Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 42
AF STÓRHVELUM Guðmundur Egill Árnason gea@mbl.is Fólk mun ekki trúa því hve erf-itt það er fyrir einstakling aðhljóta viðurkenningu. Lengi, lengi, lengi reyndi ég að meika það og reyndi að finna réttu leiðina til þess að meika það í: Álftaborg. Ásaborg. Vogaborg. Hagaborg. Brostnir draumar-borg. Fólki við stjórnvöl þessara leikskóla þótti aldrei neitt til mín koma og henti mér á milli sín eins og ég væri óþekktarangi. Ég vildi skrá mig á spjöld sögunnar! Ég vildi leiða börnin til sigurs gegn kennurunum og fá viðurnefni að launum eins og „hinn mikli“ eða „hinn spaki“. Núna árið 2010 þykja svona nöfn kannski hallærisleg en ’92 á Mánadeild báru allir flottustu krakkarnir svona nöfn.    Íöðrum bekk í grunnskóla rann svomikilmennskubrjálæðið af mér þegar samkrakkar mínir í föndri gómuðu mig við að bora í nefið. Ekki líklegt til þess að fylla neinn lotningu. Ég reyndi að koma nefsmyglinu und- ir borðið en tókst þess í stað að búa til eins konar loftstreng milli nefsins míns og borðsins. Þá ákvað ég að breyta algjörlega um stefnu, beila á stórfengleikanum og sætta mig við hvaða viðurnefni sem er – allt frá „fínn gæi“ og upp úr. Ég hef samt aldrei hætt að spá í mikilmenni. Enginn þorir að pissa í þvagskál- ina við hliðina á þeim á almennings- salernum en þess í stað fer fólk beint í básinn. Þessar týpur hafa nefnilega þvílíka getu til að taka mann á taug- um með því einu að bera nöfn sem enduróma í samfélaginu. Allir hópar eiga sér eina svona týpu. Hjá ungum sjálfstæðismönnum er þetta Davíð Oddsson, svertingjar hafa Martin Luther King og ef stelpur notuðu þvagskálar væri það leikkonan Sarah Jessica Parker úr Sex and the City.    Við skulum átta okkur á því aðmikilmenni eru ekkert alltaf góði karlinn. Voldemort í karakt- ernum gerir oft undur fyrir upprenn- andi mikilmenni. Keith Richards hef- ur risið að einhverju leyti upp yfir Mick Jagger með því einu að hjúpa sig myrkri og hefur þannig ausið olíu á eld goðsagnar sinnar. Kannski var það bara augnskuggi og heróín sem gerði útslagið. Ris og fall er annað þema hjá merkilegu fólki. Þetta fólk virðist alltaf vera að rísa og falla. Það er ekki langt síðan samlandi okkar, sem allir vildu fá að sjá og eiga hlut- deild í, tiginn í svörtum kjólfötum, með stolt þess sem hlotið hefur al- þjóðlega viðurkenningu, skaust upp á stjörnuhimininn og til hvers? Til þess eins að við mættum finna hann slig- aðan í norskri fjöru undir himni, svertum hlæjandi máfum, aumk- unarvert hræ sem flugurnar fullar af viðbjóði voru alls ófáanlegar til að verpa í. Ég er að tala um Keikó! Mönnum þykja dýr nefnilega mis- merkileg líka og stundum merkilegri en annað fólk. Sum dýr þurfa ekki einu sinni að gera neitt mikilvægt fyrir heiminn eins og Lassie. Einum ferfætlingi dugaði að þykjast deyja í poka og margmenni minntist hans við Tjörnina á meðan mannmergðir voru myrtar í Tétsníu á sama tíma. Mögulega. Einn daginn komumst við örugg- lega að ástæðunni fyrir þessari lotn- ingu. Þangað til verðum við stundum bara að fara í básinn eða halda í okk- ur á almenningssalernum. Hlýðið á! Upprennandi mikilmenni »Enginn þorir aðpissa í þvagskálina við hliðina á þeim á al- menningssalernum en þess í stað fer fólk beint í básinn. Stórhveli Sumir þykja stærri og merkilegri en aðrir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓI S.V. - MBL VIDDI, BÓSI LJÓSÁR OG HIN LEIKFÖNGIN ERU KOMIN AFTUR Í STÆRSTU OG BESTU TOY STORY MYNDINNI TIL ÞESSA. HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHHH - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE "...ÁN EFA MYNDIN SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í SUMAR" "...BESTA TOY STORY MYNDIN TIL ÞESSA - MEIRI HLÁTUR, MEIRA FJÖR, MEIRA DÓT Í FRÁBÆRI ÞRÍVÍDD" "MEISTARAVERK! LANGBESTA MYND ÁRSINS!" “ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.” “HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA BURÐI TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG BESTA MYND SUMARSINS” HHHHH S.V. - MBL STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Grown Ups kl. 1(650kr) - 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Leikfangasaga 3D kl. 1(950kr)* - 3:20 - 5:40 íslenskt tal LEYFÐ Grown Ups kl. 1 - 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 LÚXUS Toy Story 3D kl. 1(950kr)* - 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 enskt tal / ótextað LEYFÐ The A-Team kl. 8 - 10:40 B.i. 12 ára Húgó 3 kl. 1(650kr) - 2:30 - 4 íslenskt tal LEYFÐ Get Him to the Greek kl. 5:30 - 8 - 10:25 B.i. 12 ára Grown Ups kl. 3:30(650kr) - 6 - 9 LEYFÐ Snabba Cash kl. 3:30 - 6 - 9 B.i. 16 ára Robin Hood kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Get Him to the Greek kl. 3:30 - 6 - 9 B.i. 12 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI FRÁ LEIKSTJÓRA FORGETTING SARAH MARSHALL OG FRAMLEIÐANDA KNOCKED UP KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND SUMARSINS H E I M S F R U M S Ý N D *3D - gleraugu seld sér Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.