Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 39
Menning 39FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Myndlistarkonan Daphne Todd vann til hinna virtu BP Portrait- verðlauna í Bretlandi í vikunni fyrir málverk af móður sinni en að verð- launum fékk hún 25 þúsund pund. Málverkið hefði ef til vill ekki þótt svo merkilegt nema fyrir þær sakir að móðir hennar er látin á myndinni. Todd, sem er 63 ára og elsti hand- hafi þessara verðlauna, segist ítrek- að hafa reynt að mála mynd af móð- ur sinni en móðir hennar hafi aldrei verið ánægð með myndirnar. „Hún sagði að ég ætti bara að mála hana þegar hún væri dauð sem ég og gerði.“ Todd fékk að sitja í þrjá daga yfir líki móður sinnar til að mála og segir að hún hafi ákveðið að sækja um verðlaunin ári síðar. „Bróðir minn var afar mótfallinn þessari ákvörðun og hefur ekki talað við mig síðan.“ Myndin var afhjúpuð í gær og bjóst listakonan við því að einhverjir yrðu hneykslaðir. „Það er alltaf skrítið að sjá myndir af látnu fólki en persónu- lega finnst mér hún líta frábærlega út.“ Todd Málaði móður sína látna. Mynd af látinni móður BP Portrait-verðlaun til Daphne Todd 1.200 sögufrægar ljósmyndir voru boðnar upp í New York í vikunni. Myndirnar eru hluti af þrotabúi Polaroid og boðnar upp svo hægt væri að greiða kröfuhöfum. Alls seldust verk á uppboðinu fyrir 12,4 milljónir dala, tæpa 1,6 milljarða króna, sem er mun hærri fjárhæð en reiknað hafði verið með. Á uppboðinu voru myndir eftir heimsfræga listamenn og ljós- myndara sem margir hverjir voru ósáttir við uppboðið, enda telja þeir að Polaroid hafi einungis ver- ið með myndirnar að láni og þeim beri að skila til þeirra sem tóku þær. Hæsta verðið fékkst fyrir ljós- mynd landslagsljósmyndarans An- sels Adams, Clearing Winter Storm, Yosemite National Park eða 722.500 dalir. Um 400 myndir úr safninu eru eftir Adams. Denise Bethel, yfirmaður ljósmyndadeild- ar uppboðshússins, sagði að það teldist ágætt að boðnar væru upp ein til tvær stórar landslagsmyndir eftir Adams á fimm ára fresti en í þetta skipti voru þær um 30. Myndasafn Polaroid á 1,6 milljarða Í dag kl. 15:00 verður opnuð í Hafnarborg sýning á verkum listmálarans Eiríks Smith frá sjötta áratugnum. Á morgun kl. 15:00 verður síðan leiðsögn um sýninguna, sem fengið hef- ur heitið Formlegt aðhald, í umsjón Ólafar K. Sigurð- ardóttur sýningarstjóra og forstöðumanns Hafnarborgar og aðstoðarsýningarstjórans Heiðars Kára Rannverssonar. Á sýningunni eru verk frá árunum 1951-1957, fyrstu árunum eftir að Eiríkur sneri heim frá námi í Kaupmannahöfn og París. Þá var mikill umbrotatími í íslenskri myndlist og hann tók þátt í þeirri formbyltingu sem var að eiga sér stað. Myndlist Strangflatarverk Eiríks Smith Eiríkur Smith Dans- og sviðslistakonan Aude Busson býður uppá upplestur í Hjartagarðinum (hjá Hemma og Valda) í dag frá kl. 13:00 - 15:30. Hún hyggst lesa nokkur vinsæl verk úr íslenskum bókmenntum og áhorfendur eru líka hvattir til þess að koma með sínar uppá- haldsbækur. Hugmynd verksins er byggð á vexti þjóðern- ishyggju í Evrópu og því hvernig tungumál skilgreinir ákveðinn hóp sem þjóð, með umráðasvæði og landamæri. Aude Busson er frönsk og hefur verið hér á landi í fimm ár og unnið að dans- og sviðslist, sam- ið barnadansverk, stjórnað brúðum og leikið á sviði. Sviðslist Upplestur í Hjartagarðinum Aude Busson Næstkomandi sunnudag, 27. júní, verður Hulda Hlín Magnúsdóttir listfræðingur með leiðsögn um sýninguna Ónefnd kvikmyndaskot sem er ein þekktasta myndaröð bandarísku listakonunnar Cindy Sherman. Á sýningunni getur að líta 69 svarthvítar ljósmyndir af listakonunni sjálfri sem bregður sér í hlut- verk ímyndaðra kvikmynda- stjarna frá miðbiki síðustu aldar. Myndirnar eru teknar og unnar á tímabilinu 1977-1980 en þær skutu Sherman upp á stjörnuhimininn korn- ungri. Leiðsögnin hefst kl. 14:00 í Listasafni Ís- lands. Myndlist Leiðsögn á Kjarvalsstöðum Hulda Hlín Magnúsdóttir Tónleikaröðin Alþjóðlegt orgel- sumar í Hallgrímskirkju hófst fyrir stuttu, en nú færist aukinn þungi í tónleikahaldið. Um helgina verða þannig tvennir tónleikar þeirra Harðar Áskelssonar organista og Jessica Buzbee básúnuleikara í kirkjunni. Hörður Áskelsson hefur verið organisti og kantor Hallgrímskirkju allt frá því hann lauk framhaldsnámi í Düsseldorf í Þýskalandi árið 1982 og gegnt lykilhlutverki í uppbygg- ingu listalífs kirkjunnar. Hann stóð meðal annars að stofnun Listvina- félags Hallgrímskirkju en tónleika- röðin er á vegum þess. Jessica Buzbee nam básúnuleik í Svíþjóð, Frakklandi og Bandaríkj- unum og hefur hlotið fjölmörg verð- laun og viðurkenningar fyrir leik sinn. Hún er nú búsett hér á landi og starfar sem básúnuleikari við Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Laugardagstónleikar Jessicu og Harðar hefjast á sálmforleiknum Vakna, Síons verðir kalla eftir J.S. Bach. Síðan hljóma meðal annars verk úr Buxheimer orgelbókinni frá 15. öld og Morceau Symphonique eftir Guilmant. Á efnisskrá sunnu- dagsins bætast við verk eftir Gar- dner Read, J.S. Bach sem og verkið Signing eftir Huga Guðmundsson. Tónleikarnir á laugardag hefjast kl. 12:00, en kl. 17:00 á sunnudag. Upplýsingar um tónleika sumars- ins má finna á listvinafelag.is. Básúna og orgel  Tvennir tónleikar í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Eggert Tónleikaröð Hörður Áskelsson og Jessica Buzbee æfa í Hallgrímskirkju. Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Listabókin Karlynja kom út á dög- unum en hún er hugverk listamanns- ins Huldu Halldór. Hulda á að baki langan listaferil og hefur haldið yfir sautján myndlistarsýningar og lista- verkainnsetningar, til að mynda lista- verkagjörninginn 13 listaverk í 13 kirkjum landsins þar sem hún bjó til listaverk sem öll vísuðu í trúna á ólík- an hátt og setti upp í kirkjum víðs- vegar á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, en verkið tileinkaði hún minn- ingu þeirra er látist höfðu í umferð- inni. Hulda gefur sjálf út bókina sem inniheldur ljósmyndir af listgjörningi og er jafnframt sjálft listaverkið, því er um heildstæðan listaverkagjörn- ing að ræða. Hún segir að bókin og verknaðurinn sé ein heild. „Ég vinn með flesta listmiðla, ég hef lengi verið í málverkinu en listsköpunin kemur svo sjálfkrafa til mín og stundum veit maður ekki hvert listin tekur mann og svo verða til svona verk.“ Karlynj- an er bæði kvenkyns og karlkyns, hún er dýrsleg og hlaðin tilfinningum. „Ég skrifa ljóð á spegla sem hanga á Karlynjunni, ljóðin eru brot af mín- um tilfinningum. Spegilinn nota ég því ég velti því oft fyrir mér hvort það sé ekki ef til vill fortíðin sem maður sér þegar maður lítur í spegil, því maður er alltaf rétt kominn þegar maður er farinn og andartakið orðið að fortíð.“ Hver spegill hefur sinn stað í bók- inni og sýnir hugleiðingar sem í senn eru hluti af fortíðinni og lifa í núinu í listabókinni. Karlynjan stendur eftir án spegla í lok bókarinnar, hún hefur tjáð tilfinningar sínar. „Síðasti speg- illinn segir að sannleikurinn muni gjöra yður frjálsa. Þetta er ákveðið uppgjör og ég er að draga fram og gera upp tilfinningar frá ég var stelpa og hvernig mér leið að vilja vera mað- ur eða hestur. Ég er samkynhneigð og í verkinu segi ég frá ýmsu sem ég upplifði í sambandi við það.“ Ljósmyndirnar tóku Ljósmynda- stofan Nærmynd; Guðmundur Kr. Jóhannesson og Jóhannes Frank Jó- hannesson. Hulda Halldór annast út- gáfu bókarinnar að öllu leyti. Fortíðin í speglinum  Hulda Halldór gefur út ljósmynda- og ljóðabók  Bókin inniheldur ljós- myndir og er í senn sjálft listaverkið Ljósmynd/Ljósmyndastofan Nærmynd Tilfinningar Hulda Halldór skrifar ljóð á spegla sem hanga á Karlynjunni. Karlynja » Í bókinni Karlynju má finna um 30 ljósmyndir. » Í henni er einnig að finna um 15 ljóð eftir listakonuna sjálfa sem hún lætur Karlynjuna túlka. » Karlynjan tjáir tilfinningar sínar til lífsins og ástarinnar í gegnum spegil sem hún snýr við er hún hefur gert upp hverja tilfinningu. » Á endanum hefur hún sagt allan sannleikann og stendur eftir berskjölduð, tilbúin til að takast á við fleiri upplifanir. Við skulum átta okkur á því að mikil- menni eru ekkert alltaf góði karlinn heldur 42 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.