Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandarísk stjórnvöld hvöttu í gær Evrópulönd til að leggja áherslu á efnahagslegar umbætur til að auka hagvöxt og sögðu þau ekki geta reitt sig eins mikið og áður á Bandaríkin til að koma í veg fyrir nýja efnahagslægð. Stjórnvöld í Evrópulöndum, sem hafa boðað mikinn niðurskurð ríkisútgjalda, lögðu hins vegar áherslu á þörfina á því að minnka fjárlagahalla vegna mikillar skuldasöfnunar. Herman Van Rompuy, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, sagði við blaðamenn í gær að það væri enn eitt af forgangsverkefn- um Evrópuríkjanna að tryggja hagvöxt. Ljóst er þó að talsverður munur var á áherslum þeirra og bandarískra stjórnvalda fyrir leið- togafund G8-ríkjanna í gær og fund ríkjahópsins G20 í Kanada nú um helgina. „Það sem við eigum sameigin- legt er miklu fleira en það sem okkur greinir á um,“ sagði Tim Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. „Allir eru sammála um að ríkin þurfa að minnka fjár- lagahallann með tímanum þannig að hann verði viðráðanlegur.“ Fjármálaráðherrann lagði þó áherslu á að mikilvægast væri núna að tryggja hagvöxt og traust á hagkerfunum. „Heimurinn getur ekki reitt sig eins mikið á Banda- ríkin og hann hefur gert.“ Óttast nýja efnahagslægð Áður hafði Barack Obama Bandaríkjaforseti sent leiðtogum aðildarríkja G20 bréf þar sem hann varaði þau við því að minnka skuldirnar af hratt þar sem það gæti stefnt efnahagsbata í heim- inum í hættu. Bandaríkjastjórn óttast að ef ríkin minnka fjárlaga- hallann of hratt – með stórfelldum niðurskurði ríkisútgjalda og skattahækkunum – geti það leitt til áralangrar stöðnunar, líkt og í Japan, eða jafnvel til nýrrar efna- hagslægðar. Spáir átakasömum fundi Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lagði hins vegar áherslu á þörfina á minni fjár- lagahalla og strangara aðhaldi í ríkisfjármálum. „Ég tel að umræð- urnar um þetta mál verði mjög ár- angursríkar, en einnig mjög átaka- samar,“ sagði Merkel. Francois Fillon, forsætisráð- herra Frakklands, sagði að ef stjórn landsins sýndi ekki að hún væri staðráðin í því að draga úr ríkisútgjöldunum myndu fyrirtæki og neytendur óttast óvissu og skattahækkanir. Þau myndu því halda að sér höndum og fresta fjárfestingum og það yrði til þess að efnahagur landanna drægist saman að nýju. Reuters Þungaður Mótmælandi í miðborg Toronto með mynd af Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, fyrir andlitinu og í búningi með áletruninni: „Þungaður loforðum“. Mikill öryggisviðbúnaður er í borginni vegna funda G8 og G20. Heimild: Aþjóðagjaldeyrissjóðurinn Ath.: Verg landsframleiðsla ESB og alls heimsins byggist á útreikningum Reuters og tölum frá AGS HAGKERFI RÍKJAHÓPSINS G20 Ríkjahópurinn G20 var stofnaður árið 1999 til að takast á við fjármálakreppu í mörgum löndum og til að auka vægi ríkja sem hafa verið í örum vexti efnahagslega og þóttu ekki hafa nógu mikil áhrif í umræðunni á alþjóðavettvangi og þegar ákvarðanir eru teknar um efnahagsmál heimsins. Fundi G20 sitja fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar nítján landa og Evrópusambandsins. VERG LANDSFRAMLEIÐSLA Á hvern landsmann í dollurum Önnur G20-lönd ESBG8-lönd Kanada 45.658 Kína 3.999 Frakkland 42.414 Þýskaland 40.679 Ítalía 35.231 Bretland 35.721 Bandaríkin 47.702 Rússland 10.740 Japan 41.366 Mexíkó 9.168 ESB 33.127 Suður-Kórea 20.265 Argentína 8.493 Ástralía 53.862 Brasilía 9.886 Indland 1.124 Indónesía 2.858 Sádi- Arabía 16.778 Suður- Afríka 6.609 Tyrkland 9.950 Evrópusamb. Bandaríkin Kína Japan Þýskaland Frakkland Bretland Ítalía Brasilía Kanada Rússland Indland Ástralía Mexíkó S-Kórea Tyrkland Indónesía Sádi-Arabía Argentína Suður-Afríka 16.543 14.800 5.365 5.273 3.333 2.669 2.223 2.121 1.910 1.556 1.508 1.367 1.193 996 991 711 670 438 344 330 G20 53.995 G8 33.483 Allur heimurinn 61.781 Önnur lönd 7.786 HAGKERFIN BORIN SAMAN Verg landsframleiðsla í milljörðum $ Leggja ýmist áherslu á vöxt eða sparnað  Bandaríkin og Evrópulönd deila um hversu hratt eigi að minnka skuldirnar Þriggja daga fundahöld » Leiðtogar G8-ríkjanna komu saman í grennd við bæ- inn Huntsville í Ontario-fylki í gær til að ræða aðstoð við þró- unarlönd og fleiri mál. G8- löndin eru: Bandaríkin, Bret- land, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan, Rússland og Þýskaland. » Efnahagsmál verða í brennidepli á fundi G20 í To- ronto í dag og á morgun. Yfirvöld í Georgíu létu flytja sögufræga bronsstyttu af Jósef Stalín af aðaltorginu í fæðingarbæ hans í fyrri- nótt. Styttan er sex metra há og hafði verið á aðaltorgi Gorí frá árinu 1952. Hún var flutt í safn en í stað henn- ar á að reisa styttu til minningar um fórnarlömb Stalíns og þá sem biðu bana í árásum rússneska hersins á Georgíu árið 2008. „Stalín varð milljónum saklausra manna að bana, drap ekki aðeins bestu fulltrúa Georgíu, heldur einnig besta fólkið í mörgum öðrum löndum,“ sagði Nika Rurua, menningarmálaráðherra Georgíu. Þessi ákvörðun er þó umdeild meðal bæjar- búa, því margir þeirra eru enn mjög stoltir af Stalín. Reuters Stalín steypt af stalli í fæðingarbænum Vísindamenn í Bretlandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að fóstur kenni ekki sársauka fyrstu 24 vikur með- göngunnar. Þessi niðurstaða stang- ast á við eina af röksemdum and- stæðinga fóstureyðinga fyrir því að fóstureyðingarmörkin verði lækkuð úr 24 vikum í 22 eða 20 vikur, að því er fram kemur á fréttavef The Daily Telegraph. Breska heilbrigðisráðuneytið hafði falið Konunglega læknaráðinu (Royal College) í fæðingarlækn- ingum og kvensjúkdómafræði að fara vandlega yfir þau vísindalegu gögn sem liggja fyrir í málinu. Vís- indamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að taugaendar í heila fóstranna hefðu ekki þroskast nóg til að þau gætu skynjað sársauka fyrstu 24 vikur meðgöngunnar. Allan Templeton, rektor, sem stjórnaði rannsókninni, sagði að full- yrðing andstæðinga fóstureyðinga um að fóstur gætu kennt sársauka innan 24 vikna byggðist á rann- sóknum á fyrirburum. Rannsóknir á fóstrum í móðurkviði leiddu hins vegar í ljós að svo væri ekki. Vísindamennirnir komust einnig að þeirri niðurstöðu að í legi kon- unnar væru efni sem yllu því að fóstrið væri „stöðugt án meðvit- undar, líkt og í svefni“, eða líkt og þau væru undir áhrifum róandi lyfja. Að sögn vísindamannanna er því ekki þörf á svæfingarlyfjum þegar fóstri er eytt. Tillaga um að lækka fóstur- eyðingarmörkin niður í 20 vikur var felld á breska þinginu fyrir tveimur árum. David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, var þá hlynntur til- lögunni og gaf til kynna fyrir þing- kosningarnar í vor að til greina kæmi að taka málið upp aftur. Talið er þó að margir þingmenn Frjáls- lyndra demókrata séu andvígir til- lögunni. Finna ekki til fyrstu 24 vikurnar Reuters Sofandi Fóstur á 8. viku meðgöngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.