Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Góður drengur og góður verkfræðingur er látinn. Árin 1970-1974 áttum við gott sam- starf hjá Akranesbæ, þar sem Njörð- ur leiddi Verkfræði- og teiknistofuna sf. á Akranesi en ég var bæjarstjóri. Verkfræði- og teiknistofan veitti bænum mestalla tækniþjónustu og að sumu leyti gegndi stofan hlutverki bæjarverkfræðings Akranesbæjar, og gerði það vel, með sínu ágæta starfsfólki. Þá var Njörður einnig for- maður atvinnumálanefndar Akraness á þessum árum. Bæði þá og síðar vakti það athygli mína og ég dáðist að því hversu hug- myndaríkur Njörður var við verk- fræðistörf sín. Hann hafði t.d. mikinn áhuga á forsteyptum einingum og gott dæmi um það er breikkun báta- bryggjunnar á Akranesi, árið 1972 eða 1973. Það var góð hönnun þar sem bryggjugólfið hvílir á undirstöð- um úr forsteyptum einingum, eins konar kössum sem raðað var hverjum ofan á annan. Vel má vera að sjálfur hafi hann metið önnur verk sín meira, en þetta verk er mér minnisstætt. Fleiri dæmi eru til um hönnunarverk Njarðar á þessu sviði, t.d. forsteyptar einingar í flotbryggjur fyrir smábáta. Áhugamál hans var að auka og efla notkun steinsteypu á sem flestum sviðum. Hann hafði mikinn áhuga á hafnaverkfræði og gott var fyrir hafnarbæ með svo mikilvæga höfn sem Akraneshöfn er, að geta leitað til jafn hæfs sérfræðings á því sviði. Hann var líka leitandi andi, hafði brennandi áhuga á rannsóknum á verkfræðisviði og rak síðar fyrirtæki á sviði steypuefnarannsókna sem Sementsverksmiðja ríkisins tók þátt í. Síðasti starfsvettvangur Njarðar var hjá Almennu verkfræðistofunni. Vatnsleit fyrir Akranesbæ tók sinn tíma á þessum árum, í kringum 1970, eilífðarmál sem var á dagskrá fleiri en eitt kjörtímabil. Því var áríðandi að finna gott vatn. Einn laugardag í ágústmánuði gengum við Njörður Njörður Tryggvason ✝ Njörður Tryggva-son bygging- arverkfræðingur fæddist á Akureyri 28. janúar 1937. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 18. júní 2010. Útför Njarðar fór fram frá Akra- neskirkju 24. júní 2010. ásamt vatnsveitustjór- anum í Reykjavík um Akrafjall þvert og endilangt til að leita að vatnsuppsprettum. Það var góð fjallganga. Við fundum eitthvað af uppsprettulindum en lentum síðan í vand- ræðum í fjallinu. Það var að skella á myrkur og við komnir í ógöng- ur í klettum. Við kom- um niður að Vestri- Rein, seint og síðar meir, og hringdum í leigubíl til að komast heim. Gott ef konurnar okkar voru ekki farnar að huga að því að láta leita að okkur. En heim komumst við af eigin rammleik, þótt seint væri. Þetta eru aðeins örfáar svipmyndir frá liðinni tíð. Og hvernig svo sem það atvikaðist þá bundust fjölskyldurnar vináttuböndum. Konurnar okkar áttu auðvitað sinn þátt í því eins og oft vill verða. Við hittumst reglulega í gegn- um árin, einkum meðan börnin voru yngri, oftast á Skaganum eða fyrir sunnan, þótt þeim samfundum hafi fækkað í seinni tíð, eins og gengur. Fráfall Njarðar kom óvænt og skyndilega, þótt hann hefði átt við vanheilsu að stríða í nokkurn tíma. Mér er söknuður í huga, en mestur er missir eiginkonu, barna og fjölskyldu allrar. Við hjónin vottum þeim okkar dýpstu samúð. Með fráfalli Njarðar Tryggvasonar er horfinn af sjónarsviðinu heilsteypt- ur drengskaparmaður. Gylfi Ísaksson. Kveðja frá bekkjarbróður Kær æskuvinur er fallinn frá. Við Njörður kynntumst í 1. bekk Gagn- fræðaskólans á Akureyri og fylgd- umst að til stúdentsprófs frá MA. vor- ið 1957. Hann var námsmaður góður, athugull og samviskusamur og lauk stúdentsprófi með hárri einkunn. Við bundumst ævilöngum vináttubönd- um á þessum árum, áttum margt sameiginlegt. Báðir voru „bókaorm- ar“. Biðum eftir jólabókunum og krufðum þær, vorum ekki alltaf sam- mála. Eitt sinn rakst ég á bók eftir Agatha Christie, sýndi svo Nirði. Þá hófst Agötu-tímabilið. Það bætti enskukunnáttu okkar og fannst mér ekki af veita. Annars var Nirði fátt óviðkomandi. Fylgdist vel með þjóð- málum og hafði mótaðar skoðanir. Einng hafði hann mjög mikinn áhuga á sagnfræði, sem við deildum, svo nóg var um að tala. Við vorum í stærð- fræðideild 14 strákar svo ýmislegt gat gengið á. Þóttum fyriferðarmiklir þó fáir væru. Njörður var friðarsinni í eðli sínu og lægði stundum öldurnar. Að stúdentsprófi loknu héldum við til Reykjavíkur til náms við Háskóla Ís- lands og fengum inni á Stúdentagörð- unum. Njörður hóf nám í verkfræði. Á þeim árum ríkti mikil skemmtana- menning á Garði og þótti sumum nóg um. Við Njörður tókum þátt eins og aðrir í þessum þætti garðlífsins. Var það að sjálsögðu leið ungs fólk til að takast á við lífið og fullorðnast. Á góðri stund var Njörður hrókur alls fagnaðar. Freyr spilaði Presleylög á gítarinn og söng með, Njörður hló sínum sérstaka smitandi hlátri og „peppaði“ liðið upp. Við sóttum kvi- myndahús, okkar menn voru Berg- man, Bunuel og ítölsku meistararnir. Að loknu fyrrihlutaprófi hélt Njörður til Kaupmannahafnar en ég gerði hlé á námi. 1962 fór ég til Kaupmanna- hafnar til náms. Þrátt fyrir miklar annir gaf Njörður sér tíma til að út- vega mér herbergi. Er til Hafnar kom sá ég fljótt að að kona var komin í spilið. Var það Kristrún Jónsdóttir. Þau voru innilega ástfangin og gengu í faðmlögum um götur borgarinnar. Heimkomin giftu þau sig og lifðu í farsælu hjónabandi. Njörður hóf störf á verkfræðistofu á Akranesi og varð síðar meðeigandi. Gat hann sér gott orð sem verkfæðingur. Á 15 ára stúdentsafmæli kynntust konur okk- ar og fór strax vel á með þeim, urðu samskipti mikil milli fjölskyldnanna. Þau hjón voru mjög listhneigð og sóttu oft listviðburði, ekki síst mál- verkasýningar. Kidda kom með mál- verkaarf í búið og brátt tóku þau að bæta við. Nú má segja að allir veggir hússins séu þaktir myndverkum. Fjölbreytnin vekur sérstaka athygli. Njörður var mér sérstaklega kær vinur, skemmtilegur og hugulsamur. Stundum setti hann ofan í við mig á árum áður, þegar honum fannst ég ganga kæruleysilega um gleðinnar dyr. Hann gladdist því mjög þegar mér tókst með góðra manna hjálp að losna úr klóm Bakkusar. Góður drengur er genginn Fjölskylda mín sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Minningin um hann mun lengi lifa. Kveðja skal flutt frá stúdentsárgangi 1957 frá MA, sem minnist skemmtilegs og trausts bekkjarbróður. Vignir Einarsson. Félagi okkar Njörður Tryggvason er látinn. Það eru hartnær fjörutíu ár síðan leiðir okkar félaganna lágu saman. Við völdumst saman í starfs- nefnd á vegum Akranesbæjar. Samstarfið í nefndinni var einkar gott og er því lauk var afráðið að halda hópinn með gönguferðum í um- hverfi Akraness. Mörg málefnin voru krufin til mergjar í þessum ferðum. Oft voru þetta hressandi ferðir bæði fyrir hug og líkama, oft upp á tinda fjallanna í grenndinni. Í þessum ferð- um nutu margir eiginleikar Njarðar sín vel, góður göngumaður en jafn- framt greindur, vel menntaður og víð- lesinn og kom skoðunum sínum vel til skila. Gönguferðirnar leiddu fljótt til náinna tengsla fjölskyldna okkar og hófust þá sameiginlegar sumarferðir sem leiddu bæði til hringferða um landið og hálendisferða. Þessar ferðir tókust með ágætum og voru mjög ánægjulegar bæði fyrir yngri kyn- slóðirnar og þá fullorðnu. Þetta voru oftast tjaldferðir og var jafnan glatt á hjalla þegar tjaldbúðir voru reistar í nætur stað. Í þessum ferðum naut Njörður sín vel með sinni góðu þekk- ingu á landi og þjóð. Á starfssviðinu voru einnig náin tengsl milli okkar félaganna. Njörður stofnaði snemma eigin verkfræði- stofu og þar sem við störfuðum allir á byggingarsviðinu lágu leiðir okkar oft saman. Njörður var góður verkfræð- ingur, útsjónarsamur og sérstaklega vandvirkur. Þannig voru öll verk vel gerð undir hans stjórn og margar af stærri byggingum á Akranesi hann- aði hann og lagði jafnframt fram til- lögur og þekkingu sem verkfræðing- ur.Til merkis um traust stéttarinnar má merkja af því að Njörður var fenginn til að meta skemmdir á bygg- ingum sem urðu í Suðurlands-jarð- skjálftunum. Það var erfitt verk og flókið sem hann leysti með stakri vandvirkni. Þótt síðar verði munu þó störf hans sem framkvæmdastjóri Sérsteyp- unnar á Akranesi halda uppi nafni hans og geyma það í tæknisögu Ís- lands. Sérsteypan var þróunarfyrir- tæki sem Íslenska járnblendifélagið og Sementsverksmiðjan stofnuðu til að þróa nýjungar á sviði múr- og steyputækni. Njörður var valinn til að stjórna þessum þróunarverkefnum vegna áhuga hans og þekkingar á við- fangsefninu. Og hann brást sannar- lega ekki þeim væntingum sem við hann voru bundnar. Á þeim fáu árum sem Sérsteypan starfaði afrekaði Njörður það að breyta múrarastarf- inu úr hreinu handverki yfir í vélvætt iðnstarf með nýtísku flutningskerfi og notkun múrdælna. Þá var undir hans stjórn og handleiðslu þróað sér- íslenskt utanhúss-múrkerfi sem nú nýtur sífellt meiri vinsælda. Með notkun steypu í vega-, gatnagerð og stíflugerð raforkuvera í huga hóf Njörður umfangsmiklar rannsóknir á notkun nýrra steypugerða sem voru sterkari en jafnframt ódýrari en hefð- bundin steypa. Þá var geysistórt verkefni unnið hjá Sérsteypunni með notkun á trefjasteypu í alls konar byggingarhluti. Ef að líkum lætur munu þessar rannsóknir á gatnas- teypu og notkun trefja í steypu verða grunnurinn að tækninýjungum á þessu sviði í framtíðinni. Kristrúnu konu hans og börnum þeirra, þeim Jóni Tryggva og Hróð- nýju, sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Guðmundsson, Hafsteinn Sigurbjörnsson, Stefán Teitsson. Ekki átti ég von á að kveðja Njörð frænda minn svo fljótt. Mín fyrsta minning um Njörð föð- urbróður minn var að hann var að koma heim frá námi í Danmörku og færði okkur bræðrunum gjafir, en það var ekki algengt á þeim tíma að maður fengi „auka“ gjöf. Síðar tók hann að sér að reyna að auka færni mína í tungumálum á unglingsárum. Njörður var mikill fræðimaður og einkenndist öll nærvera hans af fróð- leik og áhuga á list og fögru umhverfi. Þegar kom að því að þau hjónin ákváðu að setjast að á Akranesi kom ekki annað til greina en að hann myndi skipuleggja og teikna húsið sjálfur og taka ríkan þátt í byggingu þess. Ég minnst Njarðar sem ákveðins manns sem ávallt vissi hvað hann vildi og hvað hann taldi sér og sínum fyrir bestu. Mikil samheldni ríkti í fjöl- skyldunni og voru Jón Tryggvi og Hróðný með í flestum athöfum, hvort heldur var í daglegu amstri eða frí- tíma. Samheldni þeirra var ríkur þáttur í lífi þeirra allra og vörðu þau miklu af frítíma sínum saman. Jón Tryggvi hefur komið sér fyrir erlend- is og hafa þau oft farið í heimsókn til hans og haldið þannig kærleiksríku sambandi. Njörður vann fram til sjötugs við verkfræðistörf. Hann bjó sig vel und- ir elliárin sem í hönd fóru, en örlögin gripu fyrr inn í en ætlað var og aðeins nokkrum árum síðar greindist hann með krabbamein sem varð honum að aldurtila. Ávallt var gott að koma í heimsókn til þeirra hjóna á Akranesi. Þar var tekið á móti gestum með kræsingum og hlýju. Á síðari árum gafst okkur hjónum tækifæri á að spila við þau Kristrún golf sem hefði mátt vera oft- ar. Með þessari stuttu minningargrein viljum við Inga, Elín Björk, Signý og Hanna Sigga færa Kristrúnu, Jóni Tryggva, Elisabeth, Hróðnýju og Snorra samúðarkveðjur. Tryggvi Jónsson. Gunnar Helgason, hæstaréttarlögmaður og stórvinur minn til margra ára, er horfinn yfir móðuna miklu. Gunnar bar sig ávallt vel og hélt virðingu sinni til hinsta dags þrátt fyrir að heilsan væri ekki upp á sitt besta. Allar götur frá því að við kynntumst, var Gunnar tilbúinn að taka á sprett um víðan völl bókmennta, sögu og tónlistar og hvað eina annað sem lyfti andanum og greinir mann- skepnuna frá dýrum jarðar. Gunnar var mjög pólitískt þenkjandi og hafði sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Ekki er hægt að komast hjá því að minnast á laxveiðar Gunnars sem hann stundaði um árabil. Þar var ég svo lánsamur að eiga góðar stundir með honum úti í okkar fal- legu náttúru og góðum félagsskap. Við Gunnar störfuðum saman hjá Loftleiðum á árunum 1965–1969, hann í lögfræðideildinni og ég í hag- deild fyrirtækisins. Varð okkur fljótt Gunnar Helgason ✝ Gunnar Helgasonfæddist í Reykja- vík 18. ágúst 1923. Hann lést á Sóltúni 4. júní 2010. Útför Gunnars fór fram frá Háteigs- kirkju 14. júní 2010. vel til vina. Hafði ég strax og allt til andláts Gunnars mikla ánægju af því að taka snúning á tilverunni með honum og fara vítt um heim allan, en Gunnar var afar vel gefinn, fjölfróður og minnugur með af- brigðum. Margt var rætt og stundum tekið sterklega til orða, en alltaf var Gunnar hinn sanni heims- og heið- ursmaður, lét sér hvergi bregða og hlustaði vel. Hann var hreinskiptinn og lét menn njóta sannmælis, enda nutu allir sem Gunnar þekktu víðsýni hans og fjöl- menntunar. Gunnar var mjög vel les- inn og það brást ekki að hann var ávallt með nýjustu bækurnar á borð- inu hjá sér. Fór þar mikið fyrir sögu 20. aldarinnar og allt fram á 21. öld- ina, ævisögum, bókum um stjórnmál og efnahagsmál. Ef einhver bók um þessi mál var ekki í eigu Gunnars, var nánast alveg öruggt að hana þurfti ekki að lesa. Efnahagsmál og hagfræði ræddi Gunnar af þekkingu og yfirsýn sem sómt hefði langskóla- gengnum „ökónóm“, enda taldi hann sig með réttu ekki síður hagfræðing en lögfræðing þegar vel lá á honum. Skipti þar engu hvort um hvort rætt var um peningamálastefnu Alan Greenspans, fyrrum klarinettuleik- ara og seðlabankastjóra Bandaríkj- anna, eða vandamál í rekstri einka- fyrirtækja. Gunnar var mikill áhugamaður um tónlist, stundaði sjálfur tónlistarnám í æsku, en mikill tónlistar og menningaráhugi var í fjölskyldu hans eins og kunnugt er. Fyrir mörgum árum vorum við staddir á veitingastað í Vín þar sem ungverskir sígaunar spiluðu af mik- illi list fyrir gesti staðarins. Ekki var Gunnar ánægður með lagavalið og óskaði eftir því að þeir léku „alvöru músík“ og tilgreindi nokkur verk eft- ir Béla Bartok. Þegar því var lokið hélt Gunnar smá tölu um hernaðar- list Prússa á gullaldarþýsku og hef ég aldrei orðið vitni að tónlistar- mönnum hneigja sig eins djúpt og af svo mikilli virðingu og þeir gerðu þarna fyrir Gunnari. Gunnar var mikill mannvinur. Hann var góður faðir barna sinna og undantekningarlaust urðu vinir þeirra vinir Gunnars. Við Edda Björk vottum börnum hans og öðr- um ættingjum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning góðs og trausts vinar. Sigurður Jónsson. Þann 3. júní sl. lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni Gunnar Helgason hrl. Gunnar var einn af stofnfélögum í Lionsklúbbnum Nirði sem stofnaður var 20. apríl 1960. Hann valdist fljótt til forystu í klúbbnum og var ritari fyrsta árið og strax næsta ár var hann kosinn for- maður klúbbsins. Hann var kosinn umdæmisstjóri 1963. Í gegnum árin gegndi hann ýmsum störfum fyrir Njörð bæði sem formaður nefnda og við átaksverkefni varðandi fjáröflun. Þegar Gunnar steig í ræðupúltið hlustuðu allir með athygli því hann var einstaklega vel máli farinn og áheyrilegur ræðumaður. Hann var reyndar sjóaður í að flytja mál sitt í réttarsölum hér á landi og erlendis sem lögfræðingur Loftleiða og síðar Flugleiða. Það fór ekkert á milli mála hvar Gunnar stóð í pólitík. Hann var sannur hægrimaður og mikill aðdá- andi Bandaríkjanna og fylgdi re- públikönum að málum og haft er eft- ir honum: „Go first class, go American.“ Gunnar stundaði laxveiði í áratugi aðallega í Þverá, Kjarrá og Hofsá og þótti hann lunkinn veiðimaður. Við félagar hans úr Nirði komum til með að sakna Gunnars því hann var oft áberandi á fundum og þegar hann tók til máls var hlustað af at- hygli því hann kom oft með nýjan vinkil á hin ýmsu mál sem vörðuðu klúbbinn og starfið sem þar fór fram. Við Njarðarfélagar þökkum Gunnari mjög svo ánægjulega sam- fylgd í gegnum árin og vottum ætt- ingjum og fjöskyldu Gunnars okkar dýpstu samúð. Lionsklúbburinn Njörður, Steinar Petersen formaður. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla útgáfu- daga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.