Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 40
Blásarasveitin Randers Pigegarde,
sem skipuð er 30 stúlkum á aldrinum
12 til 25 ára, verður stödd á Ak-
ureyri næstu daga og heldur fimm
tónleika í bænum. Fyrstu tónleikarn-
ir verða á morgun kl. 14:30 á Eim-
skipsbryggjunni og síðan við Minja-
safnið á Akureyri kl. 16:00. Síðan
spila þær á sundlaugarbakkanum við
Sundlaug Akureyrar á þriðjudag kl.
16:00, á dvalarheimilinu Hlíð á
fimmtudag kl. 14:00 og síðan verða
lokatónleikar stúlknanna á Ráðhús-
torgi á föstudag kl. 15:00.
Randers Pigegarde var stofnuð
1973 í Randers, en alla jafna eru fé-
lagar í sveitinni 40-50. Sveitin heldur
um 30 tónleika á ári og hefur farið
víða um heim, meðal annars leikið í
Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Frakk-
landi, á Spáni, í Sviss, Austurríki, á
Ítalíu og í Rússlandi. Hún hefyr einn-
ig komið oft fram í útvarpi og sjón-
varpi.
Gestir Blásarasveitin Randers Pigegarde sem heldur fimm tónleika á Akureyri næstu daga.
Stúlknasveit í heimsókn á Akureyri
40 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Sýning Macintyre, sem kallast Dry
Ice and Anti-Freeze, er sú fyrsta
sem hann setur upp í höfuðstað
Norðurlands en verkin má nálgast í
Ketilhúsinu í Grófargili. Verk Mac-
intyre eru unnin úr ísblokkum og
járnlitarefnum og „liggja einhvers-
staðar á mörkum höggmynda- og
teiknilistar,“ eins og fram kemur í
sýningarskrá. Efni þau sem Mac-
intyre vinnur með „ …smám saman
bráðna ofan á pappírinn,“ segir þar
jafnframt. „Við bráðnunina falla út
efni sem minna helst á jarðvegs-
leifar eða steingervinga mótaða af
tíma og þyngdarafli. Ryðlituð í
mörgum blæbrigðum, en sumstaðar
svört og sumstaðar blá.“
Brot af því besta
Macintyre segir í samtali við
blaðamann að sýningarrýmið hafi
gefið honum tækifæri á því að setja
upp einslags yfirlitssýningu hvað
þessi verk varðar.
„Þetta er svona brot af því besta,
frá síðastliðnum tíu árum,“ segir
hann.
„Salurinn hérna er mjög flottur
og hentar mjög vel undir þessi
verk. Það er ákveðinn „díalógur“ í
gangi á milli rýmis og verka. Það
er líka forvitnilegt fyrir mig sjálfan
að sjá verkin svona samankomin.
Maður er að greina ákveðna þróun,
ákveðið munstur sem blasti
kannski ekki við manni áður.“
Macintyre var staddur í Sviss ár-
ið 1988 þegar hann fór fyrst að
þreifa fyrir sér með þessari tækni.
„Svo kom ég til Íslands og það
var á sérstaklega köldum vetri,
1995 var það, sem ég hóf að koma
þessum munstrum yfir á papp-
írsform.“
Sótti um ríkisborgararétt
Macintyre, sem er búsettur hér-
lendis, hélt sína fyrstu einkasýn-
ingu hér á landi í Listasafni Kópa-
vogs, Gerðarsafni, árið 1996. Síðan
þá hefur hann haldið sýningar víða
á höfuðborgarsvæðinu. Macintyre
nam í Cardiff, Helsinki og Celten-
ham og er jafnframt með gráðu í
landslagsarkitektúr. Macintyre,
sem er skoskur, hefur í seinni tíð
bundist landinu æ sterkari bönd-
um, hann á íslenska konu og dag-
inn eftir að Gordon Brown setti
hryðjuverkalögin á Íslendinga sótti
hann um íslenskan ríkisborgara-
rétt!
Morgunblaðið/Jim Smart
Ísi lagður Alistair Macintyre framan við eitt verka sinna. Myndin var tekin
er Macintyre sýndi í Grafík Galleríi í Hafnarhúsinu árið 2000.
Óður til íssins
Alistair Macintyre opnar Lista-
sumar á Akureyri Vinnur með ís
og jarðlitaefni í verkum sínum
Hópur frá Borgarleikhúsinu er nú staddur í Wiesbaden í
Þýskalandi og hyggst flytja verkið Góðir Íslendingar í
kvöld og annað kvöld á hinni virtu leiklistarhátíð Neue
Stücke aus Europa. Ekki er nema þrjátíu verkum frá allri
Evrópu boðið á hátíðina ár hvert.
Góðir Íslendingar er ádeila á íslenskt samfélag og
hvernig við glímum við afleiðingar efnahagshrunsins úr
smiðju þeirra Halls Ingólfssonar, Jóns Páls Eyjólfssonar
og Jóns Atla Jónassonar.
Hátíðin Neue Stücke aus Europa, eða Ný leikrit frá
Evrópu, er ein virtasta alþjóðlega leiklistarhátíð heims og
einbeitir hún sér einvörðungu að nútímaleikritum. Í
fyrstu var hátíðin haldin í Bonn í Þýskalandi en síðustu ár
hefur hún verið í borgunum Wiesbaden og Mainz. Öll leik-
rit hátíðarinnar eru flutt á móðurmáli viðkomandi sýn-
ingar og þýdd jafnóðum á þýsku. Í tengslum við hátíðina
fara fram ráðstefnur og málþing af ýmsu tagi.Ádeila Úr leikverkinu Góðir Íslendingar.
Góðir Íslendingar
í Wiesbaden
Grasrótarhátíðin Listasumar á
Akureyri er nú haldin í 18. sinn.
Markmið hátíðarinnar er meðal
annars að skapa vettvang fyrir
fjölbreytilega lista- og menn-
ingarviðburði sem gefa lista-
mönnum tækifæri til að koma
sköpun sinni á framfæri, jafnt
þrautreyndum sem og þeim
sem eru að stíga sín fyrstu
skref. Hátíðin var sett í Kjarna-
skógi núliðinn miðvikudag og
henni lýkur í endaðan ágúst.
www.listagil.akureyri.is
Listasumar
á Akureyri
Ísþrykk Eitt af verkum Macintyre.
Það færist í vöxt að leik- og óp-
eruhús sýni beint frá uppfærslum
og er víða svo komið að tekjur af
þeim beinu útsendingum skaga upp
í tekjur af almennum sýningum.
Þessar uppfærslur eru jafnan sýnd-
ar í kvikmyndahúsum þar sem
áheyrendur eru nánast eins og
staddir í leikhúsinu eða óperunni og
ein slík verður í Kringlubíói á
mánudaginn þegar sýnt verður frá
uppfærslu National Theatre í Lund-
únum á gamanleiknum London
Assurance með Simon Russell
Beale og Fiona Shaw í aðal-
hlutverkum.
Sýningar á London Assurance,
sem er eftir írska leikskáldið Dion
Boucicault, hófust í mars síðast-
liðnum og hafa gengið vel, svo vel
reyndar að nánast ómögulegt er að
fá miða nema með miklum fyrirvara
að sögn Eliza Reid, formanns Engl-
ish Speaking Union á Íslandi, ESU,
en það er samtök enskumælandi
fólks sem starfa víða um heim. „Það
má segja að auðveldasta leiðin til að
sjá sýninguna sé að sjá hana á
mánudaginn í Kringlubíói,“ segir
hún og hlær við.
Ekki er bara að aðsókn að leikrit-
inu hafi verið góð heldur hafa gagn-
rýnendur líka tekið því einkar vel
að sögn Eliza og Daily Telegraph
og Sunday Express hafa gefið verk-
inu fimm stjörnur.
ESU á Íslandi stendur að útsend-
ingunni hér í samvinnu við breska
sendiráðið og Sambíóin og að sögn
Eliza er það liður í starfi samtak-
anna að kynna enska menningu á
þennan hátt. „ESU starfar víða um
heim, stofnað 1918 og ég held það
séu útibú í fimmtíu löndum. Það eru
þó ekki nema tvö ár síðan samtökin
urðu til hér á landi, en við höfum
beitt okkur fyrir því að fá hingað
enska fyrirlesara og einnig stutt
menntaskólanemendur til að taka
þátt í enskri ræðukeppni í Lund-
únum,“ segir Eliza og hvetur
áhugasama til að nefna ESU í miða-
sölunni því þá fáist 20% afsláttur.
Sýnt beint frá enskum gamanleik
Uppfærsla Nation-
al Theatre í Lund-
únum á London
Assurance sýnd í
Kringlubíói
Gaman Frá uppfærslu National Theatre í Lundúnum á London Assurance
sem sýnd verður í Kringlubíói á mánudag.