Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 37
Dagbók 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Sudoku Frumstig 7 3 2 8 6 2 9 4 7 1 4 9 6 4 1 2 6 1 3 7 9 2 3 4 8 1 1 2 4 4 6 4 3 8 5 6 2 2 7 4 6 8 5 5 4 6 3 7 2 2 8 1 9 6 3 2 4 2 8 7 4 8 5 9 1 4 5 3 7 1 5 6 1 4 3 7 4 7 1 3 5 8 2 6 9 9 2 5 6 7 1 3 8 4 3 6 8 9 4 2 1 7 5 5 1 2 4 6 7 9 3 8 7 4 3 8 1 9 5 2 6 6 8 9 2 3 5 4 1 7 8 3 6 5 2 4 7 9 1 2 5 7 1 9 6 8 4 3 1 9 4 7 8 3 6 5 2 3 2 6 1 8 5 4 7 9 5 7 9 2 6 4 8 1 3 1 4 8 3 9 7 2 5 6 9 5 1 7 2 8 3 6 4 7 6 4 5 3 9 1 2 8 2 8 3 6 4 1 5 9 7 8 3 2 9 5 6 7 4 1 4 9 7 8 1 2 6 3 5 6 1 5 4 7 3 9 8 2 1 4 3 6 5 7 9 2 8 8 5 2 9 4 1 3 6 7 7 6 9 8 2 3 4 1 5 2 8 4 5 3 9 1 7 6 5 9 1 7 6 8 2 4 3 3 7 6 4 1 2 5 8 9 4 2 5 3 8 6 7 9 1 6 1 7 2 9 5 8 3 4 9 3 8 1 7 4 6 5 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 26. júní, 177. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14,20.) Skiptir þú á milli stöðva í upphafiauglýsingahlés / í miðju auglýs- ingahléi / í lok upplýsingahlés?“ Þann- ig hljómaði spurning sem Capacent Gallup lagði fyrir Víkverja í vikunni. Víkverji þurfti að hugsa sig um áður en hann hakaði við „vil ekki svara“ því þótt hann myndi gjarnan vilja skipta á milli stöðva á meðan auglýsingar standa er það ekki í boði, því það er að- eins ein sjónvarpsstöð á heimilinu. Stöðvaflakk er því ekki valmöguleiki en Víkverji fannst hann gefa skakka mynd með því að segjast aldrei skipta um stöð í auglýsingahléi, því það mætti túlka sem svo að honum þættu auglýsingarnar alveg hreint ómissandi eða væri svo óskaplega hrifinn af Rík- issjónvarpinu að hann vildi alls ekki skipta. x x x Að sama skapi kemur það Víkverjaekki beinlínis á óvart að meiri- hluta vinsælustu dagskrárliða landsins sé að finna hjá Ríkissjónvarpinu eða að HM í fótbolta sé vinsælasti dag- skrárliður dagsins í dag. Á mörgum heimilum er ekki um neitt annað að velja, ekki einu sinni fréttir, því hver man hvenær þær eru sýndar þegar dagskráin er stokkuð svona upp? Ekki það að Víkverji ætli að slást í lið með grátkórnum yfir dagskrá sjónvarps- ins, HM er alls ekki slæm afþreying, til dæmis naut Víkverji þess mjög að sjá Ítölum bolað úr keppninni í vikunni og fagnaði Slóvökum mjög fyrir að vinna sigur á því leiðinlega liði. Að sama skapi finnst Víkverja stór- skemmtilegt að tvö sterkustu liðin af síðasta heimsmeistaramóti, Frakkar og Ítalir, skuli nú vera dottin út með skömm. Það er aldrei gaman þegar sömu lið eiga áskrift að sigrinum ár eftir ár. x x x Víkverja þykir þannig sjónvarpiðágætt til síns brúks en á voðalega erfitt með að skilja þegar slíku tæki er komið fyrir í hverju einasta herbergi heimilisins. Það hlýtur að vera voða- legt áreiti, sjálfum finnst Víkverja oft gott að slökkva á öllum rafmagns- tækjum heimilisins, taka þau jafnvel úr sambandi og helst ísskápinn líka, og hlusta á þögnina. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 skrugga, 4 manna, 7 dulin gremja, 8 gefur upp sakir, 9 beita, 11 numið, 13 viðbjóður, 14 eignarjarðar, 15 nöf, 17 þróttar, 20 ambátt, 22 fiskur, 23 bál, 24 stjórn- ar, 25 fleinn. Lóðrétt | 1 óskýrt tal, 2 ótti, 3 ræktaðra landa, 4 snjór, 5 sveigjanleg, 6 undin, 10 týna, 12 frí- stund, 13 reykja, 15 auð- sveipur, 16 látin, 18 ól, 19 beiskan, 20 skordýr, 21 klæðleysi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 goðheimur, 8 kubba, 9 mamma, 10 fáu, 11 peð- in, 13 rella, 15 ókind, 18 snæða, 21 róm, 22 kalla, 23 efl- ir, 24 snögglega. Lóðrétt: 2 ofboð, 3 hrafn, 4 ilmur, 5 urmul, 6 skip, 7 taða, 12 inn, 14 enn, 15 óska, 16 iglan, 17 draug, 18 smell, 19 ærleg, 20 arra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. Rf3 Bg7 5. O-O O-O 6. b3 d6 7. Bb2 e5 8. dxe5 Rg4 9. Ra3 Rxe5 10. Rxe5 dxe5 11. Dxd8 Hxd8 12. Rb5 Ra6 13. Had1 He8 14. Bd5+ Kh8 15. Bf7 Hf8 16. Ba3 c5 17. Bc4 Bf6 18. Rd6 Rb4 19. c3 Rxa2 20. Bxc5 b6 21. Ba3 Rxc3 22. Hc1 e4 23. Rb5 Rxb5 24. Bxf8 Bd7 25. Bb4 a5 26. Bd2 Rd4 27. Bc3 Bc6 28. Hfd1 Hd8 29. e3 Rf3+ 30. Kg2 Hf8 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurvegari mótsins, Hjörvar Steinn Grétarsson (2394), hafði hvítt gegn Nicholas Tavoularis (2130) frá Grikklandi. 31. Hd8! og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Fyrsta spilið. Norður ♠K632 ♥ÁKD72 ♦-- ♣Á952 Vestur Austur ♠D1075 ♠-- ♥5 ♥G1043 ♦KDG10872 ♦963 ♣4 ♣KD10763 Suður ♠ÁG984 ♥986 ♦Á54 ♣G8 Suður spilar 6♠. Ísland mætti Ítalíu í upphafsleik EM og strax í fyrsta spili dró til tíðinda. Í lokaða salnum tóku Ítalir 300-kall í 5♦ dobluðum. Á hinu borðinu höfðu Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson stærri drauma. Þar fékk Jón tækifæri til að beita „exclusion“ ásaspurningu, en um þá sagnvenju hefur Eddie Kant- ar skrifað lærðar ritgerðir með fögrum dæmum. Jón vakti í norður á sterku laufi og Lauria skaut inn 1♥ á fjórlit- inn. Þorlákur sagði 1♠ og Versace í vestur 2♦. Nú var allt til reiðu og Jón tók heljarstökk í 5♦ til að spyrja um lykilspil utan við tígulinn. Þorlákur stakk ♦Á í vasann og sýndi bara eitt lykilspil með 5♠. Jón reyndi við sjö, sagði 5G, en Þorlákur aftók slíkt með öllu og varð síðan að játa sig sigraðan í 6♠, enda legan ekkert venjuleg. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Dómgreindin er ekki upp á sitt besta núna. Atburðir verða að gerast þegar þér þóknast, annars ertu ekki með. (20. apríl - 20. maí)  Naut Rífðu upp stemninguna í kringum þig, líka hvað varðar líkama þinn, föt, heimili og bíl. Gættu þess að vera ekki of smámunasamur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það gengur ekki að að drottna einn yfir öllu, þegar um samstarf við aðra er að ræða. Þú hefur látið heillast af nýrri persónu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Láttu ekki verkefni safnast fyrir á skrifborði þínu óleyst. Dagurinn er kjör- inn til að taka ákvarðanir varðandi sam- eiginlegt eignarhald. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Líttu það jákvæðum augum og ræddu málin við vini þína. Nauðsynlegt er að kynnast nýju fólki og öðrum skoð- unum en þú ert vanur. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Upplagt að stunda viðskipti við aðra í dag, ekki síst ef þú þarft að reiða þig á tekjur þeirra. Leggðu staðreyndir á borðið eins og þær blasa við þér. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Samskipti nútímans eru nær öll í tækninni. Til þess að ná árangri þarftu að vera raunsæ/r og gera þér glögga grein fyrir því hvað er mögulegt og hvað ekki. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Græskulaust gaman er þér að skapi og það er sjálfsagt að lífga upp á tilveruna með þeim hætti. Breyttu við- horfi þínu til erfiðrar aðstöðu í samband- inu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Besta leiðin til þess að höndla strauma augnabliksins er að vera dugleg- ur í vinnunni. En peningar eru ekki allt og þú þarft líka að huga að öðrum hlutum áður en það er of seint. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Fólk er æst í að eiga við þig samskipti. Tímasetning skiptir sköpum. Gefðu þér tíma til að greiða úr flækjunni og þá leysast allir hlutir auðveldlega. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér munu berast ýmsar upp- lýsingar um líf forfeðra þinna. Um þessar mundir ættir þú að einbeita þér að heim- ilinu og fjölskyldunni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú nýtur þess að iðka svolitla heilaleikfimi í dag, þótt ekki sé með form- legum hætti. Þú hefur verið kraftmikill, jákvæður og bjartsýnn upp á síðkastið. Stjörnuspá 26. júní 1928 Boranir hófust eftir heitu vatni í Laugardal í Reykjavík. Þetta var upphaf Hitaveit- unnar. 26. júní 1930 Alþingishátíðin á Þingvöllum var sett. Hún var haldin til að minnast þúsund ára afmælis Alþingis og stóð í þrjá daga. Um þrjátíu þúsund manns sóttu hátíðina. „Er það víst að síðan land byggðist hefur aldrei jafn margt fólk verið saman komið á einum stað og á Þingvöllum nú,“ sagði í Morgunblaðinu. 26. júní 1949 Þuríðarbúð á Stokkseyri var vígð eftir að Stokkseyringa- félagið í Reykjavík hafði látið endurreisa sjóbúðina í minn- ingu Þuríðar Einarsdóttur (f. 1777, d. 1863). Þuríður hóf sjó- sókn 11 ára gömul og var for- maður á áttæringi í áratugi. Hún átti þátt í að upplýsa Kambsránið. 26. júní 1992 Kjaradómur kvað upp úrskurð um hækkun launa æðstu emb- ættismanna ríkisins. Úrskurð- inum var harðlega mótmælt og rúmri viku síðar voru sett bráðabirgðalög til að breyta forsendum dómsins. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Hreyfing heldur manni auðvitað við og er nauð- synleg, ekki síst fyrir aldraða,“ segir Rannveig Sigurðardóttir, fyrrverandi handmenntakennari, sem verður 90 ára í dag. Hún stýrir sundleikfimi eldri borgara í Sundlaug Kópavogs í tvö skipti af þremur á viku, auk þess að stunda leikfimi fyrir aldraða á vegum Digraneskirkju á veturna. „Ég er búin að stunda sundleikfimi í mörg ár og datt svo inn í starfið óvænt vegna forfalla og festist óvart í þessu, en ég er enginn sund- eða leikfimikennari.“ Hún leggur mikið upp úr hreyfingu og kveðst reyna að borða hollan mat og fjölbreyttan til við- bótar henni. Rannveig kenndi handmennt við Gagnfræðaskóla verk- náms, sem síðar varð Ármúlaskóli, en lét af kennslu árið 1983. Hún býr enn í einbýlishúsi að Skólatröð í Kópavogi, sem hún og maður hennar byggðu árið 1953, en hann er nú látinn. Auk leikfimi og sunds hefur Rannveig verið í kórastarfi og syngur með Ekko-kórnum, sem er kór kennara á eftirlaunum í Kópavogi. Rannveig segist ekki ætla að gera mikið úr afmælinu og vill ekki halda stóra veislu en ætlar að gleðjast með fjölskyldu og nánustu vinum. ingibjorgrosa@mbl.is Rannveig Sigurðardóttir 90 ára í dag Gleðst með fjölskyldunni Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Finnland Lóa Tuulianna fæddist 26. apríl kl. 22.56. Hún vó 3,670 g og var 51 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Eeva-Kaisa Suho- nen og Ellert Smári Krist- bergsson. Akureyri Teitur Nolsöe fæddist 5. júní kl. 13.25. Hann vó 3.975 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Elin Nolsöe Grethardsdóttir og Bald- ur Helgi Benjamínsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.