Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 ✝ GuðmundurKristinn Axelsson fæddist að Lækj- armóti í Víðidal 3. janúar 1920. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Hvammstanga 20. júní 2010. Foreldrar hans voru hjónin Ax- el Jóhannes Guð- mundsson, fæddur á Aðalbreið í Fremri- Torfustaðahreppi 24. september 1894, d. 18. janúar 1973, og Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir frá Hvarfi í Víðidal, f. 28. janúar 1892, d. 2. desember 1971. Systkini Guðmundar voru Helgi, f. 9. febr- úar 1923, d. 9. desember 1989, Skúli, f. 14. apríl 1926, d. 1. janúar 2009, og Benedikt, f. 9. janúar 1933. Eiginkona Guðmundar er Guðbjörg Hulda Ragnarsdóttir, f. 12. mars 1930 á Grund í Vest- urhópi. Barn Guðmundar og Huldu er Axel Rúnar, f. 31. maí 1963. Sambýliskona hans er Bogey Erna Benediktsdóttir frá Neðri- Torfustöðum í Miðfirði, f. 15. apríl 1970. Börn þeirra eru Heiðrún Nína, f. 10. febrúar 1997, og Anna Elísa, f. 9. maí 2004. Einnig ólu sjálfmenntaður. Hann starfaði um tíma við brúarvinnu og vegavinnu. Bjó á tímabili í Reykjavík þar sem hann vann ýmis störf, s.s. við síld- veiðar í Hvalfirði, og vörubílstjóri hjá garðyrkjumanni. Var um tíma í vinnu hjá Landsímanum og í bíla- umboðinu Heklu. Árið 1943 flytur Guðmundur á æskuslóðir aftur og þeir Helgi bróðir hans kaupa Valdarás ytri. Árið 1953 hefja hann og eiginkona hans búskap saman að Valdarási ytri. Seinna, eða árið 1974, eignast Guðmundur Valdarás syðri en Helgi býr áfram á Valdarási ytri. Guðmundur sinnti ýmsum félagsstörfum á sínum bú- skaparárum. Sat í hreppsnefnd og kjörstjórn og var um árabil deildarstjóri Þorkelshólshrepps- deildar Kaupfélagsins. Það var þó jörðin hans og búið að Valdarási sem fyrst og fremst átti hug hans allan. Mikil uppbygging var unnin í hans búskapartíð í beinu framhaldi af vinnu föður hans. Fjórtán ára að aldri fór hann fyrst í göngur og undi sér ætíð mjög vel fram um heiðar og var vel kunnugur ör- nefnum nær og fjær. Árið 1988 tekur sonur hans Axel Rúnar við búi Guðmundar að hluta til en Guðmundur stundar bústörfin af kappi með honum allt þar til heils- an gaf sig og hann flyst á Heil- brigðisstofnunina á Hvammstanga 2005. Útför Guðmundar fer fram frá Víðidalstungukirkju í dag, 26. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Meira: mbl.is/minningar Guðmundur og Hulda upp Grétar Gúst- avsson, f. 13. júlí 1953. Eiginkona hans er Guðný Bech, f. 2. apríl 1950. Barn þeirra er Lára Björg og á hún soninn Grét- ar Snæ. Eldri börn Guðnýjar eru Anna Ragnheiður, f. 19. júní 1970, og Halldór Rune, f. 18. sept- ember 1979. Fyrir átti Grétar dótturina Lindu Björk en móðir hennar er Sólveig Jónsdóttir. Eldri dóttir Sólveigar er Kristín. Börn Lindu eru Perla Kristín, Brynja Sól og Saga Lind. Tveggja ára að aldri flytur Guð- mundur með foreldrum sínum frá Lækjarmóti að Valdarási syðri í Fitjárdal og dvelur þar allan sinn uppvöxt. Hann sækir farskóla á bæi í sveitinni t.d. í Auðunarstaði og Bakka, 1-3 mánuði á vetri frá 10 ára aldri fram að fermingu. Eft- ir þetta stundar hann stöku sinnum vinnu um skemmri tíma á bæjum í sveitinni, t.d. á Fremri-Fitjum. Ár- ið 1939 lá leið hans í nám við Hér- aðsskólann að Reykjum í Hrúta- firði. Upp frá þessu var hann Mig langar til að heiðra minningu Guðmundar Axelssonar frá Valdarási með fáum orðum. Gamla bændasam- félagið og nýir tímar mætast. Tvö tignarleg hús á einni stórri jörð, sem skipt var á milli bræðra. Báðir þekktu þeir hverja einustu þúfu eins og lóf- ann sinn þar sem barnsskónum var slitið. Enn var ljósgult far og smá dæld á einum stað á túninu þar sem gamli torfbærinn stóð. Í huga barns- ins var þetta allra flottasta sveitin í dalnum með fullt af tækifærum við leik og störf. Áin í allri sinni dýrð á milli bæjanna, stikl á steinum, sull, sundlaugartilraunir með tilheyrandi kulda, ferskt drykkjarvatn á völdum stöðum, fótboltinn sóttur og minning- arnar streyma. Bræðurnir með ólíka sýn þar sem sá yngri var vanafastur en sá eldri duglegur að tileinka sér stefnur og strauma samfélagsins. Við árstíðarbundin störf tengdust fjöl- skyldurnar sérstaklega og þá var til- hlökkunin mikil. Eftirvænting að sitja á hesti við smalamennskuna, berbakt svo að litlir fætur flæktust ekki í ístaðinu, rúningur í Selslandinu þar sem unnið var hörðum höndum við að koma fénu á heiðina. Tilhlökkun að kitla bragðlaukana í kaffitímum þar sem húsmæðurnar lögðu allan sinn metnað í að hafa bakkelsi og drykki sem gómsætast. Góðu dagsverki lokið og öllum létt. Spretturinn tekinn heim á leið. Hestar drengjanna voru hraðskreiðari og barnið á Blesa, sem hafði þann undarlega eiginleika að bakka frekar en að fara áfram. Trunt- an gerði þó sitt besta á heimleiðinni en þó var góður tími til að virða fyrir sér útsýnið, sem tengdist kynslóðum horfinna tíma. Guðmundur hafði hlýja og sterka nærveru og aldrei var Hulda langt undan. „Góða, vinan, ansi er stelpan fjárglögg, hún yrði góður bóndi,“ eru kunnugleg orð í eyrum. Hjónin voru höfðingjar heim að sækja, öllu því besta var tjaldað og borðið svignaði undan kræsingum. Guðmundur var með sterka rétt- lætiskennd og fékk ég oft að njóta hennar þegar stríðni drengjanna var í hámarki. Þá var haft samband heim því það gengi ekki að stríða stelpunni svona sýknt og heilagt. Árin líða og lífið gengur sinn vanagang. Guð- mundur er kominn vel á efri ár þegar leiðir okkar liggja saman enn á ný á sjúkrahúsinu, þar sem ég starfaði nokkrar vikur tvö sumur. Mikið var ég glöð inni í mér að fá að sinna þess- um aldna höfðingja, sem var elstur sinna bræðra. Það var yndislegt hvað hann var fljótur að átta sig á því hver ég var. Hversu óhræddur hann var að kalla nafnið mitt og biðja um sykur- mola með kaffinu eða eitthvað annað tiltækt hverju sinni. Það var ljúft að upplifa tryggðina þegar síminn hringdi á hverjum degi, sama tíma dags og Hulda á línunni. Það var heiður að fá að kynnast Guðmundi Axelssyni, afabróður mín- um. Blessuð sé minning hans. Huldu, Rúnari, Ernu, Nínu og Önnu Elísu votta ég samúð. Anna Elísabet Gestsdóttir. Góður búmaður er fallinn frá, Guð- mundur Axelsson bóndi frá Valdarási í Fitjárdal. Það var ólíkt Guðmundi að kveðja þennan heim á háannatíma sveitanna. Sauðburði er nýlokið, sláttur að hefjast og náttúran að vakna til lífsins. Honum er samt fyr- irgefið, enda kominn á tíræðisaldur og búinn að leggja mikið af mörkum með vinnu- og útsjónarsemi öll sín bú- skaparár. Ég var fimm ára þegar ég fór í sveit að Valdarási og var þar öll mín unglingsár. Á þessum tíma var mikil gróska á Valdarási, bræðurnir á bænum að mótast og taka sín gæfu- spor í lífinu. Guðmundur var elstur af fjórum bræðrum. Hann hóf fljótlega að byggja upp sitt bú á Valdarási með konu sinni Huldu Ragnarsdóttur sér við hlið. Bæði voru þau harðdugleg og ósérhlífin í öllum verkum sem vinna þurfti. Verkskipting þeirra hjóna var ljós, samvinna um lausn verkefna eins góð og hugsast gæti. Öll búskaparár Guðmundar einkenndust af góðri bú- mennsku og undir umsjón Guðmund- ar voru gerðar miklar jarðabætur, tún endurnýjuð og ræktuð upp af mikilli vandvirkni. Verklag við hey- skap átti huga hans allan og með- höndlun og fóðrun búpenings. Allir hlutir voru nýttir sem best – fjárfest- ingar voru úthugsaðar og vel tíma- settar. Segja má að Guðmundur hafi verið ákveðin kjölfesta á stóru sam- vinnubúi sem lengi vel var rekið á Valdarási. Guðmundi þótti vænt um gott handbragð. Mér er alltaf minn- isstætt þegar Axel heitinn, faðir Guð- mundar, bað mig að sinna kindum sínum á háannatíma vorsins þar sem hann þurfti að fara frá í nokkra daga. Þá litu þeir bræður til mín einstaka sinnum og í eitt skiptið gaf Guðmund- ur sér sérstaklega góðan tíma í að ræða við mig. Þá hafði ég átt í erf- iðleikum með að hreinsa tað af grind- um. Sú kennsla sem ég fékk þennan dag frá Guðmundi við að hreinsa grindur með góðri reku lagði grunn- inn að þeirri hugsun hjá mér að gott verklag er gulls ígildi og hefur verið mér gott veganesti við lausn mála í hraða nútímans. Þó svo að Guðmundur hafi haft mikinn áhuga á þjóðmálum og al- mennri umræðu samtímans þá vöktu fréttir og viðburðir í nánasta um- hverfi hans meiri áhuga, í sveitinni þar sem hann ólst upp. Hann var barn síns tíma hvað þetta varðar. Jákvæð umræða um menn og málefni var í há- vegum höfð og léttvæg atvik voru ekki tekin fram yfir þau stóru, hvort sem umræðan var um búskaparhætti, orðaskipti manna á milli eða beit. Guðmundur og Hulda hafa verið fastir punktar í mínu lífi þegar ég hef farið norður. Við Guðmundur skipt- umst á skoðunum um þjóðmál og bú- skaparhætti, Hulda hellti á könnuna og tók þátt í umræðunum þess á milli. Nú er þessum kafla lokið. Frá því að Guðmundur missti heilsuna hef ég heimsótt hann á sjúkrahúsið í sömu erindagjörðum og áður fyrr og Huldu þess á milli á Valdarási. Ég vona að við Hulda höldum ótrauð áfram að ræða mál og drekka kaffi um ókomin ár. Guðmundar verður sárt saknað. Við á Hrísum höfum misst góðan nágranna. Blessuð sé minning hans. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina okkar á Valdarási. Karl Friðriksson og fjölskyldan á Hrísum. Guðmundur Kristinn Axelsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN BJÖRN DAGSSON, Víðihlíð í Grindavík, áður til heimilis að Heiðarvegi 24, Keflavík, lést á dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 21. júní. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 30. júní kl. 13.00. Eyjólfur Guðni Björnsson, Dagbjartur Björnsson, Valur Björnsson, Erla Guðjónsdóttir, María Björnsdóttir, Georg Svavar Einarsson, Ingiþór Björnsson, Bjarnveig Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GRÉTA AUSTMANN SVEINSDÓTTIR, frá Patreksfirði, lést á Hrafnistu Reykjavík þriðjudaginn 22. júní. Jarðarför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 28. júní kl. 13.00. Jón Kristjánsson, Dóra Hansen, Kristján Valur Jónsson, Erla Óskarsdóttir, Steinvör Jónsdóttir, Finnur Ingi Einarsson, langömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG GEORGSDÓTTIR, frá Miðhúsum í Breiðuvík, sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði miðvikudaginn 16. júní, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 28. júní kl. 15.00. Jón Guðmundsson, Áslaug Garðarsdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Guðbjartur Daníelsson, Jenný Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, MAGNÚSAR ÓLAFS JÓNSSONAR. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóna Gréta Magnúsdóttir, Bæring Guðmundsson, Erna Hólmfríður Magnúsdóttir, Eigil Rossen, Guðrún Ásta Magnúsdóttir, Ellert Sigurður Magnússon, María Eir Magnúsdóttir og fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæra, LILJA BERNHÖFT, áður til heimilis að Meistaravöllum 11, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund við Hringbraut mánu- daginn 21. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. júní kl. 11.00. Baldur Sigurðsson, Eva Benediktsdóttir, Gísli Sigurðsson, Guðrún Hólmgeirsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Guðmundur Bjarnason, Þóra Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.