Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 41
Menning 41FÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010  Þungarokksveitirnar DIMMA, Sólstafir og Swords of Chaos koma allar fram á Metalmessu á Sódómu í kvöld. Sólstafir munu hita upp fyrir Hróarskeldu, DIMMA heldur sína einu tónleika á Íslandi þetta kvöld á meðan Swords … gera sig klára fyrir fyrstu breiðskífu sína. Metalmessa mikil á Sódómu Reykjavík Fólk Í tilefni nýju hjúskaparlaganna munu Samtökin ’78 halda Regnbogahátíð með guðsþjónustu í Frí- kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 20. Fjöldi tón- listarmanna mun stíga á svið, en það er séra Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Frí- kirkjunnar, sem leiðir samverustundina. „Það er ærin ástæða til þess að halda hátíð. Lagalega séð þá sitja samkynhneigðir við ná- kvæmlega sama borð og gagnkynhneigðir í einu og öllu. Síðasta vígið er fallið,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er að vonum ánægður með áfangann. Hann bætir við að Hjörtur Magni hafi sem prestur staðið sem klettur í réttindabaráttu samkynhneigðra alla tíð, sem og Bjarni Karlsson og eiginkona hans, Jóna Hrönn Bolladóttir. „Svo má ekki gleyma þessum 80 til 90 prestum sem gáfu grænt ljós á löggjöfina til að byrja með á prestaþinginu. Samtökin ’78 eru búin að bjóða þeim öllum á sunnudaginn.“ Hörður Torfason, aðalstofnandi Samtakanna ’78, segir mikla breytingu hafa orðið á viðhorfi samfélagsins til samkynhneigðra og það sé stór- kostlegt að geta nú fagnað hver maður er, í stað þess að lifa stöðugt við ógnanir og hótanir líkt og viðgekkst hér áður við. „Þetta er sigur fyrir okk- ur öll því árangur í mannréttindabaráttu snertir alla. Við erum að byggja upp samfélag sem við getum öll lifað í. Það þýðir ekki að vera að útskúfa fólki.“ Þeir tónlistarmenn sem koma fram eru Páll Óskar, Hörður Torfa, Sigga Beinteins, Bergþór Pálsson, Lay Low, Maríus Hermann Sverrisson, Hreiðar Ingi Þorsteinsson, Andrea Gylfadóttir, Agnar Már Magnússon píanóleikari og Fríkirkju- kórinn undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir sem vilja samgleðjast samkynhneigðum, fjölskyldum og velunnurum þeirra. Að samverustundinni lok- inni munu Samtökin ’78 bjóða gestum upp á léttar veitingar í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. hugrun@mbl.is Sannkallað hinsegin stjörnuregn í Fríkirkjunni Morgunblaðið/Golli Ánægður Palli fagnar lagabreytingunum.  ET Tumason er listamannsnafn blúsarans unga Elliða Tumasonar en hann gerir út á baðmullarblús þann sem tíðkaðist í Bandaríkj- unum fyrir stríð. Elliði er kominn með giska gott bakland í Póllandi af öllum löndum og hefur nú farið þangað fjórum sinnum í tónleika- ferðalög, hvorki meira né minna. Það var pólskt útibú BalconyTv, stöndugs netsjónvarps, sem tók viðtal við hann fyrir stuttu og lék hann þar við hvern sinn fingur, grínaðist og grallaraspóaðist. Heimsyfirráð klárlega á næsta leiti. ET Tumason í alþjóð- legu netsjónvarpi  HumanWoman er glæný popp- hljómsveit sem samanstendur af þeim Gísla Galdri og Jóni Atla Helgasyni. HumanWoman vinnur nú að upptökum á sinni fyrstu breiðskífu og forsmekkurinn er lagið „Delusional“ sem var tekið upp og hljóðblandað af Hum- anWoman og Bigga Bix. Gísli Galdur og Jón Atli saman í eina sæng Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Félagasamtökin Veraldarvinir standa í dag fyr- ir sérstökum Afríkudegi með mikilli veislu á Vitatorgi við Hverfisgötu, gegnt hljóm- plötuversluninni Lucky Records. „Þetta tengist þessu verkefni okkar sem við höf- um verið að vinna að undanfarið, að lyfta aðeins upp ímynd Hverf- isgötunnar. Við erum þar að stand- setja hús og þrífa í görðum, að reyna að taka aðeins til í götunni en líka að reyna að fríska aðeins upp á mannlífið. Þannig að við ætl- um að skipuleggja fjórar litlar há- tíðir í götunni í sumar og þetta er sú fyrsta, þessi Afríkudagur,“ seg- ir Þórarinn Ívarsson, formaður samtakanna. Þórarinn segir að fólk hafi kom- ið til Íslands sérstaklega til að taka þátt í undirbúningi hátíð- arinnar. „Þau hafa undanfarið ver- ið að æfa dansa, tromma og und- irbúa e.k. dagskrá sem verður þarna. Ingvar (Geirsson) í Lucky Records hefur verið að reyna að fá íslenska tónlistarmenn til að taka þátt í hátíðinni,“ segir Þórarinn en reggísveitin Crackers mun troða upp og Sammi í Jagúar að öllum líkindum með félögum sínum. Afr- ískir dansar verði sýndir, trommu- leikur og plötusnúðar þeyta skífum auk þess sem fólki gefst tækifæri til að smakka afrískan mat hvers konar. Þórarinn segir alla þá sem að hátíðinni koma gefa vinnu sína og í lok júlí verði Suður-Ameríkudagar haldnir yfir helgi. Í heildina muni rúmlega 600 sjálfboðaliðar starfa í Reykjavík í sumar að ýmsum verk- efnum fyrir samtökin og gera borgina skemmtilegri. Afríka við Hverfisgötu  Afrísk menning ræður ríkjum á hátíð sem haldin verður á Vitatorgi við Hverfisgötu í dag  Fyrsta hátíðin af fjórum í sumar á vegum Veraldarvina www.veraldarvinir.is Þórarinn með dóttur sína Sóley. Morgunblaðið/Ernir Tromman barin Antonio Perez mun leika á afríska trommu. Í dag verða haldnir veglegir tón- leikar í Sjallanum á Akureyri til heiðurs poppgoðinu Michael Jack- son. Í gær var ár liðið frá því að Jackson lést og vildi tónlistarmað- urinn Alan Jones heiðra kónginn á dánarafmælinu. „Ég er búinn að vera Michael Jackson-aðdáandi frá því að ég var fimm ára. Ég stóð á bak við Jackson-sýninguna á Broadway á sínum tíma og langaði við þetta tilefni að fagna tónlist hans og halda henni lifandi.“ Tónleikarnir hefjast um kvöldið kl. 22, en fyrr um daginn, kl. 17.30, verða sérstakir tónleikar fyrir yngri kynslóðina. Til stendur að halda aðra „fullorðins“ tónleika á Spot í Kópavogi 9. júlí og svo langar Alan að gefa börnum á höf- uðborgarsvæðinu tækifæri til að koma á tónleika, en enn er óákveðið hvenær þeir verða. Selma Ragnarsdóttir klæðskeri hannaði búningana sem Alan mun klæðast á tónleikunum, ásamt því að stílisera sýninguna. Það verður því flott sjónarspil þegar Alan stígur á svið ásamt hljómsveit sinni, en sérstakur gestur á Ak- ureyri verður Bryndís Ásmunds- dóttir. „Við ætlum að flytja lögin sem Jackson valdi fyrir This Is It- túrinn, auk tveggja laga sem ég valdi sjálfur. Ég er búinn að vera að undirbúa þetta í þrjá mánuði og æfa í tvo, þannig að þetta verð- ur flott,“ segir Alan. Eftir þetta tónleikahald hyggst Alan taka sér frí frá tónlistinni til að einbeita sér að fjölskyldulífinu, en næst á dagskrá eru svo tón- leikar í Bretlandi. „Útvarpsstöð í London, FM 93,7, hefur verið með lag frá mér í spilun undanfarið og ég er að hugsa um að fylgja því eftir með eins og 10 tónleika túr.“ holmfridur@mbl.is Vill halda tónlist Jacksons lifandi Jackson Alan Jones ætlar að bregða sér í hlutverk poppgoðsins.  Tónleikar í tilefni dánarafmælisins Það verður ýmislegt afrískt í boði á Afríkudeginum. Kl. 12 verður flutt lifandi tónlist í um hálftíma. Kl. 12.30 verður blásið til afrískra leikja, afrískar grímur sýndar og gefst fólki kostur á því að búa til grímur og einnig verða sýndir skart- gripir. Þá verða listasmiðjur aðrar og afrískur trommuleikur sýndur sem og kenndur. Kl. 16 verður boðið upp á afrískan mat og kl. 17 haldnir trommutónleikar. Kl. 18 er magadans og kl. 19 stiginn dans. Kl. 20 er svo boðið upp á afrískt rapp. Menning heimsálfu AFRÍKUDAGUR Nánari upplýsingar á www.samtokin78.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.