið- ur, hvað skuli tekið af öryrkjum og öldruðum, engin framtíðarsýn, engin uppbygging. Nú skal nýta tæki- færið, ef ekki Magma, þá Ástralía og jú að sjálfsögðu Kínverjar, til hvers ann- ars þurfa þeir stórt húsnæði fyrir sendiherra? Maður semur ekki við Kínverja, svo einfalt er það. En þetta er bara byrjunin á ásókn út- lendinga í auðlindir okkar. Magma á eftir að vilja selja orkuna til útlanda. Viljið þið, stjórnvöld, ekki sýna þjóð- inni myndir frá Suður-Ameríku, hvernig land lítur út eftir gullleit? Gott fólk, við sitjum uppi með stjórnvöld, hættulega auðtrúa og sem virðast ekki bera virðingu fyrir landi og þjóð og hag þeirra fyrir brjósti. Nei, ég veit að miðað við það sem ég sé og heyri munum við verða þjóð sem missir sjálfstæðið yfir auðlindum sínum og landi. Þá fyrst verðum við fátæk, svo fátæk að ekki verður lengur hægt að hafa ofan af fyrir frístundaþjóðinni á Íslandi. Við eigum sjálf að nýta auðlindir okkar. Það er að vera sjálf- stæð þjóð. Það mætti til dæmis nota pen- ingana sem skilanefnd- ir bankanna fá í laun. Þar þykir sjálfsagt að þeir fái milljarða, mjög svo einkennilegt, já það eru aumar sálir og litlar. Stefanía Jónsdóttir, Sauðárkróki. Ég gekk á Þverártindsegg um dag- inn og mér til undrunar fann ég myndavél hátt í hlíðum fjallsins. Hún reyndist í fullkomnu lagi en mér hefur ekki tekist að hafa uppi á eigandanum. Eigandi getur vitjað um hana hjá Þór í síma 899- 5722 Ást er… … skin og skúrir. Velvakandi Ármann Þorgrímsson orti vís-ur undir lok sjötta áratug- arins þegar verið var að byggja stöðvarhús Steimgrímsstöðvar. Að beiðni Björns Ingólfssonar var hann fáanlegur til þess að rifja upp vísurnar og tildrög þeirra: „Þá tók Þingvallavatn upp á því að stytta sér leið niður í Úlf- ljótsvatn og rann þá um göngin sem búið var að grafa gegn um Dráttarhlíðina. Þetta var mikið vatnsfall og skolaði með út á vatnið kaffi- skúrunum okkar og kömrunum og ýmsu sem þarna var á bygg- ingarstað. Kamrarnir voru nú ekki það fyrsta sem lagfært var þegar um hægðist og fór fljótlega að bera á vondri lykt í og kringum stöðv- arhúsið. Yfirmaður á staðnum setti þá upp auglýsingu þar sem bannað var að kasta af sér vatni í stöðv- arhúsinu. Þetta var náttúrlega allt of mikil freisting svo starfs- menn settu upp aðra tilkynningu þar sem stóð: Finnst mér lífið dapurt, drengur, dreymir mig um fornar tíðir, má nú hvergi míga lengur margir gerast blöðrusíðir. En fögnum því sem fagna ber, flestir telja sannað að kúka megi hvar sem er því hvergi sé það bannað. Auglýsingin var tekin niður samdægurs.“ Vísnahorn pebl@mbl.is Af kamarsleysi og banni Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VEISTU HVAÐ VIÐ HÖFUM EKKI GERT LENGI? ÚÐAÐ Í OKKU BAKKELSI ÞANGAÐ TIL ÞAÐ LÍÐUR YFIR OKKUR! ÉG ÆTLA AÐ KAUPA KLEINUHRINGI OG SÍÐAN LÁTUM VIÐ ÞÁ HAFA ÞAÐ ÉG ELSKA ÞENNAN DRAUM ER ÞETTA EKKI GÓÐ ÁÆTLUN? ÉG SÉ EKKI BETUR ÉG HELD AÐ EF ÞEIR SENDA MÉR EINA FRÍA BELJU ÞÁ SÉ ÉG Í GÓÐUM MÁLUM ÉG SEL SÍÐAN BELJUNA FYRIR HÁLFA MILLJÓN OG NOTA PENINGINN TIL AÐ KAUPA MÉR FLEIRI BELJUR! ÉG ER AÐ SKRIFA BÆNDA- SAMTÖKUNUM HVAÐ VILTU FÁ Í AFMÆLISGJÖF Í ÁR? ÉG VEIT EKKI HVAR ÉG GET KEYPT ÞETTA MÉR ÞYKIR LEIÐINLEGT AÐ SEGJA ÞÉR ÞAÐ... EN ÞÚ ÞARFT AÐ LOSA ÞIG VIÐ AFRÓIÐ VILTU ÖRUGGLEGA VERA JÓLASVEINNINN? ÞAÐ ER SKÁRRA EN AÐ TÍNA RUSL ÚTI Á BÍLAPLANI MUNDU AÐ ÞAÐ EINA SEM ÞÚ ÞARFT AÐ GERA ER AÐ BROSA OG SPYRJA, „HVAÐ VILTU FÁ Í JÓLAGJÖF?“ TIL ÞESS ERUM VIÐ MEÐ ÖRYGGISÁLFANA PABBI HENNAR ÖDDU FÆR VINNU YFIR JÓLIN ERTU TILBÚINN? HVAÐ EF EINHVER ER MEÐ VESEN? NEMA KANNSKI EF ÞAÐ ER ARMBANDSÚR NEEIII!! MARÍA, ÞÚ ÆTTIR ALDREI AÐ HITTA FYRRVERANDI MANNINN ÞINN NÁLÆGT KLUKKU... Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.