Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 177. DAGUR ÁRSINS 2010 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Hið árlega Viðeyjarmót er haldið um helgina en fyrir mótinu stendur skátafélagið Landnemar. Mótið var sett á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag en 300-500 skátar eru á svæðinu og sá yngsti er átta ára gamall. Á mótinu í ár er brugðið út af hefðinni en krakkar úr útilífs- skólum höfuðborgarsvæðisins, sem halda sumarnámskeið á hverju sumri, gistu eina nótt með skát- unum. Tæplega 300 krakkar af sum- arnámskeiðunum héldu til Viðeyjar í útilegu á fimmtudag og komu í bæ- inn aftur seinnipart gærdags. Á mótinu er mikið um að vera og þétt dagskrá. Þrautabraut er á svæðinu fyrir skátana, kaffihús og margt fleira. „Við stundum útivist, það eru leikir og fjör, varðeldar og dansiball. Hið árlega bryggjuball er haldið þar sem harmónikkuleikari er fenginn til að spila fyrir krakkana og svo er diskó eftir það,“ segir Helgi Jónsson, verkefnastjóri Skáta- sambands Reykjavíkur. „Við eldum góðan mat og leikum okkur. Allt það sem okkur dettur í hug í útilegum,“ segir hann og bætir við að stemn- ingin í Viðey sé góð. Þema mótsins er frumbyggjar Tjaldborgin í Viðey er stór enda eru þátttakendur mótsins töluvert margir og settu skátarnir tjaldbúð- irnar upp sjálfir. Þema mótsins er frumbyggjar og með því er átt við að byrja á byrjunarreit, þ.e. upplifunin sem frumbyggi. Skátarnir reisa sjálfir trönubyggingar með spýtum úr trönum og spottum og fleiru. Viktoría Sigurðardóttir, dagskrár- stjóri mótsins, útskýrði hvernig fyr- irkomulaginu væri háttað: „Við höf- um sett upp dagskrárþorp og hvert þorp er með þema út af fyrir sig. Þorpin eru þrjú og byggist þemað í hverju þorpi út frá gömlum ætt- bálkum,“ segir Viktoría. Eitt þorpið byggist á vatnadagskrá, en þá er unnið í flekagerð. Í öðru þorpi er búið til didsjerídú, sem er hljóðfæri frumbyggja frá Ástralíu, og fleira föndur og í þriðja þorpinu er verið að stunda sig, sveifla sér í apa- rólu og fleira. Öll síðasta vika fór í að undirbúa og ferja út í eyju ýmsan búnað og mun næsta vika fara í það að koma öllu aftur til baka að sögn Helga. Skátar föndra sem frumbyggjar  Um 400 skátar á Viðeyjarmóti  Reisa trönubyggingar um helgina Morgunblaðið/Eggert Samvinna Mikið fjör er á Viðeyjarmóti skáta og á myndinni hjálpast krakkarnir að við að selflytja farangurinn eins og skátum einum er lagið. Í Viðey er mikið um að vera hjá skátum. Farið er í fjölbreytta leiki og er þrautabraut á svæð- inu. Skátarnir kveikja varðelda og reisa trönubyggingar auk þess að setja tjaldbúðirnar upp. Í kvöld verður hið ár- lega bryggjuball haldið og eflaust margir spennt- ir fyrir því. Viðeyjarmótið er árlegur viðburður Skátafélagsins Landnema og haldið í 51. skiptið í ár. Varðeldar og þrautabraut VIÐEYJARMÓT 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Gifti sig í gallabuxum 2. Byr sendir óbreytta greiðsluseðla 3. „Feginn að vera kominn heim“ 4. Portúgal með Brasilíumönnum …  Listamaðurinn Alistair Macintyre opnar Listasumar á Akureyri með sýningunni Dry Ice and Anti-Freeze í Ketilhúsinu í Grófargili. Á sýningunni getur að líta verk unnin úr ísblokkum og jarðlitaefnum. »40 Vinnur með ís og jarðlitaefni  Norræna prjóna- hátíðin Lykkjur, sem nú stendur yf- ir í Norræna hús- inu, hefur vakið talsverða athygli erlendis. Er m.a. fjallað um hátíðina á vefsíðunum daz- eddigital.com og coolhunting.com þar sem m.a. er vitnað í Brynhildi Pálsdóttur, einn forsvarsmanna Víkur Prjónsdóttur. Lykkjur samanstanda af sýningu og viðburðadagskrá, en viðfangsefnið er prjón og hekl. Prjón og hekl vekur athygli erlendis  Í tilefni nýrra hjúskaparlaga, sem taka gildi á morgun, efna Samtökin ’78 til Regnbogahátíðar með guðs- þjónustu í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar munu fjölmargir listamenn koma fram, en séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir samveru- stundina. Páll Óskar Hjálmtýs- son er einn þeirra sem munu taka lagið og hann segir tilefnið mjög ánægjulegt. »41 Hjúskaparlögum fagnað í Fríkirkjunni FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, víða 3-8 m/s, en 8-13 syðst. Víða léttskýjað NA-lands, en annars skýjað að mestu og stöku síðdegisskúrir V-til. Hiti 10 til 18 stig að deginum. Á sunnudag Norðaustlæg átt, 5-15 m/s. Skýjað S-lands og dálítil rigning við SA- ströndina, en annars bjartviðri. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast V- og NV-lands. Á mánudag NA 8-13 m/s við SA-ströndina og NV-lands. Lægir síðdegis. Dálítil rigning SA-lands, skýjað en þurrt að kalla við N-ströndina. Stöku síðdegisskúrir SV-lands. Tvö lið af Suðurlandi mættust í fyrsta skipti í efstu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. ÍBV vann þá Selfyssinga, 3:0, að viðstöddu fjölmenni í Vest- mannaeyjum en áhorfendur voru nokkuð á annað þúsund. Með sigr- inum eru Eyjamenn með tveggja stiga forystu í deildinni en aðrir leikir í níundu umferðinni fara fram á morgun. »4 ÍBV á toppnum eftir Suðurlandsslaginn Evrópumeistarar Spánar urðu síðastir, ásamt Chile- búum, til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í gærkvöldi. Spán- verjar leika við Portúgala og Chile mætir Brasilíu. Und- anúrslitin hefjast í dag með viðureign Úrúgvæ og Suður- Kóreu en slagur Englend- inga og Þjóðverja er stór- leikur helgarinnar. »1-3 Spánn og Chile síðustu lið áfram Enn einn leikmaðurinn er horfinn á braut frá handknattleiksliði Vals því í gær gerði Elvar Friðriksson, einn lyk- ilmanna þess, þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Lemvig. „Ég lít á þetta sem spennandi tæki- færi fyrir mig til þess að spila í einni sterkustu deild í heimi. Liðið hefur styrkt sig verulega og ég sé ekki fram á annað en að skemmtilegir tímar séu framundan,“ sagði Elvar við Morg- unblaðið. »1 Valsmenn missa Elvar til Danmerkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.