Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Útistofa Eflaust hefur fáum hugkvæmst að færa stofuna undir beran himin en vegfarendur við Ingólfstorg gátu í gær tyllt sér í betri stofu borgarinnar, en svo nefnist einmitt þessi gjörningur. Eggert „Hlutverk háskóla er að stuðla að sköpun og miðlun þekkingar og færni til nemenda og samfélagsins alls. Starf háskóla miðar að því að styrkja innviði íslensks samfélags,“ segir í lögum um háskóla frá 2006. Samkvæmt þessu er kveðið á um tiltekið sam- félagslegt hlutverk há- skóla án þess að það sé nánar útskýrt í lögum hvernig háskólar eigi að vinna að því að „styrkja innviði íslensks samfélags“ eða miðla þekk- ingu og færni til samfélagsins. Það er þá á ábyrgð hvers háskóla fyrir sig að útfæra það en þeim ber að gera það. Rannsóknarskýrsla Alþingis bendir til þess að þessum hlutverkum hafi ekki verið nægilega vel sinnt og því má velta fyrir sér hvaða leiðir séu bestar til að bæta úr því. Í nágrannalöndum okkar er sums staðar nánar tilgreint í lögum hvað fel- ist í þessu mikilvæga hlutverki og hvernig eigi að sinna því. Í sænskum lögum er fjallað um að starfsemi há- skóla skuli standa vörð um trúverð- ugleika og siðferði rannsókna. Þar er jafnframt kveðið á um að háskólar stuðli að sjálfbærri þróun, vinni að jafnrétti kynjanna, stuðli að auknum skilningi á öðrum þjóðum og leggi upp úr því að ná til ólíkra þjóðfélagshópa við inntöku nemenda. Í norskum há- skólalögum er sérstaklega kveðið á um að háskólar leggi sitt af mörkum til að tryggja að starfsmenn og stúdentar geti tekið virkan þátt í málefnum líð- andi stundar í samfélaginu. Ekki er óeðlilegt að krafa um sam- félagslegt hlutverk háskóla sé útlistuð þegar fjallað er um hlutverk þeirra í lögum. Nú í vor var lögum um op- inbera háskóla breytt þannig að ekki er aðeins kveðið á um kennslu og rann- sóknir sem meginmarkmið heldur einnig að háskólar miðli fræðslu til al- mennings og veiti þjóðfélaginu þjón- ustu í krafti þekkingar sinnar. Með þessu er skerpt á því hlutverki háskóla að þjóna samfélaginu og taka þátt í að byggja upp gagnrýnna, upplýstara og öflugra samfélag. En að þessu sögðu má líka ljóst vera að skoða þarf rammalöggjöf um há- skóla sem nær yfir alla háskóla lands- ins út frá sömu sjónarmiðum og efna til umræðu um það hvernig háskólar telja sig uppfylla samfélagslegt hlutverk sitt. Sjálfstæði háskóla, innan ramma laganna, felur ekki eingöngu í sér rétt- indi heldur einnig skyldur. Háskólar landsins hafa þegar tekið frumkvæði í umræðum og greiningu á niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar og ég vænti áframhaldandi frumkvæðis á næstu miss- erum frá stjórnendum há- skólanna og einstökum fræðimönnum til að rækja betur hlutverk háskóla hvað varðar siðferðilega ábyrgð og skyldur þeirra við samfélagið. Ýmsir háskólar hafa t.d. óháð lagasetningum orðið aðilar að ýmsum alþjóðlegum stofn- unum eða samtökum sem vinna að samfélagsumbótum. Má þar nefna sem dæmi að Háskólinn á Akureyri er eini íslenski skólinn sem er aðili að alþjóð- legum samtökum háskóla sem hafa það á stefnuskránni að vinna að réttlæti, jafnrétti og sjálfbærri þróun (sbr. Int- ernational Association of Universities). Í gegnum þau hafa margir háskólar orðið aðilar að Kyoto-bókuninni um menntun til sjálfbærni. Á þessum lista eru stórir norrænir háskólar eins og t.d. háskólinn í Ósló, Stokkhólmi og Uppsölum. Þessa áherslu má svo sjá í háskólalögum þessara landa. Sama er að segja um samtökin ULSF (univers- ity leaders for sustainable future) sem gáfu út Jarðarsáttmálann árið 2000 og margir skólar vinna nú eftir, þ.á m. Háskólinn í Helsinki og svona mætti áfram telja. Ég held að flestir geti verið sammála um að kennsla og rannsóknir eru kjarnastarfsemi háskóla og mikilvægi þeirra er óumdeilt. Í mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu hefur verið unn- ið mikið starf á undanförnum mán- uðum í að efla innviði á þessum sviðum, meðal annars með stofnun alþjóðlegs gæðaráðs, áætlanagerð um aukna sókn í alþjóðlega sjóði og fleiru. Ég hvet hins vegar háskóla landsins til að velta fyrir sér hvernig þeir geti verið í far- arbroddi samkvæmt fleiri mælikvörð- um en aðeins Shanghai-listanum. Há- skólarnir eru hornsteinar samfélagsins – þeirra hlutverk er að skapa þekk- ingu, miðla henni og stuðla að því að hún nýtist til samfélagslegra framfara. Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Sjálfstæði háskóla, inn- an ramma laganna, fel- ur ekki eingöngu í sér réttindi heldur einnig skyldur. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Hlutverk og ábyrgð háskóla París | Á erf- iðum tímum í efnahagsmálum ætti eitt grundvallaratriði að fá sömu um- fjöllun og þeir háu fjár- lagahallar og nið- urskurð- arpakkar, sem nú tröllríða fréttum. Grundvall- aratriðið má setja fram í örfáum orðum: „Allir verða að leika eftir reglunum.“ Fjármálakreppan í heiminum sýnir okkur að þessa dagana er lít- ið umburðarlyndi gagnvart þeim, sem svindla. Frá upphafi krepp- unnar hafa G-20-löndin með Frakka (og Bandaríkjamenn) í fararbroddi knúið á um betri regl- uramma, bætta stjórnarhætti og aukna ábyrgð. Engin skjól fyrir undanskot frá skatti. Engin skjól fyrir peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka og engin skjól fyrir „sveigjanlegar fjár- málareglur“. Greinilegt er að fólk í iðnríkj- unum vill að þessum grundvall- aratriðum verði fylgt. Á erfiðum tímum eins og nú eru skipta pen- ingar máli. Í þróunarríkjunum er hins veg- ar önnur hlið á því að „leika eftir reglunum“. Þar vill fólk binda enda á skálkaskjólið, sem spilltir embættismenn nýta sér til að stela opinberu fé og koma því fyrir er- lendis. Því getum við bætt við: Engin skjól fyrir afraksturinn af spillingu. Greinilegur árangur hefur náðst í skattamálum. Frakkar hafa skuldbundið banka sína til gagn- særra vinnubragða og skyldað þá til að tilkynna um bankastarfsemi í skattaskjólum umfram að- lþjóðlegra staðla um skipti á upp- lýsingum. Aðrir hafa sýnt forystu í að elt- ast við fyrirtæki, sem múta er- lendum embættismönnum. Það hefur hins vegar reynst tímafrekt að endurheimta þá milljarða doll- ara, sem spilltir leiðtogar og emb- ættismenn í þróunarlöndunum hafa stolið. Alþjóðabankinn vinnur nú ásamt eiturlyfja- og glæpaskrif- stofu Sameinuðu þjóðanna að verkefni, sem kallast endurheimt stolina eigna (Stolen Asset Reco- very, skammstafað StAR) og snýst um að ná í ávinning í krafti spillingar og hjálpa til við að koma stolnum eignum í hendur rétt- mætra eigenda: almennings í þró- unarlandinu, sem í hlut á. Frakkar, Bretar, Ástralar, Norðmenn og Svisslendingar styðja allir þetta mikilvæga verk- efni og eru sammála um að refsi- leysi vegna alþjóðlegra glæpa af þessum toga verði ekki liðið leng- ur. Misnotkun opinbers valds til einkagróða verður ekki liðin. Þessi mál, skattaskjól, stolnar eignir, mútur og spilling, eru meg- inástæðurnar fyrir hinni brýnu þörf á að rækta opin vinnubrögð og gagnsæi í peningamálum og tryggja ábyrgð á alþjóðlegum vettvangi. Nú er tækifæri til að komast á skrið og ná varanlegum árangri. Spilling – óháð formi og kring- umstæðum – er krabbamein, sem lamar hagkerfi jafnt í iðnríkjum sem þróunarlöndum. Hún grefur undan hagvexti. Hún er glæpur, sem veldur sérstaklega miklu tjóni í þróunarlöndunum. Varlega talið má ætla að árlega sé 20 til 40 milljörðum dollara stol- ið í þróunarlöndunum með mútum, misbeitingu fjármuna og spillingu. Í þróunarlöndunum mætti leggja 48 þúsund kílómetra langan tveggja akreina malbikaðan veg fyrir 20 milljarða dollara eða veita 120 milljón alnæmissjúklingum aðhlynningu í heilt ár. Árangur er mögulegur. Sviss- lendingar sendu 684 milljónir doll- ara úr sjóðum Ferdinands Mar- cosar, fyrrverandi forseta Filippseyja, aftur heim, 700 millj- ónir dollara úr sjóðum Sanis Abacha herforingja voru sendar aftur til Nígeríu og þeir skiluðu ásamt öðrum þjóðum 180 millj- ónum dollara, sem embættismað- urinn Vladimiro Montesinos hafði stolið, aftur til Perú. Þannig að þegar leiðtogar heims koma saman á vegum G-20 og öðr- um vettvangi á komandi vikum til að ræða efnahagskreppuna, hvata, fjármálareglur og þróunarmál ætti baráttan gegn spillingu að vera fullgilt viðfangsefni á dag- skránni. Hins vegar hafa ekki öll G-20-ríkin staðfest UNCAC, sátt- mála Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu, þar sem settur er fram rammi, sem lönd geta stuðst við til að þróa sín eigin lög í því skyni að loka skjólum fyrir glæpamenn, sem stela frá þróunarlöndunum. G-20-ríkin hafa hvatt til hertari aðgerða gegn spillingu. Nú þurf- um við að ganga lengra. Lönd, sem ekki hafa skrifað undir sátt- málann, ættu að gera það hið fyrsta. Þau lönd, sem hafa und- irritað og staðfest UNCAC, eiga nú að koma sáttmálanum í fram- kvæmd. Fjármálastofnanir ættu ekki að stunda viðskipti í lögsagn- arumdæmum, þar sem ekki er samstarfsvilji – á svæðum, sem fara ekki eftir reglunum. Hið sið- menntaða samfélag á að hvetja til aðgerða og ábyrgðar. Baráttan gegn spillingu er lífsnauðsyn, ekki bara vegna þess að hún er rétt, heldur vegna þess að það hefur áhrif á okkur öll að bregðast í þessum efnum. Við lifum nú í breyttum heimi þar sem þróunarríkin eru mik- ilvæg uppspretta hagvaxtar og flytja inn vöru og þjónustu frá þró- uðum löndum. Þegar spilling veld- ur mikilvægum viðskiptavini þín- um slíku tjóni veldur hún þér líka tjóni. Eftir Christine Lagarde og Ngozi Okonjo- Iweala »Hið siðmenntaða samfélag á að hvetja til aðgerða og ábyrgðar. Baráttan gegn spillingu er lífs- nauðsyn, ekki bara vegna þess að hún er rétt, heldur vegna þess að það hefur áhrif á okkur öll að bregðast í þessum efnum. Christine Lagarde er viðskipta-, iðnaðar- og atvinnumálaráðherra Frakklands. Ngozi Okonjo-Iweala er framkvæmdastjóri hjá Alþjóða- bankanum. © Project Syndicate, 2010. www.project-syndicate.org Ekkert skjól fyrir illa fengið fé Christine Lagarde Ngozi Okonjo- Iweala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.