Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 10 Daglegt líf „Ójá Íslendingar vilja vera brúnir“ Það má ýmislegt á sig leggja til að reyna að líta betur út, meðal annars að troða sér inn í talandi brúnkuklefa í von um að ná í smá óíslenskan húðlit. Blaðamað- ur lét á brúnkuklefa reyna og komst að því að það er bara dálítið flott að vera hunangsgljáður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjúggíborg Blaðamaður kíkir út úr „geimstöðinni“. Á þessari heimasíðu vinkvennanna Áslaugar Ránar Einarsdóttur, eða Ásu, og Anitu Hafdísar Björnsdóttur er hægt að fylgjast með frábæru framtaki þessara ungu kvenna og flakki þeirra um heiminn, en þær seldu allar eigur sínar á síðasta ári og lögðu upp í tveggja ára ferðalag. Á ferðalaginu sem hófst í desem- ber hafa þær tekið flugið á svifvængj- um á hinum ólíkustu stöðum eins og Nepal, Indlandi, Taílandi og Malasíu. En ferðalagið hefur annan og meiri tilgang en þann einn að svífa um á vængjunum og kynnast ólíkum svæð- um í heiminum, því þær halda einnig úti verkefni sem kallast The Flying Effect, í samstarfi við UNIFEM á Ís- landi, til að vekja athygli á frels- ismálum kvenna um víða veröld. Á ferð sinni gefa þær konum tæki- færi til að ávarpa heiminn; í orðum, ljósmyndum, myndböndum, teikn- ingum eða hverju sem er til að koma skoðunum sínum um frelsi, hug- myndum og draumum á framfæri. Þær vilja sýna gott fordæmi með því að taka ákveðna áhættu sjálfar til að láta drauma sína rætast. Þær eru í stuttu hléi núna en leggja aftur í hann í nóvember og þá er stefnan tekin á Suður-Ameríku. Vefsíðan www.theflyingeffect.wordpress.com Ævintýr Ása og Aníta í Nepal við upphaf ferðarinnar, Himalayafjöllin í baksýn. Svífandi um heiminn fyrir konur Í kvöld er upplagt að skella sér í fjall- göngu, njóta tónlistar við varðeld á fjallstoppi og svamla svo um í Bláa lóninu á eftir. Lagt verður af stað kl. 20:30 frá Sundlaug Grindavíkur í hina árlegu Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn. Hljómsveitin Árstíðir mun gleðja göngugarpa með tónlist sinni við varðeld á fjallinu og spilar svo áfram til miðnættis í Bláa lóninu, en þar endar gangan. Enginn þátttökukostnaður er í gönguna og tilboðsverð í Bláa lónið. Sætaferðir frá BSÍ, Reykjavík, og frá SBK frá Reykjanesbæ. Endilega … … gangið á fjallið Þorbjörn Morgunblaðið/Golli Árstíðir Gunnar Már syngur. „Aðfaranótt laugardagsins verð ég að vinna sem plötusnúður á 800 bar á Selfossi, svo ég mun líklega sofa fram að hádegi á laugardeginum [í dag]. Ég ætla síðan að klára að undirbúa og pakka niður fyrir ferðalag sem ég er að fara í aðfaranótt miðvikudags- ins. Fyrst verð ég nokkra daga í Amsterdam, þaðan fer ég til Belgíu og svo til London. Ég mun síðan enda á tónlistarhátíðinni Oxegen á Írlandi. Undirbúningurinn felst í því að at- huga hvort ég sé ekki kominn með allt og forðast Facebook svo ég verði ekki öfundsjúkur út í alla vini mína sem eru að fara á Hróarskeldu. Ætli ég fari ekki líka í Vilbergsbakarí hér á Selfossi. Þeir eru alltaf að monta sig af ein- hverjum belg- ískum vöfflum og þar sem ég er að fara til Belgíu ætla ég að bera vöffl- urnar hjá þeim saman við þær í Belgíu. Um kvöldið er ég aftur að vinna á 800 bar en nú á barnum. Þetta er frekar hefð- bundinn laugardagur hjá mér því ég er yfirleitt að vinna sem plötu- snúður eða barþjónn á 800 bar um helgar. Ann- ars starfa ég hjá Selfossbæ í sumar við slátt.“ Sölvi Þór Hannesson framhaldsskólanemi og tónlistaráhugamaður Hvað ætlar þú að gera í dag? Undirbýr ferðalag sem endar á tónlistarhátíðinni Oxegen Tónlist Sölvi mun sjá Matthew Bellamy í Muse á Oxegen. Flestar konur hafa slitið sambandi eða verið sagt upp. Tímaritið Glamour gerði könnun meðal kvenna á því hvað telst eðlileg sam- bandsslitahegðun. – 80% kvennanna sögðust hafa reynt að hafa upp á fyrrverandi á netinu, 19% viðurkenndu að hafa orðið svolítið helteknar af því. – 54% viðurkenndu að þær létu sig dreyma um fyrrverandi í rúminu. – 64% urðu vinir þess sem þær sögðu upp. 46% hafa beðið fyrr- verandi um að vera vinur sinn á Facebook. – 15% kvenna hafa óvart kallað nýjan elskhuga nafni þess gamla, 2% í hita ástarleiksins. – 49% sögðu að kynlíf með fyrrverandi væri æsandi en samt mjög slæm hugmynd. Aðeins 6% þótti það í lagi. – 35% segjast enn geyma símanúmer fyrrverandi í farsímanum sínum. – 32% sögðu að þær væru enn ástfangnar af einum úr hópi sinna fyrrverandi. Sambönd 80% reyna að hafa upp á fyrrverandi á netinu Reuters Ástarknús 64% kvenna eiga fyrrverandi sem vin. Á Vísindavefnum segir að flest brúnkukrem innihaldi efnið dihy- droxyacetone (DHA), þau brúnku- krem verka þannig að DHA gengur í efnasamband við ákveðnar am- ínósýrur sem er að finna í ríkum mæli í efstu lögum húðarinnar. Við efnahvarfið myndast brún lit- arefni sem kölluð hafa verið „mel- anoidin“. Breytingar á lit húð- arinnar koma fyrst fram um 1 klukkustund eftir að efnið er borið á og ná hámarki eftir 8-24 klukku- stundir. Liturinn dofnar síðan og hverfur á 5-7 dögum. Lítið hefur verið gert af rann- sóknum til að meta öryggi DHA, enn sem komið er virðist þó ekk- ert benda til þess að efnið sé skaðlegt og er það því mikilvægur valkostur fyrir þá sem vilja hafa brúnan húðlit. DHA og amínósýrur AF VÍSINDAVEFNUM PRUFUTÍMINN Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hérna eru herlegheitin,“sagði Erla Björk Stef-ánsdóttir hjá Airbrushog Makeup gallery í Dalshrauni og leiddi mig bakatil í lít- ið herbergi. Þar stóð Mystic Tan brúnkuklefinn dálítið dularfullur. Ég hafði aldrei séð slíkt fyrirbæri áður og varð hálf feimin, átti ég að þora í þetta? „Þetta tekur bara tvær mínútur og liturinn kemur mjög jafnt og fal- lega út,“ sagði Erla og stappaði í mig stálinu. Tveir litir voru í boði og brúnkan á að koma smátt og smátt fram á líkamanum, næstu tíu til tólf tímana eftir spreyið, og á að duga í fimm til sjö daga. „Þeir sem vilja vera vel brúnir fara í tvöfaldan tíma. Það er alltaf brjálað að gera í þessu, sérstaklega á fimmtudögum og föstudögum áður en fólk fer á djammið. Þær sem eru að gifta sig koma mikið og svo var allt brjálað að gera yfir ferming- arnar,“ sagði Erla og útskýrði svo fyrir mér hvernig klefinn virkar. Voru það engin geimvísindi eins og ég hélt. Svo rétti hún mér hárnet og einnota g-strengs nærbuxur og ég fékk mér smá „tan“. Kaldur og kraftmikill Ég veit ekki hvernig er að vera í geimflaug en datt sú samlíking í hug þar sem ég stóð inni í brúnkuklef- anum. Enskumælandi rödd bauð mig velkomna og sagði mér ná- kvæmlega hvað ég átti að gera. Í gólfi klefans eru fjögur fótspor nr. 1, 2, 3 og 4. Fyrst átti að vera með hægri fót á nr. 1 og þann vinstri á nr. 3, síðan færa sig smátt og smátt hringinn að skipun raddarinnar í klefanum. Úðagusurnar komu fjór- um sinnum; tvisvar að framan, fyrst á ská á vinstri og svo á ská á hægri, og svo eins tvisvar á bakinu. Hönd- unum átti að halda aðeins frá lík- amanum. Úðinn byrjaði að neðan og færði sig upp. Hann var kaldur og kraft- mikill en mjög fíngerður og það var ekki eins og taumarnir væru að leka niður líkamann eða neitt slíkt, þetta dreifðist vel og var ekki blautt. Ekki var sérlega gott að anda þessum fína úða að sér. Dvölin í klefanum tók enga stund og eftir spreyið þakkaði klef- inn fyrir sig og ég beið í smá stund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.