Morgunblaðið - 01.07.2010, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2010
Búið Listasýningu Sigurðar Guðmundssonar er lokið og það er engu líkara en að maðurinn á veggmyndinni, sem auglýsir sýninguna, sé að styðja við kranann meðan myndin er tekin niður.
Eggert
Eldgos eru algeng
á Íslandi og á 20. öld-
inni liðu að jafnaði
aðeins 3 ár á milli
gosa. Sum gosanna
eru hraungos sem
valda staðbundnum
breytingum á um-
hverfinu en oft fylgir
öskufall eldgosunum
sem dreifist yfir stór
landsvæði. Á seinni
tímum hefur gróður-
og jarðvegseyðing verið fylgifiskur
öskugosa, en svo var ekki á meðan
landið var óbyggt mönnum og
þakið birkiskógum og kjarri. Nýj-
ustu rannsóknir benda til að 25-
40% landsins hafi verið þakin
skógi við landnám. Öskulagarann-
sóknir sýna að margra sentimetra
þykk aska hefur ítrekað fallið á
skóga án þess að valda eyðingu
þeirra. Má sem dæmi nefna að ár-
ið 1104 dreifði eldgos í Heklu
miklu magni af hvítum vikri yfir
Þjórsárdal. Byggðin fór í eyði í
því gosi en stærstur hluti skóg-
anna lifði.
Lítið hefur farið fyrir öskufalli á
skóga síðustu öldina, enda skógar
litlir. Þó féll vikur úr Heklu á
Búrfells- og Þjórsárdalsskóga árið
1970 án þess að valda skemmdum
á þeim. Hinsvegar olli sá vikur
miklum skemmdum á gróðri á
bersvæði, meðal annars á land-
græðslusvæðum. Fleiri dæmi má
nefna, s.s. vikurfall í gróðrarstöð-
inni í Múlakoti árið 1947 og á
Þórsmörk árin 1918 og 1947. Í
engu þeirra tilvika urðu skemmdir
á skógi af völdum
öskunnar.
Í eldgosinu í Eyja-
fjallajökli, sem von-
andi er nú afstaðið,
féll aska víða um ná-
grannasveitir og
óbyggðir. Það sem
vekur athygli er að
trjágróður og skógar
virðast koma
óskemmdir undan
öskufallinu. Jafnvel
þar sem aska hefur
fallið með rigningu og
hlaðist utan á trén eins og í Húsa-
dal í Þórsmörk náðu trén að
standa af sér öskufargið og líta
vel út í dag. Þar lagðist askan að
mestu í skógarbotninn og fýkur
ekki þótt hvessi. Gróður í skóg-
arbotninum er þessa dagana að
þekja öskulagið og í framtíðinni
geta öskulagafræðingar skoðað
öskulögin í jarðvegi undir skóg-
unum. Annað er uppi á teningnum
á bersvæðum. Þar fýkur askan
þegar þurrt er jafnvel í blíðviðri
eins og hefur verið undanfarnar
vikur. Íbúar á Suðurlandi finna vel
fyrir þessu öskufoki og er hætta á
að aska á bersvæði muni fjúka
næstu mánuði og ár.
Hvað er til ráða?
Skógræktarfólk hugsar ekki í
árum heldur öldum. Eina var-
anlega leiðin til að koma í veg fyr-
ir öskufok í kjölfar ösku og vik-
urgosa er að klæða úthaga aftur
skógi eða kjarri og ræktunarland
skjólbeltum eftir því sem hægt er.
Endurheimt birkiskóga landsins
er ódýr leið til að koma varanlega
í veg fyrir öskufok í nágrenni eld-
fjalla. Hefur endurheimt birki-
skóga með friðunaraðgerðum stað-
ið yfir hér á landi í heila öld, t.d. í
Hallormsstaðarskógi, Vaglaskógi
og Þórsmörk. Á síðustu árum hafa
slíkar aðgerðir náð til mun stærri
svæða en áður eða um 1% Íslands.
Hekluskógar heita stærsta verk-
efnið og tilgangur þess er að
rækta aftur upp birkiskóga sem
áður þöktu landið. Þannig má
binda ösku sem á eftir að falla í
næsta nágrenni Heklu og koma í
veg fyrir að aska og vikur fjúki
frá öskufallssvæðum, valdi upp-
blæstri og skaði landbúnað og lífs-
skilyrði í nálægum byggðum.
Hekluskógar hafa starfað með
landeigendum að endurheimt
birkiskóga í nágrenni Heklu síð-
ustu 5 ár með góðum árangri. Er
verkefnið unnið á þann hátt að
land er grætt upp, í kjölfarið er
birki gróðursett í lundi á beit-
arfriðuðum svæðum og að nokkr-
um árum liðnum fara birkitrén að
sá sér út og mynda nýja skóga.
Birki er aðaltrjátegundin í Heklu-
skógum en ýmsar aðrar trjáteg-
undir koma einnig til greina, t.d. í
ræktun nytjaskóga eða í skjól-
beltarækt.
Ég legg til að sú aðferðafræði
sem hefur verið þróuð á síðustu
árum í tengslum við Hekluskóga
verði notuð á fleiri landsvæðum og
vil ég þar sérstaklega nefna land-
svæði í nágrenni Eyjafjallajökuls,
Kötlu og Öræfajökuls. Þó kreppi
að í fjármálum þjóðarinnar er
brýnt að hugsa til framtíðar,
skapa atvinnu á landinu við að
byggja upp skógarauðlind sem á
næstu áratugum á eftir að skila
þjóðinni margvíslegum nytjum,
þar á meðal að draga úr öskufoki.
Eftir Hrein
Óskarsson
» Jafnvel þar sem aska
hefur fallið með
rigningu og hlaðist utan
á trén eins og í Húsadal
í Þórsmörk náðu trén að
standa af sér öskufargið
og líta vel út í dag.
Hreinn
Óskarsson
Höfundur er verkefnisstjóri Heklu-
skóga og skógarvörður Skógræktar
ríkisins á Suðurlandi.
Skógar og öskufall
Töluverð aska féll á skóginn í Húsadal í Þórsmörk síðustu daga Eyjafjalla-
jökulsgossins og voru tré sliguð af blautri öskunni. Nokkrum dögum síðar
hafði skógurinn sprengt af sér öskuna og voru tré orðin allaufguð og
spretta vel enda töluverð næring í öskunni. Enn er mikil aska í skógum
Þórsmerkur og Goðalands en hún fýkur ekki í skjóli trjánna og botngróður
vex upp úr henni.