Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 20% afsláttur af öllum kjólum Stærðir 36-52 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið laugardag kl. 10-15 www.rita.is STUTTERMA- BOLIR Verð frá 1.190 kr. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Ráðgjöf landslagsarkitekts Sumar 2010 ALLAR TEIKNINGAR GERÐAR Í ÞRÍVÍDD Viðskiptavinurinn fær hálftíma ráðgjöf sem kostar kr. 5.900. Upphæðin er inneign þegar keypt er palla- og girðingarefni hjá BYKO. Skráning á netfangið margret@byko.is og í síma 515 4135 alla virka daga. Björn Jóhannsson landslagsarkitekt sér um ráðgjöfina. Í sumar veitir BYKO viðskiptavinum sínum ráðgjöf og faglegar ráðleggingar vegna framkvæmda í garðinum. EX PO ·w w w .e xp o. is Laugavegi 63 • S: 551 4422 Sumarútsalan hafin 20- 50% afsláttur skoðið sýnishorn á laxdal.is Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is „Mér finnst persónulega mjög skrítið að fyrirtæki sem skuldar rosa mikinn pening og er ekki að skila miklum hagnaði skuli vera að greiða arð. Mér finnst það skrýtið og ég vil skoða það hver staðan er á því og hvernig standi á því,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri. Hann segist ekki vita hvort Orkuveit- an muni greiða arð á næsta ári. „Ég hef ekki nógu mikið vit á því til að segja: „Ég vil hætta því.“ Það á bara eftir að halda sérstakan fund um þetta tiltekna mál.“ Jón lét þessi orð falla eftir aðalfund Orkuveitu Reykavíkur í gær. Þar voru samþykktar arðgreiðslur OR til eigenda hennar vegna síðasta árs. Þær nema um 800 milljónum króna. Leiðtogi á krítískum tímum Á fundinum tók ný stjórn félagsins við. Þá var Haraldur Flosi Tryggva- son kosinn formaður stjórnar ein- róma af eigendum OR. „Mitt hlutverk er að leiða stjórn fé- lagsins á krítískum tímum. Það liggur fyrir að það á til að mynda að skipta félaginu upp í orkuframleiðslu- og orkuveituhluta núna um áramótin. Þar í slungið eru ýmsar breytingar sem að þarf að vakta,“ segir Haraldur Flosi. „Dæmin sanna að það ferli gæti leitt til umdeildrar niðurstöðu. Það er áhugi á því að gera þetta með þeim hætti að það ríki sátt um þetta í sam- félaginu. Þetta er í almannaeigu og á að vera það,“ segir Haraldur. Stjórn- arformaðurinn segir að það þurfi að gera rekstrarúttekt á félaginu. Það þurfi að vita við hvaða búi sé tekið. Hækkun óumflýjanleg Haraldur segist ekki endilega vilja hækka gjaldskrá OR. „Ég vil ekki gera það að einhverri pólitík að þurfa endilega að fara í gjaldskrárhækkun. Við munum að sjálfsögðu leitast við að spara í rekstr- inum. Ársreikningurinn sem lagður er fram núna gefur til kynna að það er taprekstur. Það þarf að leiðrétta það. Ef sú óþægilega staða er uppi að það þurfi að hækka gjaldskrá þá verðum við bara að horfast í augu við það og takast á við það eins og menn. En það er ekki fyrir fram gefið,“ segir Har- aldur. Borgarstjóra grunar að hækkun sé óumflýjanleg. „Mig grunar að það þurfi að hækka gjaldskrána og að það sé óumflýjanlegt. Mér sýnist allar for- sendur benda til þess að það sé eitt- hvað sem verði að grípa til,“ segir borgarstjóri. Hann kveðst hvorki vita í hvaða magni það verði né á hvaða tíma hækkunin fari fram. Stjórnarformaður í fullu starfi Minnihluti borgarráðs mótmælti ráðningu Haraldar harðlega. Taldi hann m.a. að hugsanlega bryti ráðn- ingin í bága við ný lög Alþingis um hlutafélög sem heimila ekki að stjórn- arformenn taki að sér önnur störf fyr- ir félagið. „Mér finnst það bara rugl. Ég get ekki skilið hvernig það á að gera það. Þetta er stjórnarformaður sem fær greitt fyrir að sinna sinni vinnu. Ég sé ekki að það brjóti í neinn bága við nein lög,“ segir borgarstjóri spurður um málið. Hann segir að stjórnarfor- maðurinn muni ekki taka meiri þátt í daglegum rekstri en forverar hans. „Það er engin breyting, önnur en sú að hann fær laun.“ Jón segir að launin séu til þess fallin að gera stjórnarfor- manninum kleift að einbeita sér betur í starfi. Hann segist með þessu ekki vera að gefa í skyn að forverar Har- aldar Flosa hafi ekki einbeitt sér nógu mikið. „Menn hafa gert það í mismiklum mæli. Sumir hafa lagt sig gífurlega mikið fram og jafnvel borgað með sér. Það er ekkert endilega eitthvað sér- staklega gott.“ Borgarstjóra þykir skrýtið að OR greiði arð  Nýr stjórnarformaður segist taka við á krítískum tímum Morgunblaðið/Ómar Guðlaugur G. Sverrisson lét af stjórnarformennsku á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Þar afhenti hann skýrslu fyrri stjórnar, þar sem gerð var grein fyrir stöðu OR. Guðlaugur segir að fyrsta verkefni nýrrar stjórnar sé að móta hækkunarþörf félagsins og að ef til hækkunar gjaldskrár komi, þá þurfi hún að gerast hóflega. Hann segir nýju stjórnina fá ávöxt mikillar vinnu fráfarandi stjórnar upp í hendurnar. Þau séu því vel búin til að takast á við verkefnin. Guðlaugur trúir að þeim muni vegna vel. Hann kveðst sjá eftir starf- inu. „Ég hefði viljað [halda áfram]. En ég geri mér líka fulla grein fyrir því hvernig ég var ráðinn. Þannig að það er eðli- legt að ég stígi niður.“ Hefði viljað halda áfram FYRRI FORMAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.