Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Viðamikil rannsókn á einelti gegn börnum á Íslandi hefur hlotið styrk að fjárhæð 2,2 milljónir króna úr Styrktarsjóði Margaret og Bents Schevings Thorsteinssonar. Rannsókn- inni er ætlað að efla sérfræðiþekkingu á ein- elti enn frekar og styrkja þannig félagsleg og lagaleg úrræði til að sporna við því, að því er segir í tilkynningu frá styrktar- sjóðnum. Verkefnisstjóri eineltisrannsóknarinnar er Þórhildur Líndal, forstöðumaður Rann- sóknastofnunar Ármanns Snævarr í fjöl- skyldumálefnum, en umsjón og stjórnsýsla verkefnisins verður í höndum stofnunarinnar í samvinnu við félagsráðgjafardeild, laga- deild og menntavísindasvið Háskóla Íslands. 2,2 milljónir í rannsókn á einelti Morgunblaðið/Kristinn Saman Brynhildur G. Flóvenz dósent við HÍ og formaður stjórnar styrktarsjóðsins, Þórhildur Líndal, Margaret Scheving Thorsteinsson, Kristín Ingólfsdóttir rektor, Halldór S. Guðmundsson lektor við HÍ, Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ og Bent Scheving Thorsteinsson, stofnandi sjóðsins. Skortur er á upp- lýsingum um kostnað og vinnu undirstofnana ráðuneyta við að- ildarumsókn Ís- lands að ESB. Þetta er mat Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Framsókn- arflokksins, sem óskaði nú á vordög- um eftir svörum frá hverju ráðu- neyti um kostnað og vinnu ráðuneytanna og undirstofnana þeirra vegna aðildarumsóknarinnar. „Mér þótti þessi svör að mörgu leyti mjög undarleg, ekki síst að sam- kvæmt þeim skuli ekki nema tvö til þrjú ráðuneyti bera einhvern kostað af umsókninni. Maður hefði haldið að kostnaður lægi víðar,“ segir Gunnar Bragi. Svör vanti að sínu mati varðandi undirstofnanir ráðu- neyta. „Ég er þess fullviss að stofn- anir á borð við Byggðastofnun hafa lagt töluverða vinnu í umsóknina og er sannfærður um að þetta er um- fangsmeira en fram kemur í þessum svörum.“ Ein skýring á kostnaðartölum kunni að vera sú að ráðuneytin vinni málin jafnóðum og tilefni er til. Áætlanir um framtíðarkostnað ættu þó að liggja fyrir. „Slíkar tölur má væntanlega nálgast hjá öðrum ríkj- um sem hafa farið í gegnum þetta og heimfæra þær með einhverjum hætti.“ Gunnar Bragi kveðst því hafa full- an hug á að fylgja málinu eftir á haustþingi og reyna að ná fram ná- kvæmari svörum um kostnað vegna ESB-umsóknarinnar. annaei@mbl.is Undarleg svör frá ráðuneytum Skortir upplýsingar um undirstofnanir Gunnar Bragi Sveinsson Rangfærsla í æviágripi Rangt var farið með dánarár í æviá- gripi um Óla Má Guðmundsson sem birtist í Morgunblaðinu 24. júní sl. Hið rétta er að hann lést árið 1997. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Í grein um ný hjúkrunarrými fyrir eldri borgara sem birt var í blaðinu í gær var ranglega ritað að Fjarða- byggð hefði gert samning við félags- og tryggingamálaráðuneytið um byggingu hjúkrunarheimilis. Hið rétta er að Fljótsdalshérað gerði slíkan samning við ráðuneytið. Beð- ist er velvirðingar á þessum mistök- um. LEIÐRÉTT Tvítug stúlka féll ofan af þriðju hæð fjölbýlishúss á Akureyri síðdegis í gær. Lenti hún á grilli en slapp óbrotin. Stúlkan er undir eftirliti lækna en mikil mildi þykir að ekki skyldi fara verr. Lögreglan á Akur- eyri hefur til skoðunar af hverju stúlkan var að príla á húsinu. Stúlka féll af þriðju hæð mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.