Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 11
Brún eða hvít? Victoria Beckham og Julianne Moore hafa ekki svipaðan húðlit. til að láta efnið þorna. Síðan mátti ég fara í fötin aftur. Erla hafði ráðlagt mér að vera ekki í mjög þröngum fötum og að bíða með að fara í brjóstahaldarann eftir sprey, ástkær hvít skyrta var á bannlistanum. Þegar ég heyrði í henni daginn áður hafði hún ráðlagt mér að skrúbba húð- ina vel fyrir brúnkutímann og bera ekki á mig neitt krem á eftir, hvorki á lík- ama né andlit því það get- ur hrint litnum frá húð- inni. Það sást ekkert á mér svona strax eftir spreyið, kannski helst að ég glansaði aðeins. Mér leið samt eins og ég væri með þunna filmu á húð- inni og væri smá klístr- uð en var samt stöm. Lyktin fór mest í taug- arnar á mér, ekki að hún væri stæk heldur var þetta bara hefð- bundin brúnkukrems- lykt. Íslendingar sjúkir í brúnku Fyrir þessa ferð var það eina sem mér datt í hug þegar brúnkuklefi barst í tal þáttur í Friends sjónvarpsþáttaserí- unni þar sem Ross fer í slíkt fyrirbæri, gleymir að snúa sér við í klefanum og verður hrikalega brúnn að framan. Erla hjá Airbrush sagði ekkert slíkt hafa gerst hjá þeim enda væri þetta of einfalt til að klúðra því. Hún bætti þó við að nánast allir sem koma í fyrsta skipti í brúnkuklefa töluðu um þennan Friends þátt. Að sögn Erlu er alltaf jafn vinsælt að vera brúnn. „Ójá Ís- lendingar vilja vera brúnir,“ sagði hún með áherslu þegar ég spurði hana út í vinsældir klef- ans. Ólíkt þessum Íslendingum hef ég litla löngun til að vera með brúnan húðlit. Ég er rauðhærð og ég er hvít. Mér finnst fínt að vera útitekin en gervileg brúnka minna eft- irsóknarverð og því bar ég smá kvíða- hnút í maga yfir hvernig útkoman yrði tíu tímum eftir ferð mína í klefann. Tíu tímum síðar Þegar ég vaknaði daginn eftir brúnkuklefaferðina, var ég spennt að sjá hversu mikið ég hefði dökknað yfir nóttina. Aug- ljóst var strax að ég var ekki lengur samlit skjannahvítum rúmfötum mínum. Ég var samt engin amma nýkomin frá Spáni með permanent og bleikt nagla- lakk. Ég var bara svona gullin, hunangsgljáð og nokkuð eðlileg. Einum samstarfsmanni mínum fannst ég þó heldur gul. Brúnkan hafði dreifst vel, það var aðeins á örfáum ómerkilegum stöðu sem hún hafði hlaupið í dekkri bletti. Hendurnar, bakið, bringan og leggirnir komu best út að mínu mati. En fannst mér ég asnaleg þar sem ég stóð með hárnet í einnota g-strengs nærbuxum inni í brúnkuklefa? Já, það fannst mér, en sagði ekki ein- hver vitur maður að leiðin að fegurðinni væri asnaleg. Það þarf að ganga í gegnum ýmsar þrautir til að skinka sig smá upp. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á leið í brúnku Með hárnet eins og notað er í matvælaiðnaði og einnota g-strengs nærbuxur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Útsalan hefst mánudaginn 28. júní 30-40% afsláttur v/Laugalæk • sími 553 3755 Daglegt líf 11 Langar þig að komast á hvítar strendur, í sól, sjó og hita, en ert kominn með leiða á Benedorm? Á vefsíðu Guardian má finna lista yfir tíu bestu strendur í heimi að mati blaðamannsins Gavins McOwan. Það sem gerir þær svo sérstakar margar hverjar að sögn McOwens er ein- angrun þeirra auk fegurðar. 1. Las Islas Cies í Galicia á Spáni. Fá- menn strönd miðað við fjölmennið sem yfirleitt er á ströndum Spánar. Til að komast til Las Islas Cies þarf að fara í 40 mínútna bátsferð frá bænum Baiona. Las Islas Cies er þjóðgarður og aðeins opin fyrir al- menning yfir sumartímann. 2. Tayrona-þjóðgarðurinn í Kólumbíu. Klettar og ólgandi sjór. 3. Porto da Barra, Salvador í Brasilíu. Lifandi strönd og frábær staðsetn- ing. 4. Hvar sem er á Palawan á Filipps- eyjum. Exótískt og suðrænt 5. Nungwi á Zanzibar í Tansaníu. Á eyjunni Zanzibar eru um þrjátíu strendur sem eru allar frábærar, sú besta er samt Nugwi á norðurodda eyjunnar. 6. Arambol, Goa, Indlandi. 7. Whitehaven, Whitsunday Islands, Queensland, Ástralíu. 8. Shell Beach, Isle of Purbeck, Dorset, Bretlandi. 9. Sinclair’s Bay, Caithness, Skotlandi. 10. Aroa, Aitutaki, One Foot Island, Cook-eyjar í Suður-Kyrrahafi. Ferðalög Las Islas Cies Frá bestu strönd í heimi að mati blaðamanns Guardian. Tíu bestu strendur í heimi Blásarasveitin Randers Pigegarde frá Randers, vinabæ Akureyrar í Dan- mörku, verður á Akureyri dagana 26. júní til 3. júlí. Sveitina skipa þrjátíu stúlkur á aldrinum 12 til 25 ára. Hljómsveitin kemur oft fram í Randers þar sem hún spilar og mars- erar en hún hefur einnig ferðast og haldið tónleika víða erlendis. Hljóm- sveitin kemur fram fimm sinnum meðan á Akureyrardvölinni stendur. Hún spilar á eftirfarandi stöðum á Akureyri og er fólk eindregið hvatt til að mæta á einhvern þessara staða og njóta tónleikanna – það er enginn að- gangseyrir.  Sunnudagurinn 27. júní: Kl. 14.30 – 15.30 á Eimskips- bryggjunni. Kl. 16 – 17 við Minjasafnið.  Þriðjudagurinn 29. júní: Kl. 16 – 17 á sundlaugarbakkanum við Sundlaug Akureyrar.  Fimmtudagur 1. júlí Kl. 14.- 15 á Dvalarheimilinu Hlíð.  Föstudagur 2. júlí Kl. 15 – 16: Lokatónleikar á Ráð- hústorgi. Tónlist Blásarar Þessi föngulegi hópur marserar um Akureyri næstu daga. Þrjátíu stúlkna blásarasveit í heimsókn á Akureyri Á Guardian er einnig að finna lista yfir tíu bestu strendur í Evrópu og þar eru á lista: 1. Cala d’en Serra, Ibiza 2. The Curonian Spit, Litháen 3. Caños de Meca, Spáni 4. Barleycove, County Cork, Írlandi 5. Cap Ferret, Frakklandi 6. Scopello, Sikileyjum 7. Three Cliffs Bay, Gower, Wales 8. Sopot, Pólandi 9. Egremni, Lefkada, Grikk- landi 10. Warnemünde, Þýskalandi Tíu bestu í Evrópu AÐRAR TÍU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.