Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 6. J Ú N Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  147. tölublað  98. árgangur  LJÓÐ Á SPEGLUM SEM HANGA Á KARLYNJU LÆKNIR OG LANDS- LIÐSMAÐUR PRUFUTÍMI Í TALANDI BRÚNKUKLEFA SUNNUDAGSMOGGINN HUNANGSGLJÁÐ INGVELDUR 10FORTÍÐIN Í SPEGLINUM 39 Skúli Á. Sigurðsson og Önundur Páll Ragnarsson Gengistryggð lán komu aldrei til at- hugunar hjá Fjármálaeftirlitinu frá því tekið var fyrir gengistryggingu ís- lensks lánsfjár með lögum og þar til dómar Hæstaréttar staðfestu í síð- ustu viku að slík trygging væri ólög- mæt. Þetta herma heimildir innan úr FME en ólögleg gengistrygging við- gekkst hér um átta ára skeið. Þrátt fyrir þetta voru og eru lög um eftirlitsskyldu FME ótvíræð og ákvæði vaxtalaga skýr um hvers kon- ar verðtrygging er heimil. Ónógar fjárveitingar, viðhorf þess ólögmæt og þau verða aðeins látin bera hina ofurlágu vexti sem eru á þeim í dag. „Þeir hafa auðvitað sett sig inn í þetta mál og hafa verulegar áhyggjur af því,“ segir Gylfi Magn- ússon efnahags- og viðskiptaráð- herra. Hann segir þó enga línu hafa komið frá AGS um viðbrögðin. Hann viti ekki hvort þetta hafi áhrif á þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar AGS. Svipuð svör fengust í Seðlabankanum í gær, enn væri of langt í hana og of margt gæti gerst í millitíðinni til að hægt væri að segja til um það. tíma til afskipta stjórnvalda af við- skiptalífinu og skortur á forgangsröð- un og áræði urðu til þess að eftirlitið náði ekki markmiði sínu. Óskýr mörk milli verksviða eftirlitsstofnana bættu heldur ekki úr skák. Í raun treysti Fjármálaeftirlitið lögfræðingum bankanna, á sínum tíma, til þess að meta lögmæti geng- istryggingarinnar án nokkurrar sjálf- stæðrar skoðunar. Áhyggjufullur gjaldeyrissjóður Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins gagnvart Íslandi hafa áhyggjur af afdrifum nýju bankanna, ef gengis- trygging krónulána dæmist almennt FME skoðaði aldrei gengislánin  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verulegar áhyggjur af bönkunum vegna afnáms gengistryggingar  Viðskiptaráðherra segir ekki sjálfgefið að eigendur nýju bankanna vilji setja nýtt eigið fé inn í þá MMyntkarfan týndist »2, 15 Afstaða Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum byggist á raunsæislegu mati á því hvað þjónar hagsmunum Íslendinga best til langs tíma. For- ysta í utanríkismálum felst í staðfastri afstöðu sem stenst dóm tímans. Þetta sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í setn- ingarræðu sinni og einnig að við núverandi að- stæður væri réttast að leggja umsókn að Evrópusambandinu til hliðar. »14 Morgunblaðið/Árni Sæberg Réttast að leggja umsókn að ESB til hliðar Borgarstjóra Reykjavíkur grunar að hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur sé óumflýjanleg á næst- unni. „Mig grunar að það þurfi að hækka gjaldskrána og það sé óum- flýjanlegt. Mér sýnist allar forsend- ur benda til að það sé eitthvað sem verður að grípa til,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri í kjölfar aðalfundar Orkuveitunnar, sem fram fór í gær. Jón kveðst hvorki vita hversu mik- ið þarf að hækka gjaldskrána né hve- nær hækkunin mun eiga sér stað. Orð hans ganga jafnframt og því sem næst gegn orðum nýkjörins stjórn- arformanns. Haraldur Flosi Tryggvason, for- maður stjórnar Orkuveitunnar, seg- ist ekki endilega vilja hækka gjald- skrána. „Ég vil ekki gera það að einhverri pólitík að þurfa endilega að fara í gjaldskrárhækkun. Við munum að sjálfsögðu leitast við að spara í rekstrinum,“ segir Haraldur. Hann bendir á að núna sé taprekstur á fé- laginu og það verði að leiðrétta. „Ef sú óþægilega staða er uppi að það þurfi að hækka gjaldskrá verð- um við bara að horfast í augu við það og takast á við það eins og menn. En það er ekki fyrirfram gefið.“ »9 Morgunblaðið/ÞÖK Hækkun í pípunum Útlit er fyrir að gjaldskrá Orkuveitunnar hækki. Grunar að gjaldskrár- hækkun sé óumflýjanleg Þegar eignir voru færðar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju var aldrei gert ráð fyrir að gengistrygging lána kynni að verða dæmd ólög- mæt af dómstólum. Það undir- strika ummæli Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra frá því í sept- ember 2009. Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi öllum þing- mönnum jafnframt bréf í sama mánuði, sama ár, þar sem hann varaði við því að engir fyrirvarar hefðu verið settir við því að færa gengistryggð lán yfir í nýju bank- ana án nokkurra fyrirvara. Geng- istryggð lán voru færð yfir í nýju bankana með talsverðum afslætti, sem virðist þó ekki veita bönk- unum borð fyrir báru, ef marka má ummæli embættismanna. »20 Eignir keyptar dýru verði FÆRSLA EIGNA FRÁ GÖMLU BÖNKUNUM YFIR Í NÝJU BANKANA Staða Dags B. Eggertssonar er tal- in hafa veikst í kjölfar slakrar út- komu Samfylking- arinnar í borgar- stjórnarkosning- unum. Ólafur Þ. Harðarson pró- fessor rýnir í nið- urstöður kosning- anna á flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar í dag. Samfylkingarmenn virðast telja að flokkurinn hafi aðeins „sloppið fyr- ir horn“ með því að ganga til sam- starfs við Besta flokkinn. Eftir standi að útkoman hafi verið slök og umræðu og endurbóta sé þörf. Starf umbótanefndar Samfylk- ingarinnar verður kynnt í fyrsta sinn á fundinum. »16 Ræða slaka útkomu Töluverðrar óánægju gætti við al- mennar stjórnmálaumræður á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi og beindist sérstaklega að aðildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu. Tillaga liggur fyrir fundinum þess efnis að Vinstri græn- ir beiti sér fyrir því að draga umsókn- ina til baka. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur flokksins, fór með hvatningarræðu og sagði leiðina liggja inn í framtíðina þó svo slagurinn stæði yfir. „Þessu miðar öllu í rétta átt en margar brekkur eru eftir og þá sérstaklega ein,“ sagði Steingrímur og vísaði til fjárlagagerðar næsta árs. »4 Óánægja með ESB Brúnaþungir Árni Þór Sigurðsson og Steingrímur J. Sigfússon. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir það áhyggjuefni hversu lengi aska úr eldgosinu í Eyja- fjallajökli mun halda áfram að dreifast um byggðir landsins með vindum. Að hans mati mun öskufjúkið verða viðvarandi í nokkur ár. Þorsteinn telur ennfremur að í vissum vindáttum geti askan hæg- lega borist í miklum mæli til Reykja- víkur. Hann telur þó öskuna skárri en svifryk af völdum umferðar en að öllum líkindum verri en sandfok. »4 Öskufok næstu árin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.