Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 27
tæplega, unnu þeir með pabba að íbúðarhúsbyggingu heima. Það var algjör bylting að komast í þetta nýja hús, þetta var þeirra verk feðganna einna við hálf erfiðar að- stæður. Síðan líða árin og systkinin fara hvert í sína áttina eins og gengur. Alvara lífsins tekur við og síðan fjölskyldulífið og við hittumst sjaldnar. Og nú standa æskustöðv- arnar okkar í firðinum heima auð- ar. Ég veit að nú lítur hann heim að Fjarðarhorni en mamma og Dídí eru búnar að fagna honum í ríki Drottins. Kærar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu hans. Breiðifjörður byggðin mín bjart er yfir þínum vogum. Þegar sumarsólin skín sveipar haga gróðurlín. Dýrðlegt er í dölum þín að drekka líf í andasogum. Breiðifjörður byggðin mín bjart er yfir þínum vogum Hjartakæra bjarta byggð blómgist þú um aldaraðir. Elski þig af ást og dyggð eílífa þér sýni tryggð börnin þín í brosi og hryggð blessi sólargeisla faðir. Hjartakæra bjarta byggð blómgist þú um aldaraðir. (Andrés Gíslason) Elsku bróðir minn, Guð geymi þig, við sjáumst síðar. Guðmunda (Munda). Að fá þær fréttir að Guðlaugur væri dáinn var mér þungbært og fóru minningarnar á fleygiferð. Ég man fyrst eftir Guðlaugi þegar ég var barn á planinu í Melhaga. Í Melhaga hjá Guðlaugi og Ragn- heiði var ég nokkur sumur í fóstri og þar fann ég aldrei að ég væri fyrir þrátt fyrir að fyrirferðin á mér og masið hafði verið mikið og var því dvölin mér á allan hátt ánægjuleg. Ég fór með Guðlaugi margar ferðir í vörubílnum inn í vikur- gryfjur þar sem skóflugrafan beið eftir að vera hreyfð, ég beið ekki í vörubílnum, ég fékk að koma með í gröfuna og settist á minn stað í gluggann á meðan Guðlaugur mok- aði á bílinn. Þá var komið að því að koma vikrinum til viðskiptavina, stund- um fór ég ekki lengra en heim í Melhaga þar sem Ragnheiður tók við eftirlitinu á mér en stundum fór ég með Guðlaugi til Selfoss sem ég kallaði „Pulsureikara“ í þá daga því þar var stoppað og fengin pulsa með öllu en síðan var haldið áfram til Reykjavíkur eða bíllinn losaður á eða rétt hjá Selfossi og farið svo heim. Ég var svo lánsöm að fá að ferðast með þeim hjónum, þá var tjaldvagninn settur aftan í Ram- blerinn og lagt af stað, ekki man ég hvar áfangastaðirnir voru en man meira eftir svefnstaðnum mínum sem var hálfgerð „hilla“ í tjaldvagninum. Með Guðlaugi fékk ég að prófa og gera margt, þar á meðal að losa dekkjarærnar á vörubílnum og minningin er sú að þetta hafi ekki verið mikið mál. Þarna hefur Guð- laugur létt mér vinnuna og verið búinn að losa upp á rónum. Þetta lýsir honum því hann gerði margt til að hjálpa og létta fólki vinnuna og kenna börnunum störfin. Hann átti mjög auðvelt með að útfæra hugmyndir sem hann fékk eða aðr- ir létu hann fá, því hann var mjög handlaginn hvort sem um tré eða einhverskonar járn var um að ræða, búinn að gera við marga bíl- ana og rétta þá einnig og margt fleira. Hann var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða ef hann var beðinn, orðið nei man ég aldrei eft- ir að hann segði. Elsku Guðlaugur, minning þín lifir að eilífu. Ég þakka fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér á nýjum stað. Sigrúnu, Halla, Óla og fjölskyldu ykkar bið ég styrks og blessunar. Margrét Ásta Jónsdóttir. Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 ✝ Gunnar KnúturValdimarsson fæddist í Sælundi á Bíldudal 3. nóvember 1924. Hann andaðist á heimili sínu, Dalbraut 42, Bíldudal, 20. júní 2010. Foreldar hans vou Jónfríður Bjarnadótt- ir f. 2. janúar 1893, d. 22. nóvember 1971 og Valdimar Bjarnason f. 5. febrúar 1888, d. 29. ágúst 1956. Systk- ini Gunnars eru Bjarni Þórarinn f. 8. nóvember 1913, d. 2. júlí 1972, Óskar Theoder f. 20. desember 1916, d. 6. ágúst 2005. Ingólfur Kristinn f. 18. nóv- ember 1914, d. 22. desember 1986. Guðbjörg Fanney f. 6. apríl 1927. Svava Lilja f. 21. september 1929. Svavar Leo f. 16. apríl 1931, d. 12. desember 1931. Jenný Lind f. 9. ágúst 1932. Elsa Ester f. 1. júní 1936. Uppeldisbróðir Ingi Rafn f. 12. september 1944, d. 17. júní 2001. Gunnar kvæntist Vilborgu Krist- ínu Jónsdóttir f. 5. september 1953. Foreldar Vilborgar voru Guðrún Guðjónsdóttir f. 25. júlí 1900, d. 18. Sambýliskona hans er Ingveldur Björnsdóttir. 4) Þröstur Leó f. 23 apríl 1961, eiginkona hans er Helga Sveindís Helgadóttir. Dóttir þeirra er María f. 2005. Börn Þrastar með fyrverandi sambýliskonu, Írísi Guð- mundsdóttur, eru Pálína Margrét f 1993, Vilborg Kristín f. 1995, Guð- mundur Leó f. 1997 og Silja Lind f. 1982. Sambýlismaður hennar er Hafþór Bryndísarson. Dóttir þeirra er Vilborg Elín, f. 2009. Fósturbörn Þrastar eru Guðríður Hlín f. 1987 og Sólveig Magnea f. 1995. 5) Svan- ur Kolbeinn f. 27. febrúar 1964. Eiginkona hans er Jóna Sigurð- ardóttir f. 1970. Börn þeirra eru Ólafur Helgi f. 1990, Steinar Guðni f. 1991 og Kolbeinn Þór f. 1997. 6) Víkingur f. 30. desember 1966. Eig- inkona hans er Þórhildur Þórodds- dóttir f. 1971. Börn þeirra eru tví- burarnir Þóroddur og Þorkell f. 2004 og Alexandra Stella f. 2009. Börn Víkings frá fyrra sambandi: Arnór f. 1987, Víkingur Ingi f. 1994 og Lena Dís f. 2001. Sonur Arnórs er Ragnar f. 2009. Gunnar Knútur bjó og starfaði alla sína ævi á Bíldudal . Hann starfaði sem vörubílstjóri í mörg ár og var flugvallarvörður í yfir 25 ár. Hann tók þátt í margskonar fé- lagsstörfum, m.a. sem formaður Verkalýðsfélagsins Varnar á Bíldu- dal. Gunnar stundaði fjárbúskap alla sína ævi. Útför Gunnars fer fram frá Bíldudalskirkju í dag, 26. júní 2010, og hefst athöfnin kl 14. október 1967 og Jón Bjarni Ólafsson f. 1. júlí 1903, d. 29. maí 1987. Börn þeirra eru: 1) Jón Rúnar f. 22. febrúar 1954, eig- inkona hans er Nanna Sjöfn Pétursdóttir. Börn þeirra eru Anna Vilborg f. 1979, eig- inmaður hennar er Gísli Ægir Ágústsson. Börn þeirra eru Rún- ar Örn f. 1999, Nanna Dís f. 2005 og nýfædd dóttir. Lilja Rut f. 1981 Sambýlismaður hennar er Elf- ar Steinn Karlsson. Dóttir þeirra er Védís Eva f. 2009. 2) Fríða Björk f. 27. febrúar 1956, eiginmaður henn- ar er Aðalsteinn Gotttskálksson . Sonur þeirra er Gunnar Steinn f . 1983, sambýliskona hans er Sigríð- ur Elísa Eggertsdóttir. 3) Valdimar Smári f. 8. júlí 1958, eiginkona hans er Arna Guðmunds- dóttir f. 1961. Börn þeirra eru Auð- ur f. 1982, sambýlismaður hennar er Brynjar Bragason. Börn þeirra eru Katrín Sunna f. 2001, Frosti Björn f. 2005 og Ísabella Arna f. 2009. Gunnar Ingi f.1989. Sonur Valdimars er Árni Freyr f. 1979. Það var Þjóðhátíðarárið 1974 sem ég kom til Bíldudals í sumarafleys- ingu sem verkstjóri í frysihúsið. Þar kynntist ég Gunnari Valdimarssyni sem þá var vörubílstjóri sem alltaf var hægt að leita til. Örlögin réðu því síðan að ég tengd- ist fjölskyldunni þetta sama ár. Síðan hafa kynni mín af Gunnari verið mér mjög verðmæt. Aldrei hef ég séð Gunnar skipta skapi. Hann hefur allt- af verið mjög jákvæður og réttsýnn. Fljótlega var ég þess var að Gunnar var mikill fjölskyldumaður og var fjöl- syldan honum allt. Hann hafði unun af að leika við börn sín og síðar barna- börn. Oft sáust þau mörg í fanginu á honum í einu. Gunnar var mjög fróður og fylgdist vel með málefnum líðandi stundar. Hann var einnig sérstaklega fróður um gamlar sögur og sagnir. Hann hafði unun af því að segja frá og eru eftirminnilegar margar gamlar frá- sagnir og fróðleikur um menn og mál- efni. Eftirminnileg er fjölskylduferð að Sjöundá á Rauðasandi og frásögn Gunnars frá þeim atburðum sem þar áttu sér stað. Með Gunnari er farinn sögumaður af guðs náð. Þegar ég lít yfir farinn veg koma í hugann margar góðar minningar með þeim heiðurshjónum Boggu og Gunnari. Margar hafa verið ferðirnar vestur og þeirra heimsóknir suður, ferðalög hérlendis og síðast en ekki síst heimsókn þeirra hjóna ásamt Guggu systur Gunnars til okk- ar Fríðu þegar við bjuggum í Bret- landi. Við ferðuðumst vítt og breitt um Bretland og er þessi ferð mér mjög minnisstæð. Gunnar var mikill reglumaður en Það var oft stutt í strákinn í Gunnari og hann átti til að vera hnyttinn í til- svörum. Gunnar var mikil Bílddæl- ingur í sér og unni byggðarlagi sínu. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum og kom að atvinnurekstri, skemmt- anahaldi og verslun á staðnum svo dæmi sé tekið. Arnarfjörður átti hug hans allan. Hann var mjög veður- glöggur maður og gaman var að ræða við hann um þá hluti. Gunnar var einnig sauðfjárbóndi alla tíð og kind- urnar voru honum mikil lífsfylling. Hann nefndi allar kindur sínar með nafni og þekkti hann þær allar í sund- ur. Hin síðari ár var smalamennska árlegur viðburður sem öll fjölskyldan hlakkaði til. Það var oft mikið fjör og var Gunnar sannkallaður fjallkóngur og hljóp eins og unglingur upp til fjalla þar til fyrir rúmum fjórum ár- um þegar heilsan fór að gefa sig. Síðasta ár hefur verið Gunnari erf- itt heilsufarlega. Hann hefur af æðru- leysi tekist á við að mörg af þeim líf- færum sem gera líf okkar eðlilegt hafa gefið sig. Þrátt fyrir þetta var Gunnar alltaf jákvæður og sagðist alltaf hafa það gott þó svo hafi ekki verið. Honum var mikið kappsmál að fá kveðja heima í faðmi fjölskyldu sinnar. Síðustu dagana átti hann erf- itt með alla hreyfingu en lífskraftur- inn var mikill og allt fram á síðustu stund var stutt í brosið. Fjölskyldan átti með honum eftirminnilega stund þar sem hann fór yfir aldur gamalla húsa á Bíldudal kvöldið áður en hann lést. Söknuður fjölskyldunnar er mik- ill. Með Gunnari er farinn góður drengur. Hafðu þakkir fyrir allt. Blessuð sé minning Gunnars Valdi- marsonar. Þinn tengdasonur Aðalsteinn Gottskálksson. Ég sit í kvöldkyrrðinni og hugsa um tengdapabba sem fékk hægt and- lát í faðmi fjölskyldunnar. Hann unni fjölskyldunni, heimilinu og dalnum sínum af heilum hug. Minningarnar hrannast upp. Ég minnist þess þegar við kynntumst. Við Addý vinkona vorum að labba nið- ur Dalbrautina þegar við mætum Gunnari á vörubílnum. „Brostu til tengdó“ sagði Addý stríðnislega við mig og ég fór öll hjá mér, 16 ára stelp- an. Þetta var fyrir tæpum 40 árum þegar við Rúnar vorum að byrja að skjóta okkur saman. Ekki grunaði mig þá hversu mikilvægur hluti af lífi mínu Gunnar og Vilborg kona hans ættu eftir að verða. Gunnar var ákaf- lega góður tengdafaðir. Traustur og blíður og ávallt reiðubúinn að aðstoða á alla lund. Við vissum það alltaf að hann vildi allt fyrir okkur gera. Börn- in höfðu forgang í lífi þeirra hjóna. Það kom sér oft vel að vera tengda- dóttir Gunnars Valdimarssonar. Hann var skemmtileg blanda af hlé- drægum kjarnyrtum bónda og gáska- fullum stríðnispúka með frásagnar- gáfu. Hann hafði ákaflega gaman af því að spjalla um fréttir og málefni líð- andi stundar og hafði ákveðnar skoð- anir á öllum hlutum. Það hefur verið gott að vera ná- granni tengdaforeldra minna öll þessi ár, bæði fyrir okkur hjónin og ekki síður fyrir dætur okkar sem eru tengdar ömmu og afa uppfrá böndum væntumþykju og trausts. Þau hafa verið ómissandi í jólahaldinu í Sæl- undi og órúlega oft var það Gunnar sem fékk möndluna og leyndi því kím- inn á svipinn.Við erum stolt af því að vera hluti af Gunnsunum. Elsku Gunnar, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín verður sárt saknað. Nanna Sjöfn. Elsku afi, okkur systur langar að kveðja þig og þakka allar samveru- stundirnar og þá sérstaklega á jólun- um. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa haft þig uppfrá á okkar bernsku- árum. Manstu öll leikritin sem við lék- um fyrir ykkur ömmu og fengum að taka upp á stóru upptökuvélina þína. Manstu þegar þú hrúgaðir okkur barnabarnaskaranum aftur á pall svo við værum ekki fyrir í smalamennsk- unni? Við munum alltaf minnast þín og hláturs þíns þegar þú varst að stríða okkur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku afi, við söknum þín. Anna Vilborg og Lilja Rut. Gunnar Knútur Valdimarsson Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 8 Hafnarfirði, Sími: 571 0400 legsteinar@gmail.com ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, EINAR ÞÓRARINSSON fyrrverandi sjómaður, Stekkjargötu 25, Innri-Njarðvík, lést sunnudaginn 20. júní á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 29. júní kl. 14.00. Jarðsett verður í Innri-Njarðvíkurkirkjugarði. Ragnheiður Gestsdóttir, Sæunn Ásta Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Hrönn Einarsdóttir, Þórunn Drífa Deaton, Aldís Dröfn Einarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, FRÍÐA HELGADÓTTIR, Efstalandi 4, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn 22. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Magnús Gunnar Pálsson, Þóra J. Hólm, Bertha S. Pálsdóttir, Sigurður Pálsson, Hanna M. Baldvinsdóttir, Svavar Pálsson, Helgi Pálsson, Pálína Reynisdóttir, Málfríður Ágústa Pálsdóttir, Páll Garðar Pálsson og ömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.