Morgunblaðið - 26.06.2010, Side 25

Morgunblaðið - 26.06.2010, Side 25
Umræðan 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Allt frá því að dómur Hæstaréttar um geng- istryggð lán féll hefur sú skoðun vaðið uppi í fjölmiðlum og á vefsíð- um að þeir sem tóku slík lán hafi verið sér- legir áhættufíklar. Út frá því hefur sú álykt- un verið dregin að mik- il ósanngirni felist í því að þessir hinir sömu sem tóku svona „mikla áhættu“ sitji uppi með betri kjör, en þeir sem tóku hefðbundin, verðtryggð lán. Hvernig fólk kemst að þessari nið- urstöðu er mér fyrirmunað að skilja. Raunar er ég þess handviss að fólk viti betur – fyrir fjölmarga var hreinlega ekki annað í boði, t.a.m. við bílakaup. Aðrir tóku gengis- bundin lán til húsnæðiskaupa alveg valkvætt. Sjálf tilheyri ég þeim hópi og þar sem ég hef fengið mig full- sadda á fordómum um hvað mér og öðrum gekk til með slíkum lántökum er mér bæði ljúft og skylt að útskýra hvernig í þeim fólst ekki hin minnsta áhættusækni heldur þvert á móti hreinræktuð áhættufælni. Þegar við hjónin vor- um að skoða möguleika á húsnæðiskaupum fyr- ir nokkrum árum reyndum við að átta okkur á því hvernig möguleg lán myndu þróast í framtíðinni. Þar sem þau yrðu tekin til næsta aldarfjórð- ungs þótti okkur rétt að miða ekki eingöngu við verðbólgu síðustu áranna á undan við þá útreikninga eða treysta á verðbólgumarkmið Seðlabankans heldur skoðuðum hvernig verðbólga og þar með verð- trygging hafði þróast nokkra ára- tugina á undan. Fljótlega áttuðum við okkur á því að í raun var örstutt síðan Íslend- ingar glímdu við óðaverðbólgu og þótt okkur þætti ósennilegt að verð- bólgan færi aftur viðlíka úr bönd- unum og á áttunda áratugnum fannst okkur rétt að hafa vaðið fyrir neðan okkur og skoða aðrar leiðir við fjármögnun, en eingöngu verð- tryggð íslensk lán. Einn kosturinn var svokölluð myntkörfulán sem voru bæði óverð- tryggð og báru lága vexti. Við áttum vini sem höfðu verið í aðstöðu til að taka erlend lán mörgum árum áður og þeir gátu vottað um að þau lán höfðu komið betur út en þau ís- lensku. Við skoðuðum gengisþróun undanfarinna áratuga sem gaf ekki tilefni til að óttast erlend lán um- fram verðtryggð innlend nema síður væri. Vissulega mátti búast við 20- 30% sveiflum í gengi en við vissum að við hefðum borð fyrir báru að mæta þeim og gott betur. Við ráð- færðum okkur við sérfræðinga óháða þeim lánastofnunum sem við hugðumst leita til auk þess sem við horfðum til þess sem slíkir óháðir sérfræðingar ráðlögðu fólki í fjöl- miðlum. Einn þeirra var t.a.m. Vil- hjálmur Bjarnason, formaður Fé- lags fjárfesta og húsbyggjenda, sem eftir mikla yfirlegu og stúdíu á þess- um lánum hafði sjálfur ákveðið að taka lán í svissneskum frönkum til húsbyggingar. Eftir að hafa skoðað þetta í bak og fyrir var mat okkar að í raun væri al- gert fjárhættuspil að taka lán yfir- höfuð. Í raun væri engin leið að vita hvernig verðbólga og gengi myndi þróast. Niðurstaðan var að gera það sem áhættufælið fólk gerir – að dreifa áhættunni. 60% lánafjárhæð- arinnar tókum við í verðtryggðu ís- lensku láni og 40% í gengisbundnu láni. Eftir að dómur Hæstaréttar féll hef ég í samtölum við fólk komist að því að fleiri völdu að dreifa áhætt- unni með þessum hætti, án þess þó að ég hafi nokkra hugmynd um hvort slíkt hafi verið almenn eða al- geng ráðstöfun. Eftirleikinn – hvernig lánin og af- borganir þeirra hafa þróast – þekkja allir, ekki síst við hjónin þar sem við erum með báðar tegundir lánanna. Á meðan verðtryggðu lánin og afborg- anir þeirra hafa vaxið um 30% á síð- astliðnum tveimur árum hafa þau gengistryggðu vaxið um rúmlega 100%. Þrátt fyrir þetta hefur samúð fólks í garð þeirra með erlendu lánin verið takmörkuð á grundvelli ofan- greindra sleggjudóma um meinta áhættufíkn lántakendanna. Þeir gátu einfaldlega sjálfum sér um kennt! Orðið „ósanngjarnt“ hefur verið víðsfjarri. Nú hinsvegar, þegar útlit er fyrir að mál muni þróast þannig að geng- istryggðu lánin komi betur út fyrir lántakendur, rís upp mikill sann- girniskór sem telur ótækt að þeir, sem hafa undanfarin tvö ár barist við að standa í skilum með full- komlega ósanngjörn, ólögleg og stökkbreytt lán standi betur að vígi en þeir sjálfir. Meðvirkni stjórn- valda er slík að þrátt fyrir eigin yfir- lýsingar um að þau muni ekki grípa til neinna aðgerða sem skerði rétt lánþega eru þau farin að lýsa því yfir að ekki verði unað við umsamin vaxtakjör lánanna, eins og allt virð- ist benda til að verði niðurstaða Hæstaréttar. Nægir þar að lesa dóm héraðsdóms í máli Þráins ehf. en Hæstiréttur staðfesti þann dóm sama dag og bílalánadómarnir tveir féllu. Gangi stjórnvöld á bak orða sinna um að grípa ekki til aðgerða sem skerði rétt umræddra lánþega þurfa þau að vera viðbúin því að allt verði vitlaust. Það er nefnilega hætt við því að þeim hinum sömu útslitnu og langþreyttu lánþegum finnist að ekki verði við slíkt unað. Af gengistryggðri ósanngirni og áhættufíkn Eftir Bergþóru Njálu Guðmunds- dóttur » ... er mér bæði ljúft og skylt að útskýra hvernig í þeim fólst ekki hin minnsta áhættu- sækni heldur þvert á móti hreinræktuð áhættufælni. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir Höfundur er blaðamaður. Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali Guðmundur Sigurjónsson, lögfræðingur, lögg. fasteignasali Þorleifur St. Guðmundsson, lögg. fasteignasali Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali Geir Sigurðsson, lögg. fasteignasali Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali Magnús Geir Pálsson, sölumaður Þórarinn M. Friðgeirsson, lögg. fasteignasali Jóhanna Valdimarsdóttir, gjaldkeri Elín Þorleifsdóttir, ritari Reykjavík Frá 1957 Elsta starfandi fasteignasala landsins S : 5 8 8 9 0 9 0 • S í ð u m ú l a 2 1 • 1 0 8 R e y k j a v í k w w w. e i g n a m i d l u n . i s Stórglæsilegt og vel staðsett 667 fm einbýli í Laugarásnum. Húsið er byggt árið 1987 og er teiknað af Kjartani Sveinssyni. Einstakt útsýni er yfir Laugardalinn. Húsið er allt hið vandaðasta bæði að innan og utan. V. 150 m. 4836 HÚSNÆÐI ÓSKAST Engjavellir - 4 svefnherb. - laus. Vönduð mjög vel skipulögð 158 fm fimm herbergja íbúð á 2.hæð í litlu fjölbýli á góðum stað á völlunum. Sérinngangur af útistigapalli. Fjögur svefnherb. vandaðar innréttingar. Tvennar svalir. Glæsil. flísal. baðherb. og gestasalerni. Laus strax. V. 27,9 m. 5781 Berjarimi - með bílskýli. Glæsileg 3ja herbergja 94,5 fm mjög vel umgengin og rúmgóð íbúð á 3.hæð /efstu í fallegu fjölbýli ásamt stæði í bílageymslu. Fallegar innréttingar. Gott útsýni. Mjög góður staður. V. 20,5 m. 5797 Rauðagerði - glæsileg eign Glæsilegt 383 fm einbýlishús á frábærum stað í Rauðagerði. Húsið hefur verið töluvert endurnýjað, m.a. eldhúsinnrétting. 3ja herbergja íbúð á neðri hæð. Garðurinn er mjög fallegur og skjólgóður með hellulögðum stéttum, timburveröndum og fallegum gróðri. Vel skipulagt hús. V. 83,0 m. 5760 Grandavegur - mikið útsýni Falleg 4ra herbergja útsýnisíbúð á 8.hæð ásamt bílskúr. Íbúðin skiptist í n.k. forstofu, hol, eldhús, tvær samliggjandi stofur, tvö svefnherbergi, sér þvottahús og baðherbergi. Sér geymsla fylgir í kjallara. V. 29,0 m. 5748 Einbýlis- eða raðhús í Fossvogi Höfum kaupanda að einbýlis- eða raðhúsi í Fossvogi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl veitir Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093 Einbýlishús í Smáíbúðahverfi eða Gerðunum óskast. Óskum eftir góðu einbýlishúsi á ofangreindum svæðum. Æskileg stærð 250- 300 fm, a.m.k. 5 herbergi og stofur. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson í síma 861-8514 2ja herbergja íbúðir óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir nokkrum 2ja herbergja íbúðum í lyftuhúsum á Höfuðborgarsvæðinu. Íbúðirnar verða staðgreiddar ef um semst. Allar nánari uppl. veitir Magnús Geir Pálsson sölumaður á Eignamiðlun. Einbýlishús í Þingholtunum óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 300-400 fm einbýli í Þingholtunum. Verð mætti vera á bilinu 80- 150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlishús í Vesturborginni óskast - staðgreiðsla Óskum eftir 250-350 fm einbýli í Vesturborginni. Verð mætti vera á bilinu 90- 150 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Sumarbústaður við Þingvallavatn óskast Óskum eftir sumarbústað við Þingvallavatn (við vatnið). Bústaðurinn má kosta á bilinu 30-70 milljónir. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. LAUGARÁSVEGUR - EINSTÖK EIGN Einbýlishús 283,0 fm á einni hæð. Húsið er á sjávarlóð til suðurs. Einstök staðsetning. Húsið er allt hið glæsilegasta. Húsið skiptist í: forstofugang, fjögur herbergi, klæðaherbergi, tvö baðherbergi, þvottaherbergi, stofu með arin, eldhús og sjónvarpshol. Innbyggður 34,6 fm bílskúr. Verönd er til suðurs. V. 125,0 m. 5794 KÓPAVOGSBAKKI 10 - NÝTT GLÆSILEGT HÚS Á SJÁVARLÓÐ Vönduð og ve lskipulögð 156,5 fm íbúð á 4.hæð í þessu vinsæla fjölbýli ásamt 8,2 fm geymslu og stæði í bílakjallara.. Húsvörður sér um daglegan rekstur húsa nr. 1-5 og er húsvarðaríbúð í eigu húsfélags ásamt öðrum rýmum sem leigð eru út ásamt sameiginlegri heilsuræktaraðstöðu. Saml. þvottahús fyrir þessar íbúðir á millipalli. V. 49,8 m. 5804 KIRKJUSANDUR - STÓR OG RÚMGÓÐ Einstaklega falleg 97,9 fm efri hæð í tvíbýlishúsi (tengihús). Vandaðar innréttingar og gólfefni. Glæsilegt útsýni. Rólegur staður og barnvænt umhverfi. Íbúðin er laus strax. V. 23,5 m. 5768 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00 LJÓSAVÍK 25 - FALLEG EFRI HÆÐ Fallegt og virðulegt 251,5 fm einbýlishús á þessum eftirsótta stað. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt sem þar að auki teiknaði innréttingar og fl. í húsinu. Húsið er upprunalegt að innan. V. 75,0 m. 5795 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00 KLEIFARVEGUR 3 - VIRÐULEG EIGN Falleg 130,3 fm 4ra herbergja íbúð á jarðhæð í lyftuhúsi við Hofakur ásamt stæði í bílageymslu og sérgeymslu. Eikarinnréttingar og eikarparket á gólfum. V. 36,0 m. 4701 OPIÐ HÚS MÁNUDAG FRÁ KL. 17:00 - 18:00 HOFAKUR 3 - JARÐHÆÐ OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS OPIÐ HÚS Tjarnarmýri - vönduð íbúð Vönduð velskipulögð 3ja herbergja íbúð á 2.hæð í mjög góðu fjölbýli ásamt stæði í góðu bílskýli. Parket. Góðar innréttingar. Svalir. Frábær staðsetning. Góð sameign. V. 21,9 m. 5046 Hlyngerði - vinsæll staður Glæsilegt Vel staðsett og vel hannað ca 300 fm einbýli á tveimur hæðum á þessum vinsæla stað. Húsið þarfnast viðhalds að innan og utan. Arkitekt hússins er Helgi Hjálmarsson. Innréttingar eru teiknaðar af Finni Fróðasyni.V. 65,0 m. 5762

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.