Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is T ekjujöfnunarframlag verð- ur lagt niður í núverandi mynd og tekið upp nýtt fyrirkomulag útgjalda- jöfnunar verði tillögur starfshóps um endurskoðun á reglu- verki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að veruleika. Vinna er raunar þegar hafin innan samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytisins við að innleiða breyt- ingar á lögum og reglugerðum svo veruleg breyting geti orðið á starfi jöfnunarsjóðs strax á næsta ári. „Þessi skýrsla verður ekki lögð upp í hillu,“ sagði Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á blaðamannafundi og kveður næsta skref vera að setja af stað vinnuhóp með Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem fái það hlutverk að útfæra enn róttækari breytingar á sjóðnum. Samstarfshópurinn leggur til að strax um áramót verði skýr greinar- munur gerður á verkefnum Jöfnunar- sjóðs og er þetta meðal þeirra verk- efna sem nú er unnið að í ráðuneytinu. Verkefnunum verði skipt upp í A-deild, er lúti að öllum framlögum sem hafa jöfnunartilgang, og B-deild, sem sinni öðrum verkefnum. Með þessu sé komið í veg fyrir að verkefni A-deildar líði fyrir sveiflur verkefna B-deildar, líkt og raunin er í dag. Þá verði dregið úr framlögum til fámennra sveitarfélaga, enda sýni út- reikningar að útgjaldaþörf þeirra hafi verið ofmetin. Framlög verði hins veg- ar aukin hjá sveitarfélögum með 3.000-11.000 íbúa þar sem þau hafa verið vanmetin. Breytingar verði einn- ig gerðar á öðrum viðmiðum greiðslna, s.s. vægi aldurshópa íbúa, fjarlægðum, fjölda þéttbýliskjarna og fækkun íbúa. Ekki sama þörf alls staðar Vilji er þó til að meiri grundvall- arbreyting verði gerð á jöfnunar- kerfinu. „Hlutverk sjóðsins á að vera að jafna aðstöðu fólks. Vandinn hefur hins vegar verið sá að jöfnunin hefur verið afgangsstærð og því viljum við snúa við,“ segir Flosi Eiríksson, for- maður starfshópsins. Sá jöfnuður sé ekki fyrir hendi í dag og sveitarfélög fái úthlutað úr sjóðnum óháð raun- verulegri þörf. Mælir starfshópurinn með að þróað verði nákvæmt útgjaldamæling- arkerfi í samstarfi við Samband ís- Engin framlög veitt dugi skatttekjurnar Áhrif framlaga Jöfnunarsjóðs á tekjuhæstu og tekjulægstu sveitarfélögin 8% 14% 11% 21% 26% 52% 73% 130% 119% 178% 2.000.000 1.800.000 1.600.000 1.400.000 1.200.000 1.000.000 800.000 600.000 400.000 200.000 0 Fljótsdalshreppur Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit Grímsn.ogGrafningshr. Ásahreppur Tjörneshreppur Svalbarðshreppur Bæjarhreppur Akrahreppur Skagabyggð Útsvar og fasteigna- skattstekjur ÁhrifJöfnunarsjóðs; tekjujöfnunarútgjaldajöfnunarframlög, fasteignaskattsframlögog framlög tengdyfirfærslu grsk. Mögulegar hámarkstekjur á hvern íbúa: 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ein helstaröksemdinfyrir aðild Íslands að Evrópu- sambandinu hefur löngum verið að landið væri betur sett með evr- una en íslensku krónuna. Um- ræðan um evruna síðustu daga utan landsteinanna er þess vegna afar athyglisverð fyrir Íslendinga. Breska dagblaðið Daily Tele- graph greindi frá því fyrir viku að Frakkland og Þýskaland væru að kanna leiðir til að skipta evrusvæðinu í tvennt. Betri hlutinn yrði fyrir þessi tvö ríki ásamt Hollandi, Aust- urríki og Finnlandi. Í lakari hluta evrusvæðisins yrði af- gangurinn, svo sem Grikkland, Spánn, Ítalía, Portúgal og Ír- land. Haft er eftir embættis- manni í Evrópusambandinu að þetta sé til marks um örvænt- ingu og stafi af því að betur stæðu ríkin hafi ekki efni á að bjarga stærri ríkjum í vanda líkt og þau björguðu Grikk- landi. Þegar tvö öflugustu ríki evrusvæðisins eru í fullri alvöru byrjuð að undirbúa að skipta svæðinu upp og forða sér frá vanda annarra ríkja, er aug- ljóst að evrusvæðið er að byrja að liðast í sundur. Þó að á þess- ari stundu sé ekki augljóst hvernig þetta mun enda þarf ekki að efast um að vandi evr- unnar er gífurlegur. Þjóðir og stjórnvöld utan evrusvæðisins átta sig á þessu eins og sjá má af nýlegum könnunum meðal almennings og ummælum for- ystumanna. Dag- blaðið Berlingske Tidende sagði frá því í fyrradag að andstaðan við upp- töku evrunnar í Danmörku hefði aldrei verið meiri en nú og vitnaði í því sambandi til könn- unar sem Danske Bank lætur gera reglulega. Tæpur helm- ingur Dana hafnar evrunni en innan við þriðjungur lýsir stuðningi við upptöku hennar. Í Svíþjóð lýsti Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra, þeirri skoðun sinni í viðtali sem birtist í gær að varnirnar sem byggðar hafi verið upp í kringum evruna hafi ekki virkað. Augljóst sé að ríki hafi komist inn í samstarfið sem hafi ekki átt þangað neitt er- indi. Niðurstaðan sé sú að evr- an standi ekki undir þeim vænt- ingum sem til hennar hafi verið gerðar. Sænska hagkerfið er að hans mati betur sett utan evru- svæðisins og með sænsku krón- una. Þetta eru aðeins umræður allra síðustu daga um evruna, en lýsa vel því ástandi sem ríkir innan Evrópusambandsins að þessu leyti. Ríki Evrópusam- bandsins, hvort sem þau eru innan eða utan evrusvæðisins, reyna eftir megni að forðast þau vandræði sem henni fylgja. Á sama tíma reyna íslensk stjórnvöld að koma Íslandi inn í Evrópusambandið hvað sem það kostar til að freista þess að taka upp evruna. Sú viðleitni lýsir hvorki miklum skilningi á hagsmunum Íslands eða þróun mála í Evrópu. Öflugustu evruríkin ræða nú um að kljúfa evrusvæðið} Evran í ógöngum Í gær átti stöð-ugleikasátt- málinn svokallaði á milli ríkisstjórn- arinnar og aðila vinnumarkaðarins ársafmæli. Af ástæðum sem hægt er að hafa fullan skilning á fór lítið fyrir hátíðarhöldum. Í stöðugleikasáttmálanum sjálfum sagði að hann væri „eitt af meginmarkmiðum rík- isstjórnarinnar við end- urreisn efnahagslífsins“. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra bætti við að sáttmálinn væri „veigamikil forsenda fyrir endurreisn- arstarfinu á næstu miss- erum“. Ástæður þess að enginn ráðamaður vakti athygli á af- mæli þessarar „veigamiklu forsendu“ endurreisnarinnar eru vitaskuld þær að stöð- ugleikasáttmálinn varð í aug- um ríkisstjórnarinnar aldrei annað en orð á blaði. Áformin gengu ekki eftir, endurreisnin er ekki enn hafin og úrræðaleysið er æpandi. Önnur ástæða, tengd hinni fyrri, er vitaskuld að stærstu samtök bæði launþega og vinnuveitenda hafa þegar sagt sig frá sáttmálanum. Fulltrúar samtaka sem eftir eru hafa lýst því að þeir séu tvístígandi um áframhaldandi þátttöku. Um leið hefur kom- ið fram að engir fundir hafi verið haldnir mánuðum sam- an. Ríkisstjórnin hefur þann- ig viðurkennt að stöð- ugleikasáttmálinn, ein helsta forsenda endurreisnarstarfs hennar, er í raun dautt plagg. Það kann að hryggja ein- hvern. Enn hryggilegra er þó að ríkisstjórnin skuli engin önnur úrræði hafa sem stutt gætu við endurreisnina. Stjórnvöld sögðu stöðugleikasáttmál- ann forsendu endurreisnarinnar} Ársafmæli orða án efnda Í draumi vitjaði mín spekingur með inn- herjaupplýsingar um HM í fótbolta. Ég hef ekki áhuga á peningum og nýti mér ekki það sem gesturinn hafði fram að færa en sjálfsagt er að aðrir græði í getraunum. Minn maður er viss um að Úrúgvæ vinni Suður-Kóreu í dag. Forlan gerir eina markið, ef það skiptir máli. Örugglega hægt að veðja einhvers staðar á það. Bandaríkjamenn halda sínu striki og leggja firnasterka Gana – Ganverja, Ganabúa eða hvað menn vilja kalla þá – í framlengdum leik. Á morgun slá Argentínumenn út lið Mexíkó (þó ekki væri nema til að minna menn á að það var í Mexíkó sem Maradona leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils 1986, sagði speking- urinn) og Þjóðverjar hefna loks ófaranna á Wembley 1966 og leggja Englendinga að velli. Miroslav Klose ger- ir markið sem ræður úrslitum – en minn maður gat reyndar ekki fullyrt hverjar lokatölurnar yrðu. En hann sagði að síðasta markið yrði ekki skot í þverslána og inn (eða ekki inn), eins og á Wembley. Holland sigrar svo Slóvakíu á mánudag þar sem Nið- urlendingar verða þó í mun meiri vandræðum en flestir gera ráð fyrir. Maðurinn í draumnum nefndi Nigel de Jong en sagði mér ekki hvers vegna. Miðjumaðurinn duglegi er ekki vanur því að skora, en hver veit? Síðar sama dag hrella Chilebúar meistarana marg- földu frá Brasilíu en verða þrátt fyrir góða frammistöðu að lúta í gras. Í síðustu viðureignum 16-liða úrslitanna koma Honda og hinir hraðskreiðu Japanirnir skemmtilega á óvart – og þó ekki – og slá Paragvæa út og Spánverjar skilja Ronaldo og félaga í portúgalska liðinu eftir með sárt enn- ið. Okkar maður hvíslaði að mér nöfnum Iniesta og Puyol en ekki veit ég hvers vegna. Hann var viss í sinni sök varðandi átta liða úrslitin: Bandaríkjamenn vinna Úrúgvæa, Hollendingar slá Brasilíumenn út, Argentína sigrar Þýskaland og Evrópumeistarar Spán- ar bruna áfram með því að sigra Japani. Bandaríkjamenn komast sem sagt í fyrsta skipti í undanúrslit á HM; skrá sig á spjöld sögunnar en tapa fyrir Hollendingum. Mara- dona og hans menn slá Spánverjana svo út í besta leik keppninnar. Ekki nefndi vinur minn tölur eða markaskorara en ég byggi túlkun mína á því að hann sagði Maradona myndu renna sér í grasinu eftir leik og togna í læri. En brosa samt breitt. Úrslitaleikurinn verður sem sagt á milli Hollendinga og Argentínumanna. Og líkt og 1978 fagnar suðuramer- íska stórveldið heimsmeistaratitli. Liggur það annars ekki einhvern veginn í loftinu að Maradona fagni sigri? Upplýsingarnar skal taka með fyrirvara um óhagstætt veðurfar, geðrænar sveiflur leikmanna, rangstöðu og mistök dómara. Að öðru leyti er þetta öruggt. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Viltu vinna milljarð? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Starfshópurinn vill að verkefni Innheimtustofnunar sveitarfé- laga verði færð til ríkisins, þar sem þau verði sameinuð öðrum innheimtukerfum ríkissjóðs. Í dag borgar jöfnunarsjóður hallann á Innheimtustofnun sveitarfélaga. Hann nam 1,1 millj- arði kr. á síðasta ári og er að stærstum hluta tilkominn vegna ógreiddra meðlaga. „47% af þeirri upphæð fara í að borga meðlög feðra á höfuðborgar- svæðinu og dregur með því úr því fé sem er til jöfnunnar hjá fá- tækum sveitarfélögum úti á landi. Þetta samhengi viljum við rjúfa,“ segir Flosi. Vinna við að rjúfa þessi tengsl er þegar hafin á vegum sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytis, fjármálaráðuneytis og fé- lags- og tryggingaráðuneytis. Áhrif með- laga mikil RÍKIÐ TAKI VIÐ INNHEIMTU lenskra sveitarfélaga, sem veiti grunn til að skilgreina og meta útgjaldaþörf vegna lögbundinna og venjubundinna verkefna. Fjármunir verði síðan veittir til sveitarfélaganna á grundvelli þess- arar fjárþarfar. Flosi bendir á að í dag séu mjög tekjuhá sveitarfélög að fá framlög úr sjóðnum. Tekjuhæsta sveitarfélagið, Fljótsdalshreppur, sé t.a.m. með 1,6 milljónir kr. í meðaltekjur á íbúa á ári og fái samt 8% greiðslu úr sjóðnum til að standa undir sínum rekstri. Tjör- neshreppur, sem lægstar tekjur hafi, nái hins vegar rétt um 400.000 kr. á íbúa með framlagi jöfnunarsjóðs. „Síð- an eiga þessir hreppar að bjóða sínu fólki sömu þjónustu.“ Starfshópurinn vill einnig tekju- tengja framlög úr sjóðnum. Mið verði þá tekið af hámarksskatttekjum hvers sveitarfélags af útsvari og fasteigna- skatti og þörf þess fyrir framlög látin ráðast af því hve mikið vantar upp á. Reynist útgjaldaþörf síðan minni en skatttekjur verði ekki veitt framlag úr sjóðnum. Að sögn Flosa má gera ráð fyrir að vinna við þetta taki 18-24 mánuði. „Þetta er býsna viðamikið verkefni, sem vinna þarf í sátt og samlyndi, því mörg þessara framlaga eru bundin í lög og reglur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.