Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 ✝ GuðbrandurSveinsson fæddist í Borgarholti í Mikla- holtshreppi 28. maí 1920. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Lundi á Hellu 15. júní 2010. Foreldrar hans voru Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir, f. 14 september 1893 í Ólafsvík, d.22. apríl 1950 og Sveinn Þórð- arson, f. 25. ágúst 1893 í Álftártungu í Mýrasýslu, d. 27. desember 1979. Systkini Guðbrands eru: Ágústína, f. 1919, búsett í Reykjavík, Anna Sesselja, f. 1923, búsett í Reykjavík, Þórður, f. 1927, búsettur í Kópa- vogi, og Guðbjörg Elín, f. 1932, bú- 4 börn og 2 barnabörn. 3) Heiðrún Björk, f. 10.6. 1955, búsett í Vest- mannaeyjum, maki Kristján Ólafur Hilmarsson, f. 25.10. 1955, þau eiga 3 börn og 6 barnabörn. 4) Sigríður, fædd 11.1. 1958, búsett í Vest- mannaeyjum, maki Valtýr Georgsson, f. 19.4. 1956, þau eiga tvo syni. 5) Sveinn, f. 28.2. 1962, bú- settur í Unhól. Guðbrandur vann við öll almenn bústörf. Hann hafði mikinn áhuga á kartöflurækt sem þau hjónin stund- uðu og fylgdist með því fram á síð- asta dag. Hann sinnti vélgæslu í Frystihúsinu í Þykkvabæ, keyrði olíubíl og sá um dreifingu olíu á sveitabæina. Hann ók skólabíl að Hellu ásamt fleiri góðum mönnum. Hann starfaði líka við rafvirkjun bæði í Þykkvabænum og einnig hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli frá 1974 til 1990. Útför Guðbrands fer fram frá Þykkvabæjarkirkju í dag, 26. júní 2010, og hefst athöfnin kl 14. sett í Ólafsvík. Hinn 16. júní 1952 kvæntist Guðbrandur Sigurfinnu Pálm- arsdóttur frá Unhól í Þykkvabæ, f. 16. ágúst 1925. Foreldrar hennar voru Sigríður Sigurðardóttir, f. 17. mars 1901, d. 18. des- ember 1989 og Pálm- ar Jónsson, f. 9. júní 1899, d. 7. mars 1971. Börn Guðbrands og Sigurfinnu eru fimm: 1) Pálína Svanhvít, f. 21.11. 1951, búsett á Hvolsvelli, maki Birgir Óskarsson, f. 8.9. 1950. Þau eiga 3 börn og 9 barnabörn. 2) Pálmar Hörður, f.19.4. 1953, bú- settur á Unhól, maki Jóna Elísabet Sverrisdóttir, f. 16.3. 1955, þau eiga Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þín eiginkona, Sigurfinna Pálmarsdóttir. Einn veit ég valinn dreng, sem víst er laus við klandur. Og í þessum Þykkvabæ er þarfur maður, Brandur. (Auðunn Bragi Sveinsson 1970.) Faðir okkar og tengdafaðir er til moldar borinn í dag. Lífskrafturinn var ótrúlegur í hon- um, það sýndi hann í sínum veikind- um síðustu mánuðina. Aldrei heyrði maður hann kvarta þó sárþjáður væri. Hann var alveg með allt á hreinu fram í andlátið sitt. Þegar hann varð 90 ára, 28. maí sl., tók fjöl- skyldan hann heim í sveitina sína og áttum við öll góðan dag með honum ásamt systkinum hans, það gladdi hann mikið, annars var hann nú ekki mjög mikið fyrir veislur og mann- fagnaði yfirleitt, en hafði alltaf gam- an af því eftir á. Hann hafði gaman að hlusta á tónlist og þá var harmon- ikkutónlistin í mestu uppáhaldi. Að lokum viljum við kveðja hann með þessum línum En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna, góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín geta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfgan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Pálína, Pálmar, Heiðrún, Sigríður, Sveinn og makar. Í dag er til moldar borinn afi minn Guðbrandur Sveinsson. Afi lést hinn 15. júní sl. en hann hafði átt við van- heilsu að stríða undanfarna mánuði og dvaldi á Dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Lundi á Hellu er hann lést. Margs er að minnast. Minnist ég allra ferðanna í Þykkvabæinn, en afi og amma ráku þar félagsbú og kart- öflurækt til margra ára með syni sín- um og tengdadóttur. Það var svo gaman fyrir litla stelpu að fá að hjálpa til við heyskap, fara í fjósið, smala, taka upp kartöflur, fara í hænsnakofann auk ýmissa annarra verka er búrekstri tilheyrir. Minnist ég afa ætíð snyrtilegs í bláa vinnu- sloppnum sínum við öll þessi störf. Minnist ég þess hve gaman var að fá að njóta aðfangadagskvölda með afa og ömmu að Unhól. Afi vann mörg ár utan heimilis á Rafmagnsverkstæði Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli og minnist ég þess hve spennandi var að fá hann í hádegismat til okkar, fyrst í Norð- urgarðinn og síðan í Litlagerðið. Afi var mjög vinnusamur og vand- virkur maður, hann var snyrtimenni og bar heimili hans og ömmu þess ávallt merki hvert sem litið var, inn- andyra sem utan, vélar og bílar voru þar ekki undanskilin. Aldrei mátti hafa neitt fyrir afa þegar hann kom í heimsókn. Afi hafði yndi af harmón- ikutónlist. Afi blótaði svolítið og það var bara svolítið notalegt að heyra hann blóta fyrir um mánuði síðan, þegar ég heimsótti hann á Lund, þá vissi ég strax að hann væri með allt á hreinu í kollinum, og þannig var hann fram á hinstu stund. Afi kvartaði aldrei yfir vanheilsu mér vitanlega, utan einu sinni stuttu fyrir andlátið, en þá var hann líka langt leiddur af kvölum og verkjum. Það var ánægjulegt að koma að Unhól þann 28. maí sl. en þá varð afi 90 ára og yndislegt að heilsan leyfði að hann gæti verið heima í faðmi fjöl- skyldu þennan dag. Afi var aldrei mikið fyrir sviðsljós- ið, því vona ég að hann fyrirgefi mér að rita þessi fátæklegu orð að leið- arlokum. Ég bið að góður guð styrki ömmu sem misst hefur svo mikið, en í maí sl. missti hún bróður sinn, Kristjón, og svo nú afa. Minning þín lifir, elsku afi. Hvíldu í friði, Guðrún Ósk. Elsku afi okkar er látinn, okkur langar að minnast hans með fögrum ljóðum sem segja meira en mörg orð. Ég á eina minning, sem mér er kær: Í morgundýrð vafinn okkar bær og á stéttinni stendur hann hljóður, hann horfir til austurs þar ársól rís, nú er mín sveit eins og Paradís. Ó, hvað þú, Guð, ert góður. Ég á þessa minning, hún er mér kær. Og ennþá er vor og þekjan grær og ilmar á leiðinu lága. Ég veit að hjá honum er blítt og bjart og bærinn hans færður í vorsins skart í eilífðar himninum bláa. (Oddný Kristjánsdóttir) Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku hjartans afi okkar, við mun- um sárt sakna þín. Hvíldu í friði. Þín barnabörn Sigmar, Sverrir, Sigurfinna og Aldís Harpa. Hann afi er látinn eftir erfið veik- indi. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er afi í bláa vinnusloppnum sínum eitthvað að brasa í braggan- um, gera við vélar og bíla. Allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert af nákvæmni og einstakri vandvirkni og snyrtimennsku og ber heimili þeirra ömmu og afa þess merki, hvort sem það er innan eða utandyra. Það var alltaf gott að koma í Unhól til afa og ömmu og aðfangadagskvöldin þar eru mér ógleymanleg. Afi var róleg- ur og einstaklega blíður maður og vildi aldrei láta neitt fyrir sér hafa, hann blótaði stundum svolítið en það var nú bara skemmtilegt og oft á tíð- um bara pínu fyndið. Eftir að ég flutti á Eskifjörð fyrir nokkrum árum þá hitti ég afa og ömmu sjaldnar, en alltaf þegar haldið var suður þá fór ég með fjölskylduna í Þykkvabæinn. Í apríl sl. heimsótti ég afa á Lund. Þá var hann orðinn mjög veikur en hann kvartaði ekki, afi var bara þannig maður að hann kvartaði aldrei hvað sem á gekk, það sýndi hann í veikindum sínum. Elsku afi, mér finnst það forrétt- indi að hafa fengið að hafa þig í öll þessi ár og ég mun halda áfram að segja börnum mínum frá þér og ömmu. Elsku amma, ég bið guð um að styrkja þig og aðra ástvini í sorginni. Elsku afi, takk fyrir allt. Guðfinna Björk. Elsku langafi, okkur systkinin langar að kveðja þig með þessum fal- lega texta. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Góði guð, passaðu hana langömmu fyrir okkur. Elsku langafi, takk fyrir allt. Dagbjört Ósk, Hekla Björk og Sigurþór Már á Eskifirði. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefir þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga ) Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt, guð geymi þig. Sveinbjörn Már, Árný Jóna og börn. Guðbrandur Sveinsson                          Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Minningarathöfn um ástkæra móður okkar, VIGDÍSI ÞORBJÖRNSDÓTTUR JANGER, sem andaðist í Connecticut í Bandaríkjunum 15. október 2009, og jarðsetning duftkers, fer fram frá Kapellunni í Fossvogi 28. júní kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórdís Janger Smith, Siv Janger Schultz. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR BLÖNDAL, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð Garðabæ föstudaginn 18. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 28. júní kl. 13.00. Jóhannes Blöndal, Maj Britt Pálsdóttir, Jósep Blöndal, Hedvig Krane, Gunnar Blöndal, Margrét Magnúsdóttir, Guðmundur Blöndal, Guðrún Blöndal, Theodór Sigurðsson, Lárus L. Blöndal, Soffía Ófeigsdóttir, Anna Bryndís Blöndal, Jón Ásgeir Blöndal, Lárus St. Blöndal Jónasson, Íris Dröfn Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær frænka okkar, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Sléttuvegi 11, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi 10. júní. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju 28. júní kl. 13.00. Jón Jósefsson, Anna Guðrún Jósefsdóttir, Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir, Jón Ingvar Ragnarsson, Guðmundur Ragnarsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.