Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 20
Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Gert var ráð fyrir því að gengis- tryggð lán væru lögmæt við yfir- færslu eigna frá gömlu bönkunum í þá nýju. Til marks um það eru um- mæli Gylfa Magnússonar í septem- ber á síðasta ári, en þá sagði hann að „það hafi verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg“. Gunnar Tómasson, hag- fræðingur, benti einnig á í bréfi sínu sem hann sendi til allra til þing- manna 12. september 2009 að í upp- gjörssamningum milli skilanefnda og kröfuhafa gömlu bankanna væri gengið út frá því að yfirfærsla geng- isáhættu [innsk. frá bönkum yfir á lántakendur] hafi verið lögleg. Í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, sagði jafnframt að ráðuneytið hefði ekki óskað eftir skriflegu áliti um lögmæti gengistryggðra lána. Gæði útlána réðu ekki för Þegar gömlu bönkunum var skipt upp var meginreglan sú að innlendar eignir voru færðar í nýju bankana á mismunandi miklum afslætti eftir eðli þeirra, og hinar erlendu voru skildar eftir hjá skilanefndunum. Jón G. Jónsson sagði í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 24. apríl 2009, að stærð nýju bankanna gæti leitt til mikils útlánataps. Stór lána- söfn þeirra gætu leitt til mikilla van- skila. Gjaldeyrismisvægi á eignahlið gæti einnig að sama skapi, að mati Jóns, haft slæmar afleiðingar til lengri tíma. Jón lagði til að nýju bankarnir keyptu aðeins bestu eign- ir gömlu bankanna, sem næmi inni- stæðum, sem voru á þeim tíma 1.300 milljarðar króna. Með öðrum orðum hefði verið skynsamlegra að skipta bönkunum upp í góða og slæma banka, í stað nýrra og gamalla þar sem gæði lána réðu ekki för, heldur hvort um væri að ræða skuldbind- ingu erlends eða innlends aðila. Gylfi Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið daginn eftir að grein Jóns birtist að mikil vinna hefði verið lögð í meta eignir bank- anna. „[Þ]að mat virðist vera skyn- samlegt þannig að ef rétt er að mál- um staðið, ættu bankarnir að vera með sæmilega heilbrigðan efnahags- reikning og þess vegna gæti ríkið lagt þeim til fé, án þess að stór hluti þess tapist,“ sagði Gylfi í apríl 2009. Dugar afslátturinn til? Gengistryggð lán voru færð yfir í nýju bankana á talsverðum afslætti, eins og margoft hefur komið fram. Steingrímur J. Sigfússon, fjármála- ráðherra, sagði engu að síður á fréttamannafundi í síðustu viku að dómur Hæstaréttar kynni að hafa talsverð áhrif á eiginfjárstöðu ís- lenskra fjármálastofnana. Einnig verður ekki litið framhjá ummælum Más Guðmundssonar seðlabanka- stjóra og Gunnars Andersen, for- stjóra Fjármálaeftirlitsins, í kjölfar þess að dómur Hæstaréttar féll. Bloomberg hafði eftir Gunnari að niðurstaða Hæstaréttar gæti verið versta niðurstaða sem hugsast gæti fyrir einhver fjármálafyrirtæki. Lík- legt væri að einhver þeirra yrðu í kjölfarið með lægra eiginfjárhlutfall en reglur gerðu ráð fyrir. Myndi ríða kerfinu að fullu Már sagði síðan á kynningarfundi vegna stýrivaxtaákvörðunar Seðla- bankans í vikunni að niðurstaða Hæstaréttar væri áhyggjuefni fyrir fjármálakerfið, og að núverandi vaxtakjör erlendu lánanna myndu ríða bankakerfinu að fullu. Núver- andi samningsvextir hefðu ekki verið í „samræmi við efnahagslegan veru- leika“ og þar af leiðandi væri æski- legt að endurreikna hærri vexti á lánin. Þessi ummæli verða vart túlk- uð á annan hátt en að einhvers stað- ar hafi mistök verið gerð við með- höndlun gengistryggðu lánanna við uppskiptingu bankanna, eða verð- lagning á eignum sem ákveðið var að færa á milli hafi verið röng. Í árs- reikningum nýju bankanna sést glögglega að raunvirði gengis- tryggðra lána er metið mun lægra en nafnvirði þeirra nemur. Hins vegar tekur það mat mið af væntanlegum vanskilum vegna greiðslufalls lán- takenda, fremur en þeim möguleika að tenging höfuðstóls við gengi er- lendra gjaldmiðla kynni að verða dæmd ólögmæt af Hæstarétti. Afsláttur af eignum dugar ekki til Morgunblaðið/hag Gengistrygging Tenging höfuðstóls lána við gengi erlendra gjaldmiðla vegna bílalána hefur verið dæmd ólögmæt. Kröfur vegna eigna- og rekstrarleigu viðskiptavina NBI nema yfir 65 milljörðum samkvæmt ársreikningi 2009.  Engir fyrirvarar voru gerðir við ólögmæti gengistryggðra lána við yfirfærslu eigna frá gömlu bönk- unum  Bent á fyrir meira en ári að skynsamlegra kynni að vera að skipta bönkum í góða og slæma Uppskipting bankanna » Þeirri meginreglu var fylgt að innlendar eignir voru færðar yfir í nýju bankana frá hinum gömlu. Snemma á síðasta ári var bent á að skynsamlegra kynni að vera að færa einungis góðar eignir yfir í nýja bank- ann, og skilja hinar verri eftir í gamla bankanum. » Engir fyrirvarar voru gerðir við hugsanlegt ólögmæti er- lendra lána við yfirfærslu eigna. Yfirlýsingar ráðamanna á síðustu dögum benda til að afsláttur sem veittur var af er- lendum lánum dugi ekki til. 20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Skilling Heldur fram sakleysi sínu. ● Jeffrey Skilling, fyrrverandi forstjóri orkufyrirtækisins Enron, vann í gær áfangasigur í baráttu sinni fyrir banda- rískum dómstólum. Skilling, sem situr nú af sér 24 ára fangelsisdóm fyrir margvísleg lögbrot í aðdraganda hruns Enron, vonast til þess að fangelsis- dómur hans verði afturkallaður. Hæsti- réttur Bandaríkjanna úrskurðaði að vissir þættir lögsóknarinnar á hendur Skilling hafi verið mistúlkaðir og málinu vísað til baka á lægra dómsstig. Skilling vinnur sigur fyrir Hæstarétti Skuldatryggingaálagið á gríska ríkið hefur aldrei verið hærra, en það var komið upp í 1.255 punkta í gær. Sam- kvæmt greiningarfyrirtækinu CMA DataVision endurspeglar álagið væntingar fjárfesta um að tæplega 70% líkur séu á því að gríska ríkið muni lenda í greiðslufalli á næstu fimm árum. Skuldatryggingaálagið á gríska ríkið hækkaði um 200 punkta frá miðri viku og er hækkunin meðal annars rakin til vaxandi ótta fjár- festa um að stjórnvöldum takist að ná þeim efnahagsmarkmiðum sem neyðarlánveiting Evrópusambands- ins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er skilyrt við. Ávöxtunarkrafan á grísk ríkis- skuldabréf hækkaði jafnframt í vik- unni. Krafan á grísk ríkisbréf til tíu ára var komin í tæp 10,5% í gær og hefur ekki verið hærri síðan ESB til- kynnti víðtækar neyðaraðgerðir vegna ástandsins í skuldsettustu evruríkjunum. Eins og bent er á í umfjöllun Fin- ancial Times er það ekki eingöngu vaxandi óvissa sem þrýstir upp kröf- unni á grísk ríkisskuldabréf: Láns- hæfiseinkunn ríkissjóðs er það slæm að stórir fjárfestingarsjóðir þurfa í vaxandi mæli að losa sig við bréfin þar sem að þau uppfylla ekki skilyrði fjárfestingarreglna þeirra. Þar af leiðandi má búast við að þessi þróun haldi áfram á næstunni. Hækkandi skuldatryggingaálag á Grikkland bendir til þess að menn óttist hvað gerist þegar neyðarlán- veiting ESB til Grikklands rennur út eftir tæp þrjú ár. Lánið mun auka opinberar skuldir upp í 150% af landsframleiðslu og margir búast við að þær efnahagsumbætur sem stjórnvöld ætla að ráðast í á næstu árum muni ekki duga til þess að standa undir þvílíkum skuldabagga. ornarnar@mbl.is Álagið á Grikk- land aldrei meira Reuters Grikkland Grísk stjórnvöld þurfa að takast á við vaxandi mótbyr.  Skuldatryggingar yfir þúsund punkta ● Fulltrúa- og öldungadeildir bandaríska þingsins hafa samþykkt ný lög um starf- semi fjármálafyrirtækja. Lagasetningin er víðfeðm, en henni er ætlað að koma í veg fyrir að hrunið á fjármálamörkuðum árið 2008 geti endurtekið sig. Meðal þess sem tekið er til í lögunum er áhættusækni banka t.d. með því að hefta viðskipti þeirra með afleiður og fjárfestingar í vogunarsjóðum. Að sama skapi eru fjárfestingum bankastofnana, og eignarhaldsfélaga þeirra, fyrir eigið fé settar strangar skorður. Reiknað er með því að Obama staðfesti lögin í upphafi næsta mánaðar. Lög um starfsemi fjármálafyrirtækja samþykkt ● Frá því að vefsíða breska blaðsins The Times var lokuð öðrum en þeim sem skrá sig á síðuna hefur lestur hennar hrunið. Markaðshlutdeild thetimes.co.uk var á bilinu 4-5 prósent daglega fyrir lokun en er nú komin í um 1,8 prósent. Síðunni var lokað þann 24. maí síðastliðinn, en ekki er farið enn að rukka skráða lesendur fyrir aðgang, þótt það stefnt sé að því í framtíðinni. Gera má ráð fyrir því að lesendum síðunnar muni enn fækka þegar kemur að því að innheimta gjald af þeim. bjarni@mbl.is Lestur hrundi eftir að aðgengi var takmarkað ● Skuldabréfavísitala Gamma lækk- aði um 0,26 prósent í viðskiptum gærdagsins endaði hún í 193,99 stig- um. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,50 prósent en sá óverðtryggði hækkaði um 0,28 pró- sent. Velta á skuldabréfamarkaði í gær nam 13,9 milljörðum króna. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,43 prósent í um 41 milljónar króna viðskiptum í gær. Bréf Marels lækkuðu um 1,42 prósent en önnur stóðu í stað. bjarni@mbl.is Lækkun á markaði STUTTAR FRÉTTIR Gísli Tryggva- son, talsmaður neytenda, segir hvatningu Sam- taka lánþega til hópúttekta úr bönkum mjög óheppilega. Talsmaður neyt- enda, Samtök lánþega og Hagsmunasamtök heimilanna sendu frá sér tilkynningu fyrr í vikunni um dóm Hæstaréttar. Þar sagði að þótt gengistryggingin væri ólögmæt, væru önnur ákvæði lánasamninga það ekki. „Þó við séum sammála um þetta erum við ekki sammála um allt, þar á meðal ekki þetta, um hvatningu til út- tekta,“ segir Gísli. Hann segir slíka umræðu varhugaverða, nú sé þörf á stöðugleika. Guðmundur Andri Skúlason, talsmaður Samtaka lánþega, segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá fólki sem hafi tekið innistæður sínar út úr bönkum og vilji ráð- leggingar um næstu skref. Guð- mundur er einn þriggja stjórn- armanna í samtökunum, en auk hans eiga þar sæti Sigrún Haf- steinsdóttir, kona hans, og Helga Leifsdóttir, lögfræðingur. Guð- mundur segir fjölda skráðra fé- laga yfir tvö þúsund. Hann hafi stofnað félagið utan um sína hug- sjón, en fjöldi fólks hafi sýnt starf- inu áhuga og fylkt sér að baki honum og gerst meðlimir. einarorn@mbl.is Líst illa á hópúttektir  Leggur áherslu á að halda stöðugleika Gísli Tryggvason                      !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-.-/ +/0.1+ +,,.11 ,+.0-2 +/.3/- +4.1/4 ++3./1 +.5,34 +22.55 +34./, +,2.0/ +/0.-- +,,.4/ ,+.+5 +/.433 +4.555 ++4.,3 +.5,/2 +2/ +3-.14 ,+1./,4+ +,2.1/ +/+.,1 +,1.03 ,+.,0, +/.-+1 +4.5/, ++4.3- +.515 +2/.34 +3-.2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.